Morgunblaðið - 28.10.2005, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 28.10.2005, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2005 37 Ertu viðbúinn vetrinum? Glæsilegt sérblað um veturinn fylgir Morgunblaðinu á morgun Í dag er borinn til hinstu hvílu elskulegur móðurbróðir okkar Páll Stefánsson eða Palli eins og hann var kallaður. Hann var næstur móður okkar í aldri og alltaf mjög kært á milli þeirra. Á æskuárum vorum við systkinin sumarlangt á heimili hans í góðu yfirlæti við leik og störf. Á kveðjustund reikar hugurinn og margar dýrmætar minningar koma fram. Palli var fæddur í Vestri-Miðbæ á Hnappavöllum í Öræfum og ólst upp í stórum systkinahópi. Á Hnappa- völlum bjó hann allan sinn aldur fé- lagsbúi með bræðrum sínum og systrum, þeim Þorláki, Þórði, Guð- rúnu og Kristínu ásamt mágkonu sinni Sigrúnu Bergsdóttur og síðar Guðmundi, syni Þórðar og Sigrúnar. Hans yndi var sauðfjárbúskapur- inn. Sauðfjárbóndinn Páll var ein- staklega fjárglöggur og natinn við hjörðina sína og þekkti sitt eigið fé og annarra úr mikilli fjarlægð. Stundaði hann sauðfjárrækt af áhuga og leit- aði eftir fjölbreytni í byggingu og lit- arafbrigðum. Hann talaði stundum um að sauðfé vantaði fjárbragð. Féð átti að vera líflegt og sviphreint. Palli hafði mikinn áhuga á uppgræðslu lands og lagði sig fram um að græða upp ógróna aurana og fékk okkur kaupstaðarbörnin með sér í það að veita lækjum yfir þá og dreifa moði og áburði í brekkur og uppblásin börð. Á fjölmennu heimili skipta menn með sér verkum. Palli var lítið fyrir PÁLL SIGURÐUR STEFÁNSSON ✝ Páll SigurðurStefánsson fæddist á Hnappa- völlum í Öræfum 30. maí 1918. Hann lést á Hjúkrunarheim- ilinu á Hornafirði 17. október síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Stefán Þorláksson, f. á Hnappavöllum 1878, d. 1969, og kona hans Ljótunn Pálsdóttir, f. í Svínafelli í Öræfum, 1882, d. 1955. Páll var fimmti elst- ur í hópi ellefu systkina, tvö dóu í frumbernsku. Auk hans eru nú látin Páll Arnljótur, Kristín, Guð- rún, Þóra Ingibjörg, Helgi og Þor- lákur en eftir lifa Sigríður og Þórður. Útför Páls Sigurðar verður gerð frá Hofskirkju í Öræfum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. að stjórna vélum og tækjum, ferðaðist frekar gangandi eða á hestbaki en að skrölta um á vélum, hann lét aðra um það. Hann lagði mikið upp úr heil- brigðum lífsstíl og var þeirrar skoðunar að andleg og líkamleg heilsa byggðist á því að stunda hreyfingu, borða íslenskan sveita- mat og hitta annað fólk. Hann lifði sam- kvæmt þessu alla tíð. Hann tók daginn snemma og fór í góðar göngur á hverjum degi. Til að líta eftir kindum eins og hann sagði. Í sauðburðinum á vorin kom hann oft heim með kjóaegg í húfunni og á sumrin veiddi hann silung í net. Það var alltaf líf og fjör í kringum Palla og hann bjó yfir þeim hæfileika að njóta lífsins hér og nú. Hann var sérlega þægilegur í umgengni, skap- góður og tilfinningaríkur. Hann lét sig ekki vanta á mannamót og sótti stórhátíðir hvar sem var á landinu. Hann átti auðvelt með og hafði gam- an af að gefa sig á tal við ókunnuga og spyrja þá frétta, og spurði þá að gömlum íslenskum sið hverra manna þeir væru. Á haustin, eftir lok sláturtíðar og annarra haustverka í sveitinni, kom Palli árum saman suður og fékk sér launavinnu á mölinni fram að jólum. Um leið naut hann félagslífs og skemmtunar sem borgarlífið bauð uppá. Og þó hann hætti að koma suð- ur til vinnu á efri árum hélt hann áfram að koma í frí sér til skemmt- unar. Nú er ný kynslóð farin að venja komur sínar að Hnappavöllum og löðuðust börnin okkar líka að Palla. Hann lagði mikið upp úr því að þau færu með góðar minningar úr sveit- inni sinni kæru og fannst mikilvægt að þau skoðuðu sig um og hvíldu sig frá borgarþysnum. Hjá þeim var allt- af hápunkturinn þegar hann tók þau með sér á hestbak. Við öll kveðjum nú kæran frænda með söknuði og virðingu og þökkum honum sam- fylgdina. Blessuð sé minning hans. Sæmundur, Unnur Stefanía, Helga, Björk og Stefán. Í dag kveðjum við kæran frænda, hann Palla. Við systkinin vorum svo heppin að alast upp á sama heimili og hann bjó á. Hann var bóndi af lífi og sál, þekkti hverja kind og ættir þeirra. Það var upplifun að ganga með honum út í haga og sjá kind- urnar koma til hans þegar hann kall- aði á þær. Og við vorum ekki há í loft- inu þegar hann fór að drífa okkur á hestbak með sér. Hann upplifði tímana tvenna ásamt systkinum sínum. Og lagði hann mikinn metnað í að breyta jörð- inni úr örreytiskoti í stórbýli ásamt bræðum sínum. Palli var léttur á fæti og göngu- maður mikill. Hann var eitt sinn spurður að því hvernig hann færi að því að halda heilsunni svo vel, kom- inn yfir áttrætt. Þá svaraði hann: „Með því að hreyfa sig og hitta fólk.“ Hann var mjög félagslyndur og tók þátt í félagsstörfum í sveitinni sinni af lífi og sál.Hann hafði yndi af söng og söng með kirkjukór Hofskirkju alla tíð á meðan heilsan leyfði. Og taldi hann það ekki eftir sér að mæta á söngæfingar og vildi veg kirkjunn- ar sem mestan. Palli hafði yndi af því að ferðast um landið sitt og fór á ýmis manna- mót og hátíðir. Hann var mjög mann- glöggur og ófeiminn að taka fólk tali hvert sem hann fór og ekki fór hann í manngreinarálit í þeim efnum. Síðustu tvö árin fór sjónin að dapr- ast hjá Palla og fór hann ekki eins mikið af bæ eins og hann langaði. En var þó duglegur að mæta á spila- kvöld og voru spilafélagarnir dugleg- ir að aðstoða hann ungir sem aldnir og var hann mjög þakklátur fyrir það að geta verið með. Síðasta vor veikt- ist Palli svo hastarlega og dvaldist á Hjúkrunarheimilinu Höfn allt síðast sumar. Hann tók veikindum sínum með miklu æðruleysi og hugarró þar til yfir lauk. Við systkinin þökkum fyrir allar dýrmætu minningarnar um yndislegan frænda og vin. Guð geymi minningu hans. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Guðmundur B. Þórðarson, Stefanía L. Þórðardóttir. MINNINGAR Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Skilafrestur Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Minningargreinar Gullsmárabrids Bridsdeild FEBK í Gullsmára spil- aði tvímenning á 12 borðum mánu- daginn 4. október. Miðlungur 220. Efst voru í NS: Dóra Friðleifsdóttir – Jón Stefánsson 298 Kristinn Guðmss. – Guðm. Magnússon 258 Einar Markússon – Sigurður Pétursson 244 AV Jón Stefánsson – Eysteinn Einarsson 308 Karl Gunnarss. – Gunnar Sigurbjörnss. 268 Dagný Gunnarsd. – Steindór Árnason 237 Bridsfélag Selfoss og nágrennis Fimmtudaginn 20. október sl. var annað kvöldið í Suðurgarðsmótinu spilað. Eitt par bættist í hópinn og eru pörin því orðin 13 sem taka þátt í mótinu. Þessi pör skoruðu mest um kvöldið: Guðjón Einarsson – Ólafur Steinason 44 Gunnar Helgason – Össur Friðgeirss. 28 Staða efstu para í mótinu er þessi: Guðjón Einarsson – Ólafur Steinason/Vilhjálmur Þ. Pálsson 41 Gunnar B. Helgason – Össur Friðgeirsson 37 Garðar Garðarsson – Gunnar Þórðarson 29 Bridsfélag Suðurnesja og Bridsfélagið Muninn Hafinn er þriggja kvölda Baromet- er tvímenningur hjá bridsfélögunum og taka 12 pör þátt í keppninni. Vignir Sigursveinsson og Úlfar Kristinsson byrjuðu best og eru með 35 stig yfir meðalskor. Heiðar Sig- urjónsson og Kristján Ö. Kristjáns- son eru í öðru sæti með 31 og feðg- arnir Kjartan Ólason og Óli Þór Kjartansson þriðju með 19. Spilað er í félagsheimilinu við Sandgerðisveg og eru spilarar hvatt- ir til að mæta snemma því spila- mennskan hefst á mínútunni 19.30 og spila þarf 32 spil. Bridsdeild FEB í Reykjavík Tvímenningskeppni var spiluð í Ásgarði, Stangarhyl, mánud. 24.10. Spilað var á 10 borðum. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S Helgi Hallgrímss. – Jón Hallgrímss. 263 Vilhjálmur Sigurðs. – Magnús Halldórs. 240 Magnús Oddss. – Oliver Kristóferss. 236 Árangur A-V Hjálmar Gíslason – Hilmar Valdimarss. 239 Ægir Ferdinands. – Jóhann Lútherss. 235 Gunnar Jónsson – Guðbjörn Axelsson 222 Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna Halldór Svanbergsson og Jón Ing- þórsson voru í miklu stuði á öðru spilakvöldinu í butlertvímenningi fé- lagsins og skoruðu hvorki meira né minna en 95 impa, 53 impum fleiri en næsta par. Af þremur kvöldum verða tvö bestu látin gilda til verðlauna. Pör geta bæst inn í þriðja spilakvöldið ef þau vilja, en verða þá að mæta tím- anlega. Eftirtalin pör hafa náð bestu skorinu samanlagt á tveimur spila- kvöldum af þremur: Halldór Svanbergsson – Jón Ingþórsson 114 Guðjón Sigurjónsson – Stefán Stefánsson 83 Jón Stefánsson – Magnús Sverrisson 64 Sigurður Ólafsson – Karl Ómar Jónsson 38 Eftirtalin pör náðu hæsta skorinu á öðru spilakvöldinu: Halldór Svanbergsson – Jón Ingþórsson 95 Gróa Guðnadóttir – Sigrún Þorvarðard. 42 Sigurður Ólafsson – Karl Ómar Jónsson 38 Guðjón Sigurjónsson – Stefán Stefánsson 29 Bridsfélag Reykjavíkur Dræm aðsókn var á spilakvöldi fé- lagsins síðasta föstudag, 21. október, væntanlega vegna deildakeppninnar sem spiluð var um helgina. Dræm aðsókn kom þó ekki í veg fyrir mikla baráttu á toppnum og munaði aðeins örfáum stigum á efstu mönnum í lok- in. Lokastaða efstu para: Oddur Hannesson – Árni Hannesson 152 Rúnar Gunnarsson – Jón Ingþórsson 151 Hjálmar Pálsson – Eiríkur Sigurðsson 146 Baldur Bjartmarsson – Eggert Bergsson142 Bridsfélag Hafnarfjarðar Mánudaginn 24. október var spil- að fyrsta kvöldið af þremur í A. Hansen tvímenningnum. Staðan eftir fyrsta kvöldið: Guðlaugur Bessason – Stefán Garðarss. 61 Svala Pálsdóttir – Ólöf Þorsteinsd. 42 Ársæll Vignisson – Eiríkur Kristófersson 36 Gísli Steingrímss. – Harpa Fold Ingólfsd. 34 Eins og sést komu konur hressar til leiks eftir góðan kvennafrídag og sitja í efstu sætum. Verðlaunin í mótinu eru mjög góð, t.d. málsverð- ur fyrir 4 hjá A.Hansen. FEBK Gjábakka Það var spilað á átta borðum sl. föstudag. Hörkukeppni var í báðum riðlum og urðu úrslit þessi í N/S-riðl- inum: Hrafnhildur Skúlad. – Þórður Jörundss. 207 Magnús Halldórss. – Oliver Kristófss. 203 Ólafur Ingvarss. – Jóhann Lúthersson 188 A/V: Vigdís Sigurjónsd. – Ólafur Lárusson 223 Sigrún Pétursd. – Unnar A. Guðmss. 220 Jón Hallgrímss. – Bjarni Þórarinss. 183 Bridsfélag Borgarfjarðar Mánudaginn 17. október var spil- aður tvímenningur hjá félaginu á 8 borðum. Úrslit voru skemmtilega óvænt og ljóst að nokkrir af okkar ágætu spilurum hafa notað rigning- arkvöldin í ágúst vel til að byggja sig upp fyrir átök vetrarins. Þeir Guðmundur á Grímsstöðum og Ásgeir á Þorgautsstöðum hljóta að vera í þeim hópi því þeir unnu glæstan sigur. Úrslit kvöldsins urðu annars sem hér segir: Guðm. Kristinsson – Ásgeir Ásgeirsson 164 Flemming Jessen – Guðm. Þorsteinsson 154 Ragna og Guðrún Sigurðardætur 141 Jón Eyjólfsson – Baldur Björnsson 135 Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Föstudaginn 21 október var spilað á 8 borðum. Meðalskor var 168. Úrslit urðu þessi í N/S Helgi Einarsson – Ingimundur Jónsson 202 Friðrik Hermannss. – Jón Ó. Bjarnason 194 Einar Markússon – Sverrir Gunnarsson 173 A/V Jón Sævaldsson – Þorvarður S. Guðmss. 207 Knútur Björnsson – Elín Björnsdóttir 202 Anton Jónsson – Einar Sveinsson 202 Bridsdeild Breiðfirðinga – leiðrétting Nett mistök urðu í frásögn þátt- arins sl. þriðjudag þá er sagt var frá spilamennsku hjá Breiðfirðingum 16. okt. sl. Þar sagði að Sveinn Krist- insson og Haukur Guðbjartsson hefðu orðið efstir í N/S-riðli. Hið rétta er að það var Reynir Haralds- son sem spilaði við Svein. Breiðfirðingar spila á sunnudags- kvöldum kl. 19 í Breiðfirðingabúð. Bridsfélag Hreyfils Bílstjórarnir eru komnir á fullt skrið í vetrarstarfinu og spiluðu 10 para tímenning sl. mánudagskvöld. Lokastaða efstu para: Birgir Sigurðss. - Sigurrós Gissurard. 136 Dagur Halldórss. - Björn Stefánss. 133 Jón Sigtryggss. - Skafti Björnss. 121 Næstkomandi mánudag hefst fimm kvölda tvímenningur. Spilað er í Hreyfilshúsinu við Grensásveg og hefst spilamennskan kl. 19.30. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.