Morgunblaðið - 02.11.2005, Side 1

Morgunblaðið - 02.11.2005, Side 1
STOFNAÐ 1913 297. TBL. 93. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Guðjón Rudolf með þjóðsöng Hann er búinn að finna húfuna sína og semur allan daginn | 50 Úr verinu | Slægingarþjónusta komin á Hofsós  Steinbítur í ofn- inn  Grindavík með mestan aflakvóta Íþróttir | Meistaradeildin  Pálmi Rafn og Valur Fannar til Vals  Kostic tekur við 21 árs liðinu Úr verinu og Íþróttir í dag ásamt Möltubúum og Svisslend- ingum. Allar fá þessar þrjár þjóðir 8 stig af 10 í rannsókn Veenhoven. Íslendingar koma fast á hæla granna okkar með 7,8 stig. Sé aðeins litið til Norður- landanna koma Svíar næst á eftir okkur með 7,6 stig, Finnar með 7,5 stig og lestina reka Norðmenn með aðeins 7,4 stig. Löndin sem samkvæmt rann- sókn Veenhoven eru lægst á ham- ingjustuðlinum eru Tanzanía með 3,2 stig, Zimbabwe með 3,3 stig, Moldavía með 3,5 stig, Úkraína með 3,6 stig og Armenía með 3,7 stig. ÍSLENDINGAR eru ein ham- ingjusamasta þjóð í heimi sam- kvæmt könnun Ruut Veenhoven, prófessors í félagsvísindum við Erasmusháskólann í Rotterdam, er nefnist World Database of Happiness, en hún hefur rann- sakað hamingju níutíu þjóða heims og birt niðurstöður sínar þar um árlega sl. 20 ár. Þetta kemur fram í frétt sem birtist í norska dagblaðinu Aftenposten í gær. Samkvæmt rannsókn Veenhov- en eru Danir hamingjusamastir allra Norðurlandabúa og ham- ingjusamasta þjóð í heiminum Danir hamingjusamastir í heimi, Íslendingar fylgja fast á eftir Morgunblaðið/Ásdís Danir og Íslendingar eru hamingjusamastir af Norðurlandabúum. SMÁHÝSI, sem breski arkitektinn Richard Horden hefur hannað, hafa vakið mikla athygli og hafa nú verið tekin í notkun til reynslu hjá háskólayfirvöldum í München í Þýska- landi. Þá hafa bresk yfirvöld einnig sýnt þeim mikinn áhuga. Í húsunum, sem eru 2,74 m á breidd, lengd og hæð, aðeins 7,6 fermetrar, eru samt tvö svefnherbergi, setustofa, eldhús- aðstaða og bað og það síðastnefnda raunar einnig inngangurinn. Setustofan er einnig svefnherbergi, með tvíbreitt rúm, sem fellt er upp að vegg, og skúffuplássið er undir stólunum. Ef rúmið er fellt að veggnum og stólarnir settir til hliðar geta þrjár eða fjórar manneskjur sem hægast tekið nokkur dansspor á gólfinu að því er sagði á fréttavef BBC, breska ríkis- útvarpsins. Nokkurt þorp þessara smáhýsa er nú risið við háskólann í München en þar eru nemendur 90.000 en íbúðir á vegum skól- ans aðeins 10.000. Réttnefnd smáhýsi Berlín. AP, AFP. | Talsmenn atvinnulífsins í Þýskalandi skoruðu í gær á stjórnmálamenn að koma saman ríkisstjórn í landinu svo unnt væri að takast á við brýn úrlausnarefni í efnahagsmálunum. Lýstu þeir mikilli óánægju með óvissuna og í sumum fjölmiðl- um var spurt hvort stjórnmálamennirnir væru ekki með öllum mjalla. Þótt liðinn sé hálfur annar mánuður frá þingkosningunum í Þýskalandi virðist enn nokkuð í land með að stóru flokkarnir, kristi- legir demókratar og jafnaðarmenn, gangi frá myndun nýrrar stjórnar. Síðustu daga hafa innanflokksátök meðal jafnaðarmanna sett svip á stjórnarmyndun- arviðræðurnar og vegna þeirra ákvað Franz Müntefering, formaður jafnaðarmanna, í fyrradag að setjast ekki í stjórn. Í gær var þó haft eftir frammámanni í flokknum, að hann ætlaði að taka þátt í henni en talsmaður flokksins sagði, að það væri ekki alveg víst. Stoiber ekki með Ekki minnkaði óvissan í gær þegar Ed- mund Stoiber, leiðtogi Kristilega sósíalsam- bandsins í Bæjaralandi, bróðurflokks kristi- legra demókrata, ákvað að verða ekki efnahagsráðherra í væntanlegri stjórn eins og fyrirhugað var. Hefur hann lagt til, að Michael Glos taki við embættinu. Stoiber sagði ástæðuna fyrir ákvörðun sinni vera þá, að stjórnmálaástandið hefði breyst, jafnaðarmenn væru ekki jafn út- reiknanlegir og áður. Þjóðverjar að missa þolinmæði Stjórnarmyndun dregst og menn ým- ist á leið inn eða út  Óvissa | 16 ÞORGERÐUR Katrín Gunnars- dóttir, menntamálaráðherra, opnaði formlega Emblu, nýja leitarvél sem skilur íslensku, í gær. Sagðist Þor- gerður sjá fyrir sér að hún ætti eft- ir að nota leitarvélina mikið og „embla á netinu“ eins og hún orðaði það. Embla er samstarfsverkefni mbl.is, Spurl ehf og Orðabókar Há- skólans en vélin er vistuð á mbl.is. Embla leitar á íslenskum vef- svæðum sem nú eru í kringum átta milljónir síðna, ásamt því að leita samhliða í Gagnasafni og Mynda- safni Morgunblaðsins. Embla byggist á verkefninu Beygingarlýsing íslensks nútíma- máls sem unnið var af Orðabók Há- skólans fyrir styrk úr Tungu- tæknisjóði sem menntamálaráðu- neytið setti á laggirnar 1999. Ætlar að „embla á netinu“  Ný leitarvél | 4 Morgunblaðið/Sverrir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra opnar Emblu. „JÖKULLINN hefur tekið mikl- um breytingum á aðeins fáeinum árum,“ segir Benedikt Bragason leiðsögumaður, sem oftsinnis legg- ur leið sína á Mýrdalsjökul vinnu sinnar vegna, en hann rekur vél- sleðaferðir undir merkjum Arcan- um auk þess sem hann annast tækjabúnað Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands sem ætlað er að fylgjast með hreyfingum fjallsins í því skyni að hægt sé að átta sig á því hvenær næst gjósi. Aðspurður segir Benedikt jökul- inn hafa tekið breytingum allhratt. „Mýrdalsjökull er að minnka rétt eins og aðrir jöklar. Við sjáum mjög mikla breytingu á landslaginu hér, vissar jökultungur sem hafa staðið vel frammi undanfarin ár eru á hraðri leið til baka,“ segir Bene- dikt. Spurður hvort jökullinn verði fyrir vikið hættulegri yfirferðar svarar Benedikt því játandi, enda mun fleiri sprungur á nýjum svæð- um í jöklinum. „Á öðrum svæðum hefur hop jökulsins hins vegar þau áhrif að sprungumyndunin hægir á sér þegar skriður minnka úr jökl- inum. Þannig að sumir staðir eru allt í einu orðnir greiðfærir sem okkur datt ekki í hug að fara á áður. Það má segja að jökullinn sé farinn að leyfa okkur að fara á staði sem hann leyfði ekki áður.“ Sem dæmi um síbreytileika jök- ulsins má nefna hina ýmsu íshella sem myndast reglulega og hverfa síðan aftur innan nokkurs tíma. Meðal þess er íshellirinn sem ljós- myndari Morgunblaðsins náði að fanga á filmu þegar hann var á ferð á jöklinum í gær. Að sögn Bene- dikts er venjan að slíkir hellar standi í eitt til tvö ár og má gera ráð fyrir að þessi hellir standi eitthvað fram á næsta ár. „Íshellirinn verð- ur til við það þegar jökullinn skríð- ur fram og keyrir, eins og í þessu tilviki, á stóran klett, sem þrýstir jöklinum upp. Í þessu tilfelli hefur hann myndað stóran boga sem vindurinn hefur náð að leika sér um og brætt þarna upp ágætis helli.“ Mýrdalsjökull tekur hröðum breytingum Morgunblaðið/RAX Fjöldi íshella er í Mýrdalsjökli. Þessi varð til þegar jökullinn skreið fram og rakst á stóran klett sem þrýsti jöklinum upp. Í kjölfarið hefur vindurinn síðan náð að leika um jökulinn og holað heilmikinn helli. Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „Við sjáum mjög mikla breytingu á landslaginu“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.