Morgunblaðið - 28.10.2005, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 28.10.2005, Blaðsíða 54
54 FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ DANSKI LEIKSTJÓRINN Per Fly er nú staddur hér á landi en hann veitti viðtöku kvikmyndaverð- launum Norðurlandaráðs síðastlið- inn miðvikudag fyrir kvikmynd sína Drabet. Þá var hann jafnframt við- staddur opnun kvikmyndahátíð- arinnar Októberbíófest sem hófst í fyrradag, en Drabet var opn- unarmynd hátíðarinnar. Með Fly í för voru framleiðandi myndarinnar, Ib Tardini, og meðhandritshöfundar Flys, þær Dorte Høgh og Kim Leona. Fjórmenningarnir voru sammála um að heiðurinn væri mikill að veita verðlaununum viðtöku, og þá sér- staklega með tilliti til fyrri verð- launahafa Norðurlandaráðs í hinum ýmsu flokkum. Kvikmyndin Drabet hefur enn ekki verið sýnd víða, hefur einungis verið fáeinar vikur í kvikmynda- húsum í Danmörku til dæmis. Til stendur að frumsýna hana síðla árs í Svíþjóð og í Noregi í febrúar á næsta ári. Þau segja myndina þó hafa fengið góðar viðtökur þar sem hún hafi verið sýnd. „Hún hefur fengið mjög góða dóma í Danmörku og svo vorum við að koma með hana frá London þar sem henni var líka mjög vel tekið,“ upplýsir Fly. Aðspurð hvort þeim finnist gam- an að fylgja myndum sínum eftir um heim allan eða hvort þau líti á það sem kvöð sem fylgi því að gera bíómynd eru fjórmenningarnir ekki alveg á einu máli. „Mér finnst það ótrúlega gaman,“ segir Leona. „Ég held þó að það sé öðruvísi fyrir okkur Dorte til dæmis þar sem við gerum þetta ekki oft. Ég er ekki viss um að Per sé á sama máli.“ „Jú, auðvitað getur verið gaman að sýna fólki myndina,“ segir Fly. „Sá tími sem fer í það að kynna út- komnar myndir gengur þó á þann tíma sem maður vildi heldur eyða í að vera að gera aðra mynd.“ Þau Fly, Tardini og Leona vinna nú í sameiningu að gerð sex sjón- varpsmynda sem gerðar eru með þeim hætti að sami atburður er sýndur frá sjónarhóli sex ólíkra að- ila. Áætlað er að þættirnir verði sýndir í danska ríkissjónvarpinu (DR1) á næsta ári. Stéttir eru bannorð Drabet segir frá Carsten, kenn- ara á miðjum aldri, sem á í ást- arsambandi við Pil, fyrrverandi nemanda sinn, sem er öfgafullur vinstrisinni. Nótt eina tekur Pil þátt í árás sem fer úr böndunum með þeim afleiðingum að lögreglumaður lætur lífið. Þegar Pil er handtekin yfirgefur Carsten eiginkonu sína til að standa með ástkonunni. Í aðalhlutverkum eru Jesper Christensen (Italiensk for Begynd- ere), Beate Bille (Nicolaj og Julie), Charlotte Fich (Rejseholdet), sem jafnframt er eiginkona Flys, og Pernilla August (Fanny og Alexand- er). Drabet er síðasti hluti þríleiks Flys sem fjallar um þrjár stéttir dansks þjóðfélags. Í fyrstu mynd- inni, Bænken (Bekkurinn), var sjón- um beint að lágstéttinni og í annarri myndinni, Arven (Arfurinn), var fjallað um yfirstéttina. Drabet ein- blínir svo á málefni millistétt- arinnar. Finnst þeim danskt þjóðfélag vera stéttaskipt? „Já og nei,“ svarar Fly. „Ástandið er hreint ekki eins slæmt og til dæmis í Bretlandi en það eimir vissulega eftir af stéttaskiptingu í Danmörku. Fólk hefur því miður ekki sömu tækifæri í lífinu eftir því hvernig aðstæður það fæðist inn í. Það hefur líka hvílt mikil bannhelgi á umræðum um þessi málefni í Dan- mörku. Í síðustu kosningum um for- mannsefni hjá sósíaldemókrötum varð öðrum frambjóðandanum það á að nefna orðið stétt í framboðsræðu og eftir það átti hann ekki séns.“ Fjórmenningarnir eru sammála um mikilvægi þess að sýna danskan veruleika í kvikmyndum sínum. „Þó að sagan sé ekki endilega byggð á sannsögulegum atburðum gerist hún í þannig umhverfi að fólk getur samsamað sig aðstæðunum,“ sagði Tardini. „Ég held að þessi nálgun við raunveruleikann sé ein af ástæð- unum fyrir því að danskar myndir eru eins vinsælar og raun ber vitni,“ bætir Leona við. Kvikmyndir | Leikstjórinn Per Fly er staddur hér á landi ásamt samstarfsmönnum Morgunblaðið/Sverrir Dorte Høgh, Ib Tardini, Kim Leona og Per Fly virða fyrir sér kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs. Morgunblaðið/Þorkell Leikstjóri Drabet, Per Fly. Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is Danskar, raunsæjar og vinsælar Sýnd kl. 6 Þeir eru hér til að spila fótbolta, ekki til að gera mistök “Fótfrá gamanmynd” Variety Ný Íslensk heimildarmynd sem hefur farið sigurför um heiminn Africa United S.V. Mbl. Sjáið Wallace & Gromit í sinni fyrstu bíómynd. ENGINN SLEPPUR LIFANDI FARÐU TIL HELVÍTIS! Hörku hasarmynd byggð á einum vinsælasta og hrottalegast tölvuleik allra tíma! Sýnd kl. 8 og 10 B.i. 16 ára ENGINN SLEPPUR LIFANDI Hörku hasarmynd byggð á einum vinsælasta og hrottalegast tölvuleik allra tíma! Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 B.i. 16 ára FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA 450 kr. Sýnd kl. 3.50 HÖRKU SPENNUTRYLLIR FRÁ WES CRAVEN LEIKSTJÓRA SCREAM MYNDANNA. kl. 10 Sýnd kl. 4, 6 og 8 Africa United “Fótfrá gamanmynd” Variety S.V. Mbl. Ný Íslensk heimildarmynd sem hefur farið sigurför um heiminn Þeir eru hér til að spila fótbolta, ekki til að gera mistök Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20 DREW BARRYMORE JIMMY FALLON "Fyrirtaks skemmtun sem hægt er að mæla með" MMJ - kvikmyndir.com “Fótfrá gamanmynd” Variety Þeir eru hér til að spila fótbolta, ekki til að gera mistök Ný Íslensk heimildarmynd sem hefur farið sigurför um heiminn S.V. Mbl.  H.J. Mbl. Sýnd kl. 5.30, 8 og KRAFTSÝNING 10.30 B.i. 12 ára  VJV Topp5.is Kóngurinn og Fíflið, XFM HEIMSFRUMSÝND HEIMSFRUMSÝND Sýnd kl. 5, 8 og 10.45 B.i. 12 ára Frá leikstjórum There´s Something About Mary, eftir bók frá höfundi About a Boy kl. 5, 8 og 10.45 SÁ BESTI Í BRANSANUM ER MÆTTUR AFTUR! HEIMSFRUMSÝND KRAFT SÝNING KL. 10.3 0 Sími 564 0000 Miða sala opn ar kl. 15.30  S.V. / MBL TOPP5.is „Meistarastykki“ H.E. Málið TOPP5.is „Meistarastykki“ H.E. Málið TOPP5.is „Meistarastykki“ H.E. Málið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.