Morgunblaðið - 02.11.2005, Síða 6

Morgunblaðið - 02.11.2005, Síða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 5.sæti RAGNHEIÐUR Elín Árnadóttir, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, segir að verið sé að kanna hjá bandarískum stjórnvöldum hvort flugvélar sem flutt hafi fanga til landa þar sem pyntingar eru leyfð- ar, hafi millilent á Íslandi eða farið um íslenska lofthelgi. Íslensk stjórnvöld hafi engar upplýsingar fengið um slíkt og ekki hefði verið staðfest að þær flugvélar sem fjallað hefur verið um í því sam- hengi hefðu í raun og veru verið notaðar til fangaflutninga. Í svari danska samgönguráð- herrans við fyrirspurn dansks stjórnarandstöðuþingmanns eru talin upp rúmlega 40 kallnúmer flugvéla og upplýsingar gefnar um hvort þær hafi farið um danska lofthelgi eða lent í Danmörku. Ekkert kemur fram um hvort þær hafi hugsanlega flutt fanga fyrir bandarísku leyniþjónustuna CIA. Raunar var ekki spurt um það enda ólíklegt að danski samgöngu- ráðherrann hafi þær upplýsingar. Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá Flugmála- stjórn á Keflavíkurflugvelli í gær hafa 16 þeirra véla sem danski ráð- herrann var spurður um haft við- komu á Keflavíkurflugvelli frá árs- byrjun 2001. Sumar hafa aðeins komið einu sinni en aðrar mun oft- ar eða allt að 15 sinnum. Alls lentu vélarnar 72 sinnum á Keflavíkur- flugvelli og ein á Reykjavíkurflug- velli. Samkvæmt upplýsingum frá Flugmálastjórn Íslands fóru fjórar þessara véla um íslenska lofthelgi á þessu ári í alls 11 skipti. Vélarnar eru allar skráðar í Bandaríkjunum sem borgaralegar flugvélar, þ.e. ekki á vegum stjórnvalda. Ekki er bannað að flytja fanga á milli landa. Pyntingar eru hins vegar bannaðar og það er í and- stöðu við samning Sameinuðu þjóð- anna gegn pyntingum að „endur- senda eða framselja mann til annars ríkis ef veruleg ástæða er til að ætla að hann eigi þar á hættu að sæta pyndingum“. Á þetta hefur Amnesty International á Íslandi m.a. bent og jafnframt lýst yfir þungum áhyggjum af fréttum um að „bandarískar herflugvélar“ hafi haft hér viðkomu á leið sinni til landa þar sem vitað er að beitt sé pyntingum. Fengi væntanlega ekki leyfi Ragnheiður Elín sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að íslensk stjórnvöld vildu standa við alla sáttmála sem þau hefðu skrifað undir, þ.m.t. um meðferð fanga. Ef fyrir lægi vitneskja um að flugvél væri að flytja fanga sem ekki nytu lögbundinna mannréttinda, mætti gera ráð fyrir að slík véli fengi ekki leyfi til að fara um íslenska lofthelgi eða lenda á íslenskum flugvöllum. Flugvélar á vegum erlendra stjórnvalda sem fara um lofthelg- ina eða þurfa að millilenda hér, verða að óska eftir yfirflugs- eða lendingarleyfi, skv. svonefndum Chicago-sáttmála. Borgaralegar flugvélar þurfa ekki slík leyfi. Ragnheiður Elín sagði að banda- rísk stjórnvöld hefðu aldrei óskað eftir leyfi til að flytja fanga um ís- lenska lofthelgi og ekkert slíkt leyfi verið veitt. Hún minnti jafn- framt á að enn sem komið er hefði ekki verið staðfest að umræddar flugvélar hefðu flutt fanga. Erfitt að bregðast við röngum upplýsingum Aðspurð hvort ekki gæti reynst erfitt að fá upplýsingar um flutn- inga fanga á vegum leyniþjónustu Bandaríkjanna, sagði Ragnheiður Elín að það væri hugsanlegt. „Við fáum vonandi réttar upplýsingar um það sem við spyrjum um.“ Eftir umræðu um fangaflugið í Danmörku í sumar sá danski utan- ríkisráðherrann, Per Stig Møller, ástæðu til að benda Bandaríkja- mönnum á að dönsk yfirvöld vildu ekki að lofthelgi Danmerkur væri notuð til verka sem ekki samrýmd- ust alþjóðlegum sáttmálum. Spurð hvort til greina komi að Íslend- ingar gefi út slíka ítrekun, sagðist Ragnheiður Elín ekki geta svarað því. Þá benti hún á að þar sem um væri að ræða borgaralegar flug- vélar þyrfti ekki að gefa upp til- gang ferðanna, aðeins fjölda far- þega, komu- og brottfarartíma og slíkt. Varðandi þá vél sem lenti á Keflavíkurflugvelli 8. mars á leið frá Kaupmannahöfn til Kanada hefðu tveir verið skráðir um borð. Íslensk stjórnvöld hafa engar upplýsingar um meinta flutninga CIA á föngum Verið að kanna hvort flogið hafi verið með fanga um Ísland Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is  Meira á mbl.is/ítarefni Flugvél af þessari gerð er sögð hafa flutt fanga á milli landa. UPPLÝSINGAR um að flugvélar sem danskir fjölmiðlar hafa sagt hafa flutt fanga á vegum bandarísku leyni- þjónustunnar, CIA, hafi farið um ís- lenska lofthelgi og lent á íslenskum flugvöllum, hafa eðlilega vakið mikla athygli. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem þetta kemur fram og á Norðurlönd- unum hefur talsvert verið fjallað um slíka fangaflutninga. Það vakti t.a.m. mikla athygli þegar fréttir voru flutt- ar af því í fyrra að árið 2001 hefði sænska leyniþjónustan afhent CIA tvo Egypta sem höfðu sótt um hæli í Svíþjóð. Greint var frá því að þeir hefðu verið hlekkjaðir og þeim gefin svefnlyf áður en flugvélin, sem var einkaþota af gerðinni Gulfstream, hélt frá Svíþjóð til Egyptalands. Þá varð mikil umræða um málið í Danmörku í vor eftir að upplýsingar komu fram um að flugvél CIA, sem notuð hefði verið til að flytja meinta hryðjuverkamenn með leynilegum hætti, hefði margoft farið um danska lofthelgi frá árinu 2001. Danski utan- ríkisráðherrann, Per Stig Møller, minnti í kjölfarið Bandaríkjamenn á að dönsk stjórnvöld vildu ekki að dönsk lofthelgi yrði notuð í ein- hverjum tilgangi sem ekki samrýmd- ist alþjóðlegum sáttmálum. Rétt er að benda á að bandarísk stjórnvöld hafa ekki viðurkennt að hafa flutt fanga til landa þar sem pyntingar eru stundaðar, í þeim til- gangi að þar verði þeir áfram hafðir í haldi og yfirheyrðir. Til Dubai og Billund Nýjustu upplýsingar um málið komu fram í svari danska samgöngu- ráðherrans, Flemming Hansen, til Frank Aaen, talsmanns vinstriflokks- ins Einingarlistans. Aaen spurði um rúmlega 40 flugvélar og fékk þau svör að sjö hefðu farið um danska loft- helgi. Þar af komu fimm við á Íslandi. Það er einmitt þota af þeirri gerð sem kemur fyrir í umfjöllun Washington Post um notkun einkaþotna í „stríð- inu gegn hryðjuverkum“. Þar kemur m.a. að CIA hafi notað Gulfstream þotu til að flytja meinta hryðjuverka- menn á milli landa, m.a. til Indónesíu og Pakistan. Þar sé yfirheyrslum haldið áfram en mannréttindasamtök hafa bent á að þar sé beitt harkalegri „yfirheyrsluaðferðum“ en leyfðar eru á Vesturlöndum. Flugvélin var skráð á leppfyrirtæki og þóttu vinnubrögð við stofnun þess minna mjög á vinnu- brögð CIA. Hún hefur ekki lent á Keflavíkurflugvelli, skv. upplýsingum frá flugmálayfirvöldum. Einkaþotur notaðar við fangaflutninga  Meira á mbl.is/ítarefni ÞRÍR drengir bönkuðu upp á í húsi einu á Egilsstöðum á dögunum og buðu góðverk. Húsráðandi varð nokkuð hvumsa yfir til- boðinu en drengirnir sátu fast við sinn keip og sögðust vilja gera góðverk og það gæti verið hvað sem væri. Varð úr að þeim voru fengnar skóflur í hendur og mokuðu þeir galvaskir frá bæjardyrum snjó og krapa og linntu ekki látum fyrr en allt var hreint. Piltarnir þrír, Hörður Bragi Helgason, Sigtryggur Örn Björnsson og Jón Otti Guttormsson, eru allir 12 ára að aldri, og eru þátttakendur í TTT-hóp unglingastarfs Egilsstaðakirkju. Það var verkefni þeirra og nokkurra annarra hópa þennan daginn að ganga í hús og bjóða fram krafta sína. „Við erum búnir að fara í mörg hús í dag, kannski svona tíu,“ sagði Hörður Bragi. „Sumir afþakka bara góðverkið eða segja að þeir hafi ekkert handa okkur að gera, aðrir spyrja hvað við getum. Fólk verður svolítið hissa á þessu og einhverjir halda kannski að við séum með gabb eða viljum fá eitthvað í staðinn.“ Þeir segjast hafa séð það fyrir að fólk gæti orðið svolítið klumsa vegna góðverka- boðsins svo þeir láti það ekkert á sig fá. Það sé greinilega ekki vanalegt að fólki sé boðið góðverk. „Við gerum ýmislegt fleira á vegum TTT, t.d. erum við með eitt barn úti á Ind- landi sem við styrkjum alveg,“ segir Jón Otti. Þeir töldu góðverkin skemmtilega iðju og stefndu að því að gera hátt í 30 góð- verk þennan dag. „Við höfum lent í að moka snjó fyrir fólk, raða skóm í for- stofum, taka til í geymslum og úti við, ryk- suga stigaganga, þurrka af og syngja. Í fyrra gerðum við þetta líka og það fyndn- asta var þegar við vorum beðnir um að ryksuga eldhús, gang og stigagang hjá einum húseigandanum,“ segir Hörður Bragi. Drengirnir voru kvaddir með virktum og nokkrum góðgerðum að mokstri lokn- um, auk fyrirheits um að húsráðandi skyldi gera fyrir þá sjálfa góðverk þegar þeim lægi á. Heimsókn þeirra vakti vanga- veltur um það af hverju fólk verður hissa og jafnvel tortryggið þegar einhver knýr dyra og vill gera viðvik án endurgjalds. Heimsóknin kom þessum tiltekna húsráð- anda á Egilsstöðum í jólaskap og stimplaði inn hugsun um samhjálp og góðvild gagn- vart náunganum. Má bjóða þér góðverk? Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Þeir Hörður Bragi, Sigtryggur Örn og Jón Otti gengu í hús á Egilsstöðum og buðu fólki að gera fyrir það góðverk, en þeir eru þátttakendur í TTT-hópi unglingastarfs Egilsstaðakirkju. Eftir Steinunni Ásmundsdóttur austurland@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.