Morgunblaðið - 30.10.2005, Síða 10
10 SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Tillaga að nýrri íraskristjórnarskrá var sam-þykkt í þjóðaratkvæða-greiðslu sem haldin varlaugardaginn 15. októ-
ber, þrátt fyrir mikla andstöðu súnní-
araba, sem áður réðu landinu undir
stjórn Saddams Husseins. Þeir óttast
að stjórnarskráin, sem kveður á um
að Írak verði sambandsríki, undan-
skilji þá frá olíugróða þar sem olíu-
lindir landsins liggja í norðurhéruð-
um Kúrda og suðurhéruðum shía-
araba.
78% þjóðarinnar greiddu atkvæði
með stjórnarskránni en 21 prósent
var á móti henni. En til að fella
stjórnarskrána hefði annaðhvort
þurft andstöðu meirihluta allrar þjóð-
arinnar eða tveggja þriðju hluta
þriggja héraða. Tveir þriðju hlutar
höfnuðu stjórnarskránni í súnní-
araba héruðunum Salah ul-Din og al-
Anbar, en ekki í Nineveh þar sem
súnní-arabar eru einnig fjölmennir.
Þar var stjórnarskránni þó vissulega
einnig hafnað – en þó ekki nema með
55% atkvæða. Súnní-Arabar eru um
20% írösku þjóðarinnar og svipta úr-
slit þessi hulunni af hugmyndafræði-
legum klofningi ólíkra þjóðarbrota og
trúarhópa Íraks.
Kúrdar
Kúrdar eru um 15% írösku þjóð-
arinnar, eða um 4 milljónir. Þeir eru
ekki arabískumælandi og þeirra
helstu sameiningartákn eru tungu-
málið, kúrdíska, og rómantísk krafa
um sjálfstætt kúrdískt ríki. Þeir kalla
norðurhluta Íraks Suður-Kúrdistan
og mynda stóran minnihlutahóp í
þremur öðrum ríkjum – Tyrklandi,
Sýrlandi og Íran en einnig má finna
Kúrda í Armeníu.
Síðan fyrra Flóastríði lauk árið
1991 hafa Kúrdar í Írak búið við sjálf-
stjórn undir vernd Bandaríkja-
manna. KDP (Lýðræðisflokkur
Kúrdistan) og PUK (Alþýðufylking
Kúrdistan) eru tveir stærstu stjórn-
málaflokkar Kúrda og hafa þeir jafn-
an deilt hatramlega sín á milli. Fyrir
írösku þingkosningarnar í janúar sl.
tóku flokkarnir tveir hins vegar
höndum saman og mynduðu kosn-
ingabandalag ásamt fleiri smærri
flokkum. Úr bandalaginu varð Lýð-
ræðisbandalag ættjarðarsinna í
Kúrdistan til. Það hlaut 77 sæti af 275
mögulegum á íraska þínginu. Jalal
Talabani forseti írösku ríkisstjórnar-
innar kemur úr röðum PUK, en þó er
talið að KDP sé öflugasti flokkur
Kúrda. Honum stýrir Masoud Barz-
ani, sem er nokkurs konar forseti
sjálfstjórnarhéraðs Kúrda í N-Írak.
Saadun Yad’ullah situr í miðstjórn
KDP og er varaþingmaður á íraska
þinginu. Hann er spurður hvort ný-
samþykkt stjórnarskrá uppfylli kröf-
ur Kúrda um stjórnarframtíð Íraks.
„Erfitt er að uppfylla allar óskir
ólíkra þjóðarbrota í Írak og við þurf-
um öll að láta af einhverjum kröfum
til að þjóðarsátt geti myndast. En í
fyrsta skipti í sögu landsins hefur
verið skrifuð stjórnarská þar sem
réttindi allra þjóðarbrotanna eru
tryggð og valdajafnvægi ríkir. Kúrd-
íska er nú viðurkennd sem opinbert
tungumál ásamt arabískunni og við
fáum að stjórna héruðunum sem við
búum í sjálf. Það er stór, en jafnframt
sjálfsagður sigur í réttindabaráttu
okkar“.
Peshmerga (sem þýðir á kúrdísku:
þeir sem mæta dauðanum) er vel
vopnuð og þjálfuð vígasveit KDP.
Hana skipa 80.000 manns, sam-
kvæmt tölum frá bandaríska varnar-
málaráðurneytinu og er hún jafn-
framt fjölmennasta vígasveitin á
íraskri grundu.
Saadun er spurður hver framtíð
þessarar sveitar sé og hvort hún
muni sameinast íraska stjórnarhern-
um. „Eftir ráðleggingum Banda-
manna höfum við ákveðið að bíða með
sameiningu herafla okkar við stjórn-
arherinn til að koma í veg fyrir aukna
spennu milli ólíkra þjóðarbrota,“ seg-
ir hann. „En þegar stöðugleika hefur
verið náð mun Peshmerga falla undir
stjórnarherinn og hlýða skipunum
ríkisstjórnarinnar í Bagdad.“
Kúrdar og Kirkuk
Í stjórnarskránni er kveðið á um að
umdæmi geti með atkvæðagreiðslu
sameinast og myndað héruð. Borgin
Kirkuk í norðrinu er af þessum sök-
um eitt eldfimasta deilumálið í Írak.
Eftir uppreisnir Kúrda á níunda ára-
tugnum hóf Saddam Hussein al-Anfal
herferðina (Anfal þýðir stríðsfang á
arabísku) og flutti þúsundir Kúrda og
Turkmena nauðuga frá heimilum sín-
um í Kirkuk með það að marki að
„arabavæða“ hinn auðlindaríka norð-
urhluta Íraks. Flóttafólk streymir nú
aftur til þessara olíuríku heimkynna
sinna og hefur spennan í borginni
stigmagnast fyrir vikið. Stórir hópar
af öllum þjóðarbrotum landsins búa
nú í Kirkuk. Ef til borgarastyrjaldar
kemur óttast margir að hún muni
hefjast þar.
Saadun er spurður hvort að Kúrd-
ar muni gera tilkall til Kirkuks.
„Sögulegar staðreyndir sýna að Kirk-
uk er kúrdísk borg – því munum við
aldrei gleyma,“ segir hann. „Heimur-
inn þarf að bera meiri virðingu fyrir
mannréttindum. Saga Kirkuks er
eins og saga Palestínu, þar sem rétt-
mætir íbúar heimilanna – þetta er jú
barátta um heimili – voru neyddir til
að flytja burt með ofsóknum og morð-
um. Hvers vegna eiga réttindi kúrd-
ískra flóttamanna að vera minni en
viðurkennd réttindi annarra flótta-
manna í heiminum? Ef mannkynið
bæri virðingu fyrir mannréttindum
byggjum við í betri heimi – en þannig
er veruleikinn því miður ekki. Við
munum krefjast þess að Kirkuk falli
undir stjórn norðurhéraða okkar.“
Sundrun Íraks — sjálfstæði Kúrda
Margir telja að sambandsríki,
tryggt með nýrri stjórnarskrá, muni
að lokum leiða til skiptingar landsins
í þrjú ríki: Ríki Kúrda í norðrinu,
súnníta í miðju landsins og sjíta í suð-
urhlutanum. Saadun segir að náist
þjóðarsátt, friður og efnahagslegur
uppgangur í landinu muni Kúrdar
ekki krefjast fulls sjálfstæðis. „En ef
stjórnleysið heldur áfram, munum
við ekki sjá okkur fært annað en að
lýsa yfir sjálfstæði, því við verðum að
bera hag þjóðar okkar fyrir brjósti,“
bætir hann ennfremur við.
Sjía-múslímar
Sjía-múslímar eru u.þ.b. 15% allra
múslíma í heiminum. Þeir eru þó í
meirihluta í Írak, eða um 60% þjóð-
arinnar. Hugmynd shía-Íraka um fé-
lagslega uppbyggingu samfélagsins
er mótuð af hugmyndafræði shía-ísl-
ams, sem er síðan skýrð af hálærðum
shía-klerkum. Að skipun æðstaklerks
shía-Íraka Ajotallah Ali al-Sistani
(Ajotallah er trúarlegt stöðutákn og
merkir orð guðs), mynduðu þeir sam-
eiginlegan lista fyrir þingkosningarn-
ar í Írak, UIA (Íraska bandalagið).
Listinn samanstendur af 22 flokkum
og hefur meirihluta á íraska þinginu.
Tveir stærstu flokkarnir eru SCIRI
(Æðsta ráð byltingarinnar í Írak) og
Dawa-flokkurinn (sem þýðir trúboð).
Þrjú þjóðarbrot undir
Reuters
Forsætisráðherra Íraks, Ibrahim Jaafari, fyrir miðju, ávarpar stjórnina í
Bagdad. 78% þjóðarinnar greiddu atkvæði með nýju stjórnarskránni.
Reuters
Peshmerga-hermenn halda uppi kúrdíska fánanum (t.v.) og íraska (t.h.) við út-
skriftarathöfn í bænum Suleimaniya. Um 80.000 manns eru í þessari vígasveit.
Íraskir embættismenn tilkynntu í liðinni viku að drög að
nýrri stjórnarskrá hefðu verið samþykkt í þjóðaratkvæða-
greiðslu, en naumt var það. Ingólfur Ibraheem Shaheen
fjallar um stjórnarskrána og ræðir við frammámenn í helstu
stjórnmálafylkingum Íraks um framtíðarsýn þeirra og sjón-
armið um deilumál þjóðarbrotanna þriggja í landinu.
Kjördagur í Írak. Íbúar gera sig lík-
lega til að ganga að kjörborðinu.