Morgunblaðið - 28.10.2005, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 28.10.2005, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2005 35 UMRÆÐAN Flutt í Mörkina 1 HAUSTÚTSALA! Árleg bókaútsala SKJALDBORGAR hefst 28. október 2005 Eitthvað fyrir alla. Verð í algjöru lágmarki og bónus við magnkaup. Gríptu bókina, jólin nálgast. Skjaldborg – Mörkinni 1 – sími: 588 2400 Netfang: skjaldborg@skjaldborg.is OPIÐ: Virkadag a: 9-17 Laugarda ga: 10-1 7 Sunnuda ga: 13-1 7 Á VETTVANGI Norðurlandaráðs sem þingaði í Reykjavík í þessari viku voru málefni sem varða öryggi óbreyttra borgara meðal annars til umræðu. Norð- urlandaráð hefur lengi beitt sér fyrir auknu samstarfi norrænu ríkjanna um mál sem varða fyrirbyggjandi að- gerðir gegn átökum á hættusvæðum með frið- argæslu og borgara- legum aðgerðum. Sam- ræming neyðaraðstoðar á hamfarasvæðum komst á dagskrá ráðsins eftir flóðin miklu í Suð- austur-Asíu um jólin í fyrra en sem kunnugt er aðstoðuðum við Íslendingar við brott- flutning sænskra borgara af hamfara- svæðunum í Taílandi. Í kjölfarið hefur farið fram mikil umræða bæði í lönd- unum og á vettvangi Norðurlandaráðs um nýtt hættumat og ógnir sem steðja að samfélögum og borgurum Norð- urlanda. Breytt heimsmynd Hryðjuverkaárásirnar á London á liðnu sumri, sem beindust að breskum almenningi, óbreyttum borgurum, færðu okkur í enn eitt skipti heim sanninn um að öryggisumhverfi Vest- urlanda hefur gjörbreyst frá því á tím- um Kalda stríðsins. Öryggisógnir þess tímabils fólust fyrst og fremst í hefð- bundnum hernaðarógnum, með til- heyrandi vígbúnaðarkapphlaupi stór- veldanna, en núverandi hættur eru bæði mun margbreytilegri og ófyr- irséðari. Þeim verður hvorki mætt með vopnuðum hermönnum á landa- mærum ríkja eða herþotum sem sveima innan lofthelgi. Hefðbundnar hernaðarógnir eru vissulega enn fyrir hendi en hinar ósamhverfu öryggis- ógnir samtímans felast fyrst og fremst í hryðju- verkum, átökum innan einstakra ríkja, skipu- lagðri glæpastarfsemi, náttúruhamförum, um- hverfisslysum og far- sóttum að ógleymdri fá- tækt og flóttamanna- straumum. Stöðug- leikinn í alþjóða- samfélaginu og öryggi óbreyttra borgara bygg- ist í dag ekki síst á því að koma á lýðræði og efla pólitískan, efnahagslegan og fé- lagslegan stöðugleika og jöfnuð sem víðast á byggðu bóli, því staðreyndin er sú, að einræðisstjórnarfar, misrétti, fátækt og kúgun í fjölmörgum ríkjum heims felur í sér frjóan jarðveg fyrir öfgahópa og hryðjuverkaöfl. Endurskilgreining og endurmat Víða á Vesturlöndum vinna nú sér- fræðingar að því að endurskilgreina og endurmeta öryggishugtakið og draga upp heildarmynd af þeim ógnum sem við blasa, samspili þeirra og helstu or- sökum. Það er ein meginforsenda markvissra aðgerða og viðbúnaðar stjórnvalda til að geta tryggt öryggi alls almennings heima og heiman. Samhliða er víða unnið að því að end- urskipuleggja og samhæfa viðbrögð ríkja svo sem með fyrirbyggjandi að- gerðum á borð við herta landamæra- gæslu, auknu löggæslusamstarfi yfir landamæri, friðargæslu á átakasvæð- um, og alþjóðlegri samstöðu í barátt- unni gegn hryðjuverkahópum. Í því til- liti er mikilvægt að hafa í huga að viðbúnaður gegn nýjum ógnum brjóti ekki gegn grunngildum réttarríkisins, frelsi einstaklingsins og mannrétt- indum. Baráttan má ekki leiða til þess að grunngildum sé fórnað. Rannsóknir, greiningar- vinna, samstarf Frændþjóðir okkar á Norðurlönd- unum hafa á undanförnum árum unnið að endurskipulagningu öryggismála sinna. Má sem dæmi nefna að í Svíþjóð vinnur varnarmálanefnd að stefnu- mörkun um hvernig efla má viðbúnað samfélagsins gagnvart ógnum sam- tímans og hvers kyns hættuástandi framtíðarinnar. Þá er horft jafnt til ógna innan frá og utan og ætlunin að útlista valkosti sem byggja jafnt á hernaðarlegum og borgaralegum að- gerðum og viðbúnaði. Öryggisumræðan hér á landi snýst einkum um varnarsamstarfið við Bandaríkin og endurskoðun á fram- kvæmd varnarsamningsins. Vilja Bandaríkjamanna, til þess að draga úr viðbúnaði varnarliðsins hér á landi, ber að skoða í ljósi hinna breyttu aðstæðna í öryggismálum enda hefur stórfelld endurskoðun átt sér stað á skipulagi og hlutverki herafla Bandaríkjanna í takt við breytt umhverfi. Enda þótt varnarsamstarfið við Bandaríkin og aðildin að NATO séu óumdeilanlega kjölfestan í öryggismálum okkar Ís- lendinga þá er full ástæða til að um- ræða um hérlend öryggismál fari fram á breiðari grunni og reynt verði að skilgreina stöðu landsins og getu til að bregðast við ólíkum ógnum og áföllum. Í leiðara Morgunblaðsins 30. júní sl. er því slegið fram að forsendur skýrr- ar stefnumörkunar í öryggis- og varn- armálum séu markvissar rannsóknir og fræðimennska. Íslendingar stunda engar rannsóknir eða fræðimennsku á þessu sviði, hvorki einir eða í samstarfi við aðrar þjóðir. Hér áður fyrr gegndi sérstök nefnd sem kennd var við ör- yggismál þessu hlutverki að einhverju leyti en hún var lögð niður í lok kalda stríðsins. Ef til vill var þá gengið full hratt til verks. Í það minnsta virðist full ástæða nú til að taka það til ræki- legrar skoðunar að skapa vettvang og koma á fót markvissri vinnu við að fjalla á breiðum grunni um öryggi Ís- lands og þær ógnir sem geta steðjað að íslenskum almenningi, eins og óbreyttum borgurum annars staðar. Sérstök íslensk rannsóknarstofnun á þessu sviði er hugsanlega ekki raun- hæft markmið en að minnsta kosti þarf að tryggja aðkomu okkar að rannsóknar- og greiningarvinnu sem fram fer annars staðar og náið sam- starf við aðrar þjóðir, þær sem standa okkur næst og tengjast okkur sterk- ustu böndunum. Ógnir og öryggi óbreyttra borgara Jónína Bjartmarz skrifar um öryggismál ’Sérstök íslensk rann-sóknarstofnun á þessu sviði er hugsanlega ekki raunhæft markmið en að minnsta kosti þarf að tryggja aðkomu okkar að rannsóknar- og greiningarvinnu …‘ Jónína Bjartmarz Höfundur er alþingismaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.