Morgunblaðið - 30.10.2005, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 30.10.2005, Qupperneq 36
36 SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ 29. október 1995: „Háskóli Ís- lands brautskráði um fjögur þúsund kandídata á árunum 1979–1988. Nálægt fimmtán af hundraði þessara kandídata, eða langleiðina í sex hundruð, eru búsett erlendis, að því er fram kom hjá Sveinbirni Björnssyni háskólarektor við brautskráningu kandídata í fyrradag. „Ef sama hlutfall gildir um þá árganga sem nú eru að brautskrást frá háskól- anum,“ sagði rektor, „benda þessar tölur til þess að við töp- um nú um 120 kandídötum á ári.“ Orðrétt sagði rektor: „Allar líkur benda til þess að við séum að tapa burt mörgum hæfustu námsmönnunum, sem hefðu getað reynzt okkur drjúgir við uppbyggingu at- vinnulífs og velferðar í land- inu.“ Þessi orð eru eftirtekt- arverð í ljósi þeirrar staðreyndar, að þær þjóðir heims, sem mesta áherzlu hafa lagt á menntun þegna sinna, rannsóknir og þróun, búa við hvað mesta hagsæld og verð- mætasköpun á hvern vinnandi mann. Ástæða er til að vara við hugmyndum um að takmarka aðgang að háskólanum og „mennta ekki fleiri kandídata en þjóðin þarfnast“. Slíkt hef- ur hvergi reynzt vel. Og þarfir samfélagsins eru breytilegar. Hins vegar ber að fagna því, að háskólayfirvöld hafa sýnt lofsverðan áhuga á því að að- laga háskólanám betur þörf- um atvinnulífsins. Rektor nefndi tvær atvinnu- greinar, sem gætu í senn tekið við háskólamenntuðu fólki og verið vaxtarbroddar í þjóð- arbúskapnum; útflutningur á menntun og þekkingu í sjávar- útvegi og hugbúnaðariðnaður. Hann minnti á að Sameinuðu þjóðirnar hefðu spurst fyrir um, hvort Íslendingar gætu tekið að sér deild Háskóla Sameinuðu þjóðanna í sjáv- arútvegsfræðum.“ . . . . . . . . . . 20. október 1985: „Viðreisn- artímabilið var gullaldarskeið íslenzkra stjórnmála frá sjón- armiði flestra sjálfstæðis- manna og Alþýðuflokksmanna og kom þar margt til. Festa og agi ríkti við stjórn landsins og i stjórnmálaflokkunum. Sú lausung og upplausn, sem síð- ar hefur rutt sér til rúms var nánast óþekkt fyrirbæri á þeim tíma. Viðreisnarárin voru að mestu tími nýsköp- unar í atvinnulífi og raunar þjóðlífi öllu. Um leið var síðari hluti þeirra lexía í því, hvernig hægt er að ná þjóðfélaginu uppúr öldual kreppu og sam- dráttar á tiltölulega skömmum tíma. Þegar litið er til viðreisn- aráranna þarf engan að undra, þótt formaður Alþýðuflokksins hvetji nú til samstarfs Sjálf- stæðisflokks og Alþýðuflokks um landstjórnina. Til vara hef- ur Jón Baldvin Hannibalsson bent á þátttöku Alþýðu- bandalags í slíku samstarfi og er þá komið nýsköpunar- mynstrið, sem miklu fékk áorkað á fyrstu árum eftir lýð- veldisstofnun.“ . . . . . . . . . . 31. október 1975: „Þau tíðindi hafa nú orðið vestan hafs, að dótturfyrirtæki Sölumiðstöðv- ar hraðfrystihúsanna í Banda- ríkjunum hefur ákveðið að hækka verð á flökum og blokk, þannig að verð á þorsk- og ýsu- flökum hækkar um 10 sent á pund, en verða á þorsk-, ýsu- og ufsablokk hækkar um 2 sent og karfablokk um 5 sent. Þetta er í fyrsta sinn um nærfellt tveggja ára skeið, að hækkun verður á íslenzkum sjávaraf- urðum á Bandaríkjamarkaði og þarf ekki að eyða mörgum orðum að því, hvílík gleðitíðindi þetta eru í því svartnætti efnahagsörðugleika, sem við erum nú staddir í.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. MIKILVÆGAR ÁBENDINGAR Björn Bjarnason, dómsmálaráð-herra kom fram með mikil-vægar ábendingar og athuga- semdir í ræðu á aðalfundi Dómara- félagsins í fyrradag. Ráðherrann sagði að spurningar kynnu að vakna um hæfi dómara til þess að túlka lög, sem þeir hefðu sjálfir samið en hefðu ekki náð fram í nákvæmlega sama búningi og höfundur vildi. Það er kurteislega gert af dóms- málaráðherra að setja þessa ábend- ingu fram sem spurningu. Auðvitað er alveg ljóst að þetta er fáránlegt kerfi. Hvernig má það vera, að dæmi geti verið um að dómari semji lög og sitji svo sjálfur sem dómari við að túlka lögin? Að ekki sé talað um ef dómarinn sveigir túlkun sína í þá átt, sem hann sjálfur vildi að lögin yrðu en löggjafarvaldið sjálft komst að annarri niðurstöðu. Getur verið að dæmi sé um slíkt? Það hlýtur að vera úr því að dóms- málaráðherrann gerir þetta að um- talsefni. Varla geta þau dæmi náð til Hæstaréttar? Í ljósi þess hve stífar kröfur rétturinn gerir til vinnu- bragða annarra getur það varla verið. En það er nauðsynlegt að það verði upplýst um hvað er að ræða. Samkvæmt stjórnarskrá Íslands er löggjafarvaldið í höndum Alþingis. Eru einhverjir dómarar að reyna að ná því í sínar hendur? Þá er þjóðfé- lagið á hættulegri braut. Dómsmálaráðherra vék líka að aukastörfum dómara og sagði að nefnd um þau teldi ekki koma til greina að dómarar tækju tímabundið að sér störf saksóknara eða lögreglu- stjóra. Í framhaldi af því varpaði dómsmálaráðherra fram þeirri spurningu, hvort seta dómara í ýms- um sjálfstæðum úrskurðarnefndum eða stefnumarkandi nefndum um lög- gjafarmálefni félli að störfum þeirra, þar sem niðurstöður sjálfstæðra úr- skurðaraðila væru oft bornar undir dómstóla. Um þetta á við hið sama og í fyrra tilvikinu að auðvitað geta störf dóm- ara í slíkum tilvikum ekki gengið upp vegna starfa þeirra sem dómara. Get- ur verið að dæmi um þetta séu til? Það hlýtur að vera úr því ráðherrann nefnir þetta í ræðu á aðalfundi Dóm- arafélagsins. Það er nauðsynlegt að Björn Bjarnason upplýsi almenning um það um hvaða tilvik er að ræða í þessu sambandi. Hér er augljóslega um að ræða leif- ar frá löngu liðnum tíma og mikil- vægt að dómsmálaráðherra geri þeg- ar í stað ráðstafanir til þess að breyting verði á. Morgunblaðið hefur tekið undir þau sjónarmið að dómar- ar hljóti að gera hinar ýtrustu kröfur til þeirra, sem leggja mál sín fyrir dómstólana og það á m.a. við um ákæruvaldið. En hið sama hlýtur að eiga við um dómarana sjálfa og merkilegt að þeir skuli ekki fyrir löngu hafa sagt sig frá slíkum störf- um að eigin frumkvæði. En úr því að þeir hafa ekki gert það hlýtur dóms- málaráðherra að beita sér fyrir því, að svo verði. Staða dómara verður að vera hafin yfir allan efa. Það á ekki sízt við um dómara við Hæstarétt Íslands. Ef þessi dæmi eru til, sem hlýtur að vera miðað við ræðu ráðherrans, ætti að vera ljóst, að afsagnir dómara úr um- ræddum störfum ættu að liggja á borði ráðherrans þegar á mánudags- morgni. Við annað verður ekki unað eins og allir hljóta að sjá. Eru einhver fleiri mál af þessu tagi á ferðinni í réttarkerfinu? Á næstunni fer fram viða- mikið prófkjör á meðal sjálfstæðismanna í Reykjavík um skipan framboðslista þeirra í næstu borgarstjórnar- kosningum. Jafnframt má búast við að prófkjör fari fram á vegum flestra flokka í stærri sveit- arfélögum vegna sveitarstjórnarkosninganna næsta vor. Hið sama gerist svo að ári liðnu vegna þingkosninganna, sem fram fara vorið 2007. Fyrst prófkjör og síðan kosningabarátta vegna þingkosninganna sjálfra. Upphaf prófkjöra í okkar samtíma má senni- lega rekja til Sjálfstæðisflokksins fyrir rúmum fjórum áratugum. Þá fór fram eins konar próf- kjör innan flokksins vegna framboðslista í borgarstjórnarkosningum 1962. Að vísu eru lík- lega dæmi um prófkjör fyrr á tíð en þau hafa verið nokkuð samfellt frá þessum tíma, ýmist lokuð prófkjör eða opin. Krafa um opin próf- kjör fór vaxandi innan Sjálfstæðisflokksins al- veg fram undir 1970 og opið prófkjör meðal stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins fór fram vegna þingkosninganna 1971. Þá þegar kom í ljós, að prófkjör hentaði sumum frambjóðend- um en öðrum ekki. Mætir menn og hæfir féllu út af þingi vegna þess að þeir kunnu ekki þessa nýju aðferð við að koma sér á framfæri. Próf- kjör í flestum flokkum hafa síðan haft mikil áhrif á skipan Alþingis. Smátt og smátt kom í ljós, að umtalsverður kostnaður fylgdi prófkjörum. Fyrst í stað hneigðust margir frambjóðendur til þess að greiða þann kostnað sjálfir en þegar frá leið leiddust þeir út í að safna fé frá vinum og stuðningsmönnum til þess að standa undir kostnaði. Fyrst í stað datt engum í hug að hafa launaðan starfsmann í prófkjöri. Nú er svo komið að flestir frambjóðendur eru með starfs- menn á launum og jafnvel í einhverjum til- vikum fleiri en einn starfsmann. Segja má, að þessi þróun hafi verið fyr- irsjáanleg. Í upphafi hennar hafði Morgunblað- ið miklar efasemdir um réttmæti opinna próf- kjöra en það var vonlaus barátta frá byrjun. Prófkjör hafa þróazt með mjög svipuðum hætti hér og í Bandaríkjunum. Fjármagnið hef- ur skipt meira og meira máli. Þar er talað um það að einn frambjóðandi hafi forskot á annan ef sá hinn sami hefur safnað umtalsvert meira fé í kosningabaráttu sína. Það gengur auðvitað gegn grundvallarhugsun lýðræðisins, ef svo er komið að peningar ráði ferðinni í kosningum, hvort sem um er að ræða prófkjör eða almenn- ar kosningar til þings og sveitarstjórna. Í hnotskurn má sjá hvílík afskræming á lýð- ræði það er að peningar ráði ferð ef tekið er dæmi af formannskosningu í Samfylkingu sl. vor. Nú skal tekið fram að Morgunblaðið veit lítið um það, hvað sú kosningabarátta kostaði frambjóðendurna tvo eða stuðningsmenn þeirra og þaðan af síður hvort annar frambjóð- andi hafði yfir að ráða meira fjármagni en hinn. Hitt er ljóst, að það er ekkert lýðræði fólgið í því, ef peningar hefðu ráðið þar einhverjum úr- slitum. Hið sama á auðvitað við um prófkjör til þings og sveitarstjórna og vegna kosninga yfirleitt, hverju nafni sem nefnast. Peningar eru að gegnsýra þjóðfélag okkar. Áhrif þeirra smjúga út um allt. Á slíkum tímum er enn meiri ástæða en ella til að stöðva við og gera okkur grein fyrir á hvaða leið við erum. Bygginga- verktakar og kosningar Í þeim miklu deilum, sem stóðu um kvóta- kerfið fyrir rúmum áratug, varð þess vart, að einstakir þingmenn á lands- byggðinni voru mjög viðkvæmir fyrir þeim um- ræðum. Það var ekki bara vegna þess, að þeir hefðu áhyggjur af að auðlindagjald mundi breytast í landsbyggðarskatt eins og margir þeirra héldu fram. Það var ekki síður vegna hins, að þeir gerðu sér grein fyrir gífurlegum áhrifum útgerðarmannsins á lítið samfélag á landsbyggðinni. Ef eitt eða tvö útgerðarfélög réðu sjávarútvegi í tilteknu byggðarlagi og stór hópur íbúa viðkomandi staðar átti allt sitt undir atvinnu hjá því útgerðarfélagi fóru þingmenn landsbyggðarinnar sér hægt í að gagnrýna kvótakerfið og fjárstrauminn, sem rann til út- gerðarfélagsins í gegnum kvótaúthlutun. Ástæðan var sú, að þingmennirnir gerðu sér glögga grein fyrir því, að í mörgum tilvikum gat útgerðarmaðurinn eða forystumenn við- komandi útgerðarfélaga haft ráð þeirra í hendi sér. Þingmaðurinn, sem varð fyrir því, að út- gerðarmaðurinn beindi spjótum sínum að hon- um, gerði sér ljóst að möguleikar hans til þess að halda þingsæti sínu voru takmarkaðir. Þetta var mjög skýrt dæmi um það hvað sérhags- munir gátu haft mikil og bein áhrif á framgang lýðræðisins. Nú er í aðsigi prófkjör vegna borgarstjórn- arkosninganna í Reykjavík og vegna bæjar- stjórnarkosninga í stærri sveitarfélögum. Þeir sem kjörnir eru í sveitarstjórnir geta haft mikil áhrif á stöðu og hagi einstakra atvinnugreina. Það á ekki sízt við um byggingariðnaðinn, sem blómstrar um þessar mundir eins og allir vita. Er það sjálfsagt mál fyrir prófkjörsfram- bjóðendur að taka við fjárstuðningi frá bygg- ingarfyrirtækjum eða verktakafyrirtækjum? Finnst frambjóðendum það sjálfum? Er það sjálfsagt mál fyrir stjórnmálaflokka í ein- stökum bæjarfélögum að taka við fjárstuðningi frá einstökum byggingarfyrirtækjum eða verk- takafyrirtækjum? Auðvitað liggur í augum uppi að svo er ekki. Frambjóðandinn, sem tekur við fjárstuðningi frá byggingarfyrirtæki eða verktakafyrirtæki og tekur svo sæti í sveitarstjórn viðkomandi byggðarlags, er kominn í óþolandi aðstöðu. Fyrr eða síðar getur komið að því að forsvars- menn viðkomandi fyrirtækis leiti á náðir hans um eitt eða annað, sem varðar hagsmuni við- komandi fyrirtækis. Auðvitað vill enginn fram- bjóðandi eða stjórnmálaflokkur lenda í þessari aðstöðu en hættan á því að svo verði er mikil. Hér hafa verið nefnd tvö dæmi um þá stöðu, sem lýðræðislega kjörnir fulltrúar fólksins geta lent í vegna þess að þeir telja sig ekki hafa átt annarra kosta völ en leita til ýmissa aðila um fjárstuðning vegna prófkjöra eða vegna al- mennra kosninga. Auðvitað má segja, að þessi hætta hafi alltaf verið fyrir hendi en það má líka færa sterk rök fyrir því, að hún sé komin á það stig að það sé orðið óhjákvæmilegt að grípa til mótaðgerða. Peningar hafa aldrei í okkar samtíma haft jafn mikil áhrif og nú. Og það sem meira er; þeim hefur aldrei verið beitt af jafn mikilli ósvífni og nú. Það er alveg ljóst, hvort sem okkur líkar bet- ur eða ver, að hagsmunaátökin í samfélaginu eru orðin svo mikil, að í þeim átökum er öllum aðferðum beitt. Og þar á meðal er peningum beitt til þess að hafa bein áhrif eða óbein. Láti einhver sér til hugar koma að í íslenzku sam- félagi líðandi stundar sé farið eftir einhverjum óskráðum leikreglum, er það misskilningur. Kannski er deila Byko og Húsasmiðjunnar nýj- asta dæmið um það. En mörg fleiri dæmi mætti nefna. Engir þekkja þennan vanda betur en stjórn- málamennirnir sjálfir. Þeir, sem lengi hafa staðið á þjóðarsviðinu, betur en allir aðrir. Stjórnmálaflokkarnir hafa unnið að fjáröflun með ýmsum hætti. Sumir þeirra hafa sett sér þá starfsreglu, að kjörnir forystumenn viðkom- andi flokks komi þar hvergi nærri og hafi enga hugmynd um hvaðan peningarnir koma. Í öðr- um tilvikum hafa forystumenn flokkanna talið sjálfsagt að hafa forystu um fjáröflun sjálfir. Gera má ráð fyrir að hið sama eigi við um prófkjörsframbjóðendur. Í sumum tilvikum láta þeir aðra um fjáröflunina en í öðrum standa þeir í þessu sjálfir. Það eru ófáir stjórnmála- menn, sem hafa haft á orði eftir langa þátttöku í pólitík að þeir íhugi að hætta vegna þess, að þeir geti ekki hugsað sér eina ferðina enn að ganga með hatt í hönd á milli fjársterkra aðila og leita eftir stuðningi þeirra. Hvað er til ráða? Gera má ráð fyrir að langflestir þeirra, sem tekið hafa þátt í stjórnmálum eða fylgzt náið með stjórnmálabaráttunni hér, getið tekið undir flest af því, sem hér hefur verið sagt. Enda byggist þessi umfjöllun á því, sem margir þeirra hafa sagt í persónulegum sam- tölum um þennan þátt stjórnmálabaráttunnar. En eftir stendur spurningin; hvað á að gera til þess að lýðræðið verði virkt og að það verði ekki afskræmt með peningum? Davíð Oddsson, fyrrverandi formaður Sjálf- stæðisflokksins, lýsti hvað eftir annað þeirri skoðun á meðan hann tók þátt í stjórnmálum að banna ætti fyrirtækjum að leggja fram pen- inga til einstakra frambjóðenda eða flokka. Þessi hugmynd hlaut ekki stuðning. Það er erf- itt að skilja af hverju. Það liggur svo í augum uppi, að stuðningur fyrirtækja við einstaka frambjóðendur eða stjórnmálaflokka getur haft áhrif á afstöðu viðkomandi til einstakra mála. Og eftir því sem hagsmunaátökin verða meiri er meiri hætta á því að það gerist.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.