Morgunblaðið - 28.10.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.10.2005, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR BÓKAÚTGÁFAN HÓLAR 10. sæti Metsölulisti Eymundsson Skáldverk Karin Alvtegen er ein- stök meðal norrænna spennusagnahöfunda SVIK fádæma spennandi bók, enda tilnefnd glæpasaga ársins 2003 í Svíþjóð „Þetta er bók fyrir spennufíkla“ Dagbladet „Svik lætur hárin rísa á höfði manna og endirinn hefði svo sannarlega glatt Hitchcock gamla“ Expressen JAFNRÉTTI Á BIFRÖST Viðskiptaháskólinn á Bifröst ætl- ar að styðja konur, sem brautskrást frá skólanum, við atvinnuleit að loknu námi. Einnig verður þess gætt að lágmarkshlutfall hvors kyns í deildum skólans verði 40%. Þetta er á meðal ákvæða í nýrri jafnréttis- áætlun skólans. Dreifð eign í sjávarútvegi Dreifing veiðiréttar í sjávarútvegi er miklu meiri en svarar dreifingu eignaraðildar í langflestum stórum atvinnuvegum þjóðarinnar, að mati Einars Kr. Guðfinnssonar, sjáv- arútvegsráðherra. Hann bendir á að tæplega 1.000 aðilar standi fyrir rekstri í útgerð og enginn geti átt meira en 12% kvótans. Fyrirtæki sökuð um mútur Um 2.200 fyrirtæki í 66 löndum greiddu íröskum stjórnvöldum mút- ur eða inntu af hendi aðrar ólöglegar greiðslur í tengslum við olíu- söluáætlun Sameinuðu þjóðanna á árunum 1996-2003. Þetta kemur fram í skýrslu sem óháð rannsókn- arnefnd birti í New York í gær. Nefndin gagnrýnir einnig yfirstjórn Sameinuðu þjóðanna og stofnanir þeirra fyrir að hafa ekki komið í veg fyrir spillinguna. Talið er að ólög- legu greiðslurnar til stjórnar Sadd- ams Husseins hafi numið sem sam- svarar 108 milljörðum króna. Miers hættir við George W. Bush Bandaríkja- forseti skýrði frá því í gær að Harriet Miers, sem hann hafði til- nefnt í embætti hæstaréttardómara, hefði óskað eftir því að nafn hennar yrði dregið til baka. Þykir þetta áfall fyrir forsetann sem glímir nú við mótlæti á mörgum vígstöðvum. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Minningar 38/44 Viðskipti 14 Skák 50 Erlent 16/17 Brids 50 Minn staður 20 Myndasögur 48 Höfuðborgin 22 Dagbók 48/51 Akureyri 22 Staður og stund 50 Suðurnes 23 Af listum 51 Landið 24 Leikhús 52 Menning 28/29 Bíó 54/57 Umræðan 32/37 Ljósvakamiðlar 58 Bréf 37 Veður 59 Forystugrein 30 Staksteinar 59 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " # $ %         &         '() * +,,,                   HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær karl- mann á þrítugsaldri í 5 mánaða fang- elsi, þar af þrjá mánuði skilorðsbund- ið, fyrir kynferðisbrot gegn tveimur ungum stúlkum með því að viðhafa kynferðislegt og klámfengið tal í fjöl- mörgum SMS-boðum sem hann sendi í farsíma þeirra. Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða hvorri stúlkn- anna 400 þúsund krónur í bætur. Maðurinn var sýknaður af ákæru fyrir að hafa sært blygðunarsemi annarrar stúlkunnar þegar þau voru stödd í sundlaug í desember 2003 og á heimili hans vorið 2004. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Vesturlands, sem Hæstiréttur stað- festi, að maðurinn sendi annarri stúlkunni 1276 SMS-boð og hinni 2444 SMS-boð en hann var þá kennari við grunnskóla stúlknanna. Hæstiréttur hækkaði bætur, sem manninum var gert að greiða stúlk- unum. Segir í dóminum að lagðar hafi verið fram nýjar skýrslur um með- ferðarviðtöl við stúlkurnar í Barna- húsi og sé leitt í ljós að maðurinn hafi valdið þeim verulegum miska. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Markús Sigurbjörnsson, Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen, Ingi- björg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Verjandi var Sveinn Andri Sveinsson hrl. og sækj- andi Kolbrún Sævarsdóttur frá rík- issaksóknara. Fangelsaður fyrir að senda klám- fengin SMS-boð ÍSLENSKUR hlutverkaleikur á net- inu, sem þróaður var af Ómari Erni Magnússyni, kennara í Hagaskóla í Reykjavík, hlaut fyrstu verðlaun í norrænni samkeppni um námsefni til neytendafræðslu. Norræna ráð- herranefndin í neytendamálum efndi til keppninnar á síðasta ári. Alls bár- ust 24 verkefni í keppnina, þar af átta íslensk. Markmið neytendafræðslu eru m.a., að því er fram kemur í upplýs- ingabæklingi frá Norrænu ráðherra- nefndinni, að nemendur þekki rétt- indi sín og skyldur sem neytendur og að þeir læri að leita upplýsinga þegar þeir ná ekki yfirsýn yfir vandamálin. Valgerður Sverrisdóttir við- skiptaráðherra veitti Ómari Erni verðlaunin á Hótel Nordica í gær, þar sem þing Norðurlandaráðs fór fram, en verðlaunaféð nemur sem svarar tæplega einni milljón ís- lenskra króna. Leikurinn nefnist: Raunveruleikurinn og er að sögn Ómars Arnar í eigu Landsbanka Ís- lands. Fyrir 10. bekk í grunnskóla Ómar Örn segir að leikurinn sé hannaður fyrir nemendur tíunda bekkjar grunnskólans. Markmið leiksins sé að láta unglingana kynn- ast þeim veruleika sem fullorðnir standa frammi fyrir í lífi sínu. Í upp- hafi leiksins eru þátttakendur 20 ára og á leið út í lífið eftir framhalds- skólanám. Þeir fá ákveðna fjárhæð til ráðstöfunar en geta að öðru leyti mótað persónu sína að vild, s.s. útlit, nafn og persónueinkenni. Ómar Örn segir að þátttakendur séu svo í gegnum leikinn látnir tak- ast á við þau verkefni sem fullorðnir glíma við, t.d. það verkefni að láta enda ná saman, ákvörðunina um að eignast börn, stofna fjölskyldu og svo framvegis. Þátttakendur þurfi þannig að velja og hafna og standa með vali sínu út allan leikinn. Það er, að sögn Ómars Arnar, ekki hægt að byrja upp á nýtt. „Tilgangurinn er einmitt að búa unglingana undir það val sem bíður þeirra,“ segir hann. „Ég held þau hafi mjög gott af því að kynnast því hvaða valmöguleika þau hafa og velta því fyrir sér hvernig þau munu fara með það val sitt.“ Fer af stað í nóvember Ómar Örn segir að leikurinn hafi verið í þróun í fjögur ár. Hann kveðst aðspurður hafa átt frumkvæðið að honum; hann hafi séð um hugmynda- vinnuna, hönnunina og handritið. Landsbankinn eigi hins vegar leik- inn, framleiði hann og reki. Ómar Örn segir að leikurinn muni hefjast í næsta mánuði. Þá verði öllum kenn- urum tíunda bekkjar grunnskólans boðin þátttaka. Samþykki þeir að taka þátt í leiknum verði þeim út- hlutað aðgangsorðum fyrir nem- endur sína. Hugmyndin er sú að leik- urinn verði keppni og að sá bekkur og sá einstaklingur sem standi sig best í leiknum fái verðlaun. „Leikurinn er í stöðugri þróun,“ segir Ómar Örn. „Þetta er efni sem býður upp á mikla möguleika. Þar sem hann vann norræna samkeppni, er t.d. mögulegt að byggja hann upp í fleiri löndum og búa til fleiri sam- félög, svo fólk geti flust á milli landa.“ Íslenskur hlutverkaleikur hlýtur norræn verðlaun Frá vinstri: Hermann Jónasson, fulltrúi Landsbankans, Valgerður Sverris- dóttir viðskiptaráðherra og Ómar Örn Magnússon, höfundur leiksins. Eftir Örnu Schram arna@mbl.is FLUTNINGABÍLL valt á hringtorginu á mótum Vesturlandsvegar og Reykjavegar í Mosfellsbæ upp úr hádegi í gær. Ökumaður, sem var einn í bílnum, meiddist lítillega á hálsi og var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild. Þá ökklabrotnaði ökumaður bifhjóls þegar hann ók í veg fyrir bifreið í Þverholti í Mos- fellsbæ og var hann fluttur á slysadeild. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík var töluvert um umferðaróhöpp í gær. Morgunblaðið/RAX Valt á hringtorgi FL Group ber hitann og þungann af markaðs- setningu Íslands erlendis og ver um þremur milljörðum króna í að selja Ísland á hverju ári eða um þrjátíu milljörðum á tíu árum. Félagið telur að hið opinbera eigi að stíga fram með af- dráttarlausari hætti og leggja meira fé til þess að markaðssetja Ísland og í raun sé það skrýtið að ekki skuli vera eytt meira fé til þessa mála- flokks. Þetta kom fram í máli Hannesar Smárasonar, forstjóra FL Group, á ferðamálaráðstefnu í gær en þar kynnti hann meðal annars þær breytingar sem gerðar hafa verið á uppbyggingu þess, svo og hugsunina á bak við kaup félagsins á Sterling Airways og þau markmið sem félagið stefnir að því að ná. Hannes benti á að félagið ætti í harðnandi samkeppni og myndi því í auknum mæli beina sjónum sínum að þeim farþegum sem skiptu fé- lagið mestu máli. Hannes minnti á að FL Group keppti nú við mjög stór og öflug fyrirtæki og stórar og öflugar þjóðir og því þyrfti félagið að beina fjármunum sínum að eigin markhópum þannig að þeir nýttust til hagsbóta fyrir það sem fyrirtæki og Ísland sem þjóð. Hið opinbera taki meiri þátt í markaðs- setningu Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.