Morgunblaðið - 02.11.2005, Side 4
4 MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
„Gagnlegt öllum
sem vinna
að lífsgæðum og
vanda ævigönguna.“
Sigurður Árni Þórðarson
„Ég hef lengi beðið
eftir þessari bók um
lífsgildin og las hana
mér til mikillar ánægju.“
Vigdís Finnbogadóttir
„Gunnar Hersveinn vekur okkur
til umhugsunar um sorg, ást, efa, stríð
og samhengi manneskjunnar
á okkar tímum.“
Sigurbjörg Þrastardóttir
„Áttaviti sem vísar veginn“
Vigdís Finnbogadóttir
www.jpv.is
EMBLA, ný leitarvél á netinu sem
skilur íslensku, var tekin í notkun
í gær. Er vélin vistuð á mbl.is og
aðgengileg þaðan en um er að
ræða samstarfsverkefni mbl.is,
sem leggur til netumhverfi, Spurl
ehf., sem leggur til leitarvélina, og
Orðabókar Háskóla Íslands en öll
málfræðivinna á uppruna sinn þar.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
menntamálaráðherra opnaði vef-
inn formlega í Þjóðarbókhlöðunni
og sagði hún við það tækifæri að
sér þætti nafnið gríðarlega
skemmtilegt og sjálf sæi hún fyrir
sér að hún ætti eftir að embla
mjög mikið á vefnum því mik-
ilvægt væri að hægt væri að nálg-
ast netheimana á forsendum ís-
lenskunnar.
Að sögn Kristínar Bjarnadóttur,
verkefnastjóra hjá Orðabók Há-
skólans, byggist leitarvélin á verk-
efninu „Beygingarlýsing íslensks
nútímamáls“ sem unnið var af
Orðabók Háskólans fyrir styrk úr
Tungutæknisjóði sem mennta-
málaráðuneytið setti á laggirnar
1999. Verkefnið er vistað á síðu
Orðabókar Háskólans og þar get-
ur almenningur flett upp á um
176.000 orðum sem gefa allt upp í
4,8 milljónir beygingarmynda. Á
Emblu eru þessar upplýsingar
notaðar til að tryggja að leitað sé
að öllum orðmyndum innsleginna
orða. Ef Embla þekkir ekki orð
sem slegið er inn sendir hún upp-
lýsingar til baka til Orðabókar
Háskólans og þá er hægt að bæta
því orði við.
Fleiri niðurstöður
Hjálmar Gíslason, fram-
kvæmdastjóri Spurl ehf., segir
Emblu virka þannig að þegar not-
andi slær inn orð athugar Embla
hvort hún þekki þau og leitar svo
að öllum myndum orðsins. Sem
dæmi má nefna að slái notandi inn
leitarorðið „flugvöllur“ finnast líka
greinar þar sem talað er um „flug-
völlinn í Vatnsmýri“ og „Flugvelli
í Evrópu“. Þetta gerir það að
verkum að Embla gefur oft fleiri
niðurstöður en aðrar leitarvélar.
Segir Hjálmar Emblu fyrsta
skrefið í þá átt að gera leitarvélar
hæfar til að leita á íslensku og sé
frekari þróun í þá veru í gangi.
Segir hann flestalla leitartækni
hingað til hafa átt upptök sín á
enskumælandi svæðum og
vegna þess hve enska sé að
þessu leyti einfalt tungumál henti
þær leitarvélar ekki alltaf íslensk-
unni né mörgum öðrum tungu-
málum sem hafi margar beyging-
armyndir. Því væri hægt að taka
þessa hugmyndafræði upp víðar í
heiminum en hann viti ekki til
þess að það hafi verið gert á þenn-
an hátt áður.
Leitað í átta
milljónum vefsíðna
Embla leitar á íslenskum vef-
svæðum, sem nú er í kring um
átta milljónir síðna, ásamt því að
leita samhliða í Gagnasafni og
Myndasafni Morgunblaðsins. Þá
er hægt að leita í öllum fréttum
mbl.is. Í Gagnasafni Morgunblaðs-
ins eru nú um 900.000 fréttir og
greinar frá árinu 1987 til dagsins í
dag, 300.000 fréttir sem skrifaðar
hafa verið á mbl.is eingöngu frá
upphafi árs 1998 og í Myndsafni
eru rúmlega 104.000 myndir. Þá
bendir Embla á innsláttarvillur og
boðið er upp á fjölskylduvæna leit
þar sem leitarvélin síar frá vefsíð-
ur sem ekki eru ætlaðar öllum
aldurshópum.
Auglýsingar tengdar
leitarorðum
Að sögn Ingvars Hjálmarssonar,
netstjóra mbl.is, gefst auglýs-
endum nú tækifæri til að velja
orð, eitt eða fleiri og skrá inn aug-
lýsingu sem tengist orðunum. Í
hvert sinn sem leitað er með völdu
orði birtist auglýsing frá viðkom-
andi í hægri dálki Emblu. Val orða
er án greiðslu en verðið fer eftir
fjölda valinna birtinga. Notendur
og/eða auglýsendur geta einnig
skoðað vinsælustu leitarorðin síð-
asta sólarhring sér til glöggvunar.
Hægt er að nálgast vefinn með
því að smella á flipann Embla á
mbl.is eða slá inn slóðina:
http://embla.mbl.is/
Leitarvélin Embla verður vistuð á mbl.is
Ný leitarvél sem
skilur íslensku
Morgunblaðið/Sverrir
Hjálmar Gíslason, framkvæmdastjóri Spurl ehf., Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Ingvar
Hjálmarsson, netstjóri mbl.is, við opnun nýju netvélarinnar Emblu í Þjóðarbókhlöðunni í gær.
Eftir Sigurhönnu Kristinsdóttur
sigurhanna@mbl.is
ÍSLENSKA sjónvarpsfélagið
ehf. hefur í dag útsendingar á
stöðinni Skjáreinn plús yfir
dreifikerfi Símans. Stöðin, sem
sýnir efni Skjáseins klukkutíma
á eftir, er aðgengileg viðskipta-
vinum breiðbandsins og þeim
sem eru með sjónvarp í gegnum
ADSL.
Að sögn Friðriks Friðriksson-
ar, þróunarstjóra Skjásins, er öll
dagskrá færð til um einn klukku-
tíma og er þar um að ræða
aukna þjónustu við áhorfendur
Skjáseins. „Við höfum orðið varir
við mikinn áhuga á því að koma
til móts við fólk sem vill hnika
dagskránni og hafa meiri mögu-
leika á að horfa á hana þegar því
hentar,“ segir Friðrik.
Skjáreinn plús í „loftið“
PÓLVERJARNIR átján, sem unnið
hafa við Kárahnjúkavirkjun í gegn-
um starfsmannaleiguna 2 B, komu til
Egilsstaða skömmu fyrir hádegi í
gær til að kanna launainnlegg sín í
Landsbankanum og senda fé heim til
fjölskyldna sinna í Póllandi. Ráðgert
hafði verið að þeir færu til síns heima
í fyrradag, en þeir neituðu að yfir-
gefa svæðið fyrr en þeir fengju
launaseðla frá 2 B með uppgjöri við
starfsmannaleiguna í hendur.
„Ég er hér að athuga hvort launin
mín séu rétt greidd og millifæra pen-
inga til Póllands,“ sagði Krzysztof
Dobrowski, einn pólsku starfsmann-
anna í Landsbankanum í gær. „Ég
veit ekki hvort eða hvenær ég fer til
baka til Póllands en ég og félagar
mínir hafa áhyggjur. Það er óþolandi
að starfsmannaleigan hafi farið inn á
reikninga okkar og við viljum fylgj-
ast með því hvort einhverjar þúsund-
ir króna séu að týnast út af reikning-
unum. Við förum nú aftur í Kára-
hnjúka og reynum að sjá hvað setur,
með hjálp verkalýðsfélaganna, sem
eru að aðstoða okkur í þessum vand-
ræðum. Við viljum fá launaseðlana
til að bera þá við bankainnlegg og sjá
að okkar mál séu á hreinu áður en við
færum okkur um set. Við erum mjög
vonsviknir, en okkur hefur sumum
verið boðin önnur vinna og með það
erum við ánægðir. Við viljum ekkert
endilega fara héðan. En í dag veit ég
ekkert hvað verður.“
Eftir hádegismat á Egilsstöðum
fóru þeir aftur upp í Kárahnjúka, í
búðir Suðurverks þar sem þeir hafa
unnið sl. mánuði og hyggjast dvelja
þar efra í boði verktakafyrirtækisins
uns launaseðlarnir liggja fyrir.
Taka hugsanlega aðra vinnu
Oddur Friðriksson, yfirtrúnaðar-
maður við Kárahnjúkavirkjun, sagði
í samtali við Morgunblaðið í gær
ekkert hafa skýrst varðandi afhend-
ingu launaseðlanna umræddu og
væri það mál í höndum Sveins Andra
Sveinssonar, lögmanns 2 B. Lög-
maðurinn hefur sagt það samnings-
mál milli 2 B og mannanna að starfs-
mannaleigan geymi launaseðlana,
þeim hafi verið greidd laun, orlof og
annað tilheyrandi.
Við erum að reyna finna lausn á
þessu,“ sagði Oddur. „Við sættum
okkur ekki við að Pólverjarnir fái
launaseðlana sína á Keflavíkurflug-
velli og þeir verða uppfrá uns úr
leysist.“
Starfsmenn 2 B könnuðu launainnlegg
sín hjá Landsbanka á Egilsstöðum
Morgunblaðið/Steinunn
Pólverjarnir skoðuðu stöðuna á reikningum sínum hjá Landsbankanum.
Bíða áfram eftir
launaseðlunum
Eftir Steinunni Ásmundsdóttur
austurland@mbl.is