Morgunblaðið - 02.11.2005, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2005 21
MINNSTAÐUR
Reykjanesbær | Starfið í Íþrótta-
akademíunni í Reykjanesbæ er kom-
ið á skrið í glæsilegu húsnæði í ná-
grenni Reykjaneshallarinnar. Þrjátíu
og tveir nemendur stunda þar nám í
íþróttafræði á háskólastigi og nem-
endur afreksbrautar á framhalds-
skólastigi og 70 háskólanemar í fjar-
námi hafa þar aðstöðu.
Íþróttafræðinámið er samvinnu-
verkefni Íþróttaakademíunnar og
Háskólans í Reykjavík sem ber
ábyrgð á kennslunni. Húsnæði sem
byggt var sérstaklega fyrir Íþrótta-
akademíuna var ekki tilbúið fyrr en
mánuði eftir að háskólanámið hófst.
Geir Sveinsson framkvæmdastjóri
segir málin hafi verið leyst til bráða-
birgða. „Nemendur voru almennt
skilningsríkir vegna þessara byrj-
unarörðugleika og þolinmóðir. En
það er gott að vera loksins kominn í
eigið húsnæði. Við höfum mjög góða
aðstöðu í þessu glæsilega húsi og mér
finnst að flestum líði vel hér.“
Samkvæmt samkomulagi við
menntamálaráðuneytið verða teknir
inn þrjátíu nemar á ári í þetta nám
sem tekur þrjú ár og verða því að
minnsta kosti níutíu nemendur á
þriðja skólaári. 85 umsóknir bárust
þegar námið var auglýst. „Við rennd-
um nokkuð blint í sjóinn og ýmsir
höfðu varað okkur við því að ekki yrði
eftirspurn eftir þessu námi og erfitt
yrði að fá kennara. Það kom því á
óvart hvað margir sóttu um og þá
fengum við úrvals kennara án þess að
þurfa að auglýsa,“ segir Geir.
Nemendurnir koma úr ýmsum átt-
um og eru með ólíkan bakgrunn. Mik-
ill meirihluti býr á höfuðborgarsvæð-
inu. Við val á nemendum var litið á
einkunnir á stúdentsprófi og einnig á
feril þeirra í íþróttum. Þá voru fjórir
nemendur teknir inn án stúdents-
prófs vegna þess hvað þeir þóttu
sterkir á öðrum sviðum.
Geir segir að námið verði þróað
áfram næstu árin á þeim grunni sem
þegar hafi verið lagður. „Háskólinn í
Reykjavík hefur lagt áherslu á mast-
ersnám í kennslufræði- og lýð-
heilsudeild sinni. Við höfum þá fram-
tíðarsýn að byggja upp mastersnám í
íþróttafræðum. Upp á það hefur ekki
verið boðið hér á landi,“ segir Geir.
Efnilegum breytt í afreksfólk
Fjórar stoðir eru í rekstri Íþrótta-
akademíunnar. Nemendur í fjarnámi
við Háskólann á Akureyri hafa þar
aðstöðu. Þá bjóða Akademían og
Fjölbrautaskóli Suðurnesja (FS) upp
á nám á afreksmannabraut. Nem-
endum í einum bekk FS gefst kostur
á að æfa íþrótt sína á vegum Íþrótta-
akademíunnar á morgnana og stunda
síðan bóklegt nám við Fjölbrauta-
skólann yfir daginn. Geir segir að
þessi tilraun gangi vel, krakkarnir
hafi sýnt góðar framfarir á stuttum
tíma. „Markmiðið er að hjálpa efni-
legu íþróttafólki að verða afreksfólk á
fjórum árum.“ Telur hann að þetta
framtak hafi verið löngu tímabært og
sér ýmsa möguleika til að þróa námið
frekar.
Fjórða stoðin undir rekstrinum er
fjölbreytt námskeiðahald á sviði al-
mennrar lýðheilsu og íþrótta. Verið
er að undirbúa fyrstu námskeiðin.
32 brautryðjendur í íþróttafræðinámi við Íþróttaakademíu
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Akademían Glæsilegt hús Íþróttaakademíunnar er á framtíðaríþrótta- og háskólasvæði Reykjanesbæjar.
Gott að vera loksins
komin í eigið húsnæði
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
SUÐURNES
„ÞAÐ er gaman að vera með í
þessu frá byrjun og taka þátt í að
skapa nýjar hefðir. Þetta hefur
verið skemmtilegt, það sem af er,“
segir Kristján Th. Friðriksson,
nemandi á íþróttafræðibraut við
Íþróttaakademíuna í Reykjanesbæ.
Hann var ásamt félaga sínum, Jóni
Páli Pálmasyni, að leggja loka-
hönd á skipulagningu handknatt-
leiksæfingar sem þeim hafði verið
falið að annast ásamt fleiri nem-
endum.
Báðir hafa þeir mikinn áhuga á
íþróttum. Kristján er keppnis-
maður í körfuknattleik og hefur
einnig komið við í öðrum íþróttum
og Jón Páll þjálfar knattspyrnulið
og hefur sjálfur verið í íþróttum.
„Ég held að það sé skemmtilegt að
vinna við þetta. Aukning er í þess-
um geira og ég tel að miklir
möguleikar séu á góðu starfi,“
segir Kristján. Jón Páll segir að
áhugi á þjálfun og að starfa með
börnum hafi beint athygli hans að
þessu námi.
Meirihluti nemenda í íþrótta-
fræðinni er búsettur á höfuðborg-
arsvæðinu og ekur á milli þá fjóra
daga sem kennslan fer fram. Þeir
fara oftast fjórir til fimm saman í
bíl til að draga úr kostnaði og
skiptast á um að aka. Þeir félagar
segja að það sé lítið mál að fara á
milli og segja að það sé engin
hindrun í að stunda námið í
Reykjanesbæ.
Verkefni Jón Páll Pálsson og Kristján Th. Friðriksson undirbúa æfingu.
Gaman að skapa nýjar hefðir
BAKGRUNNUR nemenda í
íþróttafræðináminu í Reykja-
nesbæ er ólíkur, nema hvað allir
hafa áhuga á íþróttum. Meðal
nemenda eru afreksmenn og at-
vinnumenn í íþróttum en einnig
fólk sem hefur haft íþróttir sem
áhugamál. Unnur Pálmarsdóttir
er í fyrrnefnda hópnum og
Dagný Erla Ómarsdóttir í þeim
síðarnefnda.
Unnur hefur stundað líkams-
rækt í mörg ár, keppt í þolfimi
og starfað sem líkamsræktar- og
þolfimikennari hér á landi og á
námskeiðum út um allan heim.
„Þetta nám heillaði mig þegar ég
las viðtal við Geir Sveinsson í
Morgunblaðinu. Ég hafði verið
að hugsa um að fara út í nám en
sá að þetta myndi henta mér,“
segir Unnur þegar hún er spurð
að því hvernig áhugi hennar hafi
vaknað. „Mig langaði að læra
eitthvað í sambandi við lýðheilsu og
stjórnun og fannst öll námskeiðin
heillandi. Það er mikilvægt að
stunda fyrirbyggjandi starf á þessu
sviði svo krakkarnir fari ekki út í
ógöngur. Við eigum að vera góðar
fyrirmyndir. Þetta er góð leið til að
mennta sig betur og svo er þetta
líka svo skemmtilegur hópur.“
Dagný Erla var í íþróttalýðhá-
skóla í Sönderborg í Danmörku síð-
asta vetur og hefur hug á að gerast
íþróttakennari, jafnvel að flytjast
aftur heim til Seyðisfjarðar í þeim
tilgangi en hún er nýflutt til
Reykjavíkur. Hún sótti um í
Íþróttakennaraskólann á Laug-
arvatni en valdi Íþróttaakademíuna
þegar hún fékk boð um skólavist á
báðum stöðum. „Ég var á heimavist
í menntaskóla og langaði ekki aftur
á vist. Það er gott að hafa þennan
valkost og hleypa nýju blóði inn í
þessa grein,“ segir hún.
Báðar búa þær á höfuðborgar-
svæðinu og keyra á milli. Segja það
þægilegt enda beinn og breiður
vegur. „Það er gott að komast út úr
Reykjavík til að stunda nám,“ segir
Unnur og Dagný bætir því við að
ekki sé bílastæðavandamálunum
fyrir að fara.
Sá að þetta myndi henta mér
Íþróttafræði Unnur Pálmarsdóttir og
Dagný Erla Ómarsdóttir íþróttafræði-
nemar hafa ólíkan bakgrunn.
!"#
#
!$# #
!" #! $ %& ' $ !" #! $ ((( & $ %
Sandholt - einbýli
Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast.
www.valholl.is
Opið virka daga frá kl. 9.00-17.30.
Vorum að fá í sölu einbýlis-
hús á tveimur hæðum við
Sandholt í Ólafsvík. Húsið er
steinhús byggt árið 1967
ásamt bílskúr og er samtals
218 fm. Húsið er nýlega
klætt að utan og við suður-
hlið er trésólpallur. Gluggar
og þak endurnýjað.
V. 22 m. 4275