Morgunblaðið - 28.10.2005, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2005 43
MINNINGAR
ur systkinin eins og frændur okkar.
Nei, við héldum sko með okkar liði,
Manchester, og Elísu fannst ekkert
skemmtilegra en að mæta í Man-
chester-búningnum til þín, því þú
fussaðir og sveiaðir og tókst fyrir
augun.
Við höfðum líka gaman af því að
leika og syngja fyrir þig, þó sérstak-
lega Eyþór, og það var svo gaman,
elsku afi, að þú skyldir geta séð Ey-
þór í Oliver þó að þú værir svona
veikur. Það er honum svo dýrmætt
að hafa getað sagt þér frá sínu næsta
hlutverki sem er Jesú og þú brostir
og sagðir að það yrði líklega stór
geislabaugur yfir honum.
Afi var svo stoltur af Ellen þegar
hún fékk viðurkenningu í skólanum
síðastliðið vor og hve vel gekk hjá
henni í íþróttum. Það voru ómetan-
legar stundir í sumar þegar Ellen fór
með honum á golfvöllinn í sumar og
dró fyrir hann kerruna. Þar tók hún
margar, margar myndir sem eru
okkur mikils virði í dag.
Elsku afi, við hugsum vel um hana
ömmu Jóhönnu fyrir þig og minning-
arnar um þig ylja okkur um alla ævi.
Stundin líður tíminn tekur
toll af öllu hér
sviplegt brottfall söknuð vekur
sorg í hjarta mér.
Þó veitir yl í veröld kaldri
vermir ætíð mig
að hafa þó á unga aldri
eignast vin sem þig.
Þú varst ljós á villuvegi,
viti á minni leið,
þú varst skil á dökkum degi,
dagleið þín var greið.
Þú barst tryggð á traustri hendi,
tarin straukst af kinn,
þér ég mínar þakkir sendi,
þú varst afi minn.
(Hákon Aðalsteinsson.)
Þín barnabörn,
Eyþór Ingi, Ellen Ýr
og Elísa Rún.
Elsku afi Toni. Það er sárt að fá
ekki að kynnast þér meir. Frá fyrsta
degi hef ég laðast að þér og viljað
draga þig í leik með mér. Það var
mikil tilhlökkun sem fylgdi því að
setjast upp í bílinn og keyra lengi
lengi til afa Tona og ömmu Jóhönnu á
Dalvík. Þú varst svo duglegur að lesa
fyrir mig og kenna mér aðeins á
spilastokkinn. Ég þurfti nú líka
stundum að segja þér margt í símann
þegar ég heyrði í þér. Ég skil það nú
ekki alveg að þú sért farinn frá mér
en veit að þú ert engill á himnum eins
og mamma hennar Línu langsokks.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil svo ég sofi rótt.
(Þýð. S. Egilsson.)
Þín
Auður Lára Mei.
Elsku afi. Sárt verður fyrir mig að
hafa ekki fengið að kynnast þér, en
mamma og pabbi ætla að segja mér
sögur af þér. Svo get ég spurt frænk-
ur mínar og frændur um hvernig afi
minn var. Takk fyrir, Guð, að þú
leyfðir afa að sjá mig og halda á mér
og fyrir þann fjársjóð að ég eigi
myndir af mér með afa mínum.
Við burtför þína er sorgin sár
af söknuði hjörtun blæða.
En horft skal í gegnum tregatár
í tilbeiðslu á Drottin hæða.
Og fela honum um ævi ár
undina dýpstu að græða.
(Guðrún Jóh. frá Brautarholti.)
Vonandi vakir þú yfir mér, afi
minn, og Guð yfir þér.
Lárus Anton Freysson.
Kær frændi og vinur er horfinn á
braut.
Það er líklega eðlilegt á svona
stundum þegar einhver sem er manni
kær hverfur úr þessari jarðvist að í
gegnum huga okkar renni margar
ljúfar og notalegar minningar frá
samverustundum liðinna ára. Fyrsta
minning mín sem tengist Tona föð-
urbróður mínum er á jólum fyrir
rúmlega 40 árum er hann þá tæplega
tvítugur kom heim úr siglingu fær-
andi okkur systkinunum gjafir.
Seinna gerði maður sér grein fyrir
því að eðlilegra hefði verið að Toni
hefði haft hugann við eitthvað annað
en okkur krakkana þegar hann var
kominn á erlenda grund. En það var
honum tamt að hugsa um aðra og sá
kærleikur og ræktarsemi sem hefur
alltaf verið á milli föðursystkina
minna er einstakur og notalegur.
Fleiri minningar koma upp í hug-
ann: Toni og Svenni á nýja bílnum
sem þeir keyptu saman, Toni að
koma með Jóhönnu fyrst heim í
Brattavelli, Toni kominn að hjálpa til
við heyskapinn á góðum þurrkdegi
eða sitjandi hjá afa inn í herbergi að
ræða sjósókn og nýjustu aflatölur.
Seinna þegar allir voru komnir
með bíla var farið í dagsferðir um
næstu sveitir, haft með sér kaffi, farið
í fótbolta eða setið og spjallað. Þegar
maður varð eldri og kominn með fjöl-
skyldu sjálfur hélt maður áfram að
fylgja hópnum í þessar ferðir og þá
var farið um helgi og tjaldað í Hljóða-
klettum eða upp við Ánavatn.
Ógleymanlegar eru líka allar veiði-
ferðirnar í Mýrarkvísl sem voru fjöl-
margar og árvissar. Þar var ekki
bara veiðigleðin ríkjandi heldur
gleðin yfir að vera saman og rifja upp
gamlar stundir og segja góðar sögur.
Við höldum áfram að hittast þó ein-
staklingar falli úr hópnum og bjóðum
nýja ættingja velkomna þegar fjölgar
í ættinni. En skörð þeirra sem farnir
eru verða aldrei fyllt og skarðið hans
Tona er stórt. Við eigum minningu
um mætan mann sem setti sterkan
svip á ættina með kímni sinni og
hjartahlýju.
Elsku Jóhanna og þið öll. Við vott-
um ykkur okkar dýpstu samúð. Megi
Guð styðja ykkur og styrkja í sorg-
inni.
Svanfríður Sigurðardóttir
og fjölskylda.
Það stendur skrifað að söngurinn
göfgi. Sannleikur er í þessum orðum,
því allir hafa gaman af söng. Hans er
notið af miklum innileik, hrifist er
með, fundið til mikillar gleði eða
sorgar, eftir því um hvað er sungið og
hve góð túlkun er á lagi og texta. Að
vera í kór er gefandi fyrir þá sem það
stunda og það gera menn af öllum
stigum þjóðfélagsins. Þeir koma
saman og njóta æfinganna og um leið
þeirrar samveru sem þær bjóða upp
á við aðra söngbræður og taka við
leiðsögn frá söngstjóra af miklum
áhuga.
Þegar Anton eða Toni, eins og við
kölluðum hann alltaf, kom í land og
hóf störf hjá Hafnasamlagi Eyja-
fjarðar lét hann undan þeirri löngun
sem ég minntist á hér að framan.
Hann gerðist félagi í kór og gekk til
liðs við Karlakór Dalvíkur og söng
með honum í allmörg ár.
Toni og Jóhanna fóru í söngferðir
með kórnum og sú síðasta var sl.
sumar, þegar Karlakór Dalvíkur fór í
söngferð til Danmerkur, Svíþjóðar
og Noregs. Þessi söngferð var hreint
ævintýri fyrir alla sem þátt tóku í
henni. Það var sérstaklega ánægju-
legt þegar Toni ákvað að koma með í
ferðina því hann hafði verið veikur
um tíma. Það er ógleymanlegt að
hugsa til þess að Toni, orðinn eins
veikur og raun bar vitni, skyldi
syngja með okkur á sviðinu í Tívoli í
Kaupmannahöfn og njóta síðan
kvöldsins og reyndar ferðarinnar
allrar með okkur, söngbræðrum
hans. Mér þótti gaman að sjá glettinn
svip hans, þegar við vorum um borð í
skemmtiferðaskipinu á leið til Óslóar,
er ég spurði hann í stríðni hvort
hann, skipstjórinn, væri ekki sjóveik-
ur. Hann svaraði bara nei og ég skildi
vel svarið. Þetta var ekki svaravert,
en svona var Toni, ekki orðmargur en
það skildist vel það sem hann meinti.
Tona verður sárt saknað af okkur
kórfélögum hans. Fyrir hönd söng-
bræðra hans í Karlakór Dalvíkur og
eiginkvenna þeirra vil ég þakka Tona
þær stundir sem við áttum með hon-
um. Við sendum Jóhönnu og fjöl-
skyldu hennar okkar innilegustu
samúðarkveðjur. Megi Guð styrkja
þau á þessum erfiðu tímum.
Þorsteinn Björnsson, formaður
Karlakórs Dalvíkur.
Enn einu sinni er höggvið skarð í
þann hóp sem fyrir um 15 árum hófst
handa við að byggja upp golfklúbb og
eigin völl í Svarfaðardal. Anton
Gunnlaugsson varð fljótt einn af
máttarstólpunum í klúbbnum og
handtök og viðvik þeirra hjóna Jó-
hönnu og Tona eru mörg.
Í klúbb eins og okkar þar sem svo
margt er unnið í sjálfboðavinnu teng-
ist fólk gjarnan og verður nánara.
Toni hafði góða nærveru og var eft-
irsóttur sem félagi og meðspilari.
Góðmennskan og léttleikinn var hon-
um svo eiginleg. Að slá á létta strengi
var eitthvað sem maður vissi að
fylgdi Tona og þegar alvaran kallaði
eða vandamálin hrönnuðust upp var
gott að leita til Tona og rökræða mál-
in. Lausn fannst þá fljótt og gjarnan
var klykkt út með hnyttnu orðavali
eða gamansömu tilsvari. Í mörg ár
var hann fastur maður í liði klúbbsins
í sveitakeppni og eru ferðirnar sem
farnar voru mjög minnisstæðar.
Ferðirnar voru margar og sumar
langar því farið var sem dæmi til
Hornafjarðar og vestur í Ólafsvík. Þá
var gott að vita af Tona með í för.
Klúbbfélagar geyma fjölda minninga
um skemmtilegan og góðan dreng.
Minnignar sem gleðja og ylja við
áframhaldandi uppbyggingu þess
sem var honum mikils virði og hann
átti sinn þátt í. Klúbbfélagar votta
Jóhönnu, sonum og fjölskyldum
þeirra innilega samúð og biðja þeim
blessunar.
F.h. Golfklúbbsins Hamars,
Guðm. Ingi Jónatansson.
Við fráfall Lárusar,
móðurbróður míns,
lýkur ákveðnum kafla í
fjölskyldusögunni þar sem hann
kveður nú síðastur níu systkina og
maka þeirra. Lárus var yngstur í
hópnum og ólst upp hjá dugmikilli
móður sinni eftir skilnað foreldranna
þegar hann var enn barn að aldri.
Lárus var Reykvíkingur, vesturbæ-
ingur og íhaldsmaður í bestu merk-
ingu þessara orða og átti heimili í yfir
50 ár á Sólvallagötu 5a.
Lárus var í miklu uppáhaldi hjá
móður minni og tíður gestur heima.
Hann og faðir minn voru báðir málm-
iðnaðarmenn og áttu það sameigin-
legt að hafa mannaforráð á stórum
vinnustöðum, í Héðni og Hamri, á
blómaskeiði þeirrar iðngreinar á
sjötta og sjöunda áratug síðustu ald-
ar. Þeim mágum sveið báðum sárt
skammsýni stjórnvalda um hag
greinarinnar og það að upplifa þá
hnignum og miklu verkþekkingu sem
glataðist þegar opnað var fyrir, án
nokkurrar aðlögunar, sem heitið
gæti, óhefta erlenda samkeppni, og
sjá á bak þeim fjölmörgu störfum
sem í einu vetfangi fluttust úr landi.
Ég á ótal góðar minningar úr æsku
um þennan frænda minn sem í raun-
inni var mér stóri bróðirinn sem allir
strákar vilja eiga. Á þessum árum var
Lalli, eins og ég vandist að kalla hann,
í siglingum sem nýútskrifaður vél-
stjóri og mér áskotnuðust frá honum
ýmsir hlutir upprunnir úr fjarlægum
heimsálfum sem brugðu hæfilegum
LÁRUS BENEDIKT
BJÖRNSSON
✝ Lárus BenediktBjörnsson yfir-
vélstjóri fæddist í
Reykjavík 18. apríl
1923. Hann lést á
Landakotsspítala 4.
október síðastliðinn
og fór útför hans
fram frá Dómkirkj-
unni í Reykjavík
miðvikudaginn 12.
október.
ævintýrabjarma á
manninn í augum leik-
félaganna. Enn í dag er
í fórum mínum „gamla
lestin“ sem ungir dótt-
ursynir mínir fá á góð-
um stundum að leika
sér með í stað nútíma-
legri hluta og þeir
horfa opinmynntir á
hana bruna hring eftir
hring. Þeir fá líka að
heyra frásögnina um
gefandann sem sigldi
um heimsins höf. Ég
hef því áreiðanlega
verið nokkuð áhyggjufullur rétt inn-
an við 10 ára aldurinn þegar ég frétti
að Lalli væri komin með kærustu og
talið það nokkra ógn við stöðu mína í
tilveru hans. Þær áhyggjur reyndust
að sjálfsögðu ástæðulausar því öll
mín uppvaxtar- og námsár fylgdist
Lalli grannt með gangi mála og gauk-
aði ýmsu að mér án sýnilegs tilefnis.
Hann hvatti mig í námi, var innvígður
KR-ingur og fastagestur í stúkunni
þegar ég var að keppa fyrir það félag.
Sama viðmót mætti mér strax frá
byrjun frá hans elskulegu eiginkonu,
Helgu Sigurðardóttur, og mín fjöl-
skylda hefur notið þess alla tíð að
hafa átt þau og börn þeirra að vinum
og þátttakendum í helstu hátíða-
stundum okkar.
Helga lést fyrir liðlega ári síðan og
eftir það hallaði fljótt undan fæti hjá
Lalla og er ég nokkuð viss um að
hann kvaddi þetta líf vel sáttur við
ævistarfið og var stoltur af börnum
sínum, tengdabörnum og afkomend-
um öllum og framgöngu þeirra í líf-
inu.
Við Áslaug systir mín og fjölskyld-
ur okkar þökkum að leiðarlokum
Lárusi frænda langa og trygga sam-
fylgd og vináttu og vottum frænd-
systkinum okkar, Þórhildi og Ólafi
Birni og fjölskyldum þeirra samúð
okkar. Guð blessi minningu Lárusar
Benedikts Björnssonar.
Þórður Jónsson.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát og útför ástkærs föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
ÞORLEIFS S. KRISTJÁNSSONAR
frá Norðureyri
við Súgandafjörð,
áður til heimilis
á Traðarstíg 5, Bolungarvík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á dvalar- og hjúkrunarheimilinu
Uppsölum, Fáskrúðsfirði.
Fjölskyldan.
Þökkum innilega fyrir auðsýnda samúð og vinar-
hug við andlát og útför
SIGRÚNAR GUNNARSDÓTTUR,
Austurgötu 24,
Keflavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Fríhafnarinnar, Hol-
taskóla og Félags leiðsögumanna á Suður-
nesjum.
Fyrir hönd sona, foreldra, systra og annarra vandamanna,
Þórarinn Þórarinsson.
Ástkær móðir mín, tengdamóðir mín, amma okkar
og langamma,
SIGRÍÐUR GUÐRÚN BENÓNÝSDÓTTIR,
Fossagötu 10,
Reykjavík,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni mánudaginn
17. október, verður jarðsungin frá Háteigskirkju
þriðjudaginn 1. nóvember kl. 13.00.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Minningarsjóð Kvenfélags
Háteigssóknar.
Elísabet S. Magnúsdóttir,
Sigríður Dóra Jóhannsdóttir,
Sigríður Erla Eysteinsdóttir, Jóhannes Hermannsson,
Magnús Þór Gylfason, Elva Dögg Melsteð,
Þóra Björk Eysteinsdóttir, Gunnar Wedholm Helgason,
Helga Björg Gylfadóttir, Gunnar Theodór Eggertsson
og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
LARS HÖJLUND ANDERSEN,
Vesturgötu 24B,
Akranesi,
andaðist á Sjúkrahúsi Akraness miðvikudaginn
26. október.
Útförin fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn
1. nóvember kl. 14.00.
Gæflaug Björnsdóttir og fjölskylda.