Morgunblaðið - 30.10.2005, Page 11
Núverandi forsætisráðherra Íraks,
Ibrahim al-Jaafari, kemur úr röðum
Dawa-flokksins og er talinn áhrifa-
mesti stjórnmálamaður landsins. Ali
al-Adid yfirmaður stjórnmálaskrif-
stofu Dawa-flokksins segir söguna
hafa sýnt að einsleit miðstýring geti
reynst eitt versta kúgunartól sem
fyrirfinnist. „Bræður okkar, súnnít-
ar, þurfa að átta sig á því að nú eru
breyttir tímar. Þó að ekki sé hægt að
segja að þeir hafi haft það gott undir
stjórn Saddams þá bjuggu þeir þó við
töluvert betri skilyrði en við. Við vilj-
um lifa í friði. Ef sambandsríki hjálp-
ar okkur að öðlast þann frið viljum
við sambandsríki. Við getum ekki lát-
ið stjórnleysið í miðju landsins
skemma fyrir íbúum suðursins, súnn-
ítar geta barist áfram ef þeir kjósa,
en við viljum uppbyggingu – spítala
og skóla.“
Margir óttast að stjórnmálaflokk-
ar shía-múslíma í Írak, sem eru flest-
ir trúarlegs eðlis, séu of tengdir
klerkastjórninni í Íran.
Ali er spurður að því hvort búast
megi við stjórnarháttum á svæðum
shía, líkum þeim sem þekkjast í Íran,
handan landamæranna í austri. „Þó
shíar í Írak og Íran eigi margt sameig-
inilegt, svo sem trú, er lítið sem sam-
einar okkur hvað menningu og stjórn-
mál varðar. Ayotallah Ali al-Sistani,
hefur sagt að klerkastjórnar-
fyrirkomulagið í Íran (wilayat al-faq-
ih) verði ekki tekið til fyrirmyndar –
þó að við höfum ekkert út á það að
setja. Ég árétta að Írakar og Íranar
eru bræðraþjóðir sem munu vinna
saman en ekki stjórnast af hvor ann-
arri.“
Súnní-Írakar
Um 80 prósent múslíma í heimin-
um eru súnní-múslímar. Í Írak eru
þeir þó í minnihluta og aðeins um 35–
40% þjóðarinnar. Þrátt fyrir það hafa
súnní-Írakar alla tíð stjórnað land-
inu, síðast í valdatíð Baath flokks
Saddams Husseins. Þeir sniðgengu
alfarið þingkosningarnar sl. janúar.
Súnní-arabar eru þar af leiðandi með
fáa þingmenn á íraska þinginu og
höfðu lítið að segja við myndun
stjórnarskrárinnar. Þeir standa að
stórum hlut að baki andspyrnunni
sem setur svip sinn á landið.
Íslamski flokkurinn í Írak er hóf-
samur súnní-flokkur sem hefur reynt
að snúa súnnítum til stjórnmálaþátt-
töku, en flokksmenn sniðgengu sjálf-
ir þingkosningarnar sökum tortím-
ingar Fallujaborgar sem hófst í
nóvember 2004. Í fyrstu hvöttu for-
svarsmenn kjósendur til að hafna
stjórnarskránni. Þeim snerist svo á
síðustu stundu hugur og hvöttu fylg-
ismenn sína til að samþykkja hana.
Alaa Mekki, aðaltalsmaður flokks-
ins, er spurður hvað hafi fengið þá til
að skipta um skoðun. „Eftir harðar
samningaviðræður á lokastundu fyrir
þjóðaratkvæðagreiðsluna, sam-
þykktu bræður okkar shíar og Kúrd-
ar, að eftir þingkosningarnar nk. des-
ember, verði sett saman nefnd til að
endurskoða stjórnarskrána. Við
hvöttum súnníta til að haka við já-
reitinn til að koma í veg fyrir klofning
meðal þjóðarinnar þar sem brýnt for-
gangsmál allra þjóðarbrotanna á að
vera þjóðarsátt.“
Fáir súnní-Írakar hlýddu kalli ísl-
amska flokksins og reyndu að fella
stjórnarskrána. Þó er talið að stjórn-
málaþátttaka þeirra hafi verið já-
kvætt skref í rétta átt, því nauðsyn-
legt sé að virkja þá í pólitískri
þátttöku til að draga úr stuðningi við
uppreisnina.
Aðspurður hvort hann telji að
súnní-Írakar hætti nú að beita vopn-
um til að ná fram markmiðum sínum
og haldi sig þess í stað við orustuvöll
stjórnmálanna segir hann það vera
opinbera stefnu íslamska flokksins að
taka þátt í stjórnmálaferlinu og að
þeir hvetji súnní-Íraka til að hætta
vopnaðri baráttu. „Ef stjórnleysið
heldur áfram gefur það erlenda her-
liðinu afsökun til að viðhalda veru
sinni í landi okkar. Ég tel að flestir
súnnítar geri sér grein fyrir þessu og
eins og allir Írakar viljum við losna
undan hernáminu. Við höfum því haf-
ið samstarf við tvo aðra flokka og ætl-
um þannig að reyna að styrkja stöðu
súnníta á þinginu í næstkomandi
þingkosningum, 15. desember.“ Alaa
segir það einnig mikilvægt að shía-
Írakar hemji vígasveitir sínar til að
koma í veg fyrir hefndarmorð á sak-
lausum súnní-Írökum svo alda of-
beldis fari ekki af stað.
Lýðræði og hernám
Ekki eru allir sammála skoðunum
Alaas. Hin áhrifamiklu samtök Ísl-
amskra fræðimanna (AMS), sem
samanstanda af um 3000 súnní-ísl-
ömskum klerkum, hafi hvatt súnníta
til að hafna stjórnarskránni. Talið er
að AMS séu einu samtökin sem hafi
nokkra stjórn á uppreisnarmönnum í
Írak. Abd al-Salam al-Kubaisi er tals-
maður þeirra. Hann er spurður hvers
vegna samtökin hvöttu fylgismenn
sína til að hafna stjórnarskránni.
„Eins og Bush sagði sjálfur þegar
hann vísaði til kosninganna í Líbanon
í sumar og talaði um veru sýrlenska
hersins þar í landi, þá er ekki hægt að
halda frjálsar kosningar undir er-
lendu hernámi. Bandaríkjamenn vilja
að við kjósum okkur ríkisstjórn til að
réttlæta veru þeirra í Írak – við eig-
um sem sagt að kjósa okkur hernám.
Hvað heldur þú að Bandaríkjamenn
geri ef „mujahedeen“ (sem þýðir:
stríðsmenn sem berjast fyrir rétt-
læti) leggja niður vopn sín í dag?
Heldur þú að þeir pakki saman tösk-
unum sínum og fari?“ Blaðamaður
segist ekki vita svarið við spurningu
hans. „Þá skal ég segja þér svarið:
Þeir eru komnir til að stela olíunni
okkar og hafa í hyggju að nota landið
okkar undir herstöðvar sínar í Mið-
Austurlöndum. Við viljum ekki taka
þátt í að aðstoða erlenda heri við að
arðræna okkur og við samþykkjum
ekki stjórnarskrá sem gerir það að
verkum að stór hluti þjóðarinnar fái
ekki notið góðs af olíusölunni eða að-
gengis að sjó.“
– En nú var stjórnarskráin sam-
þykkt þrátt fyrir andstöðu ykkar og
vopnaða andspyrnu skæruliða. Eru
þið ekki að mála súnní-Íraka út í horn
með því að hvetja þá til að sniðganga
stjórnmálaferlið?
„Það er undarlegt að þú skulir ekki
hringja í mig til að spyrja mig um það
víðtæka kosningarsvindl sem hér átti
sér stað. Það er á allra vitorði hér í
Írak að brögðum var beitt til að falsa
úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar í
Nineveh. Það er heldur engin tilvilj-
un að Saddam Hussein var dreginn
fyrir rétt fjórum dögum eftir kosn-
ingarnar. Hann var spurður um nafn
og aldur! Voru þeir ekki vissir um að
þetta væri örugglega Saddam Huss-
ein? Hann var dreginn fyrir rétt til að
dreifa heimsathyglinni frá kosninga-
svindlinu og því miður féllu allir fyrir
því bragði. Þetta meinta stjórnmála-
ferli er einn stór skrípaleikur. Við
munum ekki hvetja Íraka til að taka
þátt í því nema grunnskilyrðum okk-
ar verði fullnægt. Við viljum að er-
lendir herir tilkynni dagsetningu
brottfarar og að greint verði á milli
löglegrar andspyrnu og hryðjuverka.
Tryggja þarf að íröskum skærulið-
um, sem berjast gegn ólöglegu her-
námi Bandaríkjamanna, verði veitt
grið og leyft að skrá sig í stjórnarher-
inn. Er til of mikils mælst eða eru það
kannski Bandaríkjamenn og lepp-
stjórn þeirra sem eru að mála súnníta
út í horn – en ekki við?“
Spáð í spilin
Fræðimenn hafa reynt að spá um
hvaða áhrif stjórnarskráin muni hafa
á framtíð Íraks og Mið-Austurlanda:
Í besta falli getur hún leitt til stöð-
ugleika og friðar í lýðræðislegu og
frjálsu sambandsríki sem getur svo
með dóminóverkun umbylt öllu svæð-
inu frá harðræði til frelsis. En ef
þjóðarsátt myndast ekki fljótlega er
talið víst að Írak sundrist í þrjú ríki
og það gæti haft keðjuverkandi áhrif
á heimsmyndina alla.
Sjálfstæðisyfirlýsing Kúrda myndi
óneitanlega gefa kúrdískum upp-
reisnarmönnum, á tyrkneskri og sýr-
lenskri grundu, byr undir báða
vængi. Tyrkir gætu þá séð sig til-
neydda til að ráðast inn í Norður-
Írak til að skakka leikinn. Kúrdar,
sem um áraraðir beittu hryðjuverka-
skærum, myndu án efa endurvekja
þá hertækni, vegna vanmáttar gagn-
vart vel búnum tyrkneskum her.
Stríðið gæti þá breiðst út til tyrk-
neskra borga á evrópsku landsvæði.
Einangrun súnníta í auðlinda- og
hafnarlausri miðju landsins myndi
sjálfkrafa reka fólkið sem þar býr í
átt til öfgaskoðana. Svæðið gæti orðið
uppeldisstöð hryðjuverkamanna þar
sem enginn stjórnarstöðugleiki gæti
myndast vegna ættbálkaerja og leið-
togaskorts.
Hafa skal í huga að flestallir
stjórnmálamenn sem fylgja íslamskri
hugmyndafræði eru tortryggnir í
garð Bandaríkjanna, meðal annars
vegna stuðnings þeirra við Ísrael.
Óttast er að íslamskt ríki shía-Íraka í
suðrinu, bundið klerkastjórninni í Ír-
an sterkum hugmyndafræðilegum
böndum, gæti leitt til einhvers konar
ofursvæðis (e.superregion) shía-
múslíma í Mið-Austurlöndum. Ísl-
amskar stjórnir í Íran og Írak gætu
þá tekið höndum saman og beitt
olíuyfirráðum sínum Bandaríkja-
mönnum í óhag. Það kæmi Vestur-
löndum afar illa þar sem olíukreppa
er nú sögð yfirvofandi. Víst er að
röskun á hinu viðkvæma stjórn-
málafræðilega ástandi Mið-Austur-
landa getur stefnt efnahagsyfir-
burðum Vesturlanda í voða. En eins
og innrásin í Írak sannar, skal taka
allar spár um framtíð heimsmálanna
með varúð.
einni stjórnarskrá
Reuters
Nýútskrifaðir íraskir lögreglumenn fagna úrslitum kosninganna sem sam-
þykkja stjórnarskrána, eftir að lokatölur frá Najaf voru birtar á mánudag.
Reuters
Bílasprengja springur í Bagdad á mánudag. Sprengjunni var beint gegn sameig-
inlegum varðsveitum írösku lögreglunnar og Bandaríkjahers.
Höfundur er sjálfstætt starfandi
blaðamaður.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 2005 11
’Hér duga hvorki vettlingatökné hænuskref. Við þurfum
byltingu.‘Katrín Anna Guðmundsdóttir , ful ltrúi
kvennahreyfingarinnar, í ræðu á
fundinum, sem haldinn var á Ing-
ólfstorgi á kvennafrídaginn, 24. októ-
ber.
’Þetta gekk vonum framar.‘Edda Jónsdóttir , verkefnisstjóri
kvennafrídagsins. Talið er að 50 þúsund
manns hafi troðfyllt miðbæinn.
’Eins og ímaminn sagði þáber að þurrka Ísrael út.‘Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, á
ráðstefnu, „Heimurinn án zíonisma“,
sem fram fór í Teheran á miðvikudag.
„Ímaminn“ vísar t i l Khomeinis erki-
klerks, leiðtoga íslömsku byltingarinnar
í Íran árið 1979.
’Getið þið ímyndað ykkur þástöðu að svona ríki, sem hefur
þessa stefnu, eignist kjarn-
orkuvopn?‘Viðbrögð Tonys Blairs, forsætisráð-
herra Bretlands, við ummælum Írans-
forseta.
’Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að staðfesting-
arferlið sé íþyngjandi fyrir
forsetaembættið og þjóni ekki
hagsmunum þjóðarinnar.‘Harriet Meiers sem Bush Bandaríkja-
forseti hafði t i lnefnt í embætti hæsta-
réttardómara er hún skýrði frá því á
f immtudag að hún hefði ákveðið að
sækjast ekki eft ir starfinu.
’Þetta er bara þvæla.‘Hannes Smárason, forstjóri FL Group,
var spurður í Kastljósi Sjónvarpsins
hvort eitthvað væri hæft í því að hann
hefði mil l i fært þrjá mil ljarða króna út
úr fyrirtækinu og á „reikning úti í bæ“.
FL Group keypti í l iðinni viku f lug-
félagið Sterl ing.
’Svona brella er flott þegarhún heppnast, en annars – ja
þið sáuð hvað gerðist.‘Thierry Henri , l iðsmaður Arsenal,
eft ir að Robert Pires, félagi hans, hugð-
ist taka vít i með því að gefa á Henri , en
tókst ekki betur t i l en að hann rétt
snerti við boltanum, sem vart haggaðist .
’Þegar lögreglumennirnirstoppuðu mig sögðu þeir að
þeim fyndist ég keyra full-
hægt. Ég benti þeim á að
kíkja á umferðarskiltin í kring
og gá hver leyfður hámarks-
hraði væri.‘Tinna Guðrún Lúðvíksdóttir ,
s igurvegari í góðaksturskeppninni
SAGA, var stöðvuð þar sem hún var að
keyra innanbæjar í Keflavík. Hún var á
60 km hraða þar sem var 50 km há-
markshraði .
’Móðir mín.‘Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri
Skjás eins, um það hvort einhverjir aðr-
ir en Íslensk málnefnd hefðu kvartað
vegna nafns þáttaraðarinnar Íslenski
bachelorinn.
’Ég er dellukarl í sögu og hefsérstaklega gaman af öðruvísi
söguskýringum.‘Ingi Hans Jónsson, formaður Eyr-
byggju – sögumiðstöðvar í Grundarfirði ,
heldur í þessari viku fyrirlestra um
„Snæfell inginn James Bond“ þar sem
hann heldur því fram að Vestur-
Íslendingurinn Will iam Stephenson
kunni að hafa verið fyrirmynd Ians
Flemings að James Bond.
Ummæli vikunnar
Morgunblaðið/Þorkell