Morgunblaðið - 28.10.2005, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 28.10.2005, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2005 51 DAGBÓK Félagsstarf Aflagrandi 40 | Bingó kl. 14. Söngur og samvera, Arnbjörg við píanóið frá kl. 15.30. Ath. frjáls spilamennska alla daga. Árskógar 4 | Bað kl. 8–16. Handa- vinna kl. 9–12. Smíði/útskurður kl. 9– 16.30. Bingó kl. 13.30. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, hárgreiðsla, böðun, frjálst að spila í sal, fótaaðgerðir. FEBÁ, Álftanesi | Haukshús, föstu- daga kl. 13–16. Handverksklúbbur fyr- ir konur og karla. Kaffi að hætti FEBÁ. Akstur annast Auður og Lindi, sími 565 0952. Félag eldri borgara í Kópavogi | Brids í Gjábakka í dag kl. 13.15. Fé- lagsvist verður spiluð í kvöld kl. 20.30 í Gjábakka. Félag eldri borgara, Reykjavík | Árshátíð FEB verður haldin 4. nóv. í Akogessalnum við Sigtún, fjölbreytt dagskrá. Veislustjóri er Árni Norð- fjörð, hátíðarræðu flytur Guðrún Ás- mundsdóttir, danssýning, söngur o.fl. Skráning og uppl. á skrifstofu FEB s. 588 2111. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Gleðigjafarnir Gullsmára. Eldri borg- arar safnast saman í Félagsheimilinu Gullsmára 13, Kópavogi, á föstudag kl. 14–15 og syngja saman ljóð og lög. Stjórnandi Guðmundur Magnússon. Kaffi og heimabakað meðlæti fáan- legt. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Slökunarjóga og teygjur kl. 10.30 og bútasaumur kl. 13.30 í Kirkjuhvoli. Fé- lagsvist í Garðabergi kl. 13 á vegum FEBG og FAG. Furugerði 1 | Í dag kl. 9, aðstoð við böðun, smíðar og útskurður. Ennþá eru laus pláss í útskurði. Frá kl. 14.15 og fram að kaffi verður Aðalheiður Þorsteinsdóttir við píanóið og leikur undir fjöldasöng. Hraunbær 105 | Kl. 9 kaffi, spjall, dagblöðin, almenn handavinna, út- skurður, baðþjónusta, fótaaðgerðir (annan hvern föstudag), hárgreiðsla. Kl. 10 pútt. Kl. 11 Spurt og sjallað. Kl. 12 hádegismatur. Kl. 14.45 bókabíll. Kl. 15 kaffi. Kl. 14 bingó. Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi klukk- an 9. Leikfimi kl. 11.30. Tréskurður kl. 13. Boccia kl. 13.30. Félagsmenn, munið ferð á leiksýninguna í kvöld á Lífsins tré, rúta frá Höfn, Hraunseli kl. 19. Hvassaleiti 56–58 | Frjáls aðgangur að opinni vinnustofu, postulínsmáln- ing klukkan 9–12. Böðun fyrir hádegi. Fótaaðgerðir, s. 588 2320. Hár- snyrting 517 3005. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er öllum opið. Fastir liðir eins og venju- lega. Elsa E. Guðjónsson, textíl– og búningafræðingur spjallar um ís- lenskan útsaum kl. 13.30. Út í bláinn kl. 10 árdegis í fyrramálið. Nánari upplýsingar í síma 568 3132. Norðurbrún 1 | Kl. 9 opin hárgreiðslu- stofa, sími 588 1288, kl. 9 myndlist, kl. 14 leikfimi. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9.15–14.30 hann- yrðir. Kl. 11.45–12.45 hádegisverður. Kl. 14.30–15.45 kaffiveitingar. Kl. 13.30 sungið við flygilinn við undirleik Sigurgeirs. Kl. 14.30–16 dansað við undirleik Sigvalda. Kl. 15 kemur Gísli Marteinn Baldursson í heimsókn. Eplakaka með rjóma í kaffitímanum. Kirkjustarf Breiðholtskirkja | Foreldramorgunn kl. 10. Allir velkomnir. Hallgrímskirkja | Starf fyrir eldri borgara alla þriðjudaga og föstudaga kl. 11–14. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall. Háteigskirkja | Starf eldri borgara. Brids-aðstoð frá kl. 13 og kaffi. Íslenska Kristskirkjan | Laugardag- inn 29. okt. verður námskeið um samskipti kynjanna, hjónabandið og skyld efni. Kennari á námskeiðinu verður ráðgjafinn Eivind Fröen frá Noregi. Eivind kennir á norsku en allt verður túlkað á íslensku. Námskeiðið er frá kl. 10–17. Námskeiðsgjald 2.000 kr. Skráning á skrifstofu og í síma 567 8800. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Morgunblaðið/Ásdís HÍ og Norrænu Afríkustofnunarinnar og er kl. 12.30–13.30. Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur | Hildur Halldórsdóttir heldur fyrirlestur 28. okt. kl. 12.15, í stofu 201 í Árnagarði, á vegum stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur. Fyrir- lesturinn fjallar um fyrsta íslenska þýð- anda danska þjóðskáldsins H. C. Ander- sens á íslensku sem vitað er um, Jónas Hallgrímsson. Skemmtanir Cafe Catalina | Garðar Garðars spilar. Classic Rock | Fótboltinn í beinni alla helgina. Classic Rock | Idol keppnin sýnd á 4 skjá- vörpum alla föstudaga í vetur. Classic Rock | Hljómsveitin Feik frá Grund- arfirði spilar um helgina. Kringlukráin | Hljómsveitin Upplyfting í kvöld kl. 23. Vélsmiðjan Akureyri | Hljómsveit Rúnars Þór leikur um helgina föstudag og laug- ardag. Húsið opnar kl. 22, frítt inn til mið- nættis. Gestasöngvari á laugardagskvöld er Herbert Guðmundsson. Mannfagnaður Breiðfirðingafélagið | Félagsvist, annar dagur í fjögurra daga keppni spiluð í Breið- firðingabúð, Faxafeni 14, 30. okt. kl. 14. Fréttir Kringlan | Jórunn Frímannsdóttir, hjúkr- unarfræðingur og ritstjóri heilsuvefsins doktor.is, býður öllum í ókeypis blóðsykurs- og blóðþrýstingsmælingu í Kringlunni, í dag, kl. 16–18. Jórunn verður staðsett á 1. hæð. Fundir Kvennaskólinn | Kynningarfundur fyrir unglinga sem áhuga hafa á borgaralegri fermingu og aðstandendur þeirra verður haldinn 29. október kl. 11–12, í Kvennaskól- anum, Fríkirkjuvegi 9 nýbyggingu, 1. hæð. Næsta fermingarnámskeið Siðmenntar verður kynnt og gerð grein fyrir væntan- legri athöfn. Nordica Hótel | „Hvers mega fagmenn á rafmagnssviði vænta?“ Morgunverðar- fundur 28. október Tilefnið er nýr íslenskur staðall, ÍST 200 Raflagnir bygginga. Stað- allinn mun að stórum hluta leysa af hólmi reglugerð um raforkuvirki sem fagmenn á rafmagnssviði hafa notað um árabil. Nánar á www.stadlar.is. Kynning Lýðheilsustöð | Frítt til Evrópu fyrir reyk- lausa er keppni ætluð ungu fólki á aldrinum 15–20 ára. Allir sem verða reyklausir frá 10. nóvember–10. desember eiga þess kost að vinna utanlandsferð. Hægt er að skrá sig til leikswww.lydheilsustod.is. Málstofur Háskóli Íslands | Málstofa í Lögbergi, stofu 102, kl. 9–11. Fjórar nýjar rannsóknir um Ís- land og Evrópu og völd og áhrif smáríkja innan Evrópusambandsins. 1 Áhrif smáríkja á sáttmálagerð ESB. 2 Á kafi í Evrópusam- runanum. 3 Geta og leiðir smáríkja til áhrifa í alþjóðasamstarfi. 4 Evrópuumræð- an á Íslandi og á Möltu 2002–2003. Málþing Lögberg | Í ár eru liðin 100 ár frá fæðingu Björns Guðfinnssonar málfræðings. Ís- lenska málfræðifélagið og Málvísindastofn- un HÍ efna til málþings í minningu hans þar sem fluttir verða fyrirlestrar sem tengjast starfi Björns, námsefni í málfræði, mál- lýskum, málvöndun o.fl. Málþingið fer fram 29. okt. kl. 10–16.30. Dagskrá á vefslóð: http://imf.hi.is/. Ráðstefnur Háskóli Íslands | Þjóðarspegillinn 2005, fjallað verður um það sem efst er á baugi í félagsvísindum á Íslandi. Ráðstefnan er haldin af félags-, laga- og viðskipta- og hagfræðideildum HÍ og verður í dag, kl. 9– 17. Er hún öllum opin hvort sem er á ein- staka fyrirlestra eða alla ráðstefnuna. OA-samtökin | Helgina 28.–30. október verður haldin OA ráðstefna í Kristniboðs- salnum, Háaleitisbraut 58, Reykjavík. Þar munu m.a. þrír OA félagar frá Bandaríkj- unum segja frá reynsu sinni. Einnig verður fjallað um 12 spora kerfið, þjónustu og trúnað o.fl. Nánari uppl. er að finna á heimasíðu samtakanna: www.oa.is. Viðskipta- og hagfræðideild HÍ | Opin ráð- stefna um rannsóknir í félagsvísindum VI verður kl. 9 – 17. Að ráðstefnunni standa félagsvísindadeild, lagadeild og viðskipta- og hagfræðideild. Á ráðstefnunni verða 33 málstofur með 122 fyrirlestrum um ólík viðfangsefni. Nánari uppl. um dagskrá á www.vidskipti.hi.is. Þjóðminjasafn Íslands | Vísindafélag Ís- lendinga og Þjóðminjasafn Íslands gangast fyrir ráðstefnu um jarð– og landafræði vís- indamanninn Þorvald Thoroddsen (1855– 1921) Fjallað verður um ævi hans og rann- sóknir. Sýndir verða munir úr minjasafni Þorvalds í Þjóðminjasafni Íslands. Aðgang- ur er ókeypis og öllum heimill. Fer fram 29. okt. kl. 13.30–17. Íþróttir Víkingur | Unglingameistaramótið í kumite (frjálsum bardaga) verður haldið í íþrótta- húsinu í Víkinni sunnudaginn 30. október. Mótið hefst kl. 10 og lýkur um kl. 14. Útivist Laugardalurinn | Námskeið fyrir byrjendur í stafgöngu hefst 1. nóvember kl. 17.30, gengið er á þriðju– og fimmtudögum. Skráning og upplýsingar á www.stafganga- .is eða í símum 6168595/6943571. Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is 90 ÁRA afmæli. Í dag, 28. október,er níræður Óskar Herbert Alfreð Hraundal, Hvassaleiti 56, Reykjavík. Óskar er giftur Pálínu Hraundal og dvelja þau hjónin í faðmi fjölskyldunnar í dag. Árnaðheilla dagbók@mbl.is 80 ÁRA afmæli. Í dag, föstudag-inn 28. október, er áttræður Kristján Blær Ásmundsson, bifreiða- stjóri og bóndi í Lindahlíð, Aðaldal. Hann verður að heiman á afmælis- daginn. 60 ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn28. október, er sextugur Örvar Sigurðsson, Laugarnesvegi 78, Reykjavík. Hann er í vinnu í dag og tekur á móti kveðjum á póstfangi sínu orvar.sigurdsson@equant.com. „TENGSL listaskáldsins góða og ljóta andarungans“ nefnist fyrir- lestur sem Hildur Halldórsdóttir, M.A. í þýðingum og kennari við Fjöl- brautaskólann í Ármúla, heldur í stofu 201 í Árnagarði í dag kl. 12.15 á vegum stofnunar Vigdísar Finn- bogadóttur. Fyrirlesturinn fjallar um fyrsta íslenska þýðanda danska þjóðskáldsins H. C. Andersens á ís- lensku sem vitað er um, Jónas Hall- grímsson. Að sögn Hildar þýddi Jónas ekki aðeins ævintýri Andersens, heldur staðfærði þau einnig og gerði þau þar með aðgengilegri fyrir íslenska lesendur, sem fyrir voru lítt hrifnir af ævintýraforminu. „Dæmi um það er Leggur og skel, þar sem hann þýðir ekki beint ævintýrið Toppen og bolden, en nýtir sér textann heil- mikið og staðfærir fyrir íslenskt samfélag,“ segir hún og segir Jónas hafa unnið þar mikið brautryðj- andastarf. Æviskeið Jónasar var á árunum 1807–1845 og Andersen lifði á ár- unum 1805–1875. Þeir voru því ungir menn á svipuðum aldri þegar Jónas var í Danmörku. Jónas fylgdist greinilega með skrifum Andersens meðan hann dvaldist í Kaupmanna- höfn og hann nýtti sér verk hans í vinnu sinni við að kynna landanum nýjungar á bókmennta-, menningar- og þýðingasviðinu, bæði hvað form og inntak varðaði. Í fyrirlestrinum mun Hildur bera saman texta beggja höfundanna til að sýna fram á tengsl í textum þeirra. Hún segir ljóst að H.C. Andersen hafði mikil áhrif á Jónas og verk hans og það komi meðal annars fram í einu kvæða hans, Tak for Snee- dronningen. „Það er óður til H.C. Andersens, þar sem kemur fram að hann hafi sjálfur fylgt í fótspor hans. Það var mjög gaman að finna það, því það vitnar um að Jónas hafi verið meðvitaður um, að hann sótti eitt- hvað til hans,“ segir Hildur. Þýðingar | Málþing um þýðingar Jón- asar Hallgrímssonar á H.C. Andersen Listaskáldið góða og ljóti andarunginn Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is H.C. Andersen Jónas Hallgrímsson NÝIR leikarar taka við hlutverkum þeirra Jóhannesar H. Jóhannes- sonar og Guðjóns Davíðs Karls- sonar í Kabarett í Íslensku óper- unni í kvöld. Atli Þór Albertsson tekur við hlutverki Ernst Ludwig og hlut- verk Bobby verður héðan í frá í höndum Bjartmars Þórðarsonar. Báðir eru nýútskrifaðir leikarar, Atli frá LHÍ og Bjartmar frá Lond- on. Þá hafa tónlistarmenn komið og farið í Kabarett, enda venja í svo stórum söngleik. Sigtryggur Bald- ursson hefur haldið í stóra hljóm- leikaferð um Evrópu með Stein- tryggi og í hans stað sest Birgir Baldursson við trommusettið. Nú eru auglýstar þrjár síðustu sýningarnar á Kabarett. Þær verða í kvöld, 5. nóvember og 11. nóvem- ber. Leikaraskipti í Kabarett 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rc6 5. Rc3 d6 6. h3 a6 7. Be3 Rf6 8. g4 Be7 9. Bg2 Rd7 10. De2 O-O 11. O-O Dc7 12. Hfd1 Rce5 13. Bc1 He8 14. a4 Bf8 15. Dd2 b6 16. b3 Bb7 17. Bb2 Had8 18. Df4 Rg6 19. Dg3 Be7 20. g5 Dc5 21. h4 De5 22. Rf3 Dxg3 23. fxg3 Hc8 24. Rd4 Hc7 25. Rde2 Hec8 26. Hd2 Rge5 27. Had1 g6 28. Hf1 Kg7 29. Bh3 h6 30. gxh6+ Kxh6 31. Hdd1 Rf6 32. Hf4 Rh5 33. Hf2 Staðan kom upp í B-flokki minning- armóts Tigrans Petrosjans sem lauk fyrir skömmu í Nagorno Karabakh í Armeníu. Sergey Grigoriants (2539) hafði svart gegn Manuel Lopez Mart- inez (2505). 33... Rxg3! 34. Rxg3 Hxc3 35. Bxc3 Hxc3 36. Kh2 Bxh4 hvíta staðan er nú að hruni komin. 37. Hg2 Rf3+ 38. Kh1 Re5 39. Kh2 d5 40. Re2 He3 41. Rg1 dxe4 það er harla óvenju- legt að hafa fjögur peð á þrem línum og að þau eru öll frípeð. 42. He2 Hc3 43. Kh1 Be7 44. Bg2 f5 45. Hed2 Rg4 46. He2 Bd5 47. Rh3 Bc5 48. Hdd2 Be3 49. Hd1 f4 og hvítur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.