Morgunblaðið - 02.11.2005, Síða 28

Morgunblaðið - 02.11.2005, Síða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Á HLUTHAFAFUNDI FL Group í gær var samþykkt að auka hlutafé félagsins um 44 milljarða að markaðsvirði og er þar með talið hlutafé sem afhent verður sem hluti kaupverðs í skiptum fyrir hluti í Sterling Airlines en samningur um kaup FL Group á Sterling var undirritaður fyrir rúmri viku. Alls var mætt fyrir 75% hlutafjár á hluthafafundinum. Auk reiðufjár verður heimilt að greiða fyrir nýja hluti í FL Group með hlutabréf- um í Actavis Group, Bakkavör Group, HB Granda, Íslandsbanka, Kaupþingi banka, Landsbanka Íslands, Marel, SÍF, Straumi- Burðarási Fjárfestingabanka og Össuri. Núverandi hluthafar hafa þegar skráð sig fyrir 28 milljörðum króna, gert er ráð fyrir að lykilstarfsmenn fjárfesti fyrir þrjá millj- arða, Kaupþing og Landsbankinn fyrir átta milljarða króna og sölutryggja þeir til við- bótar fimm milljarða króna útboð sem beint verður að fagfjárfestum. Stjórnarmönnum fækkað Heildarhlutafé FL Group verður 80 milljarðar króna að markaðsvirði að loknu hlutafjárútboði, eigið fé verður um 65 millj- arðar og gert er ráð fyrir að félagið velti um 100 milljörðum á ári eftir kaupin á Sterling. Þá var einnig samþykkt á fundinum að fækka stjórnarmönnum í félaginu úr sjö í fimm og voru þeir Skarphéðinn Berg Stein- arsson, Jón Ásgeir Jóhannesson, Magnús Ármann, Smári S. Sigurðsson og Þorsteinn M. Jónsson sjálfkjörnir í stjórn FL Group en til vara þeir Kristinn Bjarnason og Þórður Bogason. Hannes Smárason, for- stjóri FL Group, gerði á fundinum ýtarlega grein fyrir þeim breytingum sem gerðar hafa verið á skipulagi félagsins, kaupunum á Sterling, fjárhagslegum styrk félagsins að loknu hlutafjárútboði sem gerir það að einu stærsta fjárfestingarfélagi landsins, samstarfi FL Group og Kaupþings banka um flugvélaleigu og aukinni áherslu á al- þjóðlegt fraktflug og sókn félagsins í frakt- flugi á Asíumarkaði. Af hverju var Sterling ekki keypt fyrr og við lægra verði? Vilhjálmur Bjarnason, hluthafi í FL Group, beindi allnokkrum spurningum til stjórnar og forstjóra FL Group. Hann sagðist til að mynda hafa grun um að kaup á Sterling hefðu verið rædd innan stjórnar Flugleiða og síðan stjórnar FL Group á undanförnum tveimur árum. „Af hverju var ekki keypt á öðru og lægra verði þegar það stóð til boða?“ spurði Vilhjálmur. Þá vildi hann fá að vita hversu mikið Lands- banki Íslands og Kaupþing banki tækju fyrir að sölutryggja hlutafjárútboðið og fyrir viðskiptin með Sterling eftir því sem það ætti við. Vilhjálmur benti sömuleiðis á að verulegur hluti af hagnaði FL Group undanfarin tvö ár væri til kominn vegna verðbreytinga á hlutabréfum í easyJet og spurði í framhaldinu hvort stjórnendur FL Group gætu upplýst það hversu stór hluti viðskipta með hlutabréf í félaginu hefðu átt sér stað með hlutabréf í easyJet árin 2004 og 2005 þar sem Flugleiðir og FL Group hefðu ekki verið aðili að þeim. Spurningu Vilhjálms um Sterlingkaupin svaraði Skarphéðinn Berg Steinarsson, stjórnarformaður FL Group, á þá lund að FL Group hefði ekki staðið til boða að kaupa Sterling eins og það væri nú nokk- urn tíma áður, hvorki á hærra né lægra verði en verið væri að kaupa það á. Um þóknun Landsbanka og Kaupþings banka vegna sölutryggingar á hlutafjárút- boðinu upplýsti Skarphéðinn Berg að hún næmi rétt innan við 3% af heildarfjárhæð- inni, þ.e. af 44 milljörðum, og nánari grein yrði gerð fyrir því í skráningarlýsingu á þessum hlutabréfum. „Spurningu Vil- hjálms um easyJet sagði Skarphéðinn jafn- gilda því að spurt væri hvort félagið væri að „blöffa“ kauphöllina í London og svarið við því væri nei. Vilhjálmur sagðist ekki sáttur við svör Skarphéðins Bergs, þau svöruðu ekki spurningum hans. „Ég er engu nær,“ sagði Vilhjálmur. Af hverju var ekki allt kaupverð greitt með hlutafé? Jafet Ólafsson, framkvæmdastjóri Verð- bréfastofunnar, sagði að með þessum til- lögum mætti segja að bylting væri að verða á starfsemi FL Group. Félagið væri að sækja sér mikið fé og miklu skipti að því yrði vel varið. Jafet spurði hvers vegna að- eins þriðjun verði Sterlin litið – væri hverju grei verðið með að sér hefði áhættuna á anlega upp. Jafet benti sagt að með að fara upp það sem haf að það skip sókn. Mér leggja miki Samþykkt að auka hlutafé um 44 milljarða Hannes Sm félaginu. M Hluthafafundur í FL Group fjallaði í gær um u ÁGREININGUR er milli eigenda Landsvirkjunar um verð, en við- ræður hafa staðið yfir um að ríkið yfirtaki hlut borgarinnar. Þetta kom fram í máli Steinunnar Valdís- ar Óskarsdóttur, borgarstjóra, á fundi í borgarstjórn í gær. Þar var samþykkt samhljóða að vísa til borgarráðs tillögu Ólafs F. Magn- ússonar um að það verði gert að skilyrði fyrir sölu á 44,525% hlut Reykjavíkur í Landsvirkjun að ábyrgðum Reykvíkinga vegna lán- takna Landsvirkjunar verði aflétt. Í tillögu Ólafs var jafnframt farið fram á að borgarstjórn lýsti and- stöðu sinni við einkavæðingu raf- orkufyrirtækja í eigu almennings. Steinunn Valdís sagði á fundin- um að í þeim viðræðum sem nú ættu sér stað vegna sölu á hlut borgarinnar og hlut Akureyrarbæj- ar í Landsvirkjun kæmi til skoðun- ar að setja þau skilyrði sem Ólafur fór fram á í tillögu sinni. „Við verð- um að átta okkur á því að það getur haft áhrif á verðið að setja þetta sem skilyrði af okkar hálfu en þetta er til skoðunar í viðræðunefndinni,“ sagði Steinunn Valdís. Hún nefndi ekki hvaða verð borgaryfirvöld vildu fá fyrir hlut sinn. Sagði Steinunn Valdís að viðræð- urnar væru komnar nokkuð langt. Verðmat varðandi fyrirtækið lægi fyrir og þann hlut sem Reykjavík- urborg fengi ef af sölu yrði. Borg- arstjóri sagði að um stórt mál væri að ræða og lýsti þeirri skoðun sinn að það væru hagsmunir borgarinn- ar til lengri tíma litið að selja sinn hlut í fyrirtækinu. Hún sagði að verðið skipti auðvitað máli. „Í dag er ágreiningur milli aðila um verðmat- ið,“ sagði Steinunn Valdís og bætti við að flestir væru sammála um að hlutur Reykjavíkurborgar væri ekki ofmetinn. Borgarstjóri lagði áherslu á að viðræðunum væri ekki lokið. „Við höldum áfram að reyna að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Ég geri ráð fyrir að málið verði áfram rætt á vettvangi borgarráðs og okk- ar fulltrúar sem hafa annast viðræð- urnar geri borgarráði betri grein fyrir stöðu mála.“ Borgarfulltrúar lítið upplýstir um viðræðurnar Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, odd- viti sjálfstæðismanna í borgar- stjórn, sagði að borgarfulltrúar Hugsanleg sala á hlut Reykjavíkurborgar í Land Ágreiningur við Steinunn Valdís Óskarsdó arhlut borgarinnar í Land Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is FANGAFLUTNINGAR OG PYNTINGAR Nokkrum sinnum hefur komistí hámæli að bandarísk yfir-völd hafi flutt fanga til landa þar sem pyntingar eru leyfðar. Nú er til umræðu hvort millilent hafi verið á Íslandi eða farið um íslenska loft- helgi vegna slíkra flutninga. Danskir fjölmiðlar hafa fjallað um það að flugvélar, sem hafi flutt fanga á veg- um bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, hafi haft viðkomu í Danmörku. Þau skrif eru í kjölfar þess að danska stjórnin greindi frá því á þingi í svari við fyrirspurn frá stjórnarandstöðu að ákveðnar flugvélar hefðu farið um danska lofthelgi eða lent í Dan- mörku. Í Morgunblaðinu í dag er sagt frá því að 16 þeirra véla sem spurt var um á danska þinginu hafi haft viðkomu á Keflavíkurflugvelli frá ársbyrjun 2001. Alls hafi þær lent 72 sinnum á Keflavíkurflugvelli og ein á Reykjavíkurflugvelli. Fjórar þeirra hafi farið um íslenska lofthelgi á þessu ári í alls 11 skipti. Umræddar vélar eru skráðar í Bandaríkjunum sem borgaralegar flugvélar og ekki á vegum stjórnvalda. Eins og kemur fram í svari Ragn- heiðar Elínar Árnadóttur, aðstoðar- manns utanríkisráðherra, er nú verið að kanna hjá bandarískum stjórn- völdum hvort flugvélar, sem flutt hafi fanga til landa þar sem pynt- ingar eru leyfðar, hafi millilent á Ís- landi eða farið um íslenska lofthelgi. Upplýsingar um slíkt hafi ekki borist íslenskum stjórnvöldum og ekki hefði verið staðfest að þær flugvélar, sem fjallað hefði verið um, hefðu í raun verið notaðar til fangaflutn- inga. Hins vegar hefur aldrei verið sótt um slíkt leyfi og slíkt leyfi því ekki verið veitt. Þetta er ekki í fyrsta skipti, sem fjallað er um fangaflutninga Banda- ríkjamanna. Þessi mál voru til um- ræðu í Danmörku í vor þegar sagt var að Bandaríkjamenn hefðu marg- oft flutt meinta hryðjuverkamenn um danska lofthelgi fyrir þremur ár- um og minntu Danir Bandaríkja- menn þá á að þeir vildu ekki að dönsk lofthelgi yrði notuð í tilgangi, sem bryti í bága við alþjóðlega sáttmála. Fleiri mál mætti telja. Pyntingar brjóta í bága við alþjóð- lega sáttmála og kveður á um það í sáttmála Sameinuðu þjóðanna gegn pyntingum að bannað sé að „endur- senda eða framselja mann til annars ríkis ef verulega ástæða er til að ætla að hann eigi þar á hættu að sæta pyndingum“. Íslendingar eiga að taka þátt í bar- áttunni gegn hryðjuverkum eftir megni og leggja sitt lóð á vogarskál- arnar eins og kostur er. Sú þátttaka er hins vegar ekki skilyrðislaus. Það hefur verið mjög erfitt að kyngja því hvernig farið hefur verið með fanga í bandarískum fangelsum. Ill meðferð fanga í Írak, Afganistan og Guant- anamo á Kúbu hefur verið kerfis- bundin. Komið hefur fram hvernig lögfræðingar bandarískra stjórn- valda hafa leitað leiða til að réttlæta illa meðferð fanga með tilliti til al- þjóðlegra skuldbindinga Bandaríkja- manna. Frásagnir af því að fangar séu sendir til landa, þar sem líklegt er að fangar verði pyntaðir og jafnvel gagngert til þess að hægt sé að pynta þá til að knýja sagna, vekja óhug. Það vekur líka alvarlegar spurningar að þau ríki, sem nefnd hafa verið að fangar hafi verið sendir til, eru meðal þeirra landa, sem bandaríska utan- ríkisráðuneytið hefur gagnrýnt harkalega fyrir illa meðferð á föng- um. Baráttan gegn hryðjuverkum snýst um það að verja ákveðin gildi. Hún er háð í þágu frelsis og mann- réttinda. Sú barátta verður ekki unn- in með því að afnema frelsi og mann- réttindi og fara niður á sama plan og andstæðingurinn. Bandaríkjamenn hafa eðlilega ekki staðfest að um- ræddir fangaflutningar hafi átt sér stað og er ekki við því að búast að staðfesting á því fáist nú. Íslensk stjórnvöld eiga hins vegar að gera bandarískum stjórnvöldum skýra grein fyrir því að hér sé lögð áhersla á að standa við alþjóðlegar skuld- bindingar og flutningar á föngum til landa, þar sem búast megi við því að þeir verði pyntaðir, verði ekki liðnir. ÓFULLNÆGJANDI SVAR Stjórnendur FL Group fengu gotttækifæri til þess á hluthafafundi í félaginu í gær að kveða niður umræð- ur um tiltekna meðferð á 3 milljörð- um af fjármunum félagsins fyrr á þessu ári. Fyrir skömmu sagði Hann- es Smárason, forstjóri félagsins, í Kastljósi, að orðrómur um þá með- ferð fjármuna væri „tóm þvæla“. Vilhjálmur Bjarnason beindi fyrir- spurn til stjórnenda félagsins á hlut- hafafundinum í gær og óskaði eftir svörum frá endurskoðendum FL Group. Þeir urðu hins vegar ekki til svara heldur nýr stjórnarformaður félagsins, Skarphéðinn Berg Stein- arsson. Hann vísaði til sex mánaða uppgjörs og sagði að endurskoðendur hefðu engar athugasemdir gert við það. Þetta eru ekki nýjar fréttir fyrir hluthafa í FL Group, sem vafalaust hafa flestir ef ekki allir kynnt sér það uppgjör, sem þá kom fram. Það sem á vantaði fyrri yfirlýsing- ar forstjóra FL Group var einfald- lega að endurskoðendur félagsins staðfestu þær. Þar með var málið úr sögunni. Þess vegna var það klaufalegt af stjórnendum FL Group að senda nýj- an stjórnarformann félagsins í ræðu- stól til þess að svara spurningu, sem beint var til endurskoðenda. Hvers vegna svöruðu þeir ekki spurningu Vilhjálms Bjarnasonar? Stjórnendur FL Group hljóta að leiðrétta þessi mistök og beita sér fyrir því, að yfirlýsing komi frá end- urskoðendum. Það er óþægilegt fyrir félagið að afgreiða þetta mál ekki endanlega. Að öðru leyti hljóta góðar óskir að fylgja FL Group á nýrri vegferð. Þeir ungu menn, sem tekið hafa við stjórn félagsins, hafa sýnt að þeir kunna ýmislegt fyrir sér í viðskiptum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.