Morgunblaðið - 02.11.2005, Side 17

Morgunblaðið - 02.11.2005, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2005 17 ERLENT Berlín. AFP. | Mikil óvissa ríkti í gær um viðræður stóru flokkanna í Þýskalandi um myndun samsteypu- stjórnar eftir að Franz Müntefering, formaður Jafnaðarmannaflokksins, lýsti því yfir að hann hygðist láta af formennsku vegna valdabaráttu inn- an flokksins. Þegar Müntefering skýrði frá þessari ákvörðun kvaðst hann efast um að hann tæki sæti í stjórninni. Kurt Beck, forsætisráðherra sam- bandslandsins Rheinland-Pfalz, sagði þó í gær að Müntefering væri tilbúinn að taka við embætti vara- kanslara og vinnumálaráðherra eins og gert var ráð fyrir en stæði við ákvörðunina um að láta af for- mennsku. Talsmaður flokksins, Lars Kühn, sagði hins vegar að Müntefer- ing hefði ekki tekið endanlega ákvörðun í málinu. Hann tæki ekki sæti í stjórninni nema „rétt skilyrði“ yrðu sköpuð, meðal annars að flokk- ur hans styddi stjórnina og hlutverk hans í henni. Afsögn Münteferings varð til þess að Edmund Stoiber, leiðtogi systur- flokks kristilegra demókrata í Bæj- aralandi, ákvað að taka ekki við emb- ætti efnahagsráðherra. Ákvarðanir Münteferings og Stoibers voru álitnar reiðarslag fyrir Angelu Merkel, væntanlegan kansl- ara og leiðtoga kristilegra demó- krata, þar sem talið hafði verið að þeir yrðu máttarstólpar stjórnarinn- ar. Þingmenn úr röðum kristilegra demókrata létu í ljós efasemdir um að stóru flokkarnir gætu myndað samsteypustjórn án Stoibers og Münteferings og nokkrir stjórnmála- skýrendur spáðu því að efnt yrði til nýrra kosninga snemma á næsta ári. Müntefering ákvað að láta af for- mennsku eftir að Andrea Nahles, sem fer fyrir vinstrivæng Jafnaðar- mannaflokksins, sigraði í atkvæða- greiðslu í stjórn flokksins um hver ætti að verða framkvæmdastjóri hans. Mikill ágreiningur hefur verið í flokknum um þá ákvörðun Gerhards Schröders, fráfarandi kanslara, að knýja fram breytingar á velferðar- kerfinu og sigur Nahles benti til þess að flokkurinn væri að færast til vinstri. Nahles sagði í gær að til greina kæmi að hún drægi framboð sitt til baka á landsfundi flokksins eftir hálfan mánuð þegar nýr fram- kvæmdastjóri verður kjörinn. „Hefur flokkurinn misst vitið?“ Müntefering hafði farið fögrum orðum um Merkel og samstarfið við hana í stjórnarmyndunarviðræðun- um en það varð til þess að þingmenn á vinstrivæng Jafnaðarmannaflokks- ins óttuðust að hann myndi fallast á of miklar tilslakanir. Vikublaðið Der Spiegel sagði í forystugrein á Netinu að erfitt yrði fyrir Jafnaðarmanna- flokkinn að ná sér á strik án Schröd- ers og Münteferings. „Flokkurinn er með kanslara sem er að kveðja og formann sem hefur verið vængstýfð- ur í miðjum stjórnarmyndunarvið- ræðum – jafnvel Græningjar hefðu ekki leyft sér slíkt pólitískt fúsk þeg- ar þeir voru villtastir. Stjórnmála- menn í Berlín eru agndofa frammi fyrir rústunum og spyrja: Hvers vegna? Hefur flokkurinn misst vit- ið?“ Dagblaðið Bild tók í sama streng og sagði að stóru flokkarnir hefðu ekki enn áttað sig á úrslitum kosn- inganna 18. september þegar hvorug meginfylkinganna fékk meirihluta á þinginu. „Eruð þið stjórnmálamenn að ganga af göflunum?“ spurði blaðið í forsíðufyrirsögn. Mikil óvissa um myndun samsteypustjórnar í Berlín Washington. AFP. | George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, bað í gær þing landsins um fjár- veitingu að andvirði 7,1 millj- arðs dollara, sem samsvarar 430 milljörðum króna, til að auka viðbúnaðinn vegna hugs- anlegs flensufaraldurs í heim- inum, til að mynda vegna hugs- anlegrar útbreiðslu mann- skæðs afbrigðis fuglaflensu- veirunnar. „Sem stendur er enginn flensufaraldur í Bandaríkjun- um eða heiminum,“ sagði Bush. „En ef við bíðum þar til farald- ur hefst verður of seint að hefja viðbúnað og manntjónið gæti orðið mikið ef við bregðumst ekki við núna.“ Peningana á meðal annars að nota til að þróa bóluefni og kaupa lyf. Boðar flensu- varnir Addis Ababa. AFP. | Minnst sex manns týndu lífi og 29 særðust þeg- ar lögregla í Mercato-hverfi í Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu, hóf skot- hríð á hóp stjórnarandstæðinga í gær. Enn ríkir mikil spenna í land- inu vegna þingkosninga í maí en stjórnarliðar í Lýðræðis- og bylting- arfylkingu eþíópísku þjóðarinnar (EPRDF) eru sakaðir um að hafa haldið völdum með kosningasvindli. Óeinkennisklæddir öryggisverðir handtóku í gær Berhanu Nega, sem er varaformaður stærsta stjórnar- andstöðuflokksins þar í landi, Bandalags einingar og lýðræðis (CUD), á götu í Addis Ababa. Verð- irnir eru sagðir hafa slegið hann í andlitið með skotvopnum sínum þegar þeir handtóku hann. Formað- ur flokksins, Hailu Shawel, var sömuleiðis handtekinn heima hjá sér. Meles Zenawi, forsætisráðherra Eþíópíu, hefur áður sakað Berhanu um landráð. Meles hefur auk þess sakað stjórnarandstöðuna um ýmis alvarleg afbrot fyrir kosningarnar í maí sl. Hefur ríkisstjórnin íhugað að fara með málið fyrir dómstóla. Lögregla við neyðarmóttöku meinaði í gær fréttamanni AFP að sjá lík hinna látnu á sjúkrahúsi sem veitti særðum aðstoð. Læknar sjúkrahússins staðfestu hins vegar mannfallið. Mótmælendurnir í Mercato köstuðu grjóti í lögreglu- menn, reistu götuvígi og brenndu hjólbarða. Lögreglumenn eru sagðir hafa skotið af handahófi inn í mann- þröngina. Öflugt lið óeirðalögreglumanna var í hverfinu í gær, að sögn sjón- arvotta voru götur á svæðinu þaktar glerbrotum eftir átökin. Berhan Hailu, upplýsingamálaráðherra Eþ- íópíu, varpaði skuldinni á CUD, sem skipulagði mótmælin. Sagði hann CUD reyna stöðugt að grafa undan friði og stöðugleika í landinu. Boða allsherjarverkfall CUD fékk 109 af alls 547 sætum á þingi landsins í maí ef marka má töl- ur yfirvalda en hefur neitað að taka þátt í þingstörfum í mótmælaskyni við meint kosningasvindl stjórnar- flokksins. Segja talsmenn CUD að flokkurinn hafi í reynd hlotið meiri- hluta á þingi. Nær 100 stjórnarand- stæðingar hafa verið handteknir síð- an í september, sakaðir um ólöglegan vopnaburð. CUD fullyrti í liðinni viku að um 20 flokksmenn, þar á meðal þingmenn, hefðu sætt barsmíðum af hálfu lögreglumanna fyrir utan aðalstöðvar flokksins. Talsmenn CUD hafa boðað til fimm daga allsherjarverkfalls í Eþíópíu síðar í mánuðinum og vilja að almenningur neiti að kaupa vörur frá fyrirtækjum í eigu ríkisins, hunsi ríkisfjölmiðla og hafni öllu samstarfi við fulltrúa lögreglu. Fram að verkfallinu verður efnt til umfangsminni aðgerða. Blóðug átök í Addis Ababa Reuters Eþíópískar konur syrgja fallna stjórnarandstæðinga á sjúkrahúsi Svarta ljónsins í Addis Ababa í gær. Sex féllu í átökum við óeirðalögreglu og tugir manna særðust þegar lögreglan skaut á mannfjöldann.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.