Morgunblaðið - 28.10.2005, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
SAMRÆMING starfs og fjöl-
skyldulífs verður sífellt mikilvægari
þáttur í lífsgæðum landsmanna.
Mikilvægt er að hið opinbera hafi
slíka samræmingu að
leiðarljósi í störfum
sínum í þágu borg-
aranna og reyni stöð-
ugt að bæta sig. Slík
samræming kemur
ekki einungis fjöl-
skyldufólki vel heldur
er hún einnig í þágu at-
vinnulífsins. Oft geta
einföld ráð stuðlað að
lausn mála sem við
fyrstu sýn virðast erfið
úrlausnar. Skulu hér
nefnd tvö dæmi sem
snúa að starfsemi mik-
ilvægra þjónustustofnana borg-
arinnar, leikskóla, grunnskóla og frí-
stundaheimila. Þessi ráð leysa
auðvitað ekki allan vanda en verða
vonandi lóð á vogarskálar bættrar
þjónustu borgarinnar og gera þar
með fjölskyldum og fyrirtækjum
auðveldara að samræma starf og
fjölskyldulíf.
Mannekla
Mannekla hefur sett svip sinn á
starf frístundaheimila og leikskóla
borgarinnar það sem af er hausti.
Hefur það reynst miklum erf-
iðleikum bundið að manna lausar
stöður hjá borginni og skv. síðustu
fregnum eru enn 300 börn á biðlista
eftir rými á frístundaheimili og 70
eftir rými á leikskóla. Hefur þetta
ástand komið mörgum illa, ekki síst
einstæðum foreldrum.
Fjölmargir starfsmenn frístunda-
heimila og leikskóla hafa lagt á sig
ómælt erfiði, langt umfram samn-
ingsbundnar skyldur, til að koma til
móts við börnin og aðstandendur
þeirra í þessum vandræðum. Fyrir
það ber borgaryfirvöldum að þakka
af heilum hug og geri ég það hér
með fyrir hönd borgarfulltrúa Sjálf-
stæðisflokksins. Ljóst er að leita
þarf nýrra leiða til að fullmanna
þessar mikilvægu stofnanir og reyna
að koma í veg fyrir að
slíkt ástand skapist að
nýju næsta haust. Á
þessu er vafalaust eng-
in einhlít lausn en mik-
ilvægt er að nýta
reynslu undangeng-
inna mánaða í þessum
efnum.
Á fundi íþrótta- og
tómstundaráðs
Reykjavíkur 8. sept-
ember sl. lagði und-
irritaður fram eftirfar-
andi tillögu sem var
samþykkt einróma:
„Íþrótta- og tómstundaráð sam-
þykkir að taka upp viðræður við
Kennaraháskóla Íslands og e.t.v.
fleiri skóla á framhalds- og há-
skólastigi á sviði kennslu- og barna-
starfs með það að markmiði að störf
á frístundaheimilum verði að ein-
hverju leyti metin til námseininga í
viðkomandi skólum. Ef slíkt sam-
starf tekst á milli Reykjavík-
urborgar og viðkomandi skóla
myndi það án efa hvetja nemendur
úr þessum skólum til að koma til
starfa á frístundaheimilum borg-
arinnar og draga þannig úr mann-
eklu.“
Fróðlegt verður að sjá hvaða við-
tökur tillagan fær hjá umræddum
menntastofnunum. Ég leyfi mér að
vera bjartsýnn enda hefur hlutur
námstengdrar starfsreynslu og
raunhæfra verkefna aukist í há-
skólanámi á undanförnum árum og
ætti vinna með börnum ekki að vera
undanskilin í því sambandi. Þannig
vill til að háskólanemar eru nú þegar
uppistaðan í starfsliði frístunda-
heimila borgarinnar. Slíkt samstarf
við ákveðnar námsbrautir í fram-
haldsskólum gæti einnig verið ákjós-
anlegt.
Samræming starfsdaga
Starfsdagar eru haldnir reglulega
í grunnskólum og leikskólum borg-
arinnar og þá daga fá börnin „frí“
eins og sagt er. Ljóst er að foreldrar
yngstu barnanna, ekki síst einstæðir
foreldrar, eiga ekki allir jafn auðvelt
með að losa sig úr vinnu eða útvega
börnum sínum aðra vistun.
Nú er vali starfsdaga háttað þann-
ig að hver leikskóli og grunnskóli
tekur sína eigin ákvörðun um slíkt.
Mörg dæmi eru því um að foreldrar,
með börn á báðum skólastigum, hafi
þurft að taka sér frí úr vinnu með
fárra daga millibili vegna þess að frí-
daga barnanna ber sjaldnast upp á
sömu daga. Á síðasta borgarstjórn-
arfundi vakti undirritaður máls á
þessu og beindi þeim tilmælum til
menntaráðs Reykjavíkurborgar að
starfsdagar og skipulagsdagar í leik-
skólum og grunnskólum borg-
arinnar yrðu samræmdir, fjöl-
skyldufólki og atvinnulífi til
hægðarauka. Er það von mín að
þessi sjálfsagða úrbót komi sem
fyrst til framkvæmda enda eru leik-
skólar og grunnskólar nú undir
sömu rekstrarstjórn eftir síðustu
stjórnbreytingar hjá borginni.
Borgin stuðli að samræm-
ingu starfa og fjölskyldulífs
Eftir Kjartan Magnússon ’Samræming skóla,starfs og fjölskyldulífs
er í þágu almennings og
atvinnulífsins.‘
Kjartan Magnússon
Höfundur er borgarfulltrúi og gefur
kost á sér í 3. sæti Sjálfstæðisflokks-
ins í Reykjavík.
Prófkjör Reykjavík
ÞAÐ VAR með stolti og hrifningu
sem ég horfði á skag-
firskar konur streyma
að úr öllum áttum til
kröfugöngu á Sauð-
árkróki á kvennafrí-
daginn 24. október.
400 konur, ungar, mið-
aldra og í eldri kant-
inum, lögðu undir sig
Skagfirðingabrautina,
þrömmuðu undir
trumbuslætti, hvatn-
ingarhrópum og söng
til baráttufundar á
Kaffi Krók, sem
reyndist of lítill þegar
til kom svo fundurinn
var haldinn uti undir beru lofti. Sér-
staklega var ánægjulegt að sjá hve
margar ungar konur mættu á stað-
inn. Það er ástæða til að minnast
samtakamáttar íslenskra kvenna
sem vakti heimsathygli fyrir 30 ár-
um og meta árangur baráttunnar.
Eitthvað hefur áunnist en sorglega
lítið samt og svo virðist
sem um afturför sé að
ræða á vissum sviðum.
Augu okkar hafa opn-
ast fyrir heimilis-
ofbeldi og misnotkun á
konum, börnum og
unglingum. Í dag er
klámiðnaður og man-
sal, verslun með konur,
börn og unglinga, talið
velta meiri fjármunum
í heiminum en verslun
með fíkniefni.
Atvinnuþátttaka ís-
lenskra kvenna er
mest af OECD-
ríkjunum eða 83%. Íslenskar konur
ljúka í meira mæli framhaldsskóla-,
sérskóla- og háskólanámi en karlar
en 63% þeirra sem ljúka háskóla-
prófi eru konur. Menntun íslenskra
kvenna vegur því meira fyrir mann-
auð þjóðarinnar en hann er talinn
undirstaða samkeppnishæfni þjóða.
Þrátt fyrir það er launamisréttið lít-
ið breytt, konur sjást varla í stjórn-
um fyrirtækja, hlutdeild kvenna á
Alþingi og í sveitarstjórnum er rétt
um 30%.
Við eigum sannarlega langt í land
enn og ríkulegt tilefni til að konur
láti í sér heyra.
Á Sauðárkróki var eftirfarandi
ályktun samþykkt og send til ráðu-
neyta, vinnuveitenda og stétt-
arfélaga:
„Baráttufundur kvennafrídagsins
24. október 2005 í Skagafirði skorar
á atvinnurekendur á Íslandi að taka
höndum saman um að útrýma
launamun kynjanna. Sá kynbundni
launamunur sem fyrir hendi er á Ís-
landi er óásættanlegur og skorar
fundurinn á þá sem semja um kaup
og kjör að beita sér fyrir því að laga
þetta í næstu samningum. Jafn-
framt að gera það sem í þeirra valdi
stendur til að ná fram raunveruleg-
um kjarabótum til þeirra sem
minnst mega sín í þjóðfélaginu.
Fundurinn skorar einnig á skag-
firskar konur og allar konur á Ís-
landi að standa saman í baráttunni
fyrir jafnrétti og láta í sér heyra.“
Það á ekki að skipta máli fyrir
kaup og kjör hvort viðkomandi
starfsmaður klæðist jakkafötum,
með öðrum orðum kynferði á ekki
að skipta máli.
Við sem látum okkur jafnrétt-
ismál varða verðum að bretta upp
ermar. Framfarir verða ekki af
sjálfu sér, þær kosta vinnu. Næsta
vor gefst tækifæri til breytinga en
þá verður kosið til sveitarstjórna
næstu fjögurra ára. En breytingar
verða aðeins ef konur gefa kost á
sér. Tími breytinga er núna! Það
væri bragur að því að við tækjum
sveitarstjórnirnar yfir, konur.
Tökum höndum saman og breyt-
um – fyrir okkur og fyrir framtíð-
ina. Áfram stelpur!
Gerum jakkafötin
að aukaatriði
Anna Kristín Gunnarsdóttir
skrifar í tilefni af nýafstöðnum
kvennafrídegi ’Eitthvað hefur áunnisten sorglega lítið
samt …‘
Anna Kristín
Gunnarsdóttir
Höfundur er alþingismaður Samfylk-
ingarinnar í Norðvesturkjördæmi.
Skólavörðustíg 21, Reykjavík
sími 551 4050
Glæsileg
brúðarrúmföt
í úrvali
Í NÓVEMBER árið 2002 und-
irritaði heilbrigðis-
og trygginga-
málaráðherra sér-
staka viljayfirlýs-
ingu þar sem m.a.
kom fram að hann
hefði hug á því að
beita sér fyrir því að
læknar fengju kost á
að starfa á lækna-
stofum utan heilsu-
gæslustöðva. Gera
átti nýjan samning
um störf á lækna-
stofum sem byggðist
á gildandi samn-
ingum sjálfstætt
starfandi heim-
ilislækna. Ráð-
herrann átti að meta
þörf fyrir heim-
ilislækna með hlið-
sjón af fjölda heilsu-
gæslulækna og
heimilislækna á við-
komandi svæði.
Skemmst er frá því
að segja að ennþá
hafa engar efndir
orðið, en þó hafa
embættismenn ráð-
herrans einstaka
sinnum mátt vera að
því að ræða málin án
þess að niðurstaða
sé í sjónmáli. Hefur
eitt viðkvæðið verið
að ef gerður verði
nýr samningur um
störf á læknastofum,
sem byggist á gild-
andi lokuðum samn-
ingi, sé hætta á því
að læknar muni í
miklum mæli hverfa
frá heilsugæslustöðvunum og yfir
á hinn nýja samning. En væri
eitthvað að því?
Þessi fullyrðing og möguleg
framtíðarsýn þarfnast nánari
skoðunar. Í dag er skortur á
heimilislæknum. Heimilislæknar
hafa óskað eftir fjölbreyttari
starfsumhverfisskilyrðum. Að-
sókn að þjónustu þeirra fáu sjálf-
stætt starfandi heimilislækna
sem starfa samkvæmt lokuðum
samningi er mjög mikil. Aðsókn
að sjálfstæðri þjónustu Lækna-
vaktarinnar er mjög mikil. Að-
sókn að þjónustu annarra sjálf-
stætt starfandi sérgreinalækna
er mjög mikil og vitað er að sér-
greinalæknar sinna umtalsverðri
frumheilsugæslu, fyrst og fremst
vegna skorts á aðgengi að heim-
ilislæknum.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
lýst því yfir að hann vilji fjöl-
breytt rekstrarform og valmögu-
leika í heilsugæslu, auk tilfærslu
verkefna í heilsugæslu frá ríki til
annarra aðila.
Framsóknarflokkurinn hefur
lýst því yfir að æskilegt sé að
flytja heilsugæslu til sveitarfé-
laga þannig að öll nærþjónusta
verði á höndum sveitarfélaganna
og að efla skuli heilsugæsluna
sem grundvöll heilbrigðisþjón-
ustu í landinu.
Samfylkingin hefur kallað eftir
valfrjálsu stýrikerfi þar sem
heilsugæslan á að jafnaði að vera
fyrsti viðkomustaður einstaklinga
sem leita heilbrigðisþjónustu.
Jafnframt eigi að gefa sérfræð-
ingum í heimilislækningum kost á
að starfrækja sjálfir læknastofur
enda óhemjumikil þörf fyrir
þeirra þjónustu.
Þegar sú löggjafarstefna sem
nú er við lýði var mótuð árið
1973, þar sem ákveðið var að
heilsugæslustöðvar skyldu vera
miðstöðvar almennrar lækn-
isþjónustu og heilsuverndar á
landinu, var fyrirkomulagið talið
sérstaklega til þess fallið að bæta
læknisþjónustu í dreifbýli. Skýr-
ingin var sú að í
dreifbýli var erfiðast
að fá lækna til starfa.
Því var heilsugæslu-
fyrirkomulagið talið
nauðsynlegt til að
unnt væri að tryggja
læknum viðunandi
laun af almannafé og
þá jafnframt tryggt
að íbúarnir hefðu að-
gang að læknisþjón-
ustu í heimabyggð.
Engu er líkara en
að þeir sem ráða
skipulagningu heilsu-
gæslunnar á höf-
uðborgarsvæðinu sé
ókunnugt um forsög-
una og blindir á
lausnir til úrbóta.
Ekki er langt síðan
sú ákvörðun var tekin
að færa heilsugæsl-
una í Hafnarfirði og
Garðabæ stjórn-
sýslulega undir
Heilsugæsluna í
Reykjavík, við mis-
jafnar undirtektir.
Óháð þeirri ráðstöfun
hefur á síðustu árum
mest útþensla innan
Heilsugæslunnar í
Reykjavík verið á
stjórnsýslusviði stofn-
unarinnar. Á sama
tíma hefur verið við-
varandi skortur á
heimilislæknum á
svæðinu, þótt ástand-
ið hafi heldur skánað
hin allra síðustu miss-
eri. Það virðist því
sem skipulagning
heilsugæslunnar á höfuðborg-
arsvæðinu gangi í þveröfuga átt
við það sem segir í viljayfirlýs-
ingu ráðherrans frá því í nóv-
ember 2002 og áherslum þeirra
þriggja stjórnmálaflokka sem
nefndir hafa verið.
Ef mikil tilfærsla ætti sér stað
á þéttbýlisstöðum í landinu, úr
heilsugæslukerfinu yfir á samn-
ing sjálfstætt starfandi heim-
ilislækna, mætti vel hugsa sér al-
gjöra endurskipulagningu á
hlutverki heilsugæslustöðvanna á
þeim svæðum. Í stað þess að
hlutverk heilsugæslunnar væri að
veita heilsugæsluþjónustu og sjá
um skipulagningu hennar myndi
hlutverkið breytast yfir í að sjá
um stefnumótunarvinnu, sam-
ræmingu og eftirfylgni með því
að markmiðum heilbrigðisyf-
irvalda sé fylgt. Með því að færa
rekstrarþáttinn með þessum
hætti til sjálfstætt starfandi heil-
brigðisstarfsmanna væri einka-
framtakið virkjað til að sjá um
reksturinn, sem væri eftir sem
áður kostaður af almannafé, og
þar með væri markmiðum
stærstu stjórnmálaflokkanna náð.
Yrði framvindan með þessum
hætti væri eðlilegt að ganga
skrefinu lengra og færa starfsemi
yfirstjórna heilsugæslu á þétt-
býlissvæðum inn í sjálft heil-
brigðisráðuneytið. En af sam-
anburði á verkefnum og mönnun
einstakra ráðuneyta og að teknu
tilliti til þess fjármagns sem veitt
er af fjárlögum hvers árs til við-
komandi málaflokka, þá virðist
sem starfsmenn heilbrigðisráðu-
neytisins séu of fáir til að þeir
geti sinnt þeim verkum sem þeim
er ætlað á þann hátt sem gera
má kröfu um og fram kemur í
verkefnaskrá ráðuneytisins.
Er heilsugæsla á
höfuðborgarsvæð-
inu á villigötum?
Gunnar Ármannsson fjallar um
heilsugæsluna í Reykjavík
Gunnar Ármannsson
’Ef mikil til-færsla ætti sér
stað á þétt-
býlisstöðum í
landinu, úr
heilsugæslu-
kerfinu yfir á
samning sjálf-
stætt starfandi
heimilislækna,
mætti vel hugsa
sér algjöra end-
urskipulagningu
á hlutverki
heilsugæslu-
stöðvanna á
þeim svæðum.‘
Höfundur er framkvæmdastjóri
Læknafélags Íslands.