Morgunblaðið - 02.11.2005, Page 11

Morgunblaðið - 02.11.2005, Page 11
FJÖLDI manns heiðraði Hrafn Jökulsson, blaðamann og skákfrömuð, sem fagnaði 40 ára afmæli í gær. Af- mælið var um margt óvenjulegt. Meðal annars voru gestir leystir út með gjöf; bók með 40 úrvalsskákum sem Hrafn hafði valið. Efnt var til skákmóts barna sem mættu í afmælið og hinir eldri settust einnig að tafli. Á myndinni er Örnólfur, sonur Hrafns, að lesa upp ljóð fyrir föður sinn og gesti. Gestir leystir út með gjöfum Morgunblaðið/Ómar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2005 11 FRÉTTIR KULDAKÖSTUM á vetrum mun fækka og sumur lengjast. Það vorar fyrr og haustin verða hlýrri og vara lengur, ef svo fer fram sem horfir í veðurfarsspá fyrir Ísland sem nær til loka þessarar aldar. Þá er því spáð að vetrar- og sumarúrkoma muni aukast norðaustanlands, en að haustrigning- ar aukist sunnanlands og vestan. Úrkomuaukningin gæti numið 10– 20% á landinu öllu og líklega fremur í mynd rigningar en snjókomu. Meðal árshiti gæti stigið um 2–3 stig inn til landsins á þessari öld og veðurfar hér á landi í lok 21. aldarinnar orðið svip- að því sem nú gerist í Færeyjum og Norður-Skotlandi. „Veðurfarshorfur fram eftir öld- inni,“ var yfirskrift fyrirlesturs sem Haraldur Ólafsson, prófessor í veður- fræði við Háskóla Íslands, hélt í sal Landbúnaðarháskólans á Keldnaholti á mánudag. Þar greindi Haraldur frá niðurstöðum sínum og Ólafs Rögn- valdssonar, doktorsnema í veður- fræði við háskólann í Björgvin. Verk- efnið er angi af stærra verkefni sem unnið er að hjá nemendum Haraldar í veðurfræði við Háskóla Íslands í sam- vinnu við Veðurstofu Íslands, Reikni- stofu í veðurfræði og norska vísinda- menn. Gerð hefur verið veðurfars- spár fyrir Ísland í mun þéttara reiknineti en tíðkast hefur undanfarin ár. Þéttara net hefur m.a. þau áhrif að lægðir koma betur fram og einnig áhrif landslags á veðurfar. Haraldur segir að skoðað hafi verið hvernig veðurfars mætti vænta hér á landi á árunum 2070–2100. Útlit er fyrir að veðurfarið þróist jafnt og þétt í þá átt sem niðurstaðan greinir. Hins vegar eru sveiflurnar öfgakenndari frá ári til árs og einnig frá áratug til áratugar. Þannig verða skammæju sveiflurnar væntanlega meira áber- andi en langtímaþróunin, að sögn Haraldar. Vísbendingar eru um að hlýnun verði meiri í innsveitum en út til sjáv- ar, að sögn Haraldar. Það er þó nokkrum vafa undirorpið. „Ég tel það trúverðugast í þessari spá að kulda- köst að vetri og vori verði vægari og þeim fækki í framtíðinni,“ sagði Har- aldur. Spáin er túlkun á þeim áhrifum sem hnattræn hlýnun kann að hafa fyrir Ísland, að sögn Haraldar. „Því er spáð að hnattræn hlýnun verði minni á okkar slóðum en víða annars staðar. Hún verði áberandi mikil á norðurslóðum, Norður-Grænlandi, á Svalbarða og í Síberíu, þar sem nú er hafís. Þegar hann hverfur verða við- brigðin meiri.“ Veðurfarsbreytingin, sem spáð er, hlýnun og aukin væta, verður hag- stæð fyrir gróðurfar. Veðurfarsspá fyrir Ísland fram eftir 21. öldinni Kuldaköstum fækkar Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is EITT af því sem hefur áunnist í jafnréttis- málum á síðustu tíu árum er að víðast hvar í lýðræðisríkjum er ekki lengur rifist um hvort það skipti máli hvort konur taki þátt í stjórn- málum eða ekki. Í flestum lýðræðisríkjum er það talið vandamál ef konur eru fáar á þingi og víða er reynt að tryggja að hlutfall þeirra sé ekki of lágt. Þetta segir dr. Anne Phillips, prófessor í stjórnmálafræði við London School of Econo- mics, en hún flutti erindi á ráðstefnunni Kon- ur í hnattrænum heimi – Peking áratug áleiðis, sem Unifem og Rannsóknarstofa í kvenna- og kynjafræðum við HÍ, stóðu fyrir nýverið. Þar var fjallað um hvað hefði unnist í jafnréttismálum á síðustu tíu árum og beindi Phillips sjónum sínum að hvernig stjórnmálaþátttaka kvenna hefði þróast. „Viðhorfið til þátttöku kvenna í stjórn- málum hefur breyst þannig að víða í lýðræð- isríkjum þykir nú sjálfsagt að reyna að gera eitthvað í því ef hlutur kvenna í stjórnmálum er rýr. Hins vegar er auðvitað afar misjafnt hvort framkvæmt sé í samræmi við það sem rætt er um og þykir rétt að gera,“ segir Phillips. Hún bendir á að í næstum helmingi allra landa í heiminum sé reynt að tryggja að fjöldi kvenna sem kjörinna fulltrúa fari ekki niður fyrir ákveðin mörk. Þó sé misjafnt hvort það sé bundið í lög eða ekki og hvernig útfærslan er, t.d. hvort notaðir eru kynja- kvótar. Þetta eigi við í öllum heimsálfum hvort sem um sé að ræða Evrópu, Suður- Ameríku, Afríku eða Asíu, svo dæmi séu tek- in. „Í mörgum ríkjum hefur verið tekið upp lýðræðislegt stjórnkerfi á síðustu tíu árum og þar er alltaf hugað að því að tryggja að konur taki þátt í stjórn landsins. Þetta var ekki talið sjálfsagt fyrir 20 árum,“ útskýrir hún. Hún nefnir Rúanda og Írak sem dæmi en bendir á að staðan í Írak sé nokkuð sérstök því aðgerðir til að tryggja þátttöku kvenna í stjórnmálum séu fyrst og fremst komnar til vegna mikils þrýstings frá utanaðkomandi ríkjum. Þróunin í atvinnulífi í hina áttina Um leið og það hefur smám saman farið að þykja sjálfsagt að grípa til aðgerða til að tryggja þátttöku kvenna í stjórnmálum hefur umræða og viðhorf farið í andstæða átt hvað varðar atvinnulífið. Nýfrjálshyggja og ein- staklingshyggja ráði þar ríkjum, að sögn Phillips. „Í þeirri umræðu er það viðtekin skoðun að einstaklingurinn eigi að gera eitthvað sjálfur í sínum málum, kerfið eigi að vera sem frjálsast, markaðurinn eigi að stjórna og yfirvöld ekki að skipta sér mikið af, til dæm- is, varðandi launamun kynjanna sem er víð- ast hvar mikill og hvort konur hafi þar völd og áhrif. Þar er viðkvæðið að einstakling- urinn eigi að gera eitthvað sjálfur í sínum málum. Það er merkilegt að það þyki fullkomlega réttlætanlegt að nota einhvers konar aðgerð- ir til að tryggja jafnrétti á pólitíska sviðinu en alls ekki í atvinnulífi og það er at- hyglisvert að viðhorfin hafi þróast svona í sitthvora áttina á sama tíma,“ segir hún og bætir við: „Ef við hefðum látið þátttöku kvenna í stjórnmálum ráðast af sömu viðhorfum og lögmálum og gilda í atvinnulífinu leiddi hin ójafna staða karla og kvenna í samfélaginu til þess að konur sem kjörnir fulltrúar væru mjög fáar og sú staða myndi ekki breytast.“ Færri konur á þingi á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum Hún tekur þó fram að þrátt fyrir að um- ræðan og viðhorfin hafi breyst sé ekki þar með sagt að hugmyndum um stjórnmálaþátt- töku kvenna sé alls staðar fylgt nægilega vel eftir. „Konur eru um 16% kjörinna fulltrúa í heiminum en voru 12% fyrir átta árum. Svo jú, það er breyting en hún er ekki stór- fengleg,“ segir hún og hlær. Hún vekur athygli á að Ísland er talsvert á eftir hinum Norðurlöndunum hvað varðar hlutfall kvenna á þingi. Svíþjóð, Noregur, Finnland og Danmörk raða sér í fjögur af fimm efstu sætunum á lista á alþjóðaþing- mannasambandsins, www.ipu.org, á meðan Ísland er í 19. sæti. Fyrir átta árum var Ís- land í 10. sæti á listanum og þess má geta að nú eru lönd eins og Írak, Mósambík og Kúba fyrir ofan Ísland á listanum. Þess má geta að Bandaríkin eru númer 67 á listanum en þar eru einungis um 15% þingmanna konur. „Ísland stendur auðvitað mjög vel þegar miðað er við heiminn allan en ég veit ekki af hverju það er svona langt á eftir hinum Norðurlöndunum og af hverju það hefur dregist aftur úr á þessu tímabili. Það væri athyglisvert að skoða hvers vegna þróunin hefur verið svona hér.“ Hrifinn af hugmyndinni um kvennafrídaginn Að lokum er hún spurð hvað henni finnist um kvennafrídaginn? „Mér finnst þetta frábært, mjög frumleg hugmynd til að vekja athygli á vandamálinu og krefjast úrbóta. Ég er hrifin af þeirri hugmynd að konur hætti að vinna á þessum ákveðna tímapunkti þegar þær hafa unnið fyrir árslaunum sínum miðað við launamun karla og kvenna. Svo finnst mér snjallt hvernig þetta er bæði eins konar hátíð, nokk- urs konar þjóðarviðburður og harðar aðgerð- ir. Atvinnulífið er einmitt það svið þar sem konur standa höllum fæti og mikil þörf á að athygli verði vakin á vandamálum þar og að áhersla verði lögð á ná fram jafnrétti karla og kvenna á þessu sviði.“ Anne Phillips, prófessor í stjórnmálafræði, flutti erindi á ráðstefnunni Konur í hnattrænum heimi Stjórnmálaþátttaka kvenna skipti máli Morgunblaðið/Árni Sæberg Dr. Anne Phillips prófessor segir að víða sé það talið vandamál ef konur eru fáar á þingi. Eftir Bryndísi Sveinsdóttur bryndis@mbl.is GEIR H. Haarde utanríkisráð- herra vekur mesta ánægju ráð- herra ríkisstjórnarinnar fyrir störf sín. Nær 61% þátttakenda í könnun, sem Þjóðarpúls Gall- up gerði til að kanna ánægju landsmanna með störf ráð- herranna, lýstu yfir ánægju með störf hans. Meira en 80% sam- flokksmanna Geirs voru ánægð með störf hans og hefur ánægja með störf Geirs aukist hjá stuðningsfólki allra flokka. Næstmest er ánægjan með störf Þorgerðar Katrínar Gunn- arsdóttur menntamálaráðherra. Rúmlega 52% svarenda lýstu ánægju með störf hennar. Hef- ur ánægjan með störf mennta- málaráðherrans aukist um 2 prósentustig frá síðustu mæl- ingu. Meira jafnræði með ráð- herrum Framsóknarflokks Tæplega þriðjungur svarenda var ánægður með störf Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegs- ráðherra en ánægja með störf Árna M. Mathiesen fjármála- ráðherra hefur dalað um tæp þrjú prósentustig eftir að hann skipti um ráðherrastól og voru 32% ánægð með störf hans. Ánægja með störf Sigríðar Önnu Þórðardóttur umhverfis- ráðherra og Sturlu Böðvarsson- ar samgönguráðherra hefur aukist meðal stuðningsfólks allra flokka nema Framsóknar- flokks. Rúmlega 29% voru ánægð með störf Sigríðar Önnu og 26% með störf Sturlu. Dreg- ið hefur úr ánægju með störf Björns Bjarnasonar dómsmála- ráðherra hjá stuðningsfólki allra flokka og lýstu 22% ánægju með störf hans. Mun mjórra var á mununum milli ráðherra Framsóknar- flokksins en ráðherra Sjálfstæð- isflokksins hvað varðaði ánægju með störf þeirra. Fleiri lýstu nú ánægju með störf Guðna Ágústssonar landbúnaðarráð- herra, Árna Magnússonar fé- lagsmálaráðherra og Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra en í apríl síðastliðnum. Lítillega hafði dregið úr ánægju með störf Jóns Kristjánssonar heil- brigðisráðherra og Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðarráðherra. Lýstu 49,4% svarenda ánægju með störf Guðna Ágústssonar. Það er aukning um 11 prósentu- stig frá síðustu mælingu. Störf Guðna vekja mesta ánægju meðal stuðningsfólks ríkis- stjórnarinnar og 70% framsókn- armanna eru ánægð með störf hans. Ríflega 46% lýstu ánægju með störf Jóns Kristjánssonar, rúm 41% voru ánægð með störf Árna Magnússonar, 37,7% með störf Valgerðar Sverrisdóttur og 33,5% sögðust vera ánægð með störf Halldórs Ásgrímsson- ar. Ánægja með störf forsætis- ráðherrans jókst um tæplega 6 prósentustig frá mælingu í apríl síðastliðnum. Niðurstöður þessar fengust með símakönnun IMG Gallup dagana 6.–19. október 2005. Úr- takið var 1.227 manns, valið til- viljanakennt úr þjóðskrá. Svar- hlutfall var um 62%. Þjóðarpúls Gallup kannar ánægju með störf ráðherranna Flestir ánægðir með störf Geirs H. Haarde

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.