Morgunblaðið - 02.11.2005, Page 2

Morgunblaðið - 02.11.2005, Page 2
2 MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÓVISSA Í ÞÝSKALANDI Talsmenn atvinnulífsins í Þýska- landi hvöttu í gær frammámenn í stóru flokkunum, jafnaðarmenn og kristilega demókrata, til að ganga sem fyrst frá stjórnarmyndun en hún hefur til þessa einkennst af miklum vandaræðagangi. Í fyrradag virtist Franz Münterfering, formað- ur jafnaðarmanna, ætla að afþakka ráðherrastól vegna þess, að hann varð undir í innanflokksátökum en í gær virtist honum hafa snúist hug- ur. Þá gerðist það í gær, að Edmund Stoiber, leiðtogi bræðraflokks kristi- legra demókrata í Bæjaralandi, ákvað að hafna embætti efnahags- ráðherra. Á meðan bíða mikilvægar ráðstafanir í efnahagsmálunum og sum blöð spurðu í gær hvort þýskir stjórnmálamenn væru gengnir af göflunum. FL Group eykur hlutafé Hlutafé FL verður aukið um 44 milljarða að markaðsvirði, en þar er meðtalið hlutafé sem afhent verður í skiptum fyrir hluti í Sterling Air- lines. Þetta var samþykkt á hlut- hafafundi félagsins í gær. Þá var samþykkt að fækka stjórnar- mönnum um tvo. Bjargaði sér á sundi Níu ára drengur í Keflavík framdi það þrekvirki að bjarga sér á sundi þegar hann féll í smábátahöfnina í Keflavík á sunnudag eftir ólukku- lega sleðaferð. Var hann að renna sér á stýrissleða í brekku ofan við höfnina en tókst ekki að stöðva sig og stökk yfir varnargarð við höfnina og stakkst á kaf í sjóinn. Íslendingar hamingjusamir Íslendingar eru fjórða hamingju- samasta þjóð heims á eftir Dönum, Möltubúum og Svisslendingum. Hin Norðurlöndin koma stutt á eftir, en íbúar Tanzaníu eru verst staddir. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Viðhorf 30 Viðskipti 14 Bréf 35 Erlent 16/17 Minningar 36/40 Minn staður 18 Dans 41 Höfuðborgin 19 Myndasögur 44 Akureyri 20 Dagbók 42/45 Landið 20 Staður og stund 46 Suðurnes 21 Leikhús 48 Daglegt líf 22/23 Bíó 50/53 Menning 24 Ljósvakamiðlar 54 Umræðan 26/34 Veður 55 Forystugrein 28 Staksteinar 55 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                   ! " # $ %        &         '() * +,,,               SJÖTTA SKÁLDVERKIÐ ER KOMIÐ ÚT! „Fólk á öllum aldri smitast af gleðinni … enginn ætti að láta þennan furðufugl fram hjá sér fara.” Þórarinn Þórarinsson / Fréttablaðið Geggjað grín, hörku hasar klístrað klúður www.jpv.is LÍFEYRISSJÓÐUR Suðurlands hefur tilkynnt um verulega lækkun alls lífeyris um þessi mánaðamót. Líf- eyrisgreiðslur til lífeyrisþega á Suð- urnesjum lækka um 16% og greiðslur til lífeyrisþega á Suðurlandi lækka um 12%. Lífeyrissjóður Suðurlands og Líf- eyrissjóður Suðurnesja sameinuðust 1. júlí síðastliðinn og hafa síðan verið reknir undir nafni Lífeyrissjóðs Suð- urlands. Vegna sameiningarinnar var gerð úttekt á tryggingafræðilegri stöðu þeirra, samkvæmt nýjum reglum þar um. Samkvæmt upplýs- ingum Friðjóns Einarssonar fram- kvæmdastjóra varð niðurstaðan sú að lækka þurfti réttindi sjóðfélaga, um 16% á Suðurnesjum og 12% á Suður- landi. Segir hann að aukin örorka og lengri lífaldur valdi mestu um þetta. Friðjón segir að lífeyrissjóðir landsins hafi verið að fara í gegn um þetta ferli og leiðrétta lífeyris- greiðslur í samræmi við niðurstöð- una. Lækkunin er meiri hjá Lífeyr- issjóði Suðurlands en flestum öðrum sjóðum. Friðjón segir að mikið at- vinnuleysi meðal kvenna á Suðurnesj- um hafi leitt til þess að örorka sé þar algengari en víða annars staðar og það skýri meðal annars mikla lækkun lífeyris á því svæði. Hann bendir þó á að réttindi sjóðfélaga hafi verið hækk- uð um liðlega 10% fyrir fimm árum og þurfi að taka tillit til þess þegar litið er á tölurnar. Hins vegar hafi rétt- indin á Suðurlandi ekki verið aukin og því miður þurfi að lækka lífeyris- greiðslur þar um 12%. Spurður um áhrif sameiningarinn- ar segir Friðjón að ráðast hefði þurft í þessar leiðréttingar hvort sem sjóð- irnir hefðu sameinast eða ekki. Hún mundi hins vegar vonandi skila þeim sterkari stöðu í framtíðinni. Lífeyrisgreiðslur lækka um 12–16% AFKOMA Haga á fyrri helmingi yf- irstandandi rekstrarárs, frá mars- mánuði til ágústloka, var töluvert undir væntingum. Tap af rekstrinum nam 708 milljónum króna á tíma- bilinu en á sama tímabili í fyrra var hagnaður tæplega 1,3 milljarðar króna. Mest munar þar um að sölu- hagnaður eignarhluta í öðrum fé- lögum var jákvæður um 2,4 milljarða króna í fyrra en í ár var þessi liður neikvæður um 10 milljónir króna. Framlegð félagsins jókst á milli ára um ríflega 400 milljónir króna en rekstrarkostnaður hækkaði um 657 milljónir króna, þar af jukust laun og launatengd gjöld um 325 milljónir. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) var 614 milljónir að þessu sinni og lækkaði um 71 milljón króna. Eignir félagsins jukust um 3,1 milljarð króna en eigið fé dróst saman um 706 milljónir. Hörð samkeppni skýrir tapið Í fréttatilkynningu frá Högum segir að hagnaðurinn sé langt undir væntingum stjórnenda félagsins. „Gríðarlega hörð samkeppni ríkti á lágvöruenda matvörumarkaðarins nær allt rekstrartímabilið og er það helsta ástæðan fyrir lakari afkomu fyrirtækisins,“ segir í tilkynning- unni. Fram kemur einnig að stjórn- endur félagsins telji að samkeppni verði áfram mikil á matvörumarkaði, því mun félagið á næstu mánuðum leita allra leiða til að auka hag- kvæmni í rekstri með því að endur- skoða innkaup og annan rekstrar- kostnað. Fyrirtæki Haga eru Bónus, Hag- kaup, 10–11, Aðföng, Stórkaup, Ban- anar, Ferskar kjötvörur, Deben- hams, Topshop, Noron (Zara), Útilíf, Trenor (Topshop í Svíþjóð), Skelj- ungur og Orkan. Hjá félaginu starfa um 2.800 manns. Tap rúmar 700 milljónir Afkoma Haga á sex mánaða tímabili töluvert undir væntingum stjórnenda „ÉG hugsaði allan tímann að ég myndi deyja og kannski að ég myndi líklega deyja úr kulda eftir allt sam- an,“ segir Jórunn G. Hólm, nítján ára stúlka sem bjargaðist eins og fyrir kraftaverk þegar fjögurra tonna hliðarvagn flutningabíls fauk ofan á bíl hennar í Leirársveitinni á sunnudagskvöld. Jórunn hafði ekið útaf á bíl sínum í miklum vindstreng sem ríkti þar sem slysið varð og beið hjálpar þeg- ar vörubíll með eftirvagn lenti í sama vindstreng með þeim afleið- ingum að eftirvagninn fauk út af veginum og á bíl Jórunnar. „Ég horfði bara upp og sá vagninn koma á fleygiferð og svo veit ég eiginlega ekki hvernig ég bjargaðist. Kannski beygði ég mig eitthvað, en ég man að ég fékk mjög þungt högg á höf- uðið og fann mikið til í því og alls staðar í líkamanum,“ segir Jórunn. „Ég fylltist strax mikilli innilok- unarkennd og það varð ótrúlega kalt inni í bílnum. Síðan fann ég að vagninn hélt áfram að síga niður á bílinn og hann hélt áfram að leggjast saman, svo ég kom mér einhvern veginn inn í farþegasætið þar sem var meira pláss og þar var ég bara í fósturstellingunni. Ég var ofboðs- lega hrædd við að lamast.“ Héldu í höndina gegnum rifu Ökumaður vöruflutningabílsins kom strax að bíl Jórunnar og fljót- lega bar nokkra aðra menn að, en þeir gátu lítið gert fyrir hana annað en að stinga höndunum inn um þrönga rifu á bílnum og halda í höndina á henni og tala við hana á meðan beðið var eftir sjúkrabíl og slökkviliði til að ná Jórunni út úr bílnum. Eftir fimmtán til tuttugu mínútur komu sjúkraflutningamenn á staðinn, en rúmum klukkutíma eft- ir slysið tókst að ná Jórunni út. „Mér var svo kalt og ég hélt að ég myndi deyja úr kulda. Sjúkraflutn- ingamennirnir réttu mér teppi, en það datt alltaf af mér þar sem ég var og ég gat ekki lagað það, vegna þess að það var svo þröngt,“ segir Jór- unn, sem hefur ekki sofið síðan slys- ið varð. „Ég var og er enn í sjokki og get ekki sofnað, ég er búin að reyna, en ég er öll trekkt.“ Jórunn stundar nám á Fé- lagsliðabraut Borgarholtsskóla og hefur m.a. starfað á dvalarheimilinu Eir. „Mig hefur alltaf langað að vinna með öldruðum í framtíðinni en ég hef miklar áhyggjur af því að það verði ekki úr því, ég meiddi mig mjög mikið í bakinu og var nýkomin úr brjósklosaðgerð,“ segir Jórunn en vonast þó til að ná bata. „Ég fylltist strax mikilli innilokunarkennd“ Morgunblaðið/Brynjar Gauti Jórunn kveðst fullt eins búast við því að mesta áfallið sé enn ókomið, enda sé hún enn ekki fullkomlega með sjálfri sér eftir slysið. Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is EINN slasaðist þegar fólks- bíll og vörubifreið skullu sam- an við gatnamótin við Reykja- nesbraut og Arnarnesveg um klukkan 19 í gærkvöld. Að sögn lögreglunnar í Hafnar- firði var ökumaður fólksbíls- ins fluttur til skoðunar á slysadeild LSH í Fossvogi. Meiðsl hans reyndust ekki al- varleg og var hann útskrif- aður skömmu seinna. Tals- verð hálka var og er við gatnamótin. Fólksbíll og vörubifreið skullu saman ENGINN slasaðist þegar þrír bílar skullu saman laust upp úr kl. 20 í gærkvöldi við afrein af Fífuhvammsvegi í Kópavogi inn á Hafnarfjarðarveg til norðurs. Ein bifreiðin lagðist á hliðina við áreksturinn, en mikil hálka var á svæðinu. Um klukkan sjö í gærkvöld hafði önnur bifreið hafnað þar utan vegar vegna hálkunnar. Engin slys urðu á fólki að sögn lögreglunnar í Kópavogi, en kallað var eftir bíl til þess að salta og eyða hálku í beygjunni. Bílarnir eru ekki taldir vera mikið skemmdir. Þriggja bíla árekstur í Kópavogi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.