Morgunblaðið - 28.10.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.10.2005, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN NÆTURVAKTIN KIRINO NATSUO SELDIST Í MILLJÓNAUPPLAGI Í JAPAN JAPÖNSKU GLÆPASAGNAVERÐLAUNIN JAPÖNSKU BÓKMENNTAVERÐLAUNIN TILNEFND TIL BANDARÍSKU EDGAR-VERÐLAUNANNA Páll Baldvin Baldvinsson, DV ÞEIR hafa fengið ferðar sinnar virði ferðamennirnir sem sóttu Ísland heim til að líta sérstæð norðurljósin sem voru í allri sinni dýrð yfir höfuð- borginni í vikunni. Sérlega bjart var yfir borginni og þessir síkviku sér- stæðu ljósgeislar sáust dansa um himininn fram undir morgun. Ljósmynd/Jóra Jóhannsdóttir Sjónarspil á himnum yfir höfuðborginni TIL eru viðurkenndar aðferðir við að meta verð- mæti umhverfisgæða á Íslandi sem á að meta rétt eins og annan kostnað við ákvörðun á valkostum við framkvæmdir á borð við virkjanir að mati Geirs Oddssonar auðlindafræðings sem flutti erindi á ráð- stefnu Orkustofnunar um umhverfiskostnað í gær. Geir bendir á fjölbreytni í notagildi auðlinda, t.d. megi nefna bein not s.s. af fiskimiðum eða landi til landbúnaðar og óbein not s.s. bindingu kolefnis í jarðvegi vegna skógræktar eða hreinsun neyslu- vatns í gegnum hraunog jafnvel framtíðarverðmæti þar sem reiknað er með að auðlindir og umhverfis- gæði verði verðmætari síðar, s.s. ósnortið land. Geir greindi frá þróun aðferða við mat og mæl- ingar á verðmæti umhverfisgæða, en þær er hægt að nota við einfalda hluti eins og verð lands sem fer undir uppistöðulón og hve mikið þurfi að greiða í bætur vegna landmissis. Af flóknari aðferðum í því sambandi mætti nefna óbein not fólks af umhverf- isgæðum á borð við útivist. „Við það eru notaðar nýjar hagfræðilegar aðferðir þar sem notaðar eru vísbendingar um eyðslu fólks til að meta verðgildi t.d. þjóðgarða og ferðamannastaða,“ segir Geir. Meðal aðferða við að meta kostnað er stuðst við svokallað skilyrt verðmætamat sem felst í að leggja spurningalista fyrir fólk þar sem tilgreindir eru val- kostir nýtingar tiltekins svæðis eða mismunandi framkvæmdakostir eftir atvikum. „Fólk er innt eft- ir því hvað það væri tilbúið til að greiða fyrir þessi gæði. Þessi aðferð er hefðbundinn hluti af ferlinu við mat á umhverfisáhrifum víða erlendis. Skilyrt verðmætamat hefur þróast mikið undanfarin 15-20 ár og hefur verið notað í sambandi við virkjanakosti í Skagafirði og lítillega í sambandi við Kárahnjúka- virkjun,“ segir Geir. „En umhverfisverðmæti eru takmörkuð og þess vegna eru þau verðmæt. ... Við bæði getum og eigum að meta verðmæti umhverf- isins og auðlinda rétt eins og annan ábata við ákvörðun á valkostum við framkvæmdir.“ Verðmæti umhverfisgæða met- in rétt eins og annar kostnaður Í DAG fer fram ráðherrafundur vegna orkusamstarfs Eystrasalts- ríkjanna, BASREC, en aðilar að samstarfinu ásamt Íslendingum eru Danir, Eistar, Finnar, Lettar, Litháar, Norðmenn, Pólverjar, Rússar, Svíar og Þjóðverjar. Val- gerður Sverrisdóttir, iðnaðarráð- herra, mun ásamt Andris Piebalgs, orkumálastjóra Evrópusambands- ins, ávarpa fundinn sem fram fer á Hótel Nordica en búist er við fulltrúum allra aðildarríkja ásamt gestum. Meginefni fundarins er að ræða þann árangur sem náðst hefur á þeim tíma sem svæðisbundið sam- starf þjóðanna í orkumálum hefur staðið. Ákvörðun um framhald samstarfsins verður þar að auki tekin og áherslur næstu þriggja ára verða lagðar. Fundað um árangur orku- samstarfs Eystra- saltsráðsins BRÝNT er að rannsaka brenni- steinsútblástur frá varmavirkjunum að mati Höllu Jónsdóttur, verkefna- stjóra hjá Iðntæknistofnun, sem í gær flutti erindi á ráðstefnu Orku- stofnunar um umhverfiskostnað. Halla segir að töluvert mikið af brennisteinsvetni berist frá varma- virkjunum og því meira eftir því sem virkjunin sé stærri. „Samkvæmt öll- um evrópskum stöðlum hefur brennisteinsvetni mikil áhrif á um- hverfið og full ástæða til að skoða áhrifin nánar,“ segir hún. „Það þarf að fá því svarað hvort og þá í hvaða formi brennisteinsvetni berst niður með regni. Ekki síður þarf að fá svör við því hvaða áhrif brennisteinsvetni í jarðvegi hefur og hvernig bindingu málmjóna og næringar í jarðvegi er háttað.“ Ekki er þó sjáanlegur munur á gróðurfari kringum virkjanir að sögn Höllu, en hún fjallaði um úthrif virkjanaframkvæmda, eða umhverf- iskostnað, sem er útlagður kostnað- ur sem ekki er alla jafna tekinn með þegar reiknaður er út framleiðslu- kostnaður orku. Með Höllu vann að rannsókninni María Maack, umhverfisstjóri hjá Íslenskri ný- orku, Sigurður Jóhannesson hjá hagfræðist. HÍ og Kjartan Due Niel- sen meistaranemi. Brennisteins- útblástur frá varmavirkjunum FYRSTU nemarnir í nýju meist- aranámi í tækni- og verkfræði við Háskólann í Reykjavík (HR) munu hefja nám eftir áramót, og gætu því þeir fyrstu útskrifast vorið 2007, en námið tekur þrjár til fjórar annir eftir bakgrunni nemenda. Námið er ætlað þeim sem lokið hafa BSc-prófi í byggingartækni- fræði eða byggingarverkfræði. Nemendur geta valið á milli tveggja sérsviða, framkvæmda og framkvæmdastjórnunar annars vegar, eða mannvirkjahönnunar og mannvirkjagerðar hins vegar. Í tilkynningu frá HR kemur fram að lögð verði áhersla á hagnýtt nám og hagnýtar rannsóknir í þágu at- vinnulífsins, og verði haft samstarf við fyrirtæki og stofnanir á fag- sviðinu auk erlendra skóla. Nálgun námsins eigi að gera nemendum kleift að setja sig hratt inn í fjöl- breytt verkefni, og auka færni í þverfaglegu samstarfi, m.a. með samstarfi við aðrar deildir HR. Nýtt MSc-nám í tækni- og verk- fræði hjá HR SUÐURFLUG, dótturfélag Avion Group, varð hlutskarpast í útboði um rekstur flugstöðvar varnarliðs- ins á Keflavíkurflugvelli, sem fram fór fyrr á þessu ári, og tekur því við rekstrinum 1. des. nk. Mun Suður- flug sjá um daglegan rekstur flug- stöðvarinar og afgreiðslu á um þrjú þúsund herflugvélum sem um völl- inn fara á ári hverju. Þetta mun efla starfsemi Suðurflugs mjög. Suðurflug mun reka flugstöð varnarliðsins JÓN Bjarnason, þingmaður Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs, hefur sent viðskiptaráðherra fyrir- spurn um hvort settar hafi verið eða komi til álita að setja þjónustukvaðir á fyrirtæki eða þjónustuaðila með al- mannaskyldur eða ráðandi markaðs- hlutdeild þar sem kveðið yrði á um hámarksbiðtíma í þjónustusíma. Jón segir biðtíma í þjónustuverum fyrirtækja þegar sóst er eftir upplýs- ingum óvenjumikinn. Hann hafi ítrekað þurft að bíða með ólíkindum lengi eftir að fá svar og nefnir sem dæmi þjónustuver Símans. „Ég hringdi í Símann í síðustu viku, fyrir hádegi, og þurfti endilega að ná inn og fá upplýsingar. Þegar ég var bú- inn að bíða á línunni í u.þ.b. fimmtán mínútur fékk ég svar um að ég væri númer þrjátíu í röðinni,“ segir Jón sem bjóst við að sérlega illa stæði á og hringdi aftur eftir hádegi. „Þá fékk ég sama svar eftir bið í korter – að ég væri númer þrjátíu í röðinni.“ Hann segir enga aðra leið til að komast að þjónustunni, á skiptiborði Símans voru þau svör að þjónustver- ið væri eina leiðin ef hann fyndi ekki upplýsingarnar á vefsíðu Símans. Líka bið vegna samgangna En Jón segir ekki aðeins bið Sím- ans óvenjulanga og bendir á að margir þeir sem panti flug til Ak- ureyrar frá Reykjavík hringi frekar á flugvöllinn á Akureyri eða Ísafirði en að reyna að bíða eftir svari á Reykjavíkurflugvelli. „Þá hef ég reynt að hringja nokkrum sinnum á Umferðarmiðstöðina og þakkað fyrir að rútan hafi ekki verið farin þegar loks var svarað,“ segir Jón og bendir á að enginn geti beðið heilan dag í símanum eftir svari. Hann hafi því sent fyrirspurnina og fengið afar góð viðbrögð í kjölfarið. „Ég held að allir hafi lent í þessu og ekki aðeins einu sinni, þetta er því stórmál og veiga- mikill þáttur í gæðum þjónustu hvers fyrirtækis, ekki síst þegar um fyrirtæki í almannaþjónustu er að ræða eða fyrirtæki með markaðsráð- andi hlutdeild.“ Ítrekuð óvenjulöng bið í þjónustuverum Eftir Andra Karl andri@mbl.is STOFNUN stjórnsýslufræða og stjórnmála í samvinnu við nefnd um endurskoðun stjórnarskrár lýðveld- isins blæs til ráðstefnu á morgun milli kl. 11 og 14 í Öskju, náttúru- fræðahúsi Háskóla Íslands. Yfir- skrift ráðstefnunnar er: Lýðræði og vilji fólksins: Þjóðaratkvæða- greiðslur og áhrif þeirra. Meðal þeirra sem flytja erindi á ráðstefn- unni verður Simon Hug, svissneskur stjórnmálafræðingur, sem hefur rit- að um áhrif þjóðaratkvæðagreiðslna á stjórnmál, en tvær af hverjum þremur þjóðaratkvæðagreiðslum í heiminum fara fram í Sviss. Þá munu flytja erindi Indriði H. Indriðason, lektor í stjórnmálafræði, Svanborg Sigmarsdóttir stjórnmálafræðingur, Þorlákur Karlsson, deildarforseti við Háskólann í Reykjavík, Guðmundur Heiðar Frímannsson, prófessor og deildarforseti við Háskólann á Ak- ureyri, og Ólafur Þ. Harðarson, pró- fessor og deildarforseti við Háskóla Íslands. Munu umræðuefni spanna allt frá mótverkandi kröftum íbúa- lýðræðis til undirskriftasafnana og þátttökuþröskulda í þjóðaratkvæða- greiðslum. Að lokum verða umræður um þjóðaratkvæðagreiðslur á Íslandi, þar sem við pallborð sitja alþingis- mennirnir Birgir Ármannsson, Jón- ína Bjartmarz, Guðjón A. Kristjáns- son, Steingrímur J. Sigfússon og Össur Skarphéðinsson. Þau eiga öll sæti í stjórnarskrárnefnd. Ráðstefna um þjóðar- atkvæðagreiðslur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.