Morgunblaðið - 28.10.2005, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.10.2005, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR Klæddu þig vel Ný sending kápur, jakkar, pils, bolir og margt fleira Hafnarstræti 97, 600 Akureyri. Sími 462 3505 Opið virka daga 10-18 laugardaga kl. 10-16 AKUREYRI HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Reykjavík | Engin rök hníga að því að banna kajakmönnum að æfa í Elliðaánum yfir vetrartímann að mati formanns Kayakklúbbsins, sem vonast til þess að æfingar í ánum hefjist á hefðbundnum tíma eftir ára- mót, eins og þær hafa gert sl. 25 ár. Stefán Jón Hafstein, borgar- fulltrúi og formaður samráðshóps um Elliðaárnar, sagði á fundi borg- arráðs fyrr í mánuðinum að rétt væri að setja reglur um umgengni við árnar til að vernda þær fyrir ágangi manna, enda ljóst að vaxandi ásókn væri í að nota Elliðaárnar sem „leik- völl af ýmsu tagi fyrir bæði íþrótta- og útivistarfólk“. Þorsteinn Guðmundsson, formað- ur Kayakklúbbsins, segir að kajak- áhugamenn taki þetta ekki sér- staklega til sín, kajakræðarar hafi undanfarin 25 ár æft í Elliðaánum frá áramótum fram til 1. maí, og muni vonandi halda því áfram. Þorsteinn segir að eftir samtal við Stefán Jón í haust hafi hann góða von um að fá að nýta árnar áfram án vandræða, enda sé ljóst að umferð kajaka um árnar yfir vetrartímann hafi engin áhrif á árnar eða fiski- gengd í þeim. Kajakmenn séu á af- mörkuðu svæði fyrir neðan virkj- unina, á þeim árstíma sem engin veiði sé í ánum. Ennfremur sé það skýrt í landslögum að bátaumferð um ár og vötn sé heimil. Engin lagastoð bak við bann Nokkurt upphlaup varð í vor þeg- ar Orkuveita Reykjavíkur sendi Kayakklúbbnum bréf þar sem kaj- akmönnum var bannað að róa í Elliðaánum. Þorsteinn segir að eftir að bréfið barst hafi skipuleg starf- semi á vegum klúbbsins verið stöðv- uð, en kajakmenn hafi þó áfram æft í ánum sem einstaklingar. Lögregla var kölluð til í tvígang en Þorsteinn segir að ekki hafi fundist nokkur lagastoð bak við bannið og lögreglan hafi ekki aðhafst neitt vegna máls- ins. Hann segist þó ekki mótfallinn því að einhverjar reglur verði settar um umgengni við árnar. „Ég er hlynntur því að það þurfi ekki að setja reglur um alla skapaða hluti, en sennilega þarf nú að stjórna þessu eitthvað. Menn verða nú samt að gæta hófs í því.“ Engin rök fyrir því að banna kajaka í Elliðaám Ljósmynd/Blátt áfram Andafleyting Formaður samráðshóps segir ásókn í Elliðaárnar aukast. Hér keppa gúmmíendur í kappsundi í ánum. Hafnarfjörður | Nýleg yfirlýsing um fjárstuðning menntamálaráðuneyt- isins við víkingasafn í Reykjanesbæ vekur upp spurningar um eðlilega samkeppnishætti að mati bæjar- stjórnar Hafnarfjarðar, sem beinir þeim tilmælum til menntamálaráð- herra og fjármálaráðherra að tryggja að jafnræðis sé gætt þegar kemur að styrkveitingum til safna og ferðamannastaða. Bæjarstjórn bendir á að á sama tíma og menntamálaráðuneyti lofi 120 milljónum króna til uppbygging- ar víkingasafns á Reykjanesi hafi einkaaðilar í Hafnarfirði um árabil rekið víkingasetur og víkingaþorp án styrkja. Þar hafi verið sýndir munir og minjar frá víkingatíð, haldnar ár- legar víkingahátíðir, auk einstaka uppákoma og fræðslustarfsemi um víkingatíma, að ógleymdum veit- inga- og hótelrekstri. „Víkingaþorpið í Hafnarfirði hefur dregið að tugþúsundir gesta, inn- lendra og erlendra, á hverju ári. Óviðunandi er að hið opinbera ætli með einhliða hætti að stuðla að upp- byggingu hjá samkeppnisaðila í Reykjanesbæ á sambærilegu verk- efni í samkeppni við kraftmikinn einkaaðila í Hafnarfirði,“ segir í ályktun bæjarstjórnar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Óeðlilegir samkeppnis- hættir? Hafnarfjörður | Hafnarfjarðarbær undirritaði nýverið samstarfs- samning um bankaviðskipti við KB banka. Samningurinn er gerður í framhaldi af útboði Hafnarfjarðarbæjar á banka- viðskiptum sl. vor. Felur samningurinn í sér að KB banki verður aðalvið- skiptabanki Hafnarfjarðarbæjar og fyrirtækja hans. Hafnarfjarð- arbær færir öll sín viðskipti til KB banka sem þar með tekur að sér að veita bæjarfélaginu heild- stæða fjármálaþjónustu, segir í fréttatilkynningu. Á myndinni eru sitjandi: Ing- ólfur Helgason forstjóri KB banka og Lúðvík Geirsson bæj- arstjóri Hafnarfjarðar. Stand- andi: Róbert B. Agnarsson við- skiptastjóri á Fyrirtækjasviði KB banka, Sveinn Bragason fjár- málastjóri Hafnarfjarðar, Rúnar Gíslason útibússtjóri KB banka í Hafnarfirði, Gunnar Svavarsson formaður bæjarráðs og Björk Þórarinsdóttir aðstoðarfram- kvæmdastjóri Fyrirtækjasviðs KB banka. Hafnarfjarðar- bær færir viðskipti sín til KB banka Samið Samningar undirritaðir. NEMENDUR og starfsfólk Gilja- skóla fögnuðu 10 ára afmæli skólans í gær og var mikið um dýrðir. Dag- skráin hófst með skrúðgöngu, þar sem gengið var fylktu liði um Gilja- hverfið. Að lokinni skrúðgöngu var haldið aftur í skólann, þar sem þess- um merku tímamótum var fagnað enn frekar með viðeigandi hætti. Í Giljaskóla eru um 410 nem- endur, sem er svipaður fjöldi og á síðasta skólaári og starfsmenn eru um 70 talsins. Á vef Giljaskóla er saga hans rakin og þar kemur m.a. fram að skólinn hóf starfsemi í hús- næði leikskólans Kiðagils haustið 1995 með þrjár kennslustofur, lítið rými fyrir undirbúningsaðstöðu kennara og skrifstofu skólastjóra. Annað starfsmannarými var sameig- inlegt með leikskólanum svo og skólalóð. Fyrsta starfsár skólans voru nemendur 44. Þegar á öðru ári var húsnæðið orðið of lítið og var þá bætt við lausri kennslustofu. Í upp- hafi var stefnt að því að fyrsti hluti byggingaráfanga nýs Giljaskóla yrði tilbúinn haustið 1997 en það gekk ekki eftir. Það var ekki fyrr en í febrúar 1998 að flutt var inn í fyrri hluta fyrsta áfanga skólans. Haustið 1998 var tilbúinn til notkunar seinni hluti fyrsta áfanga, stjórnunarrými og skólavistun. Haustið 2002 var skólinn loks fullbyggður, fyrir utan íþróttahús, og voru þá teknar í gagnið langþráðar sérgreinastofur. Morgunblaðið/Kristján Afmæli Nemendur og starfsfólk Giljaskóla fögnuðu 10 ára afmæli skólans í gær og fóru m.a. í skrúðgöngu. Tíu ára afmæli Giljaskóla fagnað HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í 18 mánaða fangelsi fyrir nokkur brot, þar á meðal alvarlega líkamsárás sem framin var á þjóðveginum í Öxnadal í ágúst í fyrra, en maðurinn sló annan mann eitt eða fleiri högg í höfuðið með hafnaboltakylfu svo að hann missti meðvitund og féll í jörð- ina. Sá sem fyrir höggunum varð höfuðkúpubrotnaði og fékk heila- blæðingu og tapaði heyrn á vinstra eyra. Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða manninum sem hann sló rúma 1 milljón króna í bætur og tæpa milljón í málskostnað. Maðurinn var að auki fundinn sek- ur um aðra líkamsárás, fyrir að hafa rúm 63 grömm af hassi í fórum sín- um. Þá var hann fundinn sekur um brot gegn valdstjórninni með því að hafa hótað lögreglumanni lífláti. Fram kemur í dómnum, að maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald í kjölfar líkamsárásarinnar sem áður er getið. Þegar lögreglumaður og fangavörður kynntu manninum gæsluvarðhaldsúrskurðinn brást hann mjög illa við, henti frá sér afriti því sem honum var afhent, rauk til og sparkaði í klefahurð og sagði að þegar hann yrði laus myndi hann fara í næstu holu og finna sér vopn og ganga frá lögreglumanni. Þessar hótanir margítrekaði maðurinn á næstu dögum og í símtali við verj- anda sinn las hann honum svipaðar hótanir. Fram kemur í dómnum, að mað- urinn hafi 12 sinnum verið dæmdur til refsingar frá árinu 1998 fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, umferðarlögum, vopnalögum og al- mennum hegningarlögum. 18 mánaða fangelsi fyr- ir alvarlega líkamsárás Fyrirlestur| Helgi Áss Grétarsson flytur fyrirlestur sem nefnist Lög- fræði og lífið sjálft í stofu L203 á Sól- borg kl. 12 í dag, föstudag. Menning | Fyrirlestrar á haustdög- um nefnist fyrirlestraröð sem list- námsbraut Verkmenntaskólans á Akureyri hefur skipulagt í samvinnu við menningarmiðstöðina í Gróf- argili og mun fara fram næstu fjóra föstudaga. Hún hefst með fyrirlestri Yean Fee Quay, myndlistarmanns og sýningarstjóra frá Singpore, en hún hefur búið á Akureyri frá árinu 2000. Fyrirlesturinn verður í Ketil- húsinu og hefst kl. 15 í dag. Yfirskrift fyrirlesturs hennar er Menning í menningareyðimörk og verður gefið yfirlit yfir þróun menn- ingarmála í borgríkinu Singapore, en yfirvöld þar eru staðráðin í að eyða því orðspori að landið sé „menningarleg eyðimörk“.    Námstefna | Skólastjórafélag Ís- lands stendur fyrir námstefnu í Brekkuskóla á Akureyri í dag og á morgun, í tengslum við ársfund fé- lagsins, sem fram fer á sama stað seinni partinn í dag. Námstefnan verður sett kl. 13 í dag og lýkur með pallborðsumræðum eftir hádegi á morgun.    Ein áskrift... ...mörg blöð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.