Morgunblaðið - 02.11.2005, Page 16
16 MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Vorum að fá í einkasölu mjög glæsi-
legt 277 fm raðhús á tveimur hæðum
með innbyggðum bílskúr. Mikið hefur
verið lagt í eignina og er hún mjög vel
skipulögð og fallega innréttuð. Fjögur
svefnherbergi og möguleiki á því
fimmta. Stofan er björt með sólstofu
og útgengi á suðurverönd. Borðstof-
an er rúmgóð með útgengi í bakgarð
sem snýr í norður. Fallegt eldhús með
fallegri ljósgrárri sprautaðri innrétt-
ingu. Á gólfum eru flísar, parket og
sérinnflutt ullarteppi. Fallegur garður í
góðri rækt. STÓRGLÆSILEG EIGN Í
FJÖLSKYLDUVÆNU UMHVERFI.
Allar nánari uppl. á skrifstofu DP
FASTEIGNA. 4540
TJARNARMÝRI - 170 SELTJARNARNESI
Spánarþing ræðir í dag, mið-vikudag, kröfu Katalónaum enn aukna sjálfstjórn.Mál þetta hefur komið
José Luis Rodríguez Zapatero, for-
sætisráðherra minnihlutastjórnar
sósíalista, í nokkurn vanda því sam-
starfsmenn hans standa að kröf-
unni, sem margir telja að feli í sér
ógnun við einingu spænska ríkisins.
Og hægri menn hafa löngum vænt
sósíalista um kæruleysi við þá varð-
stöðu.
Umræðan í dag kemur í kjölfar
samþykktar héraðsþingsins í
Katalóníu frá 30. september þar
sem krafist er breytinga á sjálf-
stjórnarstöðu héraðsins innan
Spánar. Á það m.a. við um skatt-
heimtu en Katalónar vilja að stærra
hlutfall hennar verði eftir heima í
héraði auk þess sem þeir krefjast
þess að heimastjórninni verði feng-
in aukin völd á því sviði. Mesta at-
hygli vekur þó sá liður samþykktar
þingsins þar sem farið er fram á að
Katalónar fái stöðu „þjóðar“ innan
spænska ríkisins.
Breytingar í þessa veru verða
ekki gerðar án samþykkis þingsins
í Madríd.
Eining ríkisins
Kröfur um aukna sjálfstjórn eru
viðteknar á Spáni. Segja má að
karp og spenna í samskiptum hér-
aðsstjórna og miðstjórnarvaldsins í
Madríd sé einn af drifkröftum
spænskra stjórnmála. Á Spáni er
að finna 17 sjálfstjórnarhéruð. Þau
njóta á hinn bóginn mismikillar
sjálfstjórnar og því telst Spánn
ekki sambandsríki með sama hætti
og t.a.m. Þýskaland eða Bandarík-
in. Mest eru völd heimastjórnanna í
Katalóníu, Baskalandi og Galisíu en
víða kraumar þjóðernishyggja með
tilheyrandi kröfu um aukið forræði
í eigin málum.
Ótti margra á Spáni er sá að
kröfur þessar verði til að grafa
undan einingu ríkisins, sem skýr-
lega er kveðið á um í stjórnar-
skránni frá árinu 1978. Þessi af-
staða einkennir mjög málflutning
hægri manna. Raunar hefur Mar-
iano Rajoy, leiðtogi Þjóðarflokksins
(Partido Popular, PP), haldið því
fram að krafa Katalóna sé fallin til
að „rjúfa eininguna um stjórn-
arskrána“. Eining ríkisins hefur
löngum verið spænskum hægri
mönnum nánast trúaratriði.
En jafnframt óttast margir ráða-
menn í öðrum sjálfstjórnarhéruðum
að krafa Katalóna verði til þess að
raska þeirri tekjudreifingu, sem
fram fer af hálfu miðstjórnarvalds-
ins í Madríd. Þá kunni aðrar sjálf-
stjórnir – og þá horfa menn einkum
til Baskalands – að setja fram svip-
aðar kröfur og Katalónar. Raunar
er þjóðernishyggja öflug í Baska-
landi og fram hafa komið þar kröf-
ur um að Baskar fái einnig stöðu
sjálfstæðrar „þjóðar“ sem standi í
„sérstöku sambandi“ við spænska
ríkið.
Samþykkt þingsins í Katalóníu
kemur sér sérlega illa fyrir Zapat-
ero forsætisráðherra. Hann treystir
á stuðning vinstri sinnaðra, kata-
lónskra lýðveldis- og þjóðernissinna
á þinginu í Madríd en þar ræðir um
nýlegan flokk er nefnist Esquerra
Republica de Catalunya (ERC). Sá
flokkur myndar svo aftur meiri-
hluta á þingi Katalóníu með sósíal-
istum, sem fara fyrir heimastjórn-
inni.
Zapatero hefur því kosið að sigla
milli skers og báru. Og svo virðist
sem sú viðleitni hans geti reynst
honum dýrkeypt. Í síðustu skoð-
anakönnunum mældist fylgi við PP-
flokkinn örlítið meira en stuðningur
við sósíalista á landsvísu. Það eru
mikil umskipti á því eina og hálfa
ári, sem liðið er frá því sósíalistar
fóru með sigur af hólmi í þingkosn-
ingunum á Spáni. Zapatero er boð-
beri sátta og „samræðustjórnmála“
en nú sýnast margir þeirrar hyggju
að hann skorti dug og hörku í þessu
stóra máli.
Skoðanakannanir í Katalóníu
benda til þess að mikill stuðningur
sé við kröfuna um breytta stöðu
innan Spánar. Einkum og sér í lagi
eru margir þeirrar hyggju að Kata-
lónar leggi of mikið í formi skatt-
greiðslna til miðstjórnarinnar í
Madríd. Þá taka um 60% aðspurðra
undir þá skoðun að Katalónar séu
„þjóð“ innan spænska ríkisins.
„Skýrar tillögur“ boðaðar
Spænska dagblaðið El País
greindi frá því í gær að Zapatero
hygðist kynna „skýrar tillögur“ um
breytingar á stöðu Katalóníu innan
spænska ríkisins við þingumræð-
una í dag. Sagði þar að hugmyndir
forsætisráðherrans myndu lúta að
fjármálum héraðsins, samskiptum
stjórnvalda þar og miðstjórn-
arinnar og hvernig tryggja bæri
einingu spænska markaðarins. Síð-
astnefnda atriðið hefur valdið
mönnum verulegum áhyggjum á
undanförnum dögum enda hafa
komið fram áskoranir á Spáni þess
efnis að neytendur kaupi ekki vörur
frá Katalóníu til að andmæla kröfu
þingsins þar. Að auki hleypti það
illu blóði í marga Spánverja er
Josep-Lluís Carod-Rovira, leiðtogi
ERC-flokksins, lét að því liggja
fyrr í ár að Katalónar ættu ekki að
styðja þá viðleitni stjórnvalda á
Spáni að fá ólympíuleikana til
Madríd árið 2012.
Samtök spænskra stórfyrirtækja
hafa lýst yfir áhyggjum af sjálf-
stæðistilburðum Katalóna og varað
við því að einingu spænska mark-
aðarins kunni að vera stefnt í voða.
Slíkt ástand sé ekki fallið til að
stuðla að frekari vexti stærri fyr-
irtækja í landinu.
Fréttaskýring | Spánarþing ræðir í dag kröfur Katalóna um aukna sjálfstjórn. Ásgeir Sverrisson segir
frá umræðunni og erfiðri stöðu Zapateros forsætisráðherra. Samstarfsmenn hans standa að kröfunni.
Eðlileg krafa
þjóðar eða til-
ræði við ríkið?
Reuters
José Luis Rodríguez Zapatero, forsætisráðherra Spánar.
Bishkek. AFP. | Mannfall varð í
fangelsisóeirðum í Moldovanovka-
fylki í Mið-Asíuríkinu Kirgistan í
gær. Háttsettur embættismaður
innanríkisráðuneytis landsins, sem
ekki vildi láta nafns síns getið,
sagði að óeirðalögregla hefði verið
send til fjögurra fangelsa í gær-
morgun.
„Ástandið í fangelsunum er
áfram slæmt,“ sagði embættismað-
urinn. Íbúi í grennd við eitt fang-
elsið sagði fréttamanni AP að
skothvellir hefðu heyrst frá fang-
elsinu í u.þ.b. 30 mínútur.
Blóðug átök urðu í fangelsunum
og minnst fimm fangar féllu, að
sögn yfirvalda. Óstaðfestar fregnir
hermdu að 20 hefðu fallið. Munu
átökin hafa byrjað þegar Aziz
Batukayev, leiðtogi þekkts glæpa-
gengis, var fluttur frá Moldov-
anovka-fangelsi til annars og ró-
legra fangelsis ásamt 25 liðs-
mönnum sínum.
Var þá leitað á öllum föngunum
en Batukayev er sagður ráða lög-
um og lofum í öllum fangelsum
landsins. „Það er ekkert leynd-
armál að margir fangar eru með
farsíma og þeir eru notaðir til að
dreifa skilaboðum milli allra fang-
elsanna,“ sagði embættismaður í
Moldovanovka.
Þingmaður sem var í heimsókn í
Moldovanovka í október lét lífið
þegar til átaka kom milli fanga og
fangavarða. Um 2.000 afbrota-
menn eru í fangelsinu. Fréttavef-
urinn Kyrgyz Post segir að óeirðir
hafi verið tíðar í fangelsum Kirg-
istan að undanförnu þar sem fang-
ar séu óánægðir með aðbúnað
sinn. Mikið sé um sjúkdóma og
fangar séu vannærðir.
Mannskæð fanga-
uppreisn í Kirgistan
Reuters
Hermaður í Kirgistan á leið upp í varðturn við Moldovanoka-fangelsið.
PALESTÍNUMENN í Jabalya-
flóttamannabúðunum á Gaza-
svæðinu hrópa vígorð gegn Ísrael
við bíl sem eyðilagðist í flug-
skeytaárás ísraelska hersins í gær.
Tveir liðsmenn vopnaðra hreyf-
inga Palestínumanna biðu bana í
árásinni. Að minnsta kosti tíu veg-
farendur særðust.
Hörð átök blossuðu einnig upp í
Jenín á Vesturbakkanum í gær
þegar að minnsta kosti 40 ísr-
aelskir skriðdrekar og herjeppar
réðust inn í borgina. Fregnir
hermdu að foringi Al-Aqsa-
píslarvottasveitanna hefði verið
handtekinn.Reuters
Árás á
Gaza og
átök í Jenín