Morgunblaðið - 30.10.2005, Síða 65
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 2005 65
Ferill Árna Egilssonar bassa-leikara verður að teljast ísenn ævintýralegur og
óvenjulegur. Hann vildi upp-
haflega gerast flugmaður en nær-
sýni batt enda á þá drauma og í
staðinn var stefnan tekin á bass-
ann. Það hljóðfæri átti síðan eftir
að stika Árna leið sem lá um víð-
an völl og endaði í draumaverk-
smiðjunni Hollywood. Þar hefur
hann í áratugi verið með vinsæl-
ustu stúdíó-bassaleikurum og
komið að óteljandi kvikmyndum,
sjónvarpsþáttum og hljómplötum,
svo ekki sé minnst á 19 ósk-
arsverðlaunahátíðir – nokkuð sem
enginn annar bassaleikari hefur
afrekað.
Í seinni tíð hefur Árni snúið sérí auknum mæli að tónsmíðum
og nýjasti afrakstur þeirra til-
rauna er diskurinn Kaleidoscope
sem er um marga hluti sérstakur.
„Nokkra hluti má telja sem eru
óvenjulegir, og kannski merki-
legir í sumra augum,“ útskýrir
Árni en strax má greina á tali
hans (sem örlítið er orðið bjagað
af nær hálfrar aldar dvöl utan
landsteinanna) að viðmælandinn
er hæverskur og mildur maður.
„Það má fyrst nefna að þessi
blanda tónlistar hefur aldrei verið
gerð áður, mér vitandi. Þetta er
bræðingur 21. aldar kórtónlistar
og djass. Diskurinn sjálfur er líka
alveg sérstakur og sá fyrsti á Ís-
landi þar sem önnur hlið disksins
er DVD og hin CD. Þessi tækni er
ný, komin frá Sony, og er mér
sagt að aðeins 10 verkefni hafi
verið unnin með þessari tækni
hingað til.“
Þetta óvenjulega snið á disk-inum opnar nýjar leiðir í
framsetningu tónsmíðarinnar, en
aðra hliðina má spila í venjulegum
geislaspilara en á hinni má finna
alveg sömu upptöku, nema hún er
í myndrænu DVD-sjónarspili sem
tekið var upp með Dolby 5.1 víð-
óma hljómi. Upptakan fór fram í
Langholtskirkju í nóvember en
verkið flytur Kór Langholtskirkju
við undirleik Mezzoforte auk ým-
issa einleikara. „Mezzoforte er
heimsfræg hljómsveit, nema á Ís-
landi,“ grínast Árni, „og kórinn er
einn af toppkórum heimsins, svo
jafnvel þó tónlistin mín væri ekki
neitt afrek myndi útkoman örugg-
lega seint verða slæm með þessum
úrvalslistamönnum.“
Útgefandi verksins er Jazzvakn-
ing og er diskurinn afmælisdiskur
þess félagsskapar sem fagnar á
þessu ári þrjátíu ára afmæli.
Verkið sjálft var samið til heiðurs
Jóni Stefánssyni kórstjóra sem í
ár á fjörutíu ára starfsafmæli.
Þeir Jón og Árni eiga þegar aðbaki samstarf sem borið hef-
ur ágætan ávöxt, meðal annars
disk sem kom út fyrir nokkrum
árum með verki Árna fyrir orgel
og kór. „Síðan fórum við að tala
um að semja eitt verk enn, og mér
þótti upplagt að gera eitthvað
óvenjulegt í tilefni af tímamót-
unum hjá honum Jóni. Hann vildi
fá eitthvað með djassáhrifum og
ég vildi gera eitthvað óhefð-
bundið, fá smá framúrstefnu – og
fara í þá átt með Mezzoforte. Ég
hef alltaf verið mikill aðdáandi
þeirrar hljómsveitar og það er
eins og draumur rætist, að fá að
vinna með þessu fólki, alveg stór-
kostlegt,“ segir Árni.
Eins og fyrr sagði hefur tón-listin leitt Árna víða um
heim, en leið hans hefur einnig
legið um ólíkar tónlistarstefnur
og margs konar hljómsveitir, sem
hljóta að hafa sett mark sitt á tón-
smíðar hans og stíl. Það er í raun
mjög viðeigandi að nýjasta verkið
hafi fengið heitið Kaleidoscope,
þegar litið er á fjölbreytnina í
ferli Árna:. „Ég hef spilað bæði
með sinfóníuhljómsveitum, sem
einleikari, í djassböndum og rokk-
grúppum. Þá blandast þessar
stefnur allar einhvern veginn
saman í hausnum á manni.“ Þessi
ferð Árna um tónlistina hófst 1958
og voru samferðamenn hans menn
á borð við John Barbirolli, André
Previn og síðar Jerry Goldsmith
og John Williams. Það eru engar
ýkjur að segja að á Íslandi sé leit-
un að bassaleikara með víðfeðm-
ari og margbreytilegri feril.
Tónsmíðar sínar byrjar Árnialltaf á sama hátt; á byrj-
uninni. „Sumir fara upp á fjöll og
stara upp í himininn til að fá inn-
blástur. Ég bara sest niður og
byrja. Það er það erfiðasta við
þetta; að byrja. Þetta er eins og
með sögurnar, að það er yfirleitt
best að byrja á „einu sinni var“ og
svo fer þetta í ýmsar áttir af
sjálfsdáðum.“
Á Kaleidoscope þurfti Árni hins
vegar að fást við óvenjulegar
áskoranir: „Þetta var alveg sér-
staklega erfitt vegna þess að ég
hafði í raun enga fyrirmynd. Svo
var líka spurning hvort ég ætti að
hafa verkið langt eða stutt, og
hver gerði hvað í hve langan
tíma. Ég vinn með músíkform sem
eru á vissan hátt gagnstæð: Það
er enginn spuni í klassíkinni en
djassinn er eiginlega byggður á
spuna. Ég varð að hugsa mig
lengi og vel um, hvernig ég ætlaði
að blanda þessu tvennu saman.“
Og að vanda er Árni með mörgjárn í eldinum. „Ég ætla að
vona að ég sé ekki að setjast í
helgan stein. Það hefur aldrei ver-
ið meira að gera hjá mér,“ segir
hann. Árni hefur samt ákveðið að
draga úr störfum sínum í upp-
tökuverunum í Hollywood en
helstu verkefni hans þessi miss-
erin eru hér á landi. „Ég er meira
hér heima en ég hef verið áður.
Ýmis verkefni eru að koma upp
hér og eitt þeirra er voðalega
skemmtilegt, tengt jólaleikriti fyr-
ir Þjóðleikhúsið. Um er að ræða
barnaleikrit skrifað af Þorvaldi
Þorsteinssyni, leikstýrt af Þórhalli
Sigurðssyni. Tónlistina geri ég við
ljóð Jóhannesar úr Kötlum. Þetta
verður voða spennandi, held ég,
og ljóð Jóhannesar eru náttúrlega
þjóðargersemi sem kannski hefur
hálfpartinn gleymst. Svo var ég
að skila af mér stykki fyrir tvo
konsertpíanista, annar er rúss-
neskur og hinn þýskur. Þetta er
virtúósastykki fyrir tvö píanó og
stendur til að taka það upp í
Þýskalandi á næsta ári.“
Tónlistin gegnum kviksjá
’Það er enginn spuni íklassíkinni en djassinn
er eiginlega byggður á
spuna. Ég varð að hugsa
mig lengi og vel um,
hvernig ég ætlaði að
blanda þessu tvennu
saman.‘
AF LISTUM
Ásgeir Ingvarsson
Morgunblaðið/Eggert
Árni Egilsson, bassaleikari og tón-
skáld, á fjölbreyttan feril að baki.
asgeiri@mbl.is