Morgunblaðið - 30.10.2005, Page 51

Morgunblaðið - 30.10.2005, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 2005 51 MINNINGAR Vönduð og persónuleg þjónusta Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj, s. 691 0919 Helluhrauni 10, 220 Hf., sími 565 2566, www.englasteinar.is Englasteinar Fallegir legsteinar á góðu verði Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5A, sími 565 5892 Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Komum heim til aðstandenda ef óskað er Sverrir Einarsson Bryndís Valbjarnardóttir Oddur Bragason Guðmundur Þór Gíslason ✝ Elín Ása Jóns-dóttir fæddist í Baldursheimi í Arnarneshreppi í Eyjafirði 6. maí 1913. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 18. október síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Jón Júlíus Ásgrímsson bóndi, f. 1871, d. 1957, og Jónína Guðrún Hallgríms- dóttir húsmóðir, f. 1876, d. 1931. Hún var yngsta barn þeirra hjóna og ólst upp í foreldrahúsum til átján ára aldurs eða þar til móðir hennar lést. Systk- ini Elínar Ásu voru Hallfríður, f. 1902, d. 1903, Hulda, f. 1904, d. 1938, Hall- grímur, f. 1907, d. 1984, og Aðal- steinn, f. 1910, d. 1989. Elín Ása var jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 21. október, í kyrrþey að hennar eigin ósk. Mamma Ella, eða „mammella“ eins og ég kallaði hana stundum, er gengin í lið með englum guðs og efast ég ekki um að hún gegni því hlut- verki með kærleik. Síðasta árið var ansi þreytt hjá henni og þegar veikindin herjuðu á nú í lokin var fátt um varnir, en allan tímann lét hún vel af sér, kvartaði ekki. Síðustu vikuna var vakað yfir henni allan sólahringinn og var nafna hennar Elín Ása þar í aðalhlutverki og veitti henni ómetanlega sálarró, á nóttinni lá hún við hlið „ömmellu“ og hélt í hönd hennar og leiddi hana að hliði himnaríkis, þar kvaddi hún unga nöfnu sína með einu saknaðar- tári í síðasta andartakinu. Ella þurfti að leita lækninga til Vífilstaða vegna berklasjúkdóms sem herjaði á hana rétt um þrítugt og þar kynnist hún ömmu minni Maríu Guðmundsdóttur og tókust með þeim góð kynni. Þegar nær dregur jólum og amma er á förum heim til Keflavíkur getur hún ekki hugsað sér að þessi unga kona dvelji á sjúkrahúsinu yfir jólin svo fjarri heimahögum og ástvinum, svo að amma bauð henni með sér og dvaldi Ella í faðmi fjölskyldu okkar yfir hátíðarnar. Ella varð á sömu stundu ein af fjölskyldunni og dvald- ist í Keflavík svo lengi sem hún hafði heilsu til. Ellamamma tók á móti mér þegar ég kom í þennan heim og leit á mig sem sinn eigi son. Þetta varð til þess að ég átti tvær mömmur. 92 ár er langur æviferill og eru það vissulega forréttindi að fá að njóta jarðvistar og fylgjast með ástvinum sínum svo lengi og vera í sæmilega góðu lagi. Aðstæður sem hún elst upp við eru illskiljanlegar okkar kyn- slóð og hvað þá afkomendum okkar. Ein af sögum hennar frá æskuárum sínum var að þegar hún sótti nám í sveitinni, hafði faðir hennar smíðað skauta handa henni úr hrossaleggj- um, á þeim hafði hún svo skautað á flóanum til skólans. Húsakynnin voru ekki uppá marga fiska á þessum tíma. Bærinn Baldursheimur í Eyja- firði var þá torfbær hitaður upp með mó, ekkert rafmagn og enginn sími. Hún lýsti ástandinu frostavetur- inn 1918 þegar hún var aðeins 5 ára, þennan vetur eins og reyndar marga aðra voru systkini hennar meira og minna allan veturinn vafin í sængur til að halda á sér hita. Ella í Alþýðunni var hún kölluð þann áratug sem hún vann hjá brauðgerð Alþýðunnar sem var stað- sett við Hafnargötuna í Keflavík, ekki langt frá Gaggó, en þaðan lá straumur táninga í löngu frímínútun- um til að fá sér marsípan og negra- koss, var oft mikill hasar í þessari litlu verslun sem rúmaði ekki nema 20 nemendur. Þá reyndi oft á and- legan styrk hennar en þar var henni ekki í kot vísað. Seinni hluta starfsævinnar, eða í nær tvo áratugi var hún hjá verslun Nonna og Bubba, fyrst í vefnaðar- vörudeild og síðustu árin í bús- áhaldadeild, þá var hún kölluð Ella í Nonna og Bubba. Hjá þeim félögum undi Ella hag sínum vel og til marks um þá vináttu sem áskapaðist má geta þess að Bubbi kom í eigin persónu um hver jól í um tvo áratugi eftir að hún hætti að vinna og færði henni bók í jólagjöf. Elsku mammella, ég vil þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og mína, guð veri með þér. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn, og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði’ er frá. Nú héðan lík skal hefja, ei hér má lengur tefja í dauðans dimmum val. Úr inni harms og hryggða til helgra ljóssins byggða far vel í Guðs þíns gleðisal. (Valdimar Briem.) Sérstökum þökkum viljum við koma til starfsfólks Heilbrigðisstofn- unar Suðurnesja, starfsfólki Hlé- vangs í Keflavík og Víðihlíðar í Grindavík fyrir framúrskarandi umönnun gagnvart Elínu Ásu sem reyndist bæði henni og okkur ómet- anlegur stuðningur. Einar Guðberg og Guðný. Elsku amma mín, nú hefur þú fengið þína langþráðu hvíld. Í dag varst þú jarðsett, það var svo erfitt að sleppa þér en ég veit að þú ert hjá mér og huggar mig þegar mér líður illa og hlærð með mér þegar mér líð- ur vel. Við höfum frá fyrstu tíð náð vel saman, ég var alltaf svo mikil ömmustelpa og fannst fátt betra en að fara til þín og kúra hjá þér. Það var alveg sama hvað veröldin virtist svört þá lýstir þú hana upp með brosi þínu og yndislega hlýja faðmi. Ég man þegar ég ætlaði að elda í fyrsta skipti hakk og spaghetti og mig lang- aði í alveg eins og þú bjóst til. Ég hringdi í þig og fékk nákvæmar upp- lýsingar um hvernig ætti að elda þennan flókna ítalska rétt, og viti menn, það tókst aldrei að gera alveg eins og þú gerðir. Það var alveg sama hvað þú eldaðir, þá var það besti matur í heimi, eldaður af ást og natni. Ég var þeirrar blessunar að- njótandi að fá að eyða síðustu dög- unum þínum í þessu lifanda lífi með þér og fékk að ganga með þér síðustu sporin og kvaddir þú mig með tári og sátt. Elsku amma mín, ég vil að þú vitir að ég elska þig og sakna þín. Blessuð sértu sveitin mín! sumar, vetur, ár og daga. Engið, fjöllin, áin þín – yndislega sveitin mín! – heilla mig og heim til sín huga minn úr fjarlægð draga. Blessuð sértu sveitin mín! sumar, vetur, ár og daga. Yndislega ættarjörð, ástarkveðju heyr þú mína, þakkarklökkva kveðjugjörð, kveð ég líf þitt, móðir jörð. Móðir bæði mild og hörð, mig þú tak í arma þína. Yndislega ættarjörð, ástarkveðju heyr þú mína. (Sigurður Jónsson.) Elsku amma, takk fyrir allt, ég elska þig, þín Elín Ása. Elsku amma Ella, í dag kyssti ég þig bless í síðasta sinn. Það var mjög sárt, þó svo hjartað sé sátt. Loks ertu komin til allra þeirra sem þú hefur saknað svo sárt. Loks ertu laus úr líkamanum sem bar þig ekki lengur. En mikið óskaplega á ég eftir að sakna þín, hlýja brossins, mjúka faðmsins, sérstaka raddblæsins og einstaklega mjúku húðarinnar. Þegar ég hugsa til þín núna er mér minnisstæðust sú æskuminning mín um þig þegar ég kom í heimsóknir til þín á Hringbrautina. Ég sé fyrir mér nafnið þitt á bjöllunni á rauða stóra húsinu. Með tilhlökkun í hjarta ýtti ég á hnappinn. Svo kom hljóð úr læs- ingunni ég opna hurðina vitandi það að hinum megin býður þú spennt eft- ir að fá að sjá hver sé að koma. Hún er ógleymanleg þessi sýn sem alltaf tók á móti mér. Þarna stendur þessi háa, tignarlega gamla kona í dyra- gættinni hinum megin við stigapall- inn (sem í minningunni er óskaplega stór!), alltaf í blússu, pilsi og brúnum nælonsokkum, með einlægt bros á vör. Og þegar hún sá mig rak hún upp gleðióp: ,,Nei… er þetta hún Gauja!?“ og slær á lærin á sér, beygir sig í hnjánum, breiðir út faðminn og hlær! Alltaf jafn ánægð og hissa að sjá mann svo einlægnin skín úr aug- unum. Og þau skipti sem ég hitti á þig með spilafélögum þínum, ýmist í félagsmiðstöðinni eða Hlévangi, varstu alltaf svo montin. Lést mig setjast á lærið á þér og sagðir stolt: ,,Þetta er ömmustelpan mín!“ Þú sagðir eitt sinn við mig að ég hefði hjúkrandi hendur og því mætti ég aldrei gleyma. Ég er svo stolt af því að þú skyldir hugsa til mín þannig og að hendur mínar gerðu þér gott. Elsku amma, ég er svo lánsöm að hafa átt þig, þú átt alltaf stað í hjarta mínu. Mikið óskalega hugsa ég hlýtt til allra þeirra sem hafa hugsað svo vel um ömmu mína þegar hún þurfti á að halda. Fyrst á Hlévangi, svo Víðihlíð og loks á sjúkrahúsinu í Keflavík. Hún lét alltaf mjög vel af ykkur og þið getið verið stolt af ykkar starfi. Bless, elsku amma Ella, þín Guðríður. Elsku amma mín, núna ertu farin frá okkur og þó svo að maður hugsi að það var gott fyrir þig að fá að fara þá sleppur maður ekki við sorgina sem situr eftir. En sem betur fer lifa minningarnar og þær voru margar og góðar. Mig langar til að rifja upp þær minningar þegar ég kom alltaf til þín eftir skóla, í 1–2 vetur, þegar ég var u.þ.b. 9 ára gömul. Eftir að þú varst búin að gefa mér að borða lagð- ist ég í hornið á sófanum. Þú settist á þinn stað í sófanum og last bókina um hana Öddu litlu fyrir mig og oft sofnaði ég nú út frá því. En svo þegar ég kom næsta dag vildi ég nú að við byrjuðum á bókinni upp á nýtt. Við lásum fyrstu blaðsíðuna svo oft að ég kunni hana utanbókar. Alltaf ímynd- aði ég mér að sagan um Öddu litlu gerðist fyrir utan heimilið þitt á Hringbrautinni. Við gerðum nú margt fleira saman, þú sýndir mér m.a. hvernig ætti að spila á greiðu og kenndir mér ýmsar skondnar setn- ingar eins og að vera með stert í hárinu, mér fannst það nú svolítið furðulegt að fólkið fyrir norðan talaði svona en þú hlóst nú bara af við- brögðunum mínum. Ég gat nú eytt miklum tíma í að skoða nælusafnið þitt aftur og aftur. Einnig spiluðum við mikið saman og oft upp á vinn- inga sem vildi svo til að ég vann nú oftast hvort sem ég vann spilið eða ekki. Minningarnar eru mun fleiri, en þetta var tíminn sem við rifjuðum svo oft upp þegar við hittumst. Elsku amma mín, takk fyrir frá- bæran tíma og yndislegar minning- ar. Þín Bonnie. Jæja, nú er komið að kveðjustund amma Ella. Hvernig er hægt að kveðja svona ástríka konu sem gaf endalausa ást og umhyggju allt sitt líf? Það er mér mjög erfitt, þú gafst mér svo mikið að ég er fullur af dásamlegum minningum frá þér. Fyrsta minningin af þér sem ég man eftir var í Nonna og Bubba í Kefla- vík, og hvað það var gaman að koma í búðina og hlaupa í fangið þitt og þú sagir alltaf „er Haukur minn kom- inn“ og faðmaðir mig svo að ég fann hvað þú elskaðir mig mikið. Þú hafðir rosalega gaman af því að fara með kvæði og fórst með þau mörg, ótrú- legt hvað þú mundir mörg og orðin 92 ára. Þú sagðir við mig að þú fannst ástina ung og þið voruð rifin í sund- ur, og þú fannst aldrei lífsförunaut, sorgarsaga og segir margt um þig, þú elskaðir bara einn mann. Jæja amma mín, ég verð víst að kveðja núna en við eigum eftir að hittast aftur, ég sakna þín gríðarlega mikið. Bless bless amma Ella mín og þú veist hvað ég elska þig mikið. Ég aldrei hef lofað að brautin sé bein, né blómstígar gullskrýddir alla leið heim. Ég get ekki lofað þér gleði án sorgar, á göngu til himinsins helgu borgar. En eg hefi lofað þér aðstoð og styrk, og alltaf þér birtu þó leiðin sér myrk. Mitt ljúfasta barn ég lofað þér hef, að leiða þig sjálfur hvert einasta skref. (Staðf. Hjálmar Jónsson.) Þinn Haukur. Elsku amma Ella mín, þú ert búin að vera frábær allt mitt líf og hluti af því. Drottinn Guð þinn mun passa þig þarna uppi. Það er mjög erfitt að kveðja svona frábæra konu, ég á eftir að elska þig allt mitt líf. Það var mjög gaman að sjá hvað þú manst svo mörg ensk orð 92 ára gömul þegar að ég kom að heimsækja þig á spítalann. Elsku besta amma Ella, þú átt eft- ir að vera helmingur af lífi mínu allt mitt líf. Elska þig og skemmtu þér vel þarna uppi. Þín Alexandra Marý. ELÍN ÁSA JÓNSDÓTTIR Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyr- ir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er tak- markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur renn- ur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvadd- ur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.