Morgunblaðið - 02.11.2005, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.11.2005, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2005 17 ERLENT Berlín. AFP. | Mikil óvissa ríkti í gær um viðræður stóru flokkanna í Þýskalandi um myndun samsteypu- stjórnar eftir að Franz Müntefering, formaður Jafnaðarmannaflokksins, lýsti því yfir að hann hygðist láta af formennsku vegna valdabaráttu inn- an flokksins. Þegar Müntefering skýrði frá þessari ákvörðun kvaðst hann efast um að hann tæki sæti í stjórninni. Kurt Beck, forsætisráðherra sam- bandslandsins Rheinland-Pfalz, sagði þó í gær að Müntefering væri tilbúinn að taka við embætti vara- kanslara og vinnumálaráðherra eins og gert var ráð fyrir en stæði við ákvörðunina um að láta af for- mennsku. Talsmaður flokksins, Lars Kühn, sagði hins vegar að Müntefer- ing hefði ekki tekið endanlega ákvörðun í málinu. Hann tæki ekki sæti í stjórninni nema „rétt skilyrði“ yrðu sköpuð, meðal annars að flokk- ur hans styddi stjórnina og hlutverk hans í henni. Afsögn Münteferings varð til þess að Edmund Stoiber, leiðtogi systur- flokks kristilegra demókrata í Bæj- aralandi, ákvað að taka ekki við emb- ætti efnahagsráðherra. Ákvarðanir Münteferings og Stoibers voru álitnar reiðarslag fyrir Angelu Merkel, væntanlegan kansl- ara og leiðtoga kristilegra demó- krata, þar sem talið hafði verið að þeir yrðu máttarstólpar stjórnarinn- ar. Þingmenn úr röðum kristilegra demókrata létu í ljós efasemdir um að stóru flokkarnir gætu myndað samsteypustjórn án Stoibers og Münteferings og nokkrir stjórnmála- skýrendur spáðu því að efnt yrði til nýrra kosninga snemma á næsta ári. Müntefering ákvað að láta af for- mennsku eftir að Andrea Nahles, sem fer fyrir vinstrivæng Jafnaðar- mannaflokksins, sigraði í atkvæða- greiðslu í stjórn flokksins um hver ætti að verða framkvæmdastjóri hans. Mikill ágreiningur hefur verið í flokknum um þá ákvörðun Gerhards Schröders, fráfarandi kanslara, að knýja fram breytingar á velferðar- kerfinu og sigur Nahles benti til þess að flokkurinn væri að færast til vinstri. Nahles sagði í gær að til greina kæmi að hún drægi framboð sitt til baka á landsfundi flokksins eftir hálfan mánuð þegar nýr fram- kvæmdastjóri verður kjörinn. „Hefur flokkurinn misst vitið?“ Müntefering hafði farið fögrum orðum um Merkel og samstarfið við hana í stjórnarmyndunarviðræðun- um en það varð til þess að þingmenn á vinstrivæng Jafnaðarmannaflokks- ins óttuðust að hann myndi fallast á of miklar tilslakanir. Vikublaðið Der Spiegel sagði í forystugrein á Netinu að erfitt yrði fyrir Jafnaðarmanna- flokkinn að ná sér á strik án Schröd- ers og Münteferings. „Flokkurinn er með kanslara sem er að kveðja og formann sem hefur verið vængstýfð- ur í miðjum stjórnarmyndunarvið- ræðum – jafnvel Græningjar hefðu ekki leyft sér slíkt pólitískt fúsk þeg- ar þeir voru villtastir. Stjórnmála- menn í Berlín eru agndofa frammi fyrir rústunum og spyrja: Hvers vegna? Hefur flokkurinn misst vit- ið?“ Dagblaðið Bild tók í sama streng og sagði að stóru flokkarnir hefðu ekki enn áttað sig á úrslitum kosn- inganna 18. september þegar hvorug meginfylkinganna fékk meirihluta á þinginu. „Eruð þið stjórnmálamenn að ganga af göflunum?“ spurði blaðið í forsíðufyrirsögn. Mikil óvissa um myndun samsteypustjórnar í Berlín Washington. AFP. | George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, bað í gær þing landsins um fjár- veitingu að andvirði 7,1 millj- arðs dollara, sem samsvarar 430 milljörðum króna, til að auka viðbúnaðinn vegna hugs- anlegs flensufaraldurs í heim- inum, til að mynda vegna hugs- anlegrar útbreiðslu mann- skæðs afbrigðis fuglaflensu- veirunnar. „Sem stendur er enginn flensufaraldur í Bandaríkjun- um eða heiminum,“ sagði Bush. „En ef við bíðum þar til farald- ur hefst verður of seint að hefja viðbúnað og manntjónið gæti orðið mikið ef við bregðumst ekki við núna.“ Peningana á meðal annars að nota til að þróa bóluefni og kaupa lyf. Boðar flensu- varnir Addis Ababa. AFP. | Minnst sex manns týndu lífi og 29 særðust þeg- ar lögregla í Mercato-hverfi í Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu, hóf skot- hríð á hóp stjórnarandstæðinga í gær. Enn ríkir mikil spenna í land- inu vegna þingkosninga í maí en stjórnarliðar í Lýðræðis- og bylting- arfylkingu eþíópísku þjóðarinnar (EPRDF) eru sakaðir um að hafa haldið völdum með kosningasvindli. Óeinkennisklæddir öryggisverðir handtóku í gær Berhanu Nega, sem er varaformaður stærsta stjórnar- andstöðuflokksins þar í landi, Bandalags einingar og lýðræðis (CUD), á götu í Addis Ababa. Verð- irnir eru sagðir hafa slegið hann í andlitið með skotvopnum sínum þegar þeir handtóku hann. Formað- ur flokksins, Hailu Shawel, var sömuleiðis handtekinn heima hjá sér. Meles Zenawi, forsætisráðherra Eþíópíu, hefur áður sakað Berhanu um landráð. Meles hefur auk þess sakað stjórnarandstöðuna um ýmis alvarleg afbrot fyrir kosningarnar í maí sl. Hefur ríkisstjórnin íhugað að fara með málið fyrir dómstóla. Lögregla við neyðarmóttöku meinaði í gær fréttamanni AFP að sjá lík hinna látnu á sjúkrahúsi sem veitti særðum aðstoð. Læknar sjúkrahússins staðfestu hins vegar mannfallið. Mótmælendurnir í Mercato köstuðu grjóti í lögreglu- menn, reistu götuvígi og brenndu hjólbarða. Lögreglumenn eru sagðir hafa skotið af handahófi inn í mann- þröngina. Öflugt lið óeirðalögreglumanna var í hverfinu í gær, að sögn sjón- arvotta voru götur á svæðinu þaktar glerbrotum eftir átökin. Berhan Hailu, upplýsingamálaráðherra Eþ- íópíu, varpaði skuldinni á CUD, sem skipulagði mótmælin. Sagði hann CUD reyna stöðugt að grafa undan friði og stöðugleika í landinu. Boða allsherjarverkfall CUD fékk 109 af alls 547 sætum á þingi landsins í maí ef marka má töl- ur yfirvalda en hefur neitað að taka þátt í þingstörfum í mótmælaskyni við meint kosningasvindl stjórnar- flokksins. Segja talsmenn CUD að flokkurinn hafi í reynd hlotið meiri- hluta á þingi. Nær 100 stjórnarand- stæðingar hafa verið handteknir síð- an í september, sakaðir um ólöglegan vopnaburð. CUD fullyrti í liðinni viku að um 20 flokksmenn, þar á meðal þingmenn, hefðu sætt barsmíðum af hálfu lögreglumanna fyrir utan aðalstöðvar flokksins. Talsmenn CUD hafa boðað til fimm daga allsherjarverkfalls í Eþíópíu síðar í mánuðinum og vilja að almenningur neiti að kaupa vörur frá fyrirtækjum í eigu ríkisins, hunsi ríkisfjölmiðla og hafni öllu samstarfi við fulltrúa lögreglu. Fram að verkfallinu verður efnt til umfangsminni aðgerða. Blóðug átök í Addis Ababa Reuters Eþíópískar konur syrgja fallna stjórnarandstæðinga á sjúkrahúsi Svarta ljónsins í Addis Ababa í gær. Sex féllu í átökum við óeirðalögreglu og tugir manna særðust þegar lögreglan skaut á mannfjöldann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.