Morgunblaðið - 30.10.2005, Síða 28

Morgunblaðið - 30.10.2005, Síða 28
28 SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Trúa mín að yngri kynslóðirmyndlistarmanna þekkilítið ef nokkuð til norskamálarans Per Krohgs, áhinn bóginn er nafn föður hans málarans og rithöfundarins Christian Krohg stórum nær hinum eldri. Per Krohg er þó gerandinn á bak við stóru veggskreytinguna sem prýðir aðalsal Sameinuðu þjóðanna í New York og iðulega bregður fyrir á sjónvarpsskjánum. Minnir heiminn daglega á hlut norrænnar arfleifðar í heimsmenningunni þótt skiptar skoð- anir kunni að vera um listgildið, sem jafnan. Christian Krohg var ekki ein- ungis úrskerandi áhrifavaldur í norskri myndlist og bókmenntum, ruddi natúralismanum og „plein air“ málverkinu braut í sínu heimalandi, áhrifin hans einnig vel greinanleg í ís- lenskri myndlist. Var einn helstur stuðningsmaður Edvards Munchs í Kristianíu (Ósló) eins og Max Lieber- mann í Berlín og ekki gott að segja hvernig gangurinn hefði orðið ef hinn ungi maður hefði ekki notið þessara hollu hauka á bergi. Skáldsagan Al- bertina, sem fjallar um líf og kjör vændiskvenna og út kom 1880 olli miklu hneyksli og sömuleiðis málverk með sama nafni. Leiddi til rétt- arhalda og mikils umróts í hinu púrit- aníska þjóðfélagi, bókin gerð upptæk. Þá var hann einn af Kristianíu bóhemunum svonefndu, sem var lítill hópur uppreisnarmanna með aukin mannréttindi og listrænt frelsi á stefnuskránni, að ógleymdum frjáls- um ástum sem kom einstökum þeirra eins og hinum nafnkennda rithöfundi og anarkista Hans Jæger bak við lás og slá. Ferskir straumar nýviðhorfa í Evrópu voru að festa rætur í Noregi, eins og víðar á Norðurlöndum, og hér var hinn danski bókmenntarýnir og menningarviti Georg Brandes ljós- móðirin, sem tók á móti og miðlaði nýstraumum frá sér með leiftrandi orðsnilld og persónutöfrum. Norræn- ir listamenn sem áður flykktust til Rómar höfðu nú uppgötvað leiðina til Parísar, ennfremur nautnina við heimspekilegar rökræður og almenn- ar vangaveltur á kaffihúsum Mont- parnasse sem listamenn hópuðust á, ásamt heimsóknum í vændishús sem voru á hverju strái, jafn sjálfsögð og samgróin lífsmynstrinu og, bolanger/ patisseríur, hinar ilmandi brauð- og kökubúðir. Hvatti Frans Jæger norskar konur óspart til aukins frels- is og að losa um naglföst nærhöldin, stunda frjálsar ástir sem þótti ekki par sniðugt í þessari síberíuborg norðursins eins og Edvard Munch kallaði Kristíaníu. Per Lasson Krohg var fæddur í?sgårdstrand 1889 og lést íÓsló 1965, guðfaðirinn eng-inn annar en Edvard Munch, sem átti þar draumahús, dvaldi jafn- aðarlega yfir sumarmánuðina og gerði mörg sín þekktustu myndverk. Per aðein sex ára þegar foreldrarnir tóku hann með sér til Frakklands, fyrst til Dieppe hvar hinn virti málari og félagi föðurins Fritz Thaulow leigði sumarhús, eiginkona hans syst- ir móðurinnar Odu Krohg sem var líka málari, frjálsleg í háttum og bóhem í bland. Þessi glæsilega dóttir virðulegs saksóknara hneykslaði góð- borgara Kristianíu með frjálslyndu líferni, segja heimildir að hún hafi komið kenningum félaga sinna um frjálsar ástir í verk. Yfirgaf eig- inmann og tvö börn 1884 til að gerast nemandi Krohgs, átti í ýmsum ást- arsamböndum m.a. við Hans Jæger, en er því lauk gat lærimeistarinn talið sköpunarverkið á að giftast sér, skeði 1888, og ári seinna leit Per dagsins ljós. Það sem drengurinn mundi helst frá þessum fyrstu mánuðum dval- arinnar í Frans, sem átti eftir að ná yfir 30–35 ár, var dálítið feitlaginn og ljúfur maður sem hann sá ganga upp teppalagðan stigann til annarrar hæðar. Sagði móðir hans að þar færi mikill enskur rithöfundur, héti Óskar Wilde og liði illa – hefði verið í fang- elsi, seinna sagði hún honum sögu hans. Norski málarinn grafíkerinn og rit- höfundurinn Fritz Thaulow, sem eins og Christian Krohg var eindreginn talsmaður útimálverksins, ásamt Erik Werenskiöld lögðu þeir félagar grunninn að Haustsýningunum í Kristianíu, sem hefur verið árviss við- burður síðan. Thaulow þá þegar vel metinn málari og seldi myndir sínar einkum efnuðum Englendingum sem tóku Dieppe fram yfir ensku bað- strendurnar, hópuðust þangað yfir helgar. Thaulow fylgdist vel með þeg- ar Wilde losnaði úr fangelsinu, illa svikinn af sínum bestu vinum, og þeg- ar hinn umkomulausi og niðurbrotni rithöfundur kom með ferjunni til Dieppe mun hann hafa setið fyrir honum og bauð umsvifalaust að vera gestur fjölskyldunnar í Villa des Glycenes. Frá þeim degi heilsaði eng- inn aðkominn Englendingur Thaulow á götu úti og hann glataði vænni tekjulind. Næst var stefna fjölskyldunnar tekin á París og að sjálfsögðu Mont- parnasse, Per helst í minni frá þess- um árum að foreldrar hans umgeng- ust menn eins og Georg Brandes, Helge Rhode, Holger Drachmann, Alexander Kielland, Thomas og Vil- helm Krag, Auguste Rodin og marga fleiri af stórmennum tímanna. Hafði drengurinn ánægju af þessu fólki og best mundi hann eftir Rodin. Það fjaraði svo sem ekki um andans fólk í kringum stóru norsku málarana, er gerðu strandhögg sunnar í álfunni á þessum árum, þannig var Edvard Munch meðal annars í nánu sam- bandi við skáldið Mallarmé sem hann rissaði upp, skrifaðist á við líkt og marga fleiri andans menn Evrópu og bækur eru til vitnis um. Í raun réttu var sáralítið um sölu málverka á þessum árum og Krohg fjölskyldan lifði fjarri því nokkru lúx- uslífi, en menn gerðu aðrar og mýkri kröfur til lífsins á þeim tímum og voru sælir með sitt. Gildin önnur og peningur peningur, hver sá er hafði skilding í lófanum lukkunnar pamfíll eins og málarinn Jón Stefánsson orð- aði það eitt sinn við mig. Rómuð kennsla Christians við Académie Col- arossi helsta tekjulindin, málarinn einkum sóttur þangað sökum þess að skandinavískar listspírur sem leigðu sameiginlega vinnustofu í nágrenni þess nutu leiðbeininga hans og menn uggandi vegna samkeppninnar ekki síst þegar snertipunkturinn varð al- þjóðlegur. Til viðbótar neyddist Christian til að afla sér tekna með skrifum, helst sem fréttaritari dag- blaðsins Verdens Gang og mun hafa verið hátt metinn sem slíkur. En við son sinn sagði hann þá strákur var að fullorðnast: „Ef þú getur komist hjá því, skrifaðu ekki orð!“ Sjálfur skrif- aði hann ekki af ástríðu heldur til að brauðfæða fjölskylduna, og kjarninn í hinum vel meinta framslætti var að ef menn á annað borð ánetjuðust skrift- um væri vandinn mikli að komast frá þeim. Hinn ástríðufulli málari hefur skiljanlega ekki verið of ánægður með að verða að kasta reglulega frá sér pentskúfunum og risstækjunum til hags skylduskrifum. Per fór að ráðum föðurins og tók fyrst af ein- hverju ráði að festa línur á blað þegar hann hálft annað ár seinni heims- styrjaldarinnar var fangi nasista á Grini, punktaði þó eitt og annað í kompur sínar, helst er skaraði listir. Kemur fram í endurminningum sem hann vann að og hafði formað hvað útlit, kaflaskipti og myndaval snerti en náði ekki að ljúka með öllu. Bókin Minner og meninger kom út 1966, ári eftir andlát hans og bjó Henning Sinding-Larsen hana til prentunar. Þrátt fyrir veikindi var lífskúnstner- inn ekki viðbúinn burtkústun sinni úr jarðlífinu, hafði á orði við vini sína að hann vænti þess að verða jafn gamall Tizian, sem átti að hafa orðið 98 eða 99 ára gamall! Líf skal síður talið í árum en kraft- birtingi, og með sanni gustaði af Per Krohg frá fyrsta degi og þar til yfir lauk. Upplifði umrót aldaskiptanna, tvær heimsstyrjaldir, allar þær upp- stokkanir sem fylgdu í kjölfarið ásamt hinum miklu og afdrifaríku hræringum fyrstu áratugi aldarinnar. Lífsverk hans bar keim af þessum umbrotum, finna má spor fútúrisma, kúbisma og orfisma í fjölþættu lífs- verki hans, en öðru fremur var hann málari léttleikans og gleðinnar. Jarð- tengdur húmoristi, heimsborgari sem festi ekki trúss sitt við nein afmörkuð stílbrögð en var þó öðrum þræði al- vörugefinn og djúpt þenkjandi. Naut hér frábærrar skólunar föður síns, og að hafa fylgst vakandi auga með þró- uninni fram eftir öldinni, og trúr þeim grunnhugmyndum sem honum höfðu verið innprentaðar hafnaði hann að meðtaka annað en hlutbundin vinnu- brögð. Í upphafi endurminninganna get-ur að lesa: „Von mín að mér hafitekist að bæta einum hlekk íkeðju sem aldrei verður full- smíðuð. Aldrei mun mögulegt að af- marka né ákveða tilgang listarinnar, upphafning hennar til hástigs má aldrei eiga sér stað né þýðing hennar ákvörðuð fyrir manninn. Hún er hluti af sjálfri manneskjunni, en fari mað- ur að rannsaka andann, vitsmunina, sálina og hæfileikana kemst maður ekkert áleiðis. Við nýtum þessar gjaf- ir en vitum síður hvar okkur ber nið- ur.“ Per Krohg greip ekki í skriffærin líkt og faðirinn til að brauðfæða sig á uppgangsárunum, heldur voru hon- um liðmjúkir fæturnir nærtækari og þá hreyfði hann iðulega ótt og títt. Mörgum þykir með ólíkindum til frá- sagnar, að Jean Heiberg málari hinna viðkvæmu blæbrigða og fína listaspils var hnefaleikari á yngri árum, slíkum yfirleitt flest annað til lista lagt. Og sitthvað höfðu sumir að athuga við að Per Krogh var atvinnudansari og það ekki af lakara taginu. Aðallega voru suður amerískir dansar á dagskrá og meðal annars mun hann fyrstur manna hafa innleitt nýja dansa líkt og tangó í Kaupmannahöfn og troðið upp með þá á Cat Noir í Ósló, næt- urklúbbi sem var í eigu annarrar systur móður hans. En ýmislegt urðu menn að taka sér fyrir hendur til að geta lifað samfara listsköpun sinni, og verða enn. Hvað Per áhrærir hafði hann kynnst fyrirsætu nokkurri; Cécile Marie Vidil að nafni, með við- urnefnið Luci Vidil, áður um skeið ástkona búlgarska málarans og teikn- arans Jules Pascins. Hafði séð henni bregða fyrir á Café du Dôme og svo var hún fyrirsæta á Colarossi, löð- uðust þau Per hvort að öðru, hófu sambúð og giftust 1915. Bæði voru gefin fyrir dans og tóku til bragðs þegar þau áttu ekki fyrir kaffisopa að taka fjörlega sporið á einhverjum staðnum, hoppa og skoppa með sínu lagi, borga þannig fyrir sig. Fóru til viðbótar að fá skilding í lófann og vatt þetta upp á sig, nú tóku þau að æfa sig af krafti einkum rannsaka spanska og argentínska dansa, urðu er tímar liðu svo fær í þeirri grein að þau voru í senn hyllt og öfunduð, fengu loks viðurnefnið Gullna parið. Á sumrin sýndu þau dans og fjár- mögnuðu með því listrænar athafnir á veturna, Luci að sjálfsögðu aðal- viðfang málarans eins og Pascins áð- ur. Hins vegar gat Búlgarinn aldrei gleymt Luci sinni og sendi henni iðu- lega eldheitar orðsendingar, grátbað hana að koma til sín aftur, en þótt hún bæri miklar tilfinningar til fyrrum elskhuga síns voru fjölskylduböndin lengi sterkari, þau Per höfðu eignast son sem þau skýrðu Guy, seinna þekktur málari og smelti listamaður í Ósló. En þá leið á þriðja áratuginn tóku að koma brestir í hjónabandið, Luci mun ekki með öllu hafa getað gleymt Búlgaranum og að lokum skildu leiðir, Per kvæntist aftur og nú norskri konu Ragnhild að nafni sem hann hafði kynnst í París og fluttist með henni til Noregs 1930. Með henni eignaðist hann þrjú börn, yngst þeirra Veronica sem var skólasystir okkar Guðmundar í Ósló veturinn minn þar, hins vegar hjá prófessor Per Krohg! Luci hvarf aftur að hluta í fangið á Pascin, en hinn fyrrum þrótt- mikli og lífsglaði lifimaður var þá langt leiddur af þunglyndi eftir mis- notkun áfengis og hún trúði ekki full- komlega að hann ætti viðreisnar von, né gæti bjargað manni sem réði hvorki við hneigð sína til áfengis né annarra kvenna. Sú varð raunin því alveg óvænt lagði hann höld á sig, skar á báða púlsana en þegar það dugði ekki til hengdi hann sig á snæri sem hann hafði fest á hurðarhún. Hafði áður ritað stórum stöfum á skáphurð með blóði sínu Adieu Luci, – Vertu sæl Luci. Þá grét Montparn- asse. Pascin arfleiddi Luci og og Herm- ine David, ástkonu til margra ára, að öllum eigum sínum og Luci opnaði listhús við Place Augustin þar sem hún hafði verk hans til sölu. Eins og fyrr segir var húmorinnog gleðin í og með rauðiþráðurinn í list Per Krohgs,en þóttu ekki alltof góðir eig- inleikar meðal grafalvarlegra mód- ernista sem dýrkuðu hið hreina mál- verk, yfirlæti, heimsþjáning og þurrpumpulegheit vænni og trúverð- ugri kostur og þykir víða enn. Per var betur metinn af félögum sínum í Frans, á einn hátt vafalaust jafn af- drifaríkt fyrir hann að flytja á heima- slóðir og seinna hjá Svavari Guðna- syni, einmitt þegar uppgangur Helhestsins stóð fyrir dyrum, hins vegar biðu Pers mörg og stór verk- efni. Í Norðrinu meiri þröngsýni alvara og einstrengisháttur en sunnar í álf- unni, ásamt hneigð til að ógilda létt- leika og spaug í málverkinu. Menn varkárari í orðum og mýkri í háttum í Frans, til að mynda var Marcel Gromaire einn af tryggustu vinum Pers, þeir sýndu meira að segja oft saman ásamt því að Gromaire heim- sótti Per nokkrum sinnum til Ósló. Það sem Guðmundur Erró mun helst hafa dregið dám af í list Pers Krohgs er tryggð við hlutveruleikann, miklar stærðir og ótal einingar innan marka þeirra, þeir að öðru leyti gjör- ólíkir að upplagi. Per Krohg fæddur heimsborgari en Guðmundur Guð- mundsson piltur úr íslenskri sveit sem samlagaðist franskri hámenningu. Kringum málarann Per Krohg Per Krohg og Luci Vidil dansa í Kaup- mannahöfn 1914. Per Krohg: „Fastagestir á Grand Café í Osló um 1890“, 1928, olía, 3x10 m. Sitjandi fremst: Sigbjørn Obstfelder, Sigfrid Løvenskiold, Bille Aubert, Christian Krohg, Ed- vard Diriks, Oda Krogh, Alexandra Thaulow, Kalle Løkken Fritz Thaulow. Í næstu röð má greina Henrik Ibsen á leið inn, Jens Thiis er fjórði frá vinstri, Hans Jæger þrett- ándi og Edvard Munch 15., báðir á bak við þjóninn. Flest andans stórmenni tímanna hér samankomin, einnig úti við og má þar m.a. greina Björnstjerne Björnsson. SJÓNSPEGILL Bragi Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.