Morgunblaðið - 28.10.2005, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 28.10.2005, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2005 49 DAGBÓK GRUNNMENNTASKÓLINN er nafn á 300 stunda námi sem stéttarfélagið Efling hleypti af stokkunum í byrjun mánaðarins í samvinnu við Mími – símenntun. Námið er metið til eininga á framhaldsskólastigi og ætlað fullorðnu fólki sem hefur grunnskólapróf eða minna. Garðar Vilhjálmsson, fræðslustjóri Eflingar, segir 17 nemendur stunda nám við Grunn- menntaskólann sem stendur. „Þeir sækja tíma um eftirmiðdaginn og annan hvern laugardag. Námið er hugsað fyrir þá sem hafa ekki sótt skóla um langt skeið og vilja auka við menntun sína en hafa kannski ekki áhuga á að sækja í formlegt skólakerfi aftur. Þarna geta þeir bætt við sig þekkingu í námsgreinum eins og íslensku, tungumálum, stærðfræði og tölvum auk þess sem farið er yfir þætti eins og samskipti, at- vinnuviðtöl, vinnuumsóknir og fleira í þeim dúr.“ Hann segir einnig farið yfir svokallaða færni- möppu í Grunnmenntaskólanum. „Í henni er dregin saman sú raunfærni sem fólk hefur því þó það sé ekki með formlegt prófskírteini hefur það oft aðra reynslu og þekkingu sem nýtist, hef- ur t.d skipulagt ferðir fyrir kvenfélagið, verið gjaldkeri í íþróttafélagi eða eitthvað slíkt.“ Hann bætir því við að í gegnum Fræðslumiðstöð at- vinnulífsins sé námið metið til framhalds- skólaeininga. Þá hóf Efling námsráðgjöf á vinnustöðum í vor. „Námsráðgjöfin er afurð alþjóðlegs Leon- ardo–verkefnis sem við tókum þátt í. Í stað þess að auglýsa námsráðgjöf á vinnustaðnum eða hjá stéttarfélaginu getur fólk nú hitt námsráðgjaf- ana á kaffistofunni á vinnustaðnum sínum. Þetta gengur þannig fyrir sig að við auglýsum kynn- ingarfund á kaffistofunni t.d. í hádeginu þar sem farið er yfir hvað námsráðgjöf er. Eftir það setj- ast námsráðgjafarnir niður á kaffistofunni til að tala við fólkið. Ef einhver biðröð er eftir samtali getur viðkomandi pantað sér tíma og rætt svo síðar um daginn við námsráðgjafana á vinnu- staðnum um þá námsmöguleika sem eru í stöð- unni, hvort heldur er nám á vegum hinna ýmsu aðila eða innan hefðbundins skólakerfis.“ Loks nefnir Garðar Landnemaskólann sem Efling hefur starfrækt í á fjórða ár og er ætl- aður félagsmönnum Eflingar sem eru af erlendu bergi brotnir. Um er að ræða 120 stunda menn- ingartengt íslenskunám sem líkt og Grunn- menntaskólinn er metið til eininga á framhalds- skólastigi. „Við erum með yfir 2000 erlenda félagsmenn og þarna viljum við gjarnan að atvinnurekendur komi til móts við nemendurna því þessi menntun gerir þá tvímælalaust að betri starfsmönnum.“ Nánari upplýsingar er að finna á www.efl- ing.is. Stéttarfélagið Efling | Býður ýmsa kosti fyrir þá félagsmenn sem vilja auka menntun sína Mikilvægt að bæta þekkinguna  Garðar Vilhjálmsson útskrifaðist frá Fjöl- brautaskóla Suð- urnesja árið 1987. Hann lauk BA-prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 1990 og MSc.-prófi í stjórnmálafræði frá London School of Economics árið 1992. Að loknu námi starfaði Garðar sem skrif- stofustjóri Iðju sem síðar sameinaðist Eflingu þar sem Garðar gegnir nú starfi fræðslustjóra. Garðar er kvæntur Ástu Steinunni Eiríks- dóttur og eiga þau þrjú börn. Þakkir til Icelandair OKKUR langar að þakka fyrir mjög góða ferð fyrir eldri borgara með Icelandair til St. Petersbourg á Flór- ída í byrjun október. Fararstjórinn, Gunnar Þorláksson, var alveg frá- bær og ferðafélagar allir svo sam- hentir um að gera ferðina sem ánægjulegasta. Hlökkum til að sjá sem flesta á Hótel Örk 8. desember. Lilja og Halldóra. Kjör aldraðra og öryrkja STJÓRNVÖLD láta hjálparstofn- anir, t.d. Hjálparstofnun kirkjunnar, Fjölskylduhjálpina eða Mæðra- styrksnefnd sjá um aldraða og ör- yrkja í staðinn fyrir að sjá þessum hópum fyrir mannsæmandi kjörum hjá þeirri þjóð sem er ein ríkasta þjóð í Evrópu. Þetta er mikil hneisa fyrir ríkis- stjórnina. Afnám lífeyrisgreiðslna frá lífeyrissjóðum er ekki til að bæta hag öryrkja. Þetta er vegna þess að tekjur öryrkja og aldraðra frá Tryggingastofnun ríkisins eru tekju- tengdar við greiðslur úr lífeyris- sjóðum. Halda stjórnvöld og þing- menn að þetta sé hvatning til að fara út á vinnumarkaðinn fyrir aldraða og öryrkja? Það er síður en svo. Hækkun skattleysismarka og hækkun ellilífeyris- og örorkubóta er það sem stjórnvöld verða að skoða. Senn líður að kosningum, fyrst til sveitarstjórnar, svo til Alþingis. Þeir sem nú stjórna geta fengið frí ef þeir eru orðnir þreyttir. Gunnar G. Bjartmarsson, Hátúni 10. Nýja veðurspáin ÉG vil koma á framfæri athugasemd vegna nýja útlitsins á veðurspánni í sjónvarpinu. Mér finnst þetta ekki eins gott og gamla útgáfan, bæði vegna þess að það er farið of hratt yfir og svo sakna ég þess að sjá aldrei hitamælingarnar á Grænlandi. Með góðum kveðjum. Eldri borgari. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is HM í Portúgal. Norður ♠D4 ♥DG76 V/Allir ♦DG743 ♣K9 Vestur Austur ♠G852 ♠K76 ♥Á109 ♥3 ♦109 ♦Á652 ♣8743 ♣ÁDG102 Suður ♠Á1093 ♥K8542 ♦K8 ♣65 Suður spilar þrjú hjörtu eftir opn- un austurs á Precision-tígli. Á sagn- hafi möguleika eftir tígultíuna út? Vestur Norður Austur Suður Meckstroth Lambardi Rodwell Madala Pass Pass 1 tígull 1 hjarta Pass 2 tíglar * Pass 2 hjörtu Pass 3 hjörtu Allir pass Spilið er frá HM í Estoril, en sagnröðin er úr leik Argentínu og Bandaríkjanna í opna flokknum. Argentínumaðurinn Lambardi sýnir góða hækkun í tvö hjörtu með því að melda ofan í opnunarlit austurs, en þykir það ekki nóg að gert og reynir aftur við geimið með þremur hjört- um. Meckstroth kom út með tígultíuna og Rodwell tók á ásinn og spilaði tígulsexu til baka (sem er viðsnúið hliðarkall í laufi í þeirra varnar- kerfi). Madala fékk á kónginn og spilaði trompi að blindum. Hann fékk að eiga slaginn á hjartagosa og henti þá laufi niður í tíguldrottningu. Meckstroth trompaði og skipti yfir í lauf. Rodwell fékk þar einn slag, en Madala stakk næsta lauf og spilaði trompi. Þar með var Meckstroth fastur inni á blönkum trompás og varð að hreyfa spaðann. Madala hitti á að láta lítinn spaða úr borði og fangaði þannig kónginn ódýrt undir ásinn, sem dugði í níu slagi. Sami samningur var spilaður á hinu borðinu og vörnin rann í svip- aðan farveg. En þó með þeim mikil- væga mun að þar tók vestur á hjartaásinn áður en hann spilaði laufi og kom þannig í veg fyrir inn- kastið. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is SÝNING Haraldar Jónssonar í 101 Gallery, Hverfisgötu 18a, verður opnuð í dag kl. 17. Verk Haraldar hafa verið áber- andi í myndlistarlífinu að und- anförnu. Skemmst er að minnast ljósmyndasýningar hans á Þjóð- minjasafninu og sýningar hans í Hafnarhúsinu sem var hluti af Listahátíð í Reykjavík 2005. Um þessar mundir eru verk Haraldar til sýnis á alþjóðlegum tvíæringi í Belg- íu og í nóvember verður hann einn af fulltrúum Íslands á sýningunni Myt- hos und Melankolie í Köln í Þýska- landi. 101 Gallery er opið fimmtudaga til laugardaga frá kl. 14.00–17.00 eða eftir samkomulagi. Sýning Haraldar Jónssonar stendur yfir til 26. nóvember næst- komandi. Haraldur sýnir í 101 Gallery Í SÝNINGARSAL Gallerís Foldar sýnir Þorsteinn Helgason 19 olíu- málverk undir yfirskriftinni „Lit- vörp“. Eru verkin í nokkuð beinu framhaldi af því sem á undan er gengið í sýningarhaldi hjá honum. Þorsteinn sækir innblástur sinn til náttúrunnar og raðar formum og litarfletum til hliðar við hver annan og fyllir þannig myndflötinn. Hér er þó ekki um hreina geometríu að ræða heldur minna verkin sitthvað á evrópska abstraktsjón eftir- stríðsáranna. Cobra-málverkið er augljós áhrifavaldur hvað lita- meðferð varðar. Svartar línur skerpa á teikningunni sem er einn- ig kunnuglegt innan Cobra- hefðarinnar. Er Þorsteinn nokkuð naskur á að skapa óræðan ritma með litarspili sínu en formrænan er fremur einhæf og átakalaus. Virkar svolítið eins og jazz án lagstúfs. Í myndlistarnámi í Hollandi var undirritaður skammaður af einum kennara sínum, sem tengdist Cobra-málurunum á sínum yngri árum, fyrir að mála of mikið með sama penslinum. Mér sýnist svipað vera upp á teningnum hjá Þor- steini. Fjölbreyttari og ákveðnari efniskennd getur vegið til móts við einhæfa formrænu og þannig hrist upp í myndfletinum. Eins og er vantar hér herslumuninn, að mínu mati. Jazz án lagstúfs MYNDLIST Gallerí Fold Opið á virkum dögum frá 10–18, á laug- ardögum til 17 og á sunnudögum frá 14– 16. Sýningu lýkur 30. október. Þorsteinn Helgason Jón B.K. Ransu Eitt verka Þorsteins á sýningunni í Galleríi Fold. • Gírmótorar • Iðnaðargírar • Riðabreytar • • Sjálfvirkni • Þjónusta • Bolholti 8, 3h • 105 Reykjavík Sími: 568 3536 • Fax: +354 568 3537 velaverk@velaverk.is • www.velaverk.is Ég emblaði þetta ... ALADÁR Racz leikur Goldberg- tilbrigðin eftir Johann Sebast- ian Bach á tón- leikum í Hvera- gerðiskirkju á morgun kl. 17. Tónleikarnir eru samstarfsverk- efni Tónlistar- félags Hveragerðis og Ölfuss og Félags íslenskra tónlistarmanna með styrk frá menntamálaráðu- neytinu. Bach samdi Goldberg-tilbrigðin árið 1741 fyrir nemanda sinn Goldberg og njóta þau mikillar hylli. Goldberg-tilbrigðin eru afar krefjandi í flutningi og sjaldan flutt í heild. Aladár hefur leikið tilbrigðin víðs vegar um land, m.a. í Salnum í Kópavogi í maí síðast- liðnum. Aladár Racz í Hveragerðiskirkju Aladár Racz
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.