Morgunblaðið - 28.10.2005, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Dragtadagar
frá föstudegi til miðvikudags
Opið virka daga 10-18, laugardaga 10-16 Nýbýlavegi 12, Kópavogi,sími 554 4433
PRÓFKJÖR okkar sjálfstæð-
ismanna fyrir sveitarstjórnarkosn-
ingarnar næsta vor er
afar þýðingarmikið
fyrir sjálfstæðismenn
og Reykvíkinga alla.
Þá gefst tækifæri til
að velja sterka liðs-
heild til forystu í borg-
inni. Bjartsýni ríkir á
meðal okkar um að við
munum í vor taka við
stjórntaumum
Reykjavíkurborgar og
byggja upp betri borg,
samfélag þar sem ein-
staklingum, fjöl-
skyldum og fyr-
irtækjum er búið
eftirsóknarvert um-
hverfi.
Brýnt er að vekja
borgina upp af þeim
doða og þyrnirós-
arsvefni sem sund-
urleit vinstriöflin hafa
haldið henni í um langt
skeið. Aðeins öflug
forystusveit sjálfstæð-
isfólks leysir Reykja-
víkurborg úr viðjum
vinstriaflanna.
Verk að vinna
Við sjálfstæðismenn
eigum verk að vinna
og öxlum okkar
ábyrgð með glöðu
geði, veiti kjósendur
okkur umboð sitt. Við
þurfum traust örygg-
isnet fyrir borgarana
og velferð frá vöggu til grafar. Við
þurfum aukið valfrelsi í skóla- og
dagvistarmálum og öflugt, samþætt
íþrótta- og skólastarf. Aldraðir
þurfa að eiga tryggt búsetuval og
þeir eiga að njóta öryggis. Lög og
regla á að tryggja öryggi borg-
aranna, jafnt að nóttu sem degi.
Efling nýsköpunar í atvinnulífi,
rannsókna og menntunar er afar
brýn í borgarsamfélagi sem vill
standast hliðstæðum borgum er-
lendis snúning í samkeppni um hæf-
asta og best menntaða fólkið.
Við ættum að efla Viðey sem nátt-
úruparadís og vistvænt
menningarsamfélag og
stórbæta alla aðstöðu
borgarbúa til útivistar
og afþreyingar í blóm-
legu umhverfi og nátt-
úru.
Við þurfum að
tryggja þeim sem það
vilja, nægjanlegt lóða-
framboð á sanngjörnu
verði og lækka fast-
eignagjöld.
Greiðar og öruggar
samgöngur jafnt innan
borgarinnar sem að og
frá borginni er eitt
stærsta úrlausnarefni í
umhverfismálum
Reykjavíkurborgar.
Höfuðborg allra
landsmanna
Höfum hugfast að
Reykjavík er höfuðborg
allra landsmanna.
Borgina ber því að
virða og efla með þeim
hætti sem henni sæmir.
Við Reykvíkingar
eigum óþrjótandi auð í
fólkinu sjálfu. Þennan
mannauð þarf að virkja,
efla og varðveita til
framtíðar.
Beisla þarf orku ein-
staklinganna og beina
henni í farsælan farveg
til heilla fyrir heildina.
Ég vil með ykkar stuðn-
ingi, leggja mitt af mörkum til að svo
megi verða.
Öxlum ábyrgð
með glöðu geði
Eftir Stein Kárason
Steinn Kárason
’Efling nýsköp-unar í atvinnu-
lífi, rannsókna
og menntunar
er brýn í borg-
arsamfélagi sem
standast vill
hliðstæðum
borgum erlendis
snúning í sam-
keppni um hæf-
asta og best
menntaða
fólkið.‘
Höfundur er garðyrkju,- viðskipta- og
umhverfisstjórnunarfræðingur M.Sc.
og starfar sem háskólakennari og
ráðgjafi og gefur kost á sér í 5.–6.
sæti á framboðslista Sjálfstæðis-
flokksins.
Prófkjör Reykjavík
SÍÐASTLIÐINN áratugur á sér
varla hliðstæðu hér á landi hvað
varðar lífskjarabata. Framfarir í
efnahagsmálum hafa verð gíf-
urlegar og uppgangur
mikill. Við slíkar
kringumstæður vill oft
fara svo að áherslur
stjórnvalda í mik-
ilvægum málefnum
fara forgörðum. Á það
ekki hvað síst við um
málefni sem varða
velferð barna.
Öllum er í fersku
minni helsta kosninga-
loforð R-listans í að-
draganda síðustu
þrennra kosninga til
sveitarstjórna.
R-listinn lofaði að full-
nægja eftirspurn eftir leik-
skólavistun barna. Þrátt fyrir að
R-listinn sé nú að ljúka þriðja kjör-
tímabili sínu í Reykjavík hefur ekki
tekist að tæma biðlista eftir leik-
skólaplássum. Eins og gefur að
skilja hafa fulltrúar R-listans ýms-
ar skýringar á höndum um ástæð-
ur vanefnda þessara kosningalof-
orða og eins og venja hefur verið
til hjá R-listanum lúta þær skýr-
ingar fæstar að gjörðum þeirra
sjálfra. Það er augljóst að í nú-
tímasamfélagi þarf þessi þjónusta
að vera fyrir hendi. Reykjavík-
urborg á að vera fyrsta flokks
þjónustuborg fyrir fjölskyldu- og
barnafólk. Það er sjálfsögð krafa
borgarbúa að Reykjavíkurborg lagi
þjónustu sína að breyttum atvinnu-
háttum og leggi með því aukna
áherslu á málefni barna og fjöl-
skyldna.
Á undanförnum árum hefur sú
þróun orðið að foreldrar hafa ósk-
að eftir lengri dagvistun fyrir börn
sín en áður. Það er m.a vegna þess
að vinnumarkaðurinn gerir miklar
kröfur um langan vinnudag og
sveigjanleiki á vinnumarkaðnum er
ekki nægilega mikill. Vistunartími
barna á leikskólum getur því orðið
óhóflega langur og sýna tölur frá
Hagstofu Íslands að mesta aukn-
ingin sé hjá börnum á aldrinum frá
0–2 ára. Þetta þýðir að hluti barna
er í dagvistun 9 klukkutíma á dag
eða jafnvel lengur. Þessi þróun er
mjög ógnvænleg. Að-
stæður barna og um-
hverfi þeirra getur
haft áhrif á þau til
lengri tíma litið og því
er brýnt að beina
sjónum að þessum
þáttum.
Það eru hins vegar
örugglega margir for-
eldrar sem ekki eiga
val í þessum efnum.
Það verður að líta svo
á að þetta sé ekki ein-
ungis vandamál for-
eldra heldur sam-
félagsins alls. Það eru
því miður ekki nægilega mörg fyr-
irtæki sem bjóða upp á fjöl-
skylduvæna starfsmannastefnu. En
jafnvel þó svo slík starfsmanna-
stefna sé fyrir hendi er það oft á
tíðum ekki nægjanlegt. Það þarf
jafnframt vilja til að tryggja fram-
kvæmd hennar. Mikil vinna for-
eldra og langar dvalir ungra barna
á leikskólum segja okkur að það er
í reynd erfitt að vera barn í dag og
hafa ekkert valfrelsi um hvar þú
dvelur eða hve lengi dvölin varir.
Það er óhætt að segja að í dag
sé vel séð fyrir líkamlegum þörfum
barna. Þau eru vel klædd og við
viljum að þau sæki góða leikskóla.
En andlegt heilsufar barna fær
enn of litla athygli. Það er gríð-
arlega mikið áreiti innan leikskól-
ans. Oft mælist hávaði á leik-
skólum yfir hávaðamörkum og í
raun þyrftu börn oft að nota
eyrnahlífar. Vellíðan barna í hinu
daglega lífi þarf að fá meira vægi.
Það skiptir miklu máli hvernig
börnum líður og það hefur áhrif á
allt þjóðfélagið. En það er jafnljóst
að það er ekki síður erfitt hlut-
skipti að vera foreldri í dag. Að-
stæður foreldra til að ráða fram úr
kröfum þjóðfélagsins og annast
samhliða uppeldi barna sinna eru
misjafnar.
Við heyrum oft af því sögur að
nágrannaþjóðir okkar leggi meira
vægi á málefni barna. Íslendingar
sem stundað hafa nám í Svíþjóð
hafa sagt að þeim bregði við að
koma aftur hingað til lands þar
sem börnum séu búnar verri að-
stæður en þeir hafi áður þekkt.
Skilningur á þörfum barna og for-
eldra sé þar meiri sem birtist, t.d. í
því foreldrum sé veitt aukið svig-
rúm til að annast veik börn sín
sem og ýmsu öðru. Það er jafnan
sagt að börn séu mesti auður þess-
arar þjóðar og því hlýtur það að
teljast verðugt verkefni stjórnvalda
á hverjum tíma að veita málefnum
barna þá athygli sem þau verð-
skulda.
Vakningu þarf til eflingar á vel-
líðan barna og það er mjög brýnt
að samfélagið bregðist við þeim að-
stæðum sem börn búa við. Vissu-
lega getur fræðsla til foreldra
komið þar til og á tímum netvæð-
ingar og tölvunotkunar eru tæki-
færi margvísleg. En meira þarf til
að koma. Sjálfstæðisflokkurinn set-
ur valfrelsi einstaklingsins í önd-
vegi og því er nærtækt að spyrja
hvers konar samfélag viljum við og
hvaða áherslur og hvaða þjónusta
kemur okkur best. Sjálfstæð-
isflokkurinn á að leggja áherslu á
málefni barna og fjölskyldna í
komandi sveitarstjórnarkosningum
hér í Reykjavík og veita fjöl-
skyldum kærkomið tækifæri til
samvinnu og samstarfs um brýnar
úrbætur.
Hugarfarsbreytinga er þörf
í velferðarmálum barna
Eftir Davíð Ólaf Ingimarsson ’Vakningu þarf til eflingar á vellíðan
barna …‘
Davíð Ólafur
Ingimarsson
Höfundur er hagfræðingur og gefur
kost á sér í sjöunda sæti á lista Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjavík.
Prófkjör Reykjavík
KYRRÐIN er takmörkuð auð-
lind. Með aukinni bíla- og flug-
umferð eykst hávaði í
umhverfinu stöðugt á
sama tíma og kröfur
almennings og með-
vitund um umhverfið
fer vaxandi. Virk
þátttaka íbúa í um-
ræðum um umhverfis-
og skipulagsmál síð-
ustu misseri bera
þessari þróun glöggt
vitni. Ef við lítum til
Evrópu er ástandið í
raun orðið mjög al-
varlegt. Samkvæmt
upplýsingum um-
hverfisráðuneytisins í Berlín frá
árinu 2000 eru um 13 milljónir
Þjóðverja taldar búa við svo mik-
inn hávaða að hann telst heilsu-
spillandi.
Í Sviss er ástandið enn verra.
Þar þurfa um 30% þjóðarinnar að
lifa við hávaða frá umferð við eða
yfir hættumörkum. Hávaði er van-
metið umhverfis- og heilbrigð-
isvandamál að mati umhverfis-
ráðuneytisins í Bern. Skoðað í
þessu ljósi er engin tilviljun að
evrópska vinnuverndarvikan er til-
einkuð hljóðvist á
vinnustöðum.
Þegar horft er til
vinnustaða hér á landi
hefur verið ánægju-
legt að fylgjast með
vitundarvakningu at-
vinnurekenda og arki-
tekta síðastliðinn ára-
tug. Þróunin hefur
verið í átt að opnara
og meira lifandi
vinnuumhverfi í
stærri rýmum en áður
hafa tíðkast. Þetta eru
talsverð umskipti fyrir
þá sem áður hafa unnið í lokaðri
skrifstofu. Hér er þörf vandaðrar
hljóðráðgjafar eigi erfið hljóðvist
ekki að skerða þann ávinning sem
opnara starfsumhverfi fylgir. Fyrir
greinarhöfund var mjög ánægju-
legt að geta lagt hönd á plóginn
við byggingu höfuðstöðva Ís
lenskrar erfðagreiningar og
Orkuveitu Reykjavíkur, ekki síst
fyrir þær sakir að bæði verk-
kaupar og viðkomandi arkitektar
lögðu mikinn metnað í byggingar
sínar sem og ríka áherslu á að
hljóðvist væri í lagi. Hér eru ein-
ungis tvö dæmi tekin. Þau eru
talsvert fleiri.
Skólarnir okkar eru með
stærstu vinnustöðum landsins. Hér
stefnir sömuleiðis í átt að opnara
vinnuumhverfi eins og í atvinnulíf-
inu. Það var spennandi og jafn-
framt krefjandi verkefni að koma
að hljóðhönnun Ingunnarskóla í
Reykjavík. Hér ríkti sami metn-
aður hjá arkitekt og verkkaupa og
áður er lýst. Það er ekki sjálfgefið
að svo sé og þess vegna er dæmið
tekið. Við hljóðhönnun vinnustaða
er markmiðið að tryggja að hús-
næðið sé hæfilega hljómmikið mið-
að við þá starfsemi sem þar fer
fram og að halda truflandi hávaða
innan hæfilegra marka. Mikilvægt
er að átta sig á því að heppilegum
hljómi rýma eru bæði sett efri og
neðri mörk. Það þekkja allir
hversu þreytandi það er að hlusta
á talað mál í hljómmiklum kirkjum
og hversu erfitt getur reynst að
greina samhljóða og orðaskil. Þeir
eru mögulega færri sem þekkja að
of dempuð rými geta ekki síður
verið þreytandi. Þau draga úr
áheyrileika talaðs máls; hljóðið
hljómar þurrt og líflaust. Til þess
að tryggja árangur þarf að reikna
á sama hátt og þegar burðarþol
bygginga á í hlut.
Það er útbreiddur misskilningur
að hljóðhönnun og aðgerðir til að
tryggja góða hljóðvist vinnustaða
séu mjög kostnaðarsamar. Mögu-
legur kostnaður getur legið á
bilinu 1 til 1,5% af bygging-
arkostnaði á sama tíma og útlits-
mótun getur hæglega kostað á
bilinu 5 til 15%. Til þess að nefna
dæmi í þessu sambandi tók Hjör-
leifur Stefánsson arkitekt, sem var
hönnunar- og byggingarstjóri við
byggingu nýrra höfuðstöðva ÍE,
það saman að allur kostnaður við
hljóðbætandi aðgerðir og hljóð-
hönnun var um 30 milljónir króna
(á verðlagi 2001) af um 3 milljarða
fjárfestingu; þ.e. um 1% af bygg-
ingarkostnaði. Bætt líðan starfs-
manna og afköst eru ekki lengi að
vinna upp þessa upphæð, enda var
góð hljóðvist það sem þeir fyrst
höfðu á orði er þeir tóku til starfa
á nýjum stað.
En er þá allt í stakasta lagi hjá
okkur? Því miður er það ekki svo.
Enn þann dag í dag er verið að
gera dýr mistök sem vönduð ráð-
gjöf gæti komið í veg fyrir. Víða
mætti stórbæta hljóðvist á vinnu-
stöðum með tiltölulega litlum til-
kostnaði. Þá er ófullnægjandi
hljóðvist í leik- og grunnskólum
landsins sérstakt áhyggjuefni.
Mælingar Vinnueftirlitsins eru
ítrekað að gefa hljóðstig langt yfir
hættumörkum. Af niðurstöðum
mælinga er augljóst að skóla-
húsnæði er almennt byggt án
nokkurrar hljóðhönnunar. Vonandi
verður evrópska vinnuverndar-
vikan til þess að opna augu og
eyru þeirra sem á því bera ábyrgð.
Hljóðhönnun vinnustaða
Ólafur Hjálmarsson fjallar um
hljóðhönnun og hljóðvist ’Það er útbreiddur mis-skilningur að hljóð-
hönnun og aðgerðir til
að tryggja góða hljóð-
vist vinnustaða séu
mjög kostnaðarsamar.‘
Ólafur Hjálmarsson
Höfundur er verkfræðingur
hjá Línuhönnun.