Morgunblaðið - 30.10.2005, Síða 53

Morgunblaðið - 30.10.2005, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 2005 53 MINNINGAR Áskær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og sonur, KRISTINN ÓSKAR MAGNÚSSON framkvæmdastjóri Fráveitu Hafnarfjarðar, Hjallabraut 43, Hafnarfirði, sem lést sunnudaginn 23. október, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju þriðjudaginn 1. nóvember kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á heimahlynningu Krabbameinsfélagsins. Margrét B. Eiríksdóttir, Berglind M. Kristinsdóttir, Ólafur K. Eyjólfsson, Katrín J. Kristinsdóttir, Birgir Sólveigarson, Sigríður Ólafía Ragnarsdóttir, Guðrún Sveinsdóttir. Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa, lang- afa og sonar, SIGURÐAR VALDIMARS OLGEIRSSONAR fv. skipstjóra og útgerðarmanns, Uppsalavegi 22, Húsavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga fyrir góða umönnun og ómetanlegan stuðning við fjölskylduna í erfiðum veikindum. Auður Þórunn Hermannsdóttir, Ásta Sigurðardóttir, Páll L. Björgvinsson, Olgeir Sigurðsson, Jakobína Gunnarsdóttir, Hermann Sigurðsson, Ásta Birna Gunnarsdóttir, Kristján Friðrik Sigurðsson, Sylvía Rún Hallgrímsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn, Olgeir Sigurgeirsson og Ragnheiður Fr. Jónasdóttir. Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð, vinarhug og hlýju við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, MARÍU GUÐMUNDSDÓTTUR, Austurbrún 6, Reykjavík, áður í Kaliforníu Bandaríkjunum. Anna Guðrún Davíðsdóttir, Linda María Davíðsdóttir, Randy Anderson, Lísa Björk Davíðsdóttir, Giuseppe Franco og barnabörn Þökkum innilega vinarhug og samúð við fráfall móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, ÞORBJARGAR BERGMANN JÓNASDÓTTUR frá Helgavatni, Vatnsdal. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heilbrigðis- stofnunarinnar á Blönduósi. Kristín Hallgrímsdóttir Grassel, Gert Grassel, Eðvarð Hallgrímsson, Helga Guðmundsdóttir, Guðmundur Hallgrímsson, Oddný Sólveig Jónsdóttir, Sigurlaug Maronsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Jóhanna Dan-íelsdóttir fædd- ist í Reykjavík 2. maí 1925. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 8. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru þau Jóhanna Friðriksdóttir hús- móðir, f. 1895, d. 1979, og Daníel Oddsson loftskeyta- maður, f. 1890, d. 1941. Bæði voru þau Reykvíkingar. Jó- hanna var fimmta í röð átta systk- ina. Látnir eru bræðurnir Friðrik sem var elstur og Oddur sem var þriðji yngstur. Á lífi eru í aldurs- röð þau Kristín, Ágústa, Daníel, Anna og Guðbjörg. Það var nóg að starfa hjá sjó- mannskonunni í Hlíðarhúsum móður Jóhönnu og tókst henni það hlutverk farsællega að koma barnahópnum upp, við miklar fjarvistir föður frá heimilinu. Daníel fórst með Reykjaborginni 10. mars 1941, rétt fimmtugur að aldri. Og börnin voru þá enn í for- eldrahúsum. Lífsbaráttan var ströng og starfsæv- in hófst snemma hjá þeim systkinum. Jó- hanna vann lengst af við skrifstofu- og verslunarstörf. Hún var söngelsk og mjög listræn í sér. Við starfslok sinnti hún áhugamálum sínum og tók þátt í mörgum listsýning- um bæði ein og sér og ásamt öðr- um. Á yngri árum söng hún með hljómsveit í Reykjavík. Fyrir um 45 árum varð á vegi hennar Árni Björn Jónsson, f. 26. september 1918 á Þorvaldsstöð- um í Breiðdal í S-Múlasýslu. Hann var leigubifreiðastjóri hjá Hreyfli í fjölda ára. Hjúskap hófu þau á Vífilsgötu 15 en byggðu í Hreyf- ilsblokkinni í Fellsmúla og þar hefur heimili þeirra verið síðan. Jóhanna var jarðsett í kyrrþey að ósk hennar hinn 16. september. Þú kvaddir þegar blómin fóru að falla og fölva haustsins sló á sumarskraut. Þú hafðir gengið götu þína alla og gæfu notið hér á lífsins braut. (H.M.Þ.) Okkur langar að minnast í nokkr- um orðum vinkonu okkar, Jóhönnu Daníelsdóttur, sem fór skyndilega og allt of fljótt frá okkur. Margt fer í gegnum hugann þegar við hugsum um samleið okkar sem hófst fyrir nær fjörutíu árum. Á haustdögum árið 1967 fluttum við í Fellsmúla 18 sem hefur gengið undir nafninu Hreyfilsblokk enda byggð af atvinnubílstjórum að miklu leyti. Þá hagaði því svo til að allflestir íbúar þekktust frá fyrri tíð enda unnu margir eigendur við bygginguna. Víst var það happ að eiga góða nágranna. Við þekktum Jóhönnu samt ekki fyrir, en ekki leið á löngu þar til myndaðist góð vinátta sem entist síðan við þau hjón alla tíð. Bæði voru þau Árni Björn einstaklega barngóð og voru þau fljót að laða að sér börnin í stigaganginum sem voru mörg á þeim tíma. Voru dætur okkar þar á meðal og voru þær tíðir gestir á heimili þeirra. Mörg þessara barna voru vinir þeirra hjóna alla tíð síð- an. Jóhönnu var annt um að allt væri í röð og reglu viðvíkjandi húsinu, lengi var hún gjaldkeri húsfélags- ins og var hún mjög vönduð og ná- kvæm. Stundum sögðum við að hún væri „akkerið“ í húsinu enda sá hún um marga þætti því viðvíkjandi. Við minnumst margra samveru- stunda í húsinu þar sem Jóhanna gegndi mikilvægu hlutverki. Meðal annars var oft glatt á hjalla í jólatiltekt hússins, allir komu sam- an í jólahreingerninguna. Oftast endaði það með sameiginlegum kaffisopa og smákökusmakki jafn- vel sitjandi í tröppunum. Við minn- umst þess hvað það var góð sam- staða og fjölskylduvænt andrúms- loft í húsinu sem er ómetanlegt. Jóhönnu var margt til lista lagt. Allt lék í höndum hennar og yrði of langt upp að telja. Eftir að hún hætti á vinnumarkaði fór hún að mála málverk og hélt sýningar ein og með öðrum. Var hún virkur fé- lagi í myndlistarklúbbi Hvassaleitis í yfir 20 ár. Myndlistarverk hennar fóru víða til ættingja og vina og gleðja marga sem þau eiga og minna á hana framvegis. Jóhanna hafði mjög góða rithönd og var oft leitað til hennar af því tilefni. Þau Árni Björn fóru oft í veiðiferðir á sumrin og nutu þau þess bæði enda Árni áhugasamur laxveiðimaður. Nutum við þess oft ríkulega að fá í soðið eftir slíkar ferðir. Þar gáfust Jóhönnu óþrjótandi hugmyndir af fögru landslagi, sem hún „skissaði upp“ og málaði síðan þegar heim kom. Jóhanna ólst upp í Vesturbænum í stórum systkinahópi og hafði alla tíð náið samband við sitt fólk, systkini sín og alla afkomendur þeirra. Hún minntist oft þessara uppvaxtarára sinna í Hlíðarhúsum þar sem hún ólst upp og gat þess hve mikilvægt hefði verið að allir hjálpuðust að og hve mikilvægt væri að nýta alla hluti sem best. Þetta hafði mótandi áhrif á Jó- hönnu og fylgdi hún því eftir síðar á lífsleiðinni. „Það verður með árunum dýr- mætast sem á dýpstar rætur.“ Jóhanna bankaði alltaf á sérstak- an hátt hjá okkur með lyklinum sín- um en gerir það ekki lengur. En við minnumst þess með söknuði. Jó- hanna var í raun ekki tilbúin til að kveðja þó að heilsan væri orðin ósköp tæp. Lengi hafði hún barist við slæma liðagigt en lét aldrei deigan síga. Hún var ung í anda fram á síðasta dag og var að aðhaf- ast ýmislegt svo að við vorum alls ekki viðbúin að missa hana frá okk- ur svona skyndilega. En svona er víst lífið, enginn ræður sínum næt- urstað. En áfram getum við heyrt röddina hennar Jóhönnu því áður fyrr söng hún með hljómsveit hér í Reykjavík og erum við svo heppin að eiga disk með söng hennar. Blómakona var Jóhanna mikil og báru svalirnar hennar þess gott vitni. Eins áttum við margar góðar stundir við skipulagningu og gróð- ursetningu í blómabeðunum sem tilheyra húsinu okkar. En nú til- heyrir þetta allt liðinni tíð og nú haustar að eins og skáldið kvað. Í rökkurró hún sefur með rós að hjartastað. Sjá haustið andað hefur í hljóði á liljublað… (G.G.) Við hjónin og dætur okkar, María og Elísabet, þökkum Jó- hönnu áralanga samveru og vináttu sem aldrei bar skugga á. Árna Birni vini okkar vottum við innilega samúð og biðjum honum allrar blessunar. Systkinum Jóhönnu og öðrum aðstandendum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Við þökkum samfylgd á lífsins leið, þar lýsandi stjörnur skína. Og birtan himneska björt og heið hún boðar náðina sína. En alfaðir blessar hvert ævinnar skeið og að eilífu minningu þína. (Vigdís Einarsdóttir.) Anna og Hildiþór. Ég verð að viðurkenna að mér brá heldur í brún þar sem ég sat á flugvelli í Chicago með fartölvuna og las dánarfregn Jóhönnu Dan- íelsdóttur, eða Jóhönnu Dan eins við vorum vön að kalla hana í Hofi. Ég hafði svo sannarlega vonað að ég ætti eftir að sjá hana aftur í ein- hverri Íslandsheimsókn minni. Ég kynntist Jóhönnu fyrst þegar ég var smákrakki en hún vann ár- um saman í Hannyrðaversluninni Hofi sem móðurforeldrar mínir ráku lengi vel og móðir mín og amma ráku eftir andlát afa míns. Ég kom því oft í búðina sem krakki og kynntist starfstúlkunum þar nokkuð vel. Þær voru gjarnar á að dekra við stelpukríli sem var að sniglast í kringum þær og ekkert nema þolinmæðin við að svara endalausum spurningum um hitt og þetta. Síðan fór ég smám saman að verða að einhverju gagni í búðinni, fór að sendast fyrir þær út í banka eða annað snatt og svo kom að því að ég færi að vinna þar líka í sum- arafleysingum og á öðrum annatím- um. Það kom einmitt í hlut Jóhönnu að kenna mér undirstöðuatriðin í afgreiðslu. Hún kenndi mér af mik- illi þolinmæði á reiknivélina og kassann, en slíkir gripir voru ekki eins sjálfvirkir og þeir eru í dag og hún sá um að maður lærði hlutina rétt. Jóhanna var einstaklega barngóð og hafði í rauninni ótrúlega þolin- mæði við mig sem krakka og ung- ling þegar ég var að taka mín fyrstu skref við verslunarstörf. Hún var alltaf jafnróleg en hafði auk þess bráðskemmtilega kímni- gáfu svo það var oft slegið á létta strengi líka og grínast. Hún var einstaklega listræn sjálf og því kom gjarnan í hennar hlut að útbúa ýmis auglýsingaskilti fyrir búðina. Ég var ekki lítið stolt 12 ára dama þegar Jóhanna kom að skoða sýningu sem minn bekkur fékk að hengja upp í Mokkakaffi í vikutíma. Eins og hennar var von og vísa hrósaði hún mér á hvert reipi og vildi endilega fá að eignast eina myndina mína sem ég stolt gaf henni. Mín „listaverk“ voru svo sem ekki fyrir aðra en foreldra mína að hengja upp svo það gladdi svo sannarlega barnshjartað að Jó- hanna skyldi gera það heima hjá sér. Sem betur fer lét hún líka gaml- an draum rætast og dreif sig í myndlistarnám eftir að hún hætti að vinna. Hún tók m.a. þátt í nokkr- um myndlistarsýningum og það liggja eftir hana margar fallegar myndir. Sjálf á ég litla fallega vatnslitamynd eftir hana sem mér hefur alltaf verið mjög kær. Eftir að fjölskyldan seldi Hof og „Hofmeyjarnar“ eins og þær köll- uðu sig fóru hver í sína áttina, reyndum við að halda sambandi áfram og hittast annars lagið í svo- kölluðum „kerlingaboðum“ okkar. Þá var oft glatt á hjalla og mikið skrafað, borðað og hlegið. En árin líða og það er sárt til þess að hugsa hvað Hofmeyjunum okkar hefur fækkað. Enn eitt skarð komið í hópinn við fráfall Jóhönnu. En ef til vill eru þær bara farnar að halda skemmtilegu Hofmeyja-kerl- ingaboðin hinum megin. Hver veit? Það er með söknuði sem ég kveð hana Jóhönnu Dan og ég votta eft- irlifandi eiginmanni hennar, Árna Birni, fjölskyldu hennar og öðrum aðstandendum mína innilegustu samúð. Far í friði, Jóhanna mín, minning þín lifir með okkur öllum sem vor- um svo lánsöm að þekkja þig. Kristrún Þórdís Egilsdóttir Stardal. JÓHANNA DANÍELSDÓTTIR Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ODDNÝ ÓLAFSDÓTTIR, frá Látrum í Aðalvík, lést á hjúkrunarheimilinu Eir fimmtudaginn 27. október sl. Útförin verður auglýst síðar. Guðbjörg Björnsdóttir, Arndís H. Björnsdóttir, Jóhanna G. Björnsdóttir, Tryggvi Eyvindsson, Hildur Björnsdóttir, Ólöf S. Björnsdóttir, Magnús Kristmannsson, Arinbjörn Björnsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.