Morgunblaðið - 30.10.2005, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 30.10.2005, Qupperneq 8
ÞAÐ VAR heldur kuldalegt á Egilsstöðum í vikulokin þar sem Jonas Pranse stóð við söluskála Kaupfélags Héraðsbúa í hríðinni og beið eftir að verða sóttur. Jonas kom frá Þýskalandi fyrir nokkrum mánuðum til ársdvalar hér á landi og byrjaði á Seyðisfirði, hvar hann staðnæmdist í tvo mánuði. Hingað kom hann frá Mývatni og var á leið til starfa í Vallanesi á Héraði, en þar er stunduð lífræn ræktun og búið tekur gjarn- an útlendinga til starfa um lengri eða skemmri tíma. Jonas sagði sér lítast vel á land og þjóð, þótt fann- fergið kæmi honum svolítið á óvart. Hann var hins vegar vel gallaður og stakk hressilegur og hvergi banginn nefinu upp í snjókomuna meðan hann beið Vallanessbóndans. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Bakpokaferðalangur í fannfergi 8 SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Miklar umræðurfara núna frammeðal kúabænda um framtíð mjólkurfram- leiðslunnar. Á fundum í Borgarfirði og Eyjafirði hafa verið samþykktar ályktanir um innflutning á erfðaefni til kynbóta, en ályktun sama efnis var felld á fundi í Skagafirði. Ástæðan fyrir þessum um- ræðum er að sala mjólkur- afurða hefur aukist mjög, en framleiðslan hefur ekki aukist. Raunar hefur fram- leiðslan dregist saman síðustu mánuðina. Það er því útlit fyrir skort á mjólk og sumir óttast að það sé ekki víst að hann sé aðeins tímabundinn. Guðmundur Lárusson, fyrrver- andi formaður Landssambands kúabænda, hóf umræðu á vef sam- bandsins, naut.is, en hann skrifaði grein undir fyrirsögninni „Mjólk- urframleiðsla í blindgötu“. Þar sagði Guðmundur: „Kúm hefur fækkað, þrátt fyrir að nánast allir kvígukálfar séu settir á til mjólk- urframleiðslu, allar kýr og kvígur sem eru til sölu renna út. Þá er það tilfinning mín að margir kúabænd- ur hafi verið á ystu mörkum hvað varðar frumutölu og haldið í kýr lengur en heppilegt getur talist til að uppfylla þarfir markaðarins. Fyrstu niðurstöður heysýna benda til að heygæði séu ekki með besta móti. Það eru því miður líkur á því að við náum ekki að fullnýta þann markað sem er fyrir hendi. Núverandi kúastofn hefur ekki afkastagetu til að framleiða meira en sem nemur ca.110 milljónum [lítra] í meðalári. Hvað gera bænd- ur í þessari stöðu? Á að hægja á vöruþróun og markaðssetningu, eða eigum við að leyfa innflutning á mjólkurvörum? Er ekki tími til kominn að horfast í augu við þá staðreynd að ef mjólkurfamleiðsla á að vera í landinu til frambúðar verðum við nú þegar að hefjast handa við kynbætur stofnsins með innflutningi erfðaefnis.“ Grein Guðmundar vakti mikil viðbrögð, bæði jákvæð og neikvæð, en í skoðanakönnun sem gerð var fyrir nokkrum árum höfnuðu bændur tillögu um að flytja inn erfðaefni til kynbóta. Kýrnar lifa í 937 daga að meðaltali Baldur Helgi Benjamínsson nautgriparáðunautur, sem er ný- orðinn framkvæmdastjóri Lands- sambands kúabænda, telur að æ fleiri kúabændur séu að komast á þá skoðun að innflutningur á erfða- efni sé nauðsynlegur, en viður- kennir að skoðanir séu skiptar. Baldur Helgi hefur tekið saman tölur um endingartíma kúa það sem af er ársins 2005. Niðurstaðan er sú að kýrnar verði að meðaltali 937 daga gamlar, en það þýðir að þær mjólka ekki nema í rúmlega tvö og hálft ár. Hann segir að end- ingartíminn hafi verið að styttast, en hann var helmingi lengri í kringum 1980. Það sem hefur átt mestan þátt í að stytta líftíma kúnna síðustu ár eru hertar reglugerðir um mjólk- urgæði, en þær kveða á um há- marksfrumutölu í mjólk. Almenna reglan er sú að frumutalan hækkar með hækkandi aldri kúnna, en ann- ar stór þáttur er júgurbólga. Þegar frumutala kúnna er orðin há, vegna aldurs eða þrálátrar júgurbólgu, eiga bændur ekki annan kost en að farga kúnum. Baldur Helgi segir þá spurningu hafa vaknað hvort íslenski kúa- stofninn höndli þær alþjóðlegu reglur um frumutölu sem við för- um eftir. Það liggi fyrir að júgur- heilbrigði stofnsins sé verra en t.d. kúastofna á hinum Norðurlöndun- um, en þar hafi júgurheilbrigði ver- ið þáttur í kynbótastarfinu í 30 ár. Hann segir að sífellt fleiri bændur á Íslandi séu í vandræðum með að eiga nægilega mikið af kvígum til uppeldis þrátt fyrir að nokkur ár hafi nánast allir kvígukálfar sem fæðast lifandi verið settir á. Þessi stutti líftími, sem sé enn að stytt- ast, og aukinn kálfadauði valdi því að tímabært sé að velta upp þeirri spurningu hvort íslenski kúastofn- inn sé sjálfbær. Baldur segir að þar til viðbótar standi kúabændur frammi fyrir harðnandi samkeppni og þrýstingi á lægra verð á mjólkurafurðum. Þetta skýri m.a. umræðu meðal bænda um innflutning á erfðaefni til kynbóta. Baldur Helgi tekur fram að líf- tími kúa í nágrannalöndum okkar sé ekki lengri en íslenska stofnsins, en líftími annarra stofna hafi verið að lengjast þvert á þróunina hér á landi. Á vef LK koma fram þau sjón- armið að þeir sem vilji flytja inn erfðaefni séu svartsýnismenn. Menn þurfi einfaldlega að bretta upp ermar og halda áfram að auka framleiðsluna. Til þess séu ýmsar leiðir og í því sambandi minna menn á þá miklu afurðaaukningu sem orðið hafi hér á landi á síðustu árum. Baldur Helgi vill ekki sam- þykkja að hann sé svartsýnismað- ur. Þeir sem hugsi um framtíð sjái hins vegar mikla möguleika í inn- flutningi á erfðaefni og eins sé hægt að taka á vandamálum sem menn standi frammi fyrir með ís- lenska stofninn. Fréttaskýring | Mikil umræða um framtíðarsýn í nautgriparækt Kúastofninn ekki sjálfbær? Skortur er á mjólk og sumir bændur óttast að hann sé ekki tímabundinn Líftími íslenskra kúa styttist stöðugt. Íslenskar kýr eru um 24 þúsund og fer fækkandi  Nú eru um 24 þúsund kýr á Ís- landi og hefur þeim farið fækk- andi ár frá ári samhliða auknum afurðum. Fyrir 10 árum voru um 30 þúsund kýr í landinu. Þessi litli stofn gerir framfarir í rækt- un erfiðari. Það er mun auðveld- ara að ná fram miklum fram- förum í kynbótum þegar hægt er að velja úr stórum hópi úrvals- gripa. Þá telja sumir að ein skýr- ing á auknum kálfadauða hér á landi kunni að vera skyld- leikarækt. Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is Kjartan í 3. sætið Veljum traustan og öflugan málsvara borgarbúa í borgarstjórn! Heimsend afslátt- arkort á næsta ári Á NÆSTA ári getur fólk vænst þess að fá afsláttarkort Trygginga- stofnunar (TR) vegna heilbrigðis- þjónustu send heim í pósti óumbeð- ið. Alls fengu tæplega 45 þúsund einstaklingar afsláttarkort TR í fyrra en útgefin kort voru rúmlega 38 þúsund talsins. Að jafnaði koma 250–300 manns daglega í þjónustu- miðstöð Tryggingastofnunar þeirra erinda að sækja um afsláttarkort eða fá endurgreiðslu á tannlækna- reikningum. Þetta kemur fram í frétt á vef TR. Þar er haft eftir Karli Steinari Guðnasyni, forstjóra Trygginga- stofnunar, að unnið hafi verið að því um nokkurt skeið að koma á raf- rænu kerfi en TR skorti enn upplýs- ingar frá heilsugæslustöðvum og sjúkrahúsum. Reiknað er með að út- gáfa á heimsendum afsláttarkortum hefjist á næsta ári en þó er ekki ná- kvæmlega ljóst hvenær á árinu sjálfvirka kerfið kemst í gagnið. Fólk þarf því enn um sinn að fram- vísa öllum kvittunum, koma með þær til Tryggingastofnunar eða senda í pósti, til að fá afsláttarkort í hendur. Sjúkratryggðir einstaklingar eiga rétt á afsláttarkorti frá Trygginga- stofnun þegar þeir hafa greitt til- tekna fjárhæð fyrir heilbrigðisþjón- ustu á hverju ári. Þeir sem hafa greitt 18 þúsund krónur á alman- aksárinu eiga rétt á afsláttarkorti og fyrir öll börn í sömu fjölskyldu er miðað við 6 þúsund krónur. Elli- og örorkulífeyrisþegar sem greiða lægra gjald fyrir læknis- og heilsu- gæsluþjónusta eiga rétt á kortinu þegar kostnaðurinn er orðinn 4.500 krónur. Fékk 4,9 milljónir vegna vinnuslyss á bensínstöð HÉRAÐSDÓMUR Reykjavík- ur hefur dæmt Olíufélagið hf. (Esso) til þess að greiða konu tæplega 4,9 milljónir í skaða- bætur vegna slyss sem hún varð fyrir þegar hún var við vinnu á bensínstöð félagsins við Borgartún vorið 2003. Konan datt af háum af- greiðslustól og taldi dómurinn að slysið mætti rekja til við- sjárverðra aðstæðna á vinnu- staðnum. Konan var óvinnufær í hálft ár eftir slysið og var varanleg- ur miski hennar metinn 10% og varanleg örorka 20%. Bæði tjónanefnd tryggingafélaganna og úrskurðarnefnd í vátrygg- ingamálum töldu að olíufélagið væri ekki bótaskylt. Fyrir dómi sagði konan að stóllinn hefði aldrei verið í lagi og erfitt hefði verið að eiga við hann. Kvartað hefði verið und- an honum við stöðvarstjórinn en hann hefði reiðst og talað um að þau eyðilegðu alla hluti. Olíufélagið mótmælti því að það bæri bótaábyrgð og neit- aði því að stóllinn hefði verið hættulegur eða ófullnægjandi. Þá hefði Vinnueftirlitið ekki gert athugasemdir. Dómurinn féllst á að stóllinn væri í sjálfu sér ekki hættu- legur en aðstæður á vinnu- staðnum hefðu kallað á að hann væri notaður með röng- um hætti. Þá væri sannað að starfsmenn hefðu kvartað en fyrirtækið ekki gert úrbætur. Jón Finnbjörnsson kvað upp dóminn. Guðmundur Ómar Hafsteinsson hdl. flutti málið fyrir konuna en Heiðar Ás- berg Sigurðsson hdl. var til varna fyrir Olíufélagið hf.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.