Morgunblaðið - 30.10.2005, Side 54
54 SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Að líkindum hefur um-tal um náungann,bæði illt og gott, veriðfylgifiskur mannlegssamfélags allt frá
öndverðu. Nærtækasta ritheim-
ildin – og þó tæpast sú elsta, þótt
hún bendi nokkur þúsund ár aftur
í tímann – er Gamla testamentið.
Þar er víða að finna skírskotun til
hinnar dekkri myndar þessarar
áráttu, að koma af stað vafasöm-
um „fréttum“ í þeim tilgangi ein-
um að meiða einhvern, blekkja, og
særa. Hina allra þekktustu til-
vitnun í þessu sambandi er að
finna í 2. Mósebók, 20. kafla, og
16. versi, en þar segir, að maður
skuli ekki bera ljúgvitni gegn
náunga sínum.
Í Nýja testamentinu er það
sama uppi á teningnum. Og svo er
þetta efni í umræðunni á öllum
tímum eftir það og alls staðar,
m.a. í fornbókmenntum Íslend-
inga, og síðan hinum nýrri (sbr.
Gróu á Leiti, í Pilti og stúlku),
sem og óteljandi málsháttum. Og
allar eiga þær tilvitnanir eða lýs-
ingar það sameiginlegt, að benda
– með einum eða öðrum hætti,
þ.e.a.s. beint eða óbeint – á ljót-
leika og skaðsemi þess að fikta við
slíkt hjal. Mottóið er: varúð.
Oft er það forvitni og trúgirni
sem verður til þess, að eitthvað
misjafnt fer af stað, í bland við
hreinan og kláran misskilning. En
það afsakar ekki heimskuna, eða
afleiðingarnar, sem geta verið af-
ar meiðandi. Eftirfarandi saga er
til gamans, en þó er í henni undir-
tónn, sem vert er að gaumgæfa.
Hana er að finna í blaðinu Sól-
skin, 1951, og er hér í endursögn
Steingríms Arasonar:
Einu sinni var sýslumaður að ganga heim af
engjum sínum. Hann hóstaði og hrækti frá
sér. Svo bar við, að hrákinn féll á hrafns-
fjöður. Sýslumanni varð litið við. Brá hon-
um mjög í brún. Hélt hann, að fjöðrin hlyti
að hafa komið upp úr sér. Það setti að hin-
um ugg og kvíða út af þessu. Var hann ekki
mönnum sinnandi. Loks réð hann af að
segja konu sinni frá þessu til þess að vera
ekki einn um að bera þungann af þessu
hræðilega leyndarmáli. Hann trúir nú kon-
unni fyrir þessu og biður hana umfram allt
að leyna þessu eins og mannsmorði og láta
engan fá vitneskju um það. Konan lofaði
upp á æru og trú að segja engum frá leynd-
armálinu.
Skömmu síðar kom nágrannakona í heim-
sókn til sýslumannsfrúarinnar. Það fyrsta,
sem frúin sagði, var þetta: „Ó, ég get ekki
hugsað um neitt nema þessi ósköp, sem fyrir
hafa komið. En ég lofaði manninum mínum
að segja ekki nokkrum manni frá því.“
„Jæja“, sagði nágrannakonan. „Ég er ekki
vön að hnýsast í annarra leyndarmál. Og ef
þú trúir mér ekki fyrir því, þá er þér bezt að
vera ekki að hafa orð á því. Ég hélt, að þú
hefðir ekki reynt af mér neina lausmælgi.“
„Já, en sjáðu nú til,“ sagði frúin. „Þetta lítur
voðalega út fyrir manninum mínum. Ég
vildi svo gjarnan fá einhver ráð og leiðbein-
ingar viðvíkjandi þessu. Ef þú sverð og sárt
við leggur að segja engum frá þessu, þá
skal ég segja þér leyndarmálið.“
„Hef ég gert mig seka í að hlaupa með það,
sem þú hefur trúað mér fyrir? Ég hélt, að
þú þekktir mig ekki að því að vera neinn
slefberi.“
„Nei, nei, nei, blessuð mín. Sannarlega trúi
ég þér fyrir þessu leyndarmáli. Og það er
þetta. Þegar maðurinn minn var að koma
heim af engjunum um daginn, þá fékk hann
voðalega hóstakviðu. Og hverju heldurðu,
að hann hafi hóstað upp nema heilmiklu af
hrafnsfjöðrum.“
„Hamingjan hjálpi okkur,“ sagði nágranna-
konan. „Hvernig í ósköpunum getur staðið
á þessu? En þú verður að halda þessu
stranglega leyndu, annars flýgur fregnin af
þessum ósköpum út um allar sveitir.“
Þegar hér var komið, fór gesturinn að sýna
á sér fararsnið. Lézt hún hafa aðkallandi er-
indum að sinna.
Hún hraðaði sér nú sem mest hún mátti til
að finna eitthvað af vinkonum sínum. Svo
mikið var henni niðri fyrir, að henni fannst
hún ekki geta beðið augnablik. Þegar hún
hitti þá fyrstu, sagði hún: „Ef þú vilt lofa
mér að þegja, þá skal ég segja þér leynd-
armál. Sýslumaðurinn okkar hóstaði upp úr
sér heilum hrafni. Hvernig lízt þér á frétt-
irnar?“
„Hóstaði upp hrafni,“ sagði vinkonan. „Er
þetta mögulegt? Gat heill hrafn komizt fyrir
í brjóstinu á honum? Ekki hleyp ég með
það.“
Ekki leið á löngu þar til önnur kona hafði
heyrt fregnina. Var hún nú orðin þannig, að
lifandi hrafnar hefðu brotizt upp úr kverk-
um sýslumannsins.
Að tveim stundum liðnum var ekki um ann-
að talað í öllu nágrenninu en þessi undur, að
heill flokkur af hröfnum flygi upp úr sýslu-
manninum. Múgur og margmenni þusti að
úr öllum áttum til þess að sjá þetta undur
og stórmerki.
Fregnin flaug nú til fleiri og fleiri þorpa og
alltaf óx sægur hrafnanna, sem voru á
harða flugi upp úr blessuðum sýslumann-
inum.
En það er af sýslumanni að segja, að hann
sá sinn kost vænstan að flýja til fjalla og
fela sig, þar til fólkið fékk annað nýrra um-
talsefni.
Já, þrátt fyrir harðan dóm
manna oft á tíðum, og háan aldur,
tórir kjaftasagan enn, og reyndar
meira en það, virðist hvergi bera
þess merki að hafa látið á sjá, eft-
ir hið langa skrið, göngu, hlaup og
flug um mannanna eyru og tung-
ur, heldur fer um, ef sá er gállinn
á henni, eins og eldur í sinu, og
nær til enn fleiri en áður – vegna
nútímatækni. Um lífskraft henn-
ar má best dæma af velgengni
slúðurblaða í dag, og annarra,
sem byggja efni sitt að mestu á
fréttum af náunganum. Orð sviss-
neska guðfræðingsins Johanns
Caspar Lavater (1741–1801) virð-
ast því ekki hafa náð augum
margra, en hann mun einhverju
sinni hafa ritað þetta:
Segðu ekki neitt ljótt um náunga þinn,
einkum og sér í lagi ef þú ekki ert viss
um hið sanna í málinu. En reyndist það
nú vera svo, og búirðu yfir vitneskju
um það, skaltu fyrst af öllu spyrja þig:
Hvers vegna ætti ég að segja það?
Hrafnsfjöðrin
sigurdur.aegisson@kirkjan.is
Jesús frá Nasaret var
m.a. þekktur á sinni
tíð fyrir dæmisög-
urnar, sem hann not-
aði iðulega til að út-
skýra flókna hluti.
Sigurður Ægisson
fann í rúmlega 50
ára gömlu riti eina,
sem meistarinn er að
vísu ekki höfundur
að, en er þó í anda
boðskapar hans.
HUGVEKJA
Vegir skiptast – allt fer
ýmsar leiðir
inn á fyrirheitsins lönd.
Einum lífið arma
breiðir,
öðrum dauðinn réttir hönd.
Einum flutt er árdags kveðja,
Öðrum sungið dánarlag,
allt þó saman knýtt sem keðja,
krossför ein með sama brag.
Veikt og sterkt í streng er undið
stórt og smátt er saman bundið.
(Einar Ben.)
Þessi orð Einars Benediktssonar
koma upp í hugann við fráfall
Bjarna, sem svo ungur hefur kvatt
þessa jarðvist. Sorgin og söknuður
haldast í hendur, en eftir lifa minn-
ingar og svipmyndir frá hans lífs-
BJARNI ÞÓRIR
ÞÓRÐARSON
✝ Bjarni ÞórirÞórðarson
fæddist í Reykjavík
30. desember 1966.
Hann lést í Thisted á
Jótlandi 5. október
síðastliðinn og var
útför hans gerð frá
Fríkirkjunni í
Reykjavík 20. októ-
ber.
hlaupi. Bjarna kynnt-
ist ég sem unglingi
þegar hann, ásamt fé-
lögum sínum stofnaði
hljómsveitina
Sjálfsfróun. Þar fóru
fram ungir og kraft-
miklir strákar með
hugsjónir og tileink-
uðu sér breyttan tíðar-
anda. Mótmæltu gild-
andi venjum, voru
skapandi og sjálfum
sér trúir í sinni list-
sköpun og útrás. Það
„sópaði“ af Bjarna í
leit að réttlæti og jöfnuði. Gáfu þeir
lítið fyrir glimmer og gildismat sem
fylgdi undangenginni diskó-kynslóð.
Heldur skyldi lifað nú í dagog voru
því kærkomnir ferskir straumar,
með sinn kraft og lífsskoðanir sem
fylgdu pönk-bylgjunni. Móhíkan-
anafnið festist fljótt við Bjarna, enda
áberandi og eftirminnilegur per-
sónuleiki og einnig vegna hana-
kambs sem hann skartaði. Bjarni var
stoltur af hlut sínum og hljómsveit-
arinnar í kvikmyndinni „Rokk í
Reykjavík.“ Bjarna hlotnuðust góð-
ar gáfur og næmleiki fyrir lífinu og
umhverfinu og réttlætiskennd var
honum í blóð borinn. Hann eignaðist
þrjú börn sem voru stolt hans og
gleði. Í fallegum frásögnum hans af
þeim og barnsmæðrum sínum birtist
hinn einlægi og hrifnæmi Bjarni,
sem vildi veg þeirra sem mestan.
Sýndi hann þá meyrar og fallegar til-
finningar, þrátt fyrir stundum harð-
an töffaraskráp, sem hann gat
klæðst ef svo bar við.
Síðastliðin ár hafði Bjarni fasta
búsetu á Jótlandi. Þar starfaði hann
við sjómennsku og málningarvinnu.
Honum leið vel í Danmörku, en var
farinn að hugsa heim og hafði ráð-
gert ferð á heimaslóðir, m.a. til að
geta verið í afmæli föður síns. Bjarni
var drengur góður, hæfileikaríkur
og trúr sínum tilfinningum og lífs-
skoðunum. Íslendingar búsettir á
Jótlandi, sem kynntust honum, bera
honum allir vel söguna, enda hann
litríkur hæfileikamaður sem setti
svip sinn, ógleymanlega, á sinn hátt,
á samtíðina.
Með þessum kveðjuorðum þakka
ég Bjarna fyrir vinartryggð, símtölin
og sms-in í gegnum árin. Þar sem
næmi hans fyrir íslenskunni skilaði
sér vel, ásamt glettni og góðri frá-
sagnarlist, oft í ljóðrænu formi. Þar
sem Bjarni Móhíkaní fór, fór enginn
„meðal-Jón“. Votta ég börnum hans,
föður, systkinum og öðrum ástvinum
hans mína dýpstu samúð. Megi mildi
Guðs lina söknuð ykkar og auka ást-
vinum Bjarna öllum styrk í sorginni.
Margt er í minninganna heimi,
mun þá ljósið þitt skína,
englar hjá Guði þig geymi,
við geymum svo minningu þína.
(Höf. ók.)
Ásdís Arnljótsdóttir.
✝ Daníel Eysteins-son fæddist á
Höfða í Þverárhlíð
24. janúar 1915.
Hann lést á sjúkra-
húsi Akraness 16.
október síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Sigríður Halldórs-
dóttir frá Síðumúla-
veggjum og Ey-
steinn Davíðsson frá
Karlsbrekku, Þver-
árhlíð. Bróðir Dan-
íels er Ásmundur f.
28. október 1919, og
hálfsystkini hans, börn Sigríðar
og Magnúsar Rögnvaldssonar frá
Höfða í Þverárhlíð, fyrri manns
hennar, eru Halldóra f. 9. okt.
1898, Þorvaldur f. 23. nóv. 1900,
Þorgerður f. 2. júní 1903, Jón
Bjarni f. 9. mars 1905, Bergþór f.
5. apríl 1907, María f. 8 des. 1909
og Guðrún f. 18. júní
1911. Eru þau öll
látin.
Daníel kvæntist
22. janúar 1965 Júl-
íönu Guðbjartsdótt-
ur f. 20. júní 1915, d.
1974. Hún átti fimm
börn fyrir.
Daníel var í Reyk-
holtsskóla 1939–40.
Garðyrkjuskólanum
í Ölfusi 1942–44,
barnakennari í
Þverárhlíð og Norð-
urárdal 1944–49 en
síðar bóndi á Högnastöðum í
Þverárhlíð frá 1960–85 en þá
fluttist hann á Dvalarheimilið í
Borgarnesi sem hann hefur verið
á síðan.
Útför Daníels var gerð frá
Borgarneskirkju 21. október síð-
astliðinn.
Elsku afi og langafi, við sendum
þér okkar hinstu kveðju og vonum að
þér líði vel.
Það var alltaf svo gaman að heim-
sækja þig bæði í gamla daga og á
dvalarheimilið í Borgarnesi í seinni
tíð. Börnin mín höfðu alltaf svo gam-
an af því að heimsækja þig og fannst
þeim ekkert skemmtilegra en að
heyra sögurnar þínar sem oftar en
ekki snérust um mig á barnsaldri. Þú
hafðir einstakan hæfileika í sagna-
gerð og að gleðja lítil barnshjörtu, og
mun ég ávallt minnast þess með bros
á vör.
Aldrei hef ég hitt manneskju sem
hafði eins gott hjartalag, leið mér
alltaf vel hjá þér og ef svo kom fyrir
að mér leið illa þá opnaðir þú faðm
þinn og kenndir mér að líta ávallt á
björtu hliðarnar í lífinu, lagaðir þú
allt sem var að án nokkurra orða eða
spurninga.
Okkur fjölskyldunni fannst aldrei
vera komið að jólum fyrr en við
heimsóttum þig, það voru engin jól
hjá okkur án þess að þú værir búinn
að koma þér fyrir og segja börnun-
um skemmtilegar sögur um jól og
jólahefðir þegar þú varst ungur.
Söknum við þín sárt, en þú lifir, því
minningin um þig lifir í hjörtum okk-
ar og mun ylja okkur um ókomna tíð.
Þegar raunir þjaka mig
þróttur andans dvínar
þegar ég á aðeins þig
einn með sorgir mínar.
Gef mér kærleik, gef mér trú,
gef mér skilning hér og nú.
Ljúfi drottinn lýstu mér,
svo lífsins veg ég finni
láttu ætíð ljós frá þér
ljóma í sálu minni.
(Gísli á Uppsölum.)
Góði guð, bið ég þig að opna faðm
þinn fyrir elskulegum afa okkar og
taka vel á móti honum eins og hann á
skilið.
Elsku mamma, Ásmundur, Guð-
mundur, Rúna, Sigurbjartur, Emil
og aðrir aðstandendur, við vottum
ykkur okkar dýpstu samúð.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Hvíl í friði, elsku afi,
Kolbrún B. Sveinbjörns-
dóttir, Guðmundur og
börn í Sælingsdal.
DANÍEL
EYSTEINSSON
Við þökkum ómetanlega vinsemd og hlýju sem
okkur hefur verið sýnd vegna andláts og útfarar
móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang-
ömmu,
RANNVEIGAR BÖÐVARSSON,
Vesturgötu 32,
Akranesi.
Sérstakar þakkir til allra vinkvenna hennar sem
hjálpuðu henni svo vel síðustu misserin.
Guð blessi ykkur öll.
Matthea Kristín Sturlaugsdóttir, Benedikt Jónmundsson,
Haraldur Sturlaugsson, Ingibjörg Pálmadóttir,
Sveinn Sturlaugsson, Halldóra Friðriksdóttir,
Rannveig Sturlaugsdóttir, Gunnar Ólafsson,
Sturlaugur Sturlaugsson, Jóhanna Hallsdóttir,
Helga Ingunn Sturlaugsdóttir, Haraldur Jónsson,
Ingunn Helga Sturlaugsdóttir, Haukur Þorgilsson,
barnabörn og barnabarnabörn.