Morgunblaðið - 30.10.2005, Síða 59

Morgunblaðið - 30.10.2005, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 2005 59 DAGBÓK Fréttir í tölvupósti HM í Portúgal. Norður ♠K107532 ♥ÁG ♦G87 ♣G4 Vestur Austur ♠6 ♠984 ♥K876 ♥953 ♦D9 ♦106543 ♣ÁD8753 ♣62 Suður ♠ÁDG ♥D1042 ♦ÁK2 ♣K109 Eftir sagnir sem enginn getur lært af, varð Ítalinn Giorgio Duboin sagn- hafi í sex spöðum í suður. Þetta var í viðureign Ítala og Hollendinga í þriðju umferð HM. Hvernig á að spila sex spaða með trompi út? Duboin ákvað með sjálfum sér að hjartakóngurinn yrði að liggja og síðan þyrfti hann að hitta í laufið. Hann tók fyrst tvo slagi á tromp og svínaði svo hjartagosa. Hann tók þriðja trompið og hjartaás, fór heim á tígulás og spil- aði hjartadrottningu. Jan Jansma í vestur lagði kónginn á drottninguna og Duboin trompaði. Spilaði því næst tígli á kónginn með þá áætlun í huga að henda tígulgosa niður í hjartatíu. En þá birtist tíguldrottn- ingin óvænt, svo hægt var að kasta laufi í fríhjartað. Tólf slagir og lukkuleg sveifla til Ítala. E.s. Áhorfendur í sýningarsalnum veltu fyrir sér hvað Duboin hefði gert ef vestur hefði EKKI lagt á hjarta- kónginn. Hefði hann hent laufi úr borði, eða kannski tígli? BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Gott Kastljós ÉG GET ekki orða bundist yfir því hversu vel mér finnst hafa til tekist með nýja fréttaskýringarþáttinn í ríkissjónvarpinu, Kastljós. Umsjón- armennirnir eru hver öðrum betri og þau sem komu frá Stöð 2 virðast eins og á heimavelli á þessum nýja starfsvettvangi. Ég get ekki ímynd- að mér annað en að sá ágæti sjón- varpsmaður Logi Bergmann Eiðs- son nagi sig í handarbökin yfir því að hafa horfið á braut, því á sama tíma og RÚV er að blómstra, finnst mér hálfgerð deyfð yfir öllu á Stöð 2. Það er greinilegt að Páll Magn- ússon er að gera góða hluti í stól út- varpsstjóra. Mér finnst líka ákaf- lega vel til fundið að hann skuli lesa fréttirnar. Það er eitthvað „heim- ilislegt“ við að sjá Pál á skjánum. Og vel á minnst: Innslag hans í Spaugstofunni, þar sem hann þurfti að ganga í öll verk á stöðinni, var frábært. Fólk er fljótt að senda inn at- hugasemdir þegar eitthvað fer úr- skeiðis og því finnst mér allt í lagi að minnast á það sem vel er gert, svona til tilbreytingar. Kærar þakk- ir til Páls, Spaugstofumanna og Kastljóssfólksins. Ánægður sjónvarpsáhorfandi. Gulu húsin HVAR eru gulu húsin í bænum? Hvað ætlum við að mála húsin margar kynslóðir í gulu? Hver segir frá þeim? Hver hefur ábyrgðina? Veist þú um heimili þar sem ofbeldi á sér stað í dag? Hvað ætlar þú að gera í því? Hvaða leiðir hafa barnaverndar- nefndir til að stoppa að húsin séu máluð gul? Stuðningurinn heim, hefur hann einhverja leið til að skoða hvort húsin eru gul eða ekki? Hefur alþingi hugleitt að setja ákvæðið sem Austurríkismenn hafa sett um að fjarlægja ofbeldismann af heimili í 10 daga? Í hvaða farvegi er lagabreyting til að fjarlægja fyrningu úr kynferðisglæpum? Hvernig er hægt að fjarlægja við- urkenninguna á kynferðisglæpum úr refsilagaframkvæmdinni, hinni raunverulegu virkni rammans? Erum við of upptekin af klám- væðingu, barnaklámi á netinu og unglingakynlífi til að gera okkur grein fyrir heimilissifjaspellum? Mega þau gleymast? Hvaða sálfræðilegar varnar- aðgerðir fara í gang sem valda því að mæður halda með perrunum, hvort sem þeir taka dæturnar, syst- urnar, frænkurnar, stjúp- eða fóst- urdæturnar eða hvaða litlu kven- menn sem hægt er að ná í innan veggja heimilisins? Af hverju skiptast fjölskyldur í tvær fylk- ingar, aðra sem vill viðurkenna gjörning perrans og einangra hann frá aðgengi að litlum kven- skyldmennum eða hina sem vill þegja um gjörninginn og finnst fórnarlambið hryðjuverkamaður á sviði mannorðs? Ofbeldi í gulu húsunum á Íslandi er í gangi í dag. Hverjir ætla að koma með ráð til að stoppa það. Hvað ætlar foreldrasamstaðan að gera? Hvað ætlar kirkjan að gera? Hvað ætla skólar að gera? Hvað ætlar Félagsþjónustan að gera? Hvað ætla fjölmiðlar að gera? Fleygja á síðurnar öllum málum sem ljótust eru, fullnægja svartri þörf almennings fyrir ljótt, uns allir fá nóg og fara að taka þetta sem sjálfsagðan part af ljótleika mann- legs eðlis? Úff, en sá léttir að þetta er búið, nú get ég haft áhyggjur af bíla- menningunni, vísareikningnum og hvaða neysluvörur séu eitraðar. Allt utanaðkomandi ógnir. Farið svo heim í öryggið. En ég er 7 ára, búin í skólanum, pabbi heima, mamma á kvöldvakt. Er ég þá örugg? Birna. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn 1. Rf3 Rf6 2. c4 e6 3. d4 b6 4. g3 Ba6 5. Rbd2 Bb4 6. Dc2 Bb7 7. Bg2 Be4 8. Dd1 O-O 9. O-O Bxd2 10. Dxd2 d6 11. b3 Rbd7 12. Bb2 De7 13. Dc3 c5 14. Hfd1 a5 15. Hd2 Hfc8 16. Hc1 a4 17. De3 axb3 18. axb3 h6 19. Bh3 d5 20. Re5 cxd4 21. Bxd4 Rxe5 22. Bxe5 b5 23. f3 Bg6 24. c5 Hc6 25. b4 Hca6 26. Bc3 Kh7 27. De5 Df8 28. Df4 Rg8 29. e4 Re7 30. Bf1 De8 31. He1 Dc6 32. Be5 Db7 33. Hed1 Ha4 34. Bc3 Ha3 35. De3 f6 36. Hd3 H8a7 37. Be1 Hxd3 38. Dxd3 dxe4 39. Dxb5 Da8 40. Dc4 Rd5 41. Bf2 e3 42. Be1 Ha2 43. Bd3 Bxd3 44. Dxd3+ f5 45. b5 Staðan kom upp í A-flokki minn- ingarmóts Tigrans Petrosjans sem lauk fyrir skömmu í Nagorno Karab- akh í Armeníu. Viktor Bologan (2682) hafði svart gegn Vassily Iv- ansjúk (2748). 45... Rc3! 46. Dxe3 46. Bxc3 hefði ekki gengið upp vegna þess að eftir 46...Dxf3 47. Hd2 Hxd2 48. Bxd2 Df2+ 49. Kh1 exd2 hefur svartur gjörunnið tafl. 46... Rxd1 47. Dxe6 Ha1 48. Dxf5+ Kh8 49. De5 Rb2 og hvítur gafst upp. Lokastaða mótsins varð þessi: 1. Levo Aronjan (2724) 6 vinninga af 9 mögulegum. 2.–3. Ashot Anastasjan (2596) og Hikaru Nakamura (2662) 5½ v. 4. Ivan Sokolov (2696) 5 v. 5.–8. Vassily Ivansjúk (2748), Karen Asrian (2645), Viktor Bologan (2682) og Bartlomiej Macieja (2592) 4 v. 9.– 10. Alexey Dreev (2694) og Bu Xiangzhi (2637) 3½ v. Bu tapaði þrem skákum gegn Nakamura, Sokolov og Bologan þar sem hann hætti í mótinu sökum þess að veik- indi komu upp í fjölskyldu hans. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik. YOGA •YOGA • YOGA YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT Síðumúla 15, símar 588 5711 og 694 6103 www.yogaheilsa.is • yogaheilsa@yogaheilsa.is Morguntímar, hádegistímar, síðdegistímar og kvöldtímar. Líkamsæfingar, önurnaræfingar, slökun og hugleiðsla Nýtt í Yogastöðinnni Heilsubót - KRAFTYOGA Sértímar fyrir barnshafandi konur og fyrir byrjendur. Dummy texti,Dummy textiDummy textiDummy textiDummy textiDummy textiDummy textiDummy textiDummy textiDummy textiDummy textiDummy textiDummy textiDummy textiDummy ● Stór heildverslun með fatnað. ● Þekkt heildsala með byggingavörur. ● Fjárfestir óskast að þekktu fyrirtæki sem ætlar í útrás. ● Stór veitingahúsakeðja í Noregi. Ársvelta 15 milljarðar kr. ● Lítið framleiðslufyrirtæki með langa og góða rekstrarsögu. ● Danskt framleiðslufyrirtæki með þekktan fatnað fyrir konur. ● Lítil heildverslun með fjölbreyttar vörur og góðan sölumann óskar eftir sameiningu við stærra fyrirtæki. Góð framlegð. ● Mjög arðbær verslun og veitingarekstur úti á landi. Hagstætt verð. ● Skipaviðgerðastöð í Svíþjóð. Góður hagnaður. ● Sérverslun með íþróttavörur. ● Arðbært vinnuvélaverkstæði með föst verkefni. ● Stórt þjónustufyrirtæki í byggingaiðnaði. ● Þekkt sérverslun/heildverslun með vörur fyrir heimili og fyrirtæki. Gott tækifæri fyrir samhent hjón. ● Þekkt heildverslun með gólfefni. ● Rótgróið íbúðahótel á góðum stað í miðbænum. 8 vel búnar íbúðir. ● Meðalstórt framleiðslufyrirtæki. Ársvelta 150 millj. kr. ● Rótgróðið fyrirtæki í hreinsun og útflutningi æðadúns. Góð afkoma. Hentar til flutnings út á land. ● Stórt tréiðnaðarfyrirtæki. ● Matvælavinnsla með þekkt vörumerki. Hentar til flutnings og/eða sameingingar. ● Vel þekkt iðnfyrirtæki með mikla sérstöðu. Ársvelta 70 millj. kr. Góð afkoma. ● Lítil sérverslun með þekktar gjafavörur. Ársvelta 40 millj. kr. ● Þekkt heildverslun/sérverslun með húsgögn og gjafavörur. Ársvelta 70 millj. kr. Góður hagnaður. ● Heildverslun með sérhæfðar tæknivörur. Ársvelta 110 millj. kr. ● Deildir úr heildverslunum með ýmsar vörur. Hentugar sem viðbót fyrir heildverslanir. ● Meðalstórt verktakafyrirtæki í jarðvinnu. Góð verkefnastaða. ● Rótgróin sérverslun með mikla vaxtarmöguleika. Ársvelta 37 millj. kr. ● Heildverslun með búnað og vélar til notkunar í iðnaði. Ársvelta 130 millj. kr. ● Rótgróið þjónustufyrirtæki í byggingaiðnaði. Ársvelta 250 millj. kr. TEPPI Á STIGAHÚS - gott verð - komum og gerum verðtilboð Hef flutt læknisstofu mína úr miðbæ Reykjavíkur í miðbæ Mosfellsbæjar Viðtalsbeiðnum veitt móttaka í netfangið laralla@mmedia.is Lára Halla Maack geðlæknir Má Ég Klippa Þig? ehf. Hef opnað nýja stofu, Má Ég Klippa Þig?ehf Bankastræti 14. í verzluninni Nakti Apinn Gamlir og Nýjir viðskiptavinir hjartanlega velkomnir. Tímapantanir í síma 534 3535 sjáumst, Kolbrún Kristjánsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.