Morgunblaðið - 30.10.2005, Síða 6

Morgunblaðið - 30.10.2005, Síða 6
6 SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR F í t o n / S Í A F I 0 1 4 9 1 6 HARRY POTTER KEMUR ÚT 12. NÓVEMBER „... LESANDINN ER HELTEKINN FRÁ FYRSTU SÍÐU OG LEGGUR BÓKINA EKKI FRÁ SÉR HÁLFLESNA ...“ Árni Matthíasson, Morgunblaðið ALLTOF algengt er að foreldrar velji hvaða íþrótt börn þeirra stunda frá unga aldri, í stað þess að leyfa þeim að velja. Þetta kom fram í máli Viðars Halldórssonar, lektors við Kennaraháskóla Íslands, á há- degisfundi ÍSÍ nýlega. Sagði hann íþróttafélögin farin að bjóða upp á æfingar í einstökum íþróttum fyrir krakka allt niður í fjögurra ára sem þýði að sérhæfing sé farin að eiga sér stað fyrr. Viðar sagði fjölda rannsókna á ýmsum fræðisviðum ganga gegn þessu vegna þess að það hafi sýnt sig að börn sem byrji að sérhæfa sig mjög ung eru líklegri til að hætta fyrr í íþróttum og eru ólíklegri til að ná árangri þegar til lengri tíma er litið. Sagðist hann oft verða var við að foreldrar geri miklar væntingar til barna sinna varðandi árangur. Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir, verkefnastjóri Verndum æskuna, tók í sama streng í sínu erindi og sagði mikilvægt að lögð yrði áhersla á þátttökumarkmið frekar en ár- angursmarkmið þegar börn eru ung og að uppalendur, ekki síst íþrótta- þjálfarar, átti sig á því að meg- inmarkmiðið sé ekki að búa til litla afreksmenn. Íþróttir á unga aldri eigi að efla hreyfiþroska og fé- lagsþroska. Börn fái að kynnast sem flestum íþróttum Viðar kvaðst taka undir hug- myndir Antons Bjarnasonar sam- starfsmanns síns um að íþrótta- félögin geri börnum kleift að kynnast sem flestum íþróttum í stað þess að þau stundi eina íþrótt nokkrum sinnum í viku. Þannig þjálfist hreyfiþroski barna best og þá geti þau síðar meir valið sér þá íþrótt sem þeim hentar. Aðspurður hvort hlutverk skól- anna væri ekki að kynna börnum sem flestar íþróttir sagði hann svo vera en hann teldi að skólarnir litu að einhverju leyti niður á íþrótta- starf og legðu oft meiri áherslu á bóklegt nám. Bætti Ásta við að ástæðan fyrir þessu gæti verið sú að það er ekki samræmt próf í íþrótt- um í skólum en skólar vilji oft koma vel út í samanburði á árangri á slík- um prófum. Í máli Viðars kom einnig fram að niðurstöður rannsókna hérlendis sýni að unglingar sem stundi íþrótt- ir séu mun betur í stakk búnir til að takast á við lífið og að þeir séu lík- legri til að standa sig betur í skóla. Einnig séu þeir lífsglaðari, fé- lagslega virkari og líði betur í skóla og ólíklegra er að þeir noti tóbak og vímuefni. Foreldrar velja hvaða íþrótt börn stunda Morgunblaðið/Golli Margar stúlkur og drengi dreymir einhvern tímann um að verða fimleikastjörnur. En enginn er fæddur stjarna heldur þarf að vinna fyrir framanum hörðum höndum. Þetta vita ung og efnileg fimleikabörn í Mosfellsbæ. Eftir Sigurhönnu Kristinsdóttur sigurhanna@mbl.is JARÐHITASKÓLI Sameinuðu þjóðanna brautskráði á föstudag nemendur af sínu tuttugasta og sjöunda starfs- ári. Að þessu sinni voru nemendur skólans tuttugu, frá ellefu löndum og luku þeir sex mánaða námi þar sem þeir sóttu sérhæfð námskeið. Nemendur skólans í ár komu frá Kína, Djibouti, Egyptalandi, El Salvador, Eþíópíu, Eritreu, Indónesíu, Íran, Kenýa, Rússlandi og Úganda og námu m.a. jarð- fræðikönnun, jarðfræði borholna, jarðeðlisfræði bor- holna, efnafræði jarðhitavökva og umhverfisfræði ýmiss konar. Frá upphafi skólans hafa alls 338 vísindamenn og verkfræðingar frá 39 löndum lokið námi við hann. Í ræðu sinni lýsti Ingvar Birgir Friðleifsson, skóla- stjóri Jarðhitaskólans, yfir ánægju sinni með það hversu atkvæðamiklir fyrrverandi nemendur skólans eru á sviði orkumála víða um heim og minntist hann m.a. á þá stað- reynd að fimmtungur þeirra ritgerða sem vísað var í á þingi um jarðvarmaorkumál þriðja heimsins í Tyrklandi í apríl var skrifaður af fyrrverandi nemendum skólans frá 26 löndum sem teljast til þróunarlanda. Nemar Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna útskrifaðir Atkvæðamiklir víða um heim Morgunblaðið/Þorkell Þorkell Helgason, forstjóri Orkustofnunar, ásamt Sun Caixia frá Kína en hennar sérsvið er nýting jarðvarma. LÆKNARÁÐ Landspítala – há- skólasjúkrahúss fagnar þeim áföng- um sem náðst hafa við undirbúning bygginga fyrir sjúkrahúsið. Þetta kemur fram í ályktun sem ráðið sendi frá sér á föstudag að loknum almennum fundi læknaráðsins. Í ályktuninni kemur fram að ráðið tel- ur nú þegar brýna þörf fyrir umbæt- ur í húsnæðismálum og því mikil- vægt að hraða framkvæmdum eins og auðið er, auk þess sem tryggja verði heildræna fjármögnun til verk- efnisins alls. Önnur rekstrarform á göngu- deildarstarfsemi verði skoðuð „Læknaráð leggur áherslu á að unnið verði að háskólahluta verkefn- isins frá upphafi framkvæmda og er það ein af forsendum þess að há- skólasjúkrahús geti staðið undir nafni. Þá er ljóst að bygging fyrir göngudeildir er mjög brýn og þarf að skoða allar leiðir til fjármögnunar þeirrar byggingar sem gætu leitt til að framkvæmdum lyki mun fyrr en nú er áætlað. Þá er lagt til að heilbrigðisyfirvöld skoði önnur rekstrarform á göngu- deildarstarfsemi LSH, sem gæfu tækifæri til að bæta þjónustu og samhæfa betur sérfræðilæknisþjón- ustu á höfuðborgarsvæðinu,“ segir í ályktun læknaráðs. Læknaráð áréttar einnig, í álykt- un sinni, nauðsyn þess að bráðaþjón- usta liggi miðlægt í sjúkrahúsinu og sé í nánd við klíníska starfsemi bráðadeilda. Alvarlegur húsnæðisvandi „Í þessu samhengi hefur læknaráð áhyggjur af því að kvenna- og barna- deildir hins nýja sjúkrahúss verði of fjarri bráðaþjónustukjarna og geti það haft slæmar afleiðingar fyrir þessar mikilvægu deildir sjúkra- hússins. Ljóst er að húsnæðisvandi sjúkra- hússins í dag er alvarlegur og háir starfsemi sjúkrahússins og mögu- leikum á frekari þróun þjónustu. Þessi vandi getur ekki beðið óleystur þar til nýtt sjúkrahús hefur verið reist. Því er nauðsynlegt að finna úr- lausn og krefst hún annað hvort ný- byggingar eða nýtingar húsnæðis í námunda við sjúkrahúsið. Vandinn er sérstaklega mikill á LSH við Hringbraut og ef Heilsu- verndarstöðin fengist til afnota næsta áratuginn leysti það hluta vandans,“ segir í niðurlagi ályktun- arinnar. Ályktun læknaráðs LSH um húsnæðismál Mikilvægt að hraða fram- kvæmdum KORPUSKÓLI er nú kominn í nýtt og fullkomið skólahúsnæði og nýtir því ekki lengur þá bráðabirgðaað- stöðu sem hýsti hann á Korpúlfsstöð- um. Borgaryfirvöld hafa uppi áform um að það gríðarmikla húsnæði sem losnar á Korpúlfsstöðum verði nýtt sem nokkurs konar sjónlistamiðstöð, þar sem saman komi vinnustofur og sýningarrými myndlistarmanna. Að sögn Stefáns Jóns Hafstein, formanns Menningar- og ferðamála- ráðs Reykjavíkurborgar eru viðræð- ur ekki mjög langt komnar, en sjón- armið borgarinnar eru þau að stofna rekstrarfélag um rekstur hússins, þar sem um verði að ræða afar víð- tæka aðkomu fólks úr ólíkum grein- um hönnunar og lista. „Við höfum verið að velta því fyrir okkur að koma þarna upp einhverju sem hefur vinnuheitið „Sjónlistamið- stöð að Korpúlfsstöðum“ í samstarfi við myndlistarmenn, hönnuði og fleiri sem hefðu þar aðgang að vinnu- aðstöðu, vinnustofum, galleríum og öðru slíku sem gagnast þeim hópum í starfi,“ segir Stefán. „Grunnhugmyndin er sú að þarna verði myndað rekstrarfélag um starfsemina og fái það styrk frá borginni í formi niðurgreiðslu á leigu. Þarna verður því mjög ódýrt húsnæði og vinnuaðstaða fyrir tugi listamanna. Það er hugmynd okkar að þetta verði þá tengt einhvers kon- ar barna- og unglingastarfi í mynd- list, en þetta verði sjálfstætt starf- andi miðstöð með þjónustusamningi við borgina um notkun á húsnæðinu. Þetta hefur aðeins komið til umræðu í menningar- og ferðamálaráði, en ég held að aðalviðfangsefnið núna sé að fá að móta hugmyndir um þetta rekstrarfélag og hvernig það yrði í framtíðinni.“ Græða á sambúðinni Stefán Jón segir góða reynslu af rekstri nokkurra vinnustofa sem hafa verið í húsinu undanfarin ár. Þær hafi gengið mjög vel. „Þetta er hrátt og gott húsnæði sem hentar mjög vel fyrir listamenn og hægt að bjóða það mjög ódýrt,“ segir Stefán Jón og bætir við að þarna sé hægt að koma upp um 40–50 vinnustofum. „Vissulega vilja margir listamenn vera nálægt miðbænum, en það fær- ist líka í vöxt að fólk vilji vinna aðeins út fyrir miðbæinn í rólegra umhverfi. Það sakar ekki þó menn hafi vinnu- stofu einhvers staðar á jaðrinum. Þar sem er miðstöð þar græða menn á samneytinu hver við annan en kúldrast ekki hver í sínu horninu,“ segir Stefán Jón og bætir við að einn- ig sé fjöldi myndlistarmanna sem einfaldlega hafi lítinn áhuga á því að vera í miðbæjarlífinu en þeim mun meiri áhuga á að vinna í friði og góðu umhverfi. Það sé einnig mikilvægt umhugsunarefni. Korpúlfsstaðir verði „sjón- listamiðstöð“ Morgunblaðið/Árni SæbergEftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.