Morgunblaðið - 02.11.2005, Qupperneq 8
8 MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Auðbrekku 9-11
200 Kópavogur
Sími: 520 4500
Fax: 520 4501
sg@sg.is
www.sg.is
S. Guðjónsson er í fremstu röð í sölu á raf-
og lýsingarbúnaði á Íslandi og býður upp á
heimsfræg vörumerki, t.d. GIRA, Bticino,
Modular, Kreon og Regent.
EKKI KLIKKA Á
SMÁATRIÐUNUM
TENGLAR OG ROFAR Í MÖRGUM
LITUM OG GERÐUM.
F
A
B
R
IK
A
N
Gengi íslensku krón-unnar hefur veriðmikið í um-
ræðunni að undanförnu og
ekki að ástæðulausu. Á
meðan almenningur nýtir
sér sterka stöðu krónunn-
ar gagnvart dollara með
innflutningi á alls kyns
varningi berjast útflutn-
ingsfyrirtæki í bökkum og
fréttir af hagræðingum
hjá sjávarútvegsfyrirtækj-
um, með tilheyrandi upp-
sögnum, berast með reglu-
legu millibili. Í efnahags-
ályktun aðalfundar Lands-
sambands íslenskra útvegsmanna
sem fram fór um liðna helgi eru
stjórnvöld hvött til að grípa til að-
gerða svo fyrirtæki í sjávarútvegi
heltist ekki úr lestinni, fólk missi
vinnuna og samfélagið tapi þegar
upp er staðið.
Í einföldu máli má segja að
gengishækkunin mikla hafi hafist í
kjölfar yfirlýsinga um stóriðju-
framkvæmdir á Austurlandi en í
ljósi þeirra gerði Seðlabankinn ráð
fyrir yfirvofandi þenslu og henni
þurfti að mæta með stýrivaxta-
hækkunum. Stýrivaxtaferlið hófst
fyrir alvöru í maí árið 2004 og voru
stýrivextir þá í kringum 5% en
þeir hafa hækkað um rúm fimm
prósentustig síðan. Eftir að ríkið
boðaði breytingar á íbúðalánasjóði
með lækkun vaxta og hækkun veð-
heimilda til að fjármagna íbúða-
kaup, öttu þeir bönkunum út í
samkeppni og með íbúðalánum
bankanna fór húsnæðismarkaður-
inn af stað. Húsnæðisverð hefur
hækkað um 40% á síðastliðnum 12
mánuðum og Seðlabankinn fékk
yfir sig mikla verðbólgu, þar sem
húsnæðisverð er svo stór hluti
vísitölu neysluverðs, sem þurfti að
bregðast við með enn meiri stýri-
vaxtahækkunum. Gengi krónunn-
ar styrktist í kjölfarið og einka-
neysla almennings jókst gríðar-
lega, vegna auðsáhrifa samfara
hærra fasteignaverði. Á sama
tíma var dollarinn að gefa eftir
þannig að krónan styrktist tölu-
vert mikið gagnvart honum og
mikil aukning varð í innflutningi á
vörum og þjónustu.
Stórtíðindi í íslenskum
fjármálaheimi
Gengi krónunnar var því mjög
hátt þegar í lok ágústmánaðar síð-
astliðins kom upp ný staða, útgáfa
erlendra skuldabréfa í íslenskum
krónum hófst. „Við erum búin að
fá yfir hundrað milljarða inn í hag-
kerfið á síðustu mánuðum,“ segir
Steingrímur Arnar Finnsson, hjá
greiningardeild KB banka, sem
segir útgáfuna vera ein stærstu
tíðindi í íslenskum fjármálamark-
aði í lengri tíma og lýsandi dæmi
um samþættingu íslenska fjár-
málakerfisins við það erlenda.
„Við hjá greiningardeildinni
áætluðum að hreint innflæði
vegna stóriðju á þessu ári yrði í
kringum 30 til 35 milljarðar og eft-
irspurn eftir krónum í gegnum
þessa erlendu skuldabréfaútgáfu
er því þrefalt á við það sem upp-
haflega var áætlað að myndi renna
inn. Það hefur styrkt krónuna al-
veg gríðarlega.“
Steingrímur segir að þó svo að
krónan sé miklu sterkari en geti
staðist til lengri tíma litið þá geri
greiningardeild KB banka ráð fyr-
ir því að hún verði áfram sterk
næstu sex til tólf mánuði. Hins
vegar megi gera ráð fyrir því að
krónan muni byrja að veikjast áð-
ur en stóriðjuframkvæmdum lýk-
ur. „Við gerum ráð fyrir því að á
árinu 2006 verði góður gangur í
efnahagslífinu og eitthvað fram á
árið 2007.“
Niðursveifla árið 2007
Ingólfur Bender, hjá greining-
ardeild Íslandsbanka, tekur undir
orð kollega síns um áframhaldandi
hátt gengi krónunnar og segir fyr-
irséð að það haldist að minnsta
kosti vel fram á næsta ár. Grein-
ingardeild Íslandsbanka spáir um
20 til 25% lækkun gengis krónunn-
ar á næstu tveimur árum eða í að-
draganda og samhliða því að yf-
irstandandi stóriðjuframkvæmd-
um lýkur. „Í spánni er gengið út
frá því að ekki komi til frekari
stóriðjuframkvæmda strax í kjöl-
far þeirra sem nú standa yfir.
Þarna er nokkur óvissa þar sem
frekari framkvæmdir eru á teikni-
borðinu sem hugsanlega gætu haf-
ist á allra næstu árum. Bæði er þar
um að ræða álver í Helguvík og
stækkun álversins í Straumsvík,
svo nokkuð sé nefnt,“ segir Ing-
ólfur og bætir við að ef af þessum
framkvæmdum verði ætti það að
mýkja niðursveifluna sem spáð er
árið 2007.
Ef spáin gengur eftir mun það
hafa talsverð áhrif á neytendur því
verð innfluttrar vöru og þjónustu
hækkar og verðbólgan eykst um
tíma. Þetta mun rýra kaupmáttinn
en einnig koma niður á skuldsett-
um heimilum og þá sérstaklega
þeim sem skulda í erlendum gjald-
eyri en einnig þeim heimilum sem
skulda verðtryggt í krónum þar
sem vísitala neysluverðs er svo ná-
tengd þróun gengisins. „Á heildina
litið rýrir þetta hag heimilanna og
gæti til að mynda komið með af-
leitum hætti niður á þróun hús-
næðisverðs og öðru eignaverði.“
Þannig gætu þeir orðið illa úti sem
hafa nýlega ráðist í mjög skuldsett
íbúðakaup.
Fréttaskýring | Ekki er útlit fyrir að ís-
lenska krónan gefi eftir alveg á næstunni
Ógn við
stöðugleika
Útgáfa erlendra skuldabréfa í íslensk-
um krónum komin í hundrað milljarða
Gengi krónunnar er talið hættulega hátt.
Krónan verði áfram sterk
næstu sex til tólf mánuði
Greiningardeildir KB banka
og Íslandsbanka eru sammála í
spám sínum um að gengi krón-
unnar muni ekki veikjast næstu
sex til tólf mánuði. Þegar líða fer
að lokum stóriðjuframkvæmda
árið 2007 gæti hins vegar dregið
til tíðinda og spáir Íslandsbanki
allt að 20 til 25% lækkun gengis
krónunnar sem í heildina rýrir
hag heimilanna og gæti, með af-
leitum hætti, komið niður á þró-
un húsnæðisverðs.
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
„ÞETTA er mér hvatning til að
halda áfram að gera sögur og mynd-
ir,“ segir Þorgerður Jörundsdóttir
myndlistarmaður og rithöfundur, í
samtali við Morgunblaðið, en bók
hennar Þverúlfs saga grimma var
valin besta handrit að mynd-
skreyttri sögu handa ungum les-
endum í keppni sem Bókaútgáfan
Æskan efndi til í tilefni af 75 ára af-
mæli útgáfunnar. Tilkynnt var um
úrslitin í gær og var Þorgerði afhent
verðlaunafé sem nam 400 þúsund
krónum sem Sigurjón Sighvatsson
kvikmyndaframleiðandi og Suzuki
bílar hf. lögðu til.
Aðspurð segir Þorgerður hug-
myndina að bókinni komna frá sex
ára gömlum syni hennar, Jörundi,
sem hafi veitt henni ótal hugmyndir
til að búa til aðalsöguhetju bók-
arinnar, en ljósmyndir af Jörundi
prýða jafnframt klippimyndir bók-
arinnar. „Þetta er saga sem fjallar
um smá þvermóðskukast hjá litlum
strák og hvernig hann kemur til
baka úr því eftir að hafa lent í tölu-
verðum ævintýrum á leiðinni,“ segir
Þorgerður sem á fjögur önnur börn.
Aðspurð segir hún afar auðvelt að
setja sig inn í hugarheim og hegðun
barna þegar maður hafi þau sífellt í
kringum sig. „Maður sér hvernig
þau tala, hvernig þau hugsa og
hvernig rökhugsun þeirra virkar.“
Spurð hversu lengi hún hafi verið
að vinna bókina svarar Þorgerður
því til að hún hafi ekki verið lengi að
vinna textann, en hins vegar hafi
tekið töluverðan tíma að vinna
myndirnar. „Þetta eru flóknar
myndir, klippimyndir, og það tók
langan tíma að safna saman efni og
láta þær ganga upp. Þær eru ekki
beint einfaldar.“ Aðspurð hvort hún
sé komin með hugmynd að næstu
bók svarar Þorgerður því játandi.
„Ég er með nokkrar hugmyndir ofan
í skúffu, sem vonandi líta einhvern
tímann dagsins ljós.“
Samkeppninni ætlað að örva
lestraráhuga ungra barna
Að því er fram kemur í frétta-
tilkynningu frá Æskunni var mark-
mið samkeppninnar að örva lestr-
aráhuga ungra barna, en fjöldi
kannana hefur sýnt að úr honum
hefur dregið. Í keppnina bárust alls
63 handrit og var þar að mati manna
margt gott efni. Dómnefndina skip-
uðu Árni Árnason kennari og rithöf-
undur, formaður, Guðrún Karls-
dóttir íslenskukennari og Sigrún
Karlsdóttir félagsráðgjafi.
Fram kemur að nefndin hafi verið
á einu máli um að Þorgerður skyldi
hljóta verðlaunin fyrir verk sitt
Þverúlfs saga grimma, bráð-
skemmtilega sögu með afar snjöllum
og smellnum klippimyndum. Þetta
er fyrsta bók höfundar sem er fimm
barna móðir. Hún tók BA-próf í
heimspeki við Háskóla Íslands 1995
og lauk prófi frá Myndlista- og
handíðaskóla Íslands 1999. Hún
hlaut þýðingarverðlaun Fræðslu-
ráðs Reykjavíkur 1998. Í rökstuðn-
ingi dómnefndar segir: „Bókin höfð-
ar að sjálfsögðu til ungra lesenda –
en hentar einnig afar vel til upp-
lestrar fyrir þau börn sem ekki
kunna enn að lesa, til gamans fyrir
þau og þann sem les.“
Morgunblaðið/Sverrir
Þorgerður Jörundsdóttir, myndlistarmaður og rithöfundur, tekur hér við viðurkenningu í samkeppni sem Bóka-
útgáfan Æskan efndi til. Bók Þorgerðar, Þverúlfs saga grimma, var valin besta handrit að myndskreyttri sögu.
„Ég er með nokkrar hug-
myndir ofan í skúffu“
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is