Morgunblaðið - 30.10.2005, Síða 24
24 SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Litli prinsinn er sjöundi ættliðurGlücksborgar-ættarinnar, sem hefurverið við völd í Danmörku frá því ínóvember 1863 og leysti Aldinborg-arana af hólmi. Drengurinn er annar í
röðinni til ríkiserfða á eftir Friðriki föður sínum.
Litli prinsinn á væntanlega eftir að verða kon-
ungur Dana og þá mjög líklega undir nafninu
Kristján XI., en langalangafi snáðans, Kristján
X., var síðasti konungur Íslands. Aðrir ríkiserf-
ingjar eru Jóakim frændi og prinsarnir Nikolai
og Felix, Benedikta prinsessa og Elísabet erfða-
prinsessa, en þau færast nú öll einu sæti fjær
hásætinu.
Sjöundi ættliður Glücksborgara er annað og
meira en lítið barn. Fyrir honum liggur að
gegna hlutverki á hátt sem athugull og vandfýs-
inn almenningur getur sætt sig við. Vandinn er
sá að engin finnast uppsláttarritin sem hann eða
foreldrar hans geta litið í til þess að finna svarið
við því hvaða eiginleikum hann þarf að búa yfir
og hvaða hæfni hann þarf að rækta með sér.
Vitanlega er ágætis kjölfesta í 142 árum ætt-
arinnar í hásætinu, en litla prinsinum mun ekki
nægja að beita fyrir sig því sem gerði hina kon-
unglegu forfeður hans að duglegum og vinsæl-
um þjóðhöfðingjum. Hann verður að finna sér
sitt eigið hlutverk í samfélagi í stöðugri þróun –
finna jafnvægið milli þess tignarlega og þess al-
þýðlega.
Friðrik krónprins tjáði sig tæpitungulaust um
þessa sérstöku framtíð litla prinsins og þær
mörgu skyldur sem bíða hans þegar fram líða
stundir, þegar hann sagði stórum hópi blaða-
manna, ljósmyndara og dönsku þjóðinni frá fæð-
ingu frumburðarins:
„Hann hefur ekki grun um hvað bíður hans,“
sagði krónprinsinn um átta klukkustunda gaml-
an soninn á blaðamannafundi í anddyri Ríkis-
sjúkrahússins.
Og það er enginn vafi á því að krónprinsinn
veit hvað hann er að tala um.
Milt og ástríkt uppeldi
Ljóst er að almenningur mun fylgjast grannt
bæði með þroska litla prinsins og því hvernig
foreldrar krónprinshjónin verða.
„Afdrif konungdæmisins velta miklu meira á
einstaklingum en hér áður fyrr,“ segir sagn-
fræðingurinn Steffen Heiberg. „Þess vegna
skiptir uppeldið svo miklu máli. Vissulega er
þetta skelfilegt álag á lítið barn og þetta verður
ekki auðvelt mál. Þegar hirðin var stjórnmála-
legur miðdepill sauð allt og kraumaði að tjalda-
baki. Í dag langar menn til að vera með í innsta
hring vegna snobbs og til þess að fá af sér mynd-
ir í Billed-Bladet. Margir eiga eftir að vera óð-
fúsir til þess að nálgast barnið og allflestir
þeirra með það fyrir augum að ota eigin tota.“
Rétt eins og í öllum öðrum fjölskyldum mun
líka verða breyting á barnauppeldi milli kyn-
slóða og flestir nýbakaðir foreldrar þekkja þá
tilfinningu að sumt úr eigin uppeldi ætlar maður
fyrir alla muni ekki að endurtaka. Friðrik krón-
prins er þar engin undantekning, en undanfar-
inn áratug hefur hann oft látið í það skína að for-
eldrar hans hafi verið strangir uppalendur og að
æska hans hafi ekki verið neinn dans á rósum.
Hann hefur sagt frá því hve einmanaleg bernska
hans var og hve mjög hann leitaði til ömmu sinn-
ar, Ingiríðar drottningar. Það var svo þegar
Friðrik hélt ræðu í silfurbrúðkaupi foreldra
sinna árið 1992 að öll danska þjóðin stóð á önd-
inni við þessi orð krónprinsins:
„Pabbi, sagt er að maður agi þann sem maður
elskar. Við bræðurnir drógum aldrei ást þína í
efa. Hún átti að vísu til að vera svolítið yfirþyrm-
andi og tilviljanakennd. Sem barn var ég oft
mjög varnarlaus gagnvart rökfestu þinni, en þú
hvattir okkur til þess að ræða öll mál niður í
kjölinn og kenndir mér þannig að taka engu sem
gefnu, að vera gagnrýninn.
Í dag tel ég þetta veita mér mikinn styrk.“
Á bernskuárum Friðriks og Jóakims voru tjá-
skiptin við foreldra þeirra alfarið einhliða.
Hraustur strákur átti að geta setið á hestbaki og
útgeislun prinsa átti að vera „karlmannleg“.
Líklega verður Kristján litli aldrei settur há-
grátandi upp á hest fimm ára gamall og haldið
þar, þar til ljósmyndarar eru búnir að ná mynd
af honum, eins og Friðrik faðir hans varð að
þola.
Hinrik prins hefur misst út úr sér að börn eigi
að ala upp af festu og kærleika, á sama hátt og
hunda, og Margrét drottning hefur látið hafa
eftir sér að hún hafi ekki verið góður uppalandi,
heldur þvert á móti verið óþolinmóð og sjálfri
sér ósamkvæm.
Sem nútímaforeldrar hafa Friðrik og Mary
fyrir löngu látið í það skína að þau muni taka for-
eldrahlutverkið hátíðlega. Friðrik vill ekki missa
af traustu sambandi sonar og föður og Mary ætl-
ar líka að láta móðurhlutverkið njóta forgangs.
Nýbökuðu foreldrarnir þurfa þó að gæta sín á
því að hafna ekki of mörgum opinberum uppá-
komum vegna þess að þau fái ekki pössun. Þá
eru þau að vanrækja starf sitt og glata við það
virðingu þjóðarinnar. Þau þurfa að halda nálægð
við þjóð sína og um leið hinni konunglegu fjar-
lægð. Án fjarlægðarinnar fæst engin virðing og
án nálægðar finnst þjóðinni hún ekki fá neitt fyr-
ir snúð sinn.
Hvað á barnið að heita?
Hjónin hafa ekki viljað tjá sig um hvaða nafn á
að gefa frumburðinum, en ef konunglegu hefð-
inni er fylgt kemst sá stutti varla hjá því að heita
Kristján. Meðal hinna þriggja nafnanna gætu
verið Hinrik eftir föðurafa prinsins og Friðrik
eftir pabba hans. Ekki er talið líklegt að litli
prinsinn verði skírður John, í höfuðið á móðurafa
sínum, en ef litið er til sona Alexöndru prinsessu
hefur ekki verið hefð fyrir því að nota nöfn úr
fjölskyldu móðurinnar.
Engar reglur eru til um hvað hin konung-
bornu börn eiga að heita, né heldur um að kon-
ungar og drottningar verði að taka sér nöfnin
Kristján, Friðrik eða Margrét til þess að öðlast
hásætið. Nöfnin undirstrika einungis tengsl við-
komandi við ættarveldið og konungdæmið. Síðan
um miðja nítjándu öld hefur einnig verið hefð
fyrir því í konungsfjölskyldunni að flétta söguleg
nöfn á við Dagmar, Thyra, Valdemar, Haraldur,
Ingeborg, Margrét, Knútur, Eiríkur, Gorm og
Ólafur inn í nafnaröðina.
Próf úr kóngaskóla
Litli prinsinn á góða framtíð í vændum heima
fyrir, en væntingarnar til hans verða líka miklar.
Krafa þjóðarinnar verður sú að hann verði bæði
alþýðlegur og afar sérstakur, konunglegur og
smáborgaralegur, fáránlegur og tignarlegur.
Hann verður að vera ævintýraprins, en þjóðin
þarf líka að geta speglað sig í honum eins og um
hvern annan borgara væri að ræða.
Þegar að því kemur að hann fer að huga að
framhaldsmenntun verður val hans, bæði aka-
demískt og það sem lýtur að „prinsafaginu“, veg-
ið og metið af fjölmiðlum. Bæði Margrét drottn-
ing og Friðrik krónprins lásu stjórnmálafræði og
miklar líkur eru á því að litli prinsinn muni líka
gera það, því konungur má ekki gera fávísleg
glappaskot sem gætu sett konungdæmið í hættu.
Samkvæmt dönsku stjórnarskránni er þjóðhöfð-
ingi landsins yfirmaður hersins og þess vegna
þarf litli prinsinn líka að vera með menntun úr
herskóla.
Þótt konungdæmið hafi misst stjórnmálaleg
völd þegar einveldið var lagt af 1848 er það ennþá
holdgervingur allrar sögu þjóðarinnar og hefða.
Það verður verkefni komandi konungs að missa
þetta ekki úr höndunum. Hann verður einfald-
lega að hegða sér þannig að stofnunin lendi ekki í
kreppu. Prinsinn verður líka að kunna réttu hirð-
siðina frá barnsaldri. Almenningur á eftir að
fylgjast mjög grannt með honum og það er ekki
nóg með að tekið verði eftir glappaskotum hans,
þau verða blásin upp. Það er nokkuð ljóst að fjöl-
miðlar munu ekki lengur halda verndarhendi yfir
konungsfjölskyldunni og veita henni þá friðhelgi
sem áður tíðkaðist. Nú eru allt of miklir peningar
í tafli fyrir ljósmyndara sem nær mynd af vand-
ræðalegri uppákomu, sem síðan er hægt að selja
um allan heim. Nýbökuðu foreldrunum tókst þó
að „plata“ pressuna hvað fæðinguna varðaði. Þau
ákváðu nefnilega að tilkynna ekki um fæðinguna
fyrr en hún var afstaðin og litli prinsinn lá og svaf
við brjóst móður sinnar.
Stórættaður snáði
Báðir langafar prinsins voru konungar, annar
af Danmörku, hinn af Svíþjóð, amma hans er
ríkjandi drottning Danmerkur og pabbi hans er
krónprins. Ef farið er neðar í ættartréð er þar að
finna bæði Elísabetu og Viktoríu Englands-
drottningar, auk Kristjáns IX., „tengdaföður
Evrópu“, en afkomendur hans sitja nú í hásætum
Danmerkur, Noregs, Englands, Belgíu, Lúxem-
borgar og Spánar, auk þess sem afkomendur
hans hefðu verið þjóðhöfðingjar í Rússlandi,
Grikklandi, Rúmeníu og Júgóslavíu hefðu kon-
ungdæmin þar ekki verið lögð niður.
Ef marka má höfunda Heilags blóðs, helgs
grals og Da Vinci-lykilsins er litli prinsinn þó um-
talsvert stórættaðri en þeir sem „einungis“ erfa
konungsríki er mölur og ryð fá grandað, vegna
þess að föðurafi hans, Henri de Monpezat, er af-
komandi Merovinganna, sem metsöluhöfund-
arnir keppast við að segja okkur að séu í ætt
komnir af konungi konunganna – Jesú Kristi, og
Maríu frá Magdala. Hvað sem þessum vangavelt-
um höfundanna líður eru ástralska mamman og
danski pabbinn bæði glæsilegt og geðþekkt fólk
sem ekki er hægt annað en að samgleðjast. Vel-
kominn í heiminn, litli vinur.
Sonur er oss fæddur
AP
María krónprinsessa Dana með soninn á tröppum Ríkissjúkrahússins í Kaupmannahöfn. Hún segir bestu gjöfina sem foreldrar geti gefið börnum sínum
vera gott verðmætamat. Börn eigi skilið að á þau sé hlustað og þau finni að borin sé virðing fyrir hugmyndum þeirra og skoðunum.
Friðrik krónprins Dana og Mary
krónprinsessa hafa uppfyllt
væntingarnar sem Glücksborgar-
ættarveldið gerir til þeirra: Þau eru
búin að tryggja erfðaröðina og Dan-
ir þurfa nú ekki að hafa áhyggjur
af arftaka Margrétar drottningar
næstu fimmtíu árin. Þórdís Bach-
mann fjallar um krónprinsinn.
Friðrik og Mary um
foreldrahlutverkið
Mary: Ég verð útivinnandi móðir, en ég ætla að
vera 100 prósent móðir.
Börnin mín eiga ekki að alast upp af barnfóstr-
um. Það kemur hreinlega ekki til greina.
Friðrik: Börnin mín eiga að fá mildara uppeldi en
ég fékk og ég ætla að vera miklu meira með
þeim, en foreldrar mínir voru með mér.
Mary: Aginn þarf að vera til staðar, en bezta gjöf-
in er gott verðmætamat. Börn eiga skilið að á
þau sé hlustað og að þau finni að borin sé virðing
fyrir hugmyndum þeirra og skoðunum.
Friðrik: Ég vildi óska að ég gæti eignast einn
svona. Hann er stórkostlegur krakki, með alveg
frábæran harðan disk, eins og sagt er á tölvu-
máli. (Um bróðursoninn Nikolai prins.)
Mary: Börn geta krafist alls þess sem foreldrar
þeirra krefjast af hjónabandinu. Börn geta krafist
ástar, stuðnings, verndar, skilnings og trausts og
hamingju líka.
Ætt Glücksborgara
Kristján IX, konungur Danmerkur frá 1863, kvæntur Lovísu prinsessu af Hessen-Kassel.
Friðrik VIII, konungur frá 1906, kvæntur Lovísu Svíaprinsessu.
Kristján X, konungur Danmerkur frá 1912 og Íslands frá 1918, kvæntur Alexandrínu hertogaynju af
Mecklenburg-Schwerin.
Friðrik IX, konungur frá 1947, kvæntur Ingiríði Svíaprinsessu.
Margrét II, drottning frá 1972, gift Henri de Monpezat.
Friðrik krónprins, fæddur 1968, kvæntur Mary Elizabeth Donaldson 2004.
Kristján prins, fæddur 15. október 2005.
Friðrik Danaprins sýnir stærð nýfædds sonar.
Höfundur er áhugamaður um dönsku konungsfjöl-
skylduna og þýðandi bókarinnar Margrét, sem kem-
ur út nú fyrir jólin og fjallar um Danadrottningu.