Morgunblaðið - 02.11.2005, Side 30

Morgunblaðið - 02.11.2005, Side 30
30 MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Þ að eru liðin nokkuð mörg ár síðan ég las Híbýli vindanna og Lífsins tré, vestur- farasögur Böðvars Guðmundssonar, í fyrsta sinn. Við fyrsta lestur ákvað ég, þegar ég lokaði seinni bókinni, að á Íslend- ingaslóðir í Kanada ætlaði ég mér einhvern tímann að fara. Atvik höguðu því svo til að tæki- færi til að heimsækja þessar slóðir féll mér í skaut fyrr í haust. Mér fannst strax við komuna til Winnipeg einhvern veginn að ég væri komin heim. Þessi borg er svo heimilisleg og fólkið er svo vin- gjarnlegt að maður dettur strax inn í einhvern annan og þægilegri veruleika en maður er vanur hérna heima og vill gjarnan vera um kyrrt. Þegar lagt er af stað til að heim- sækja hinar eiginlegu Íslend- ingaslóðir í Gimli, Lundar, Heclu- eyju, Árborg og víðar er ekki laust við að fiðringur fari um kroppinn. Og fiðringurinn eykst eftir því sem maður nálgast svæðið þar sem æv- intýrið byrjar, sérstaklega þegar leiðsögumennirnir eru nógu snið- ugir að auka á geðshræringuna með því að skella í geislaspilarann í bílnum rammíslenskum lögum í flutningi frábærra listamanna. Lögum sem hljómað hafa um Ís- lendingabyggðirnar áður því að margir kórar hafa heimsótt Vestur- Íslendingana við mikið þakklæti heimamanna. Það er skemmst frá því að segja að það er algjörlega stórkostlegt að fara um þetta svæði. Á leiðinni frá Winnipeg til Gimli sáum við tugi ef ekki hundruð húsa þar sem var flaggað íslenskum fána og bláir skildir við heimkeyrsluna segja þeim sem framhjá keyra að þarna búi Íslendingar. Við komum í kirkjugarða þar sem eingöngu eru íslensk nöfn á legsteinum og víða var að sjá hús sem skörtuðu sínu ís- lenska nafni á áberandi stað. Ís- lendingum er tekið opnum örmum og heimamenn þykjast eiga í þeim hvert bein bara af því að Íslend- ingar eru á ferð. Allt of langt mál er að segja frá öllum sem við hittum, en mig lang- ar til að nefna sérstaklega einn. Það er Binni (Brynjólfur Sigurgeirson) sem við hittum á Heclu-eyju. Ein- staklega vinsamlegur og hjálp- samur náungi. Hann tók á móti hópnum með virktum og lóðsaði okkur svo um eyjuna. Hann er lítill og snaggaralegur kall sem talar al- veg reiprennandi íslensku. Við vor- um að skoða safn sem sett hefur verið upp í einu húsinu á Heclu og áætlunin var að fara aðeins lengra inn á eyjuna. Við ákváðum að fara keyrandi því þetta var dágóður spotti og tíminn var orðinn vel knappur. Þá sagði Binni: Á ég að koma á mínu kari? en fannst það svo greinilega óþarfi því að eftir smástund bætti hann við: Nei, nei, við förum bara öll á þínu kari. Þetta er dálítið dæmigerð setning fyrir vestur-íslenskuna því að ensku orðin yfir tækninýjungar sem komu fram eftir að fólkið fór frá Íslandi eru gjarnan íslenskuð og löguð að íslenskri málfræði. Heclu-eyja er ótrúlegur staður. Hún er alíslensk. Ekki er heils- ársbyggð þarna lengur, þar sem eyjan fór í eyði fyrir þó nokkuð löngu, en Íslendingar eru í vaxandi mæli farnir að kaupa hús þarna og gera upp til sumardvalar. Þegar keyrt er frá eyjunni aftur (þetta er að vísu ekki eyja, heldur landfast nú orðið) blasir við manni risastórt skilti sem erfitt er að trúa að geti verið þarna inni í miðju Kanada, þar sem þjóðtungurnar eru tvær: franska og enska. Á skiltinu stend- ur KOMIÐ AFTUR! Ekki au revoir eða welcome back. Og ég ætla svo sannarlega að hlýða. Ég ætla að koma aftur. Þó að það sé helst fólkið sem stendur upp úr eftir svona ferðalag eru nokkur atriði sem geymast sérstaklega í huganum. Eitt slíkt er heimsókn í Pálsbúð í Árborg. Í einu horni þeirrar verslunar er nefnilega að finna eins íslenskar landbúnaðarafurðir og hægt er að hugsa sér; rúllupylsu og skyr. Kannski ekki alveg sömu mat- vörur og við erum vön hérna heima, en nöfnin eru þau sömu. Það sem mér er efst í huga og ég undra mig talsvert á eftir að hafa ferðast um Íslendingaslóðirnar í Manitoba er að áður en ég las áð- urnefndar bækur vissi ég nánast ekkert um vesturfarana. Ég vissi ekki af þessari miklu sögu af Ís- lendingum sem þarna hefur orðið til á þessum ríflega hundrað árum sem liðin eru frá því að flutning- arnir miklu vestur um haf hófust. Ég minnist þess alls ekki að hafa hlotið kennslu um þessi mál, nema í mýflugumynd. Ég er hrædd um að þarna sé illa pottur brotinn í að fræða nýjar kynslóðir um frændur okkar í Vesturheimi. Málið er nefnilega að fólkið sem þarna býr, þ.e.a.s. fólkið sem er með Íslandsáhugann í blóðinu, er alls ekki minni Íslendingar heldur en við sem hér búum. Ef eitthvað er eru Vestur-Íslendingar ríkari af stolti og ást á landinu okkar. Það má eiginlega draga tilfinningar mínar eftir þessa ferð saman í eina setningu. Ég fór út sem Íslend- ingur en ég kom heim miklu meiri Íslendingur því að fólkið þarna úti kenndi mér að horfa á Ísland allt öðrum augum. Sannarlega mun ég hlýða kall- inu og koma aftur. Þá sagði Binni: Á ég að koma á mínu kari? en fannst það svo greinilega óþarfi því að eftir smástund bætti hann við: Nei, nei, við förum bara öll á þínu kari. VIÐHORF Sigrún Ásmundar sia@mbl.is LEIKSKÓLASTIGIÐ hefur gríð- arlega þýðingu, jafnt fyrir börn, for- eldra og atvinnulífið. Það er því mikilvæg skylda sem hvílir á borg- aryfirvöldum að bregð- ast við þeim vanda sem nú blasir við á leikskólunum vegna manneklu og stuðla jafnframt að auknum valmöguleikum og efldu starfi til fram- tíðar. Vanefndir R-listans R-listinn hefur ekki brugðist við þeim vanda sem nú ríkir á mörgum leikskólum borgarinnar, en hann hefur sannarlega brugðist kjósendum sínum. R-listinn hefur svikið loforð um leik- skólapláss fyrir öll börn yfir átján mánaða aldri og hefur bætt gráu ofan á svart með því að þrengja að dag- mæðrakerfinu, með þeim afleiðingum að þau börn sem bíða eft- ir plássi eiga æ erf- iðara með að komast að hjá dagmæðrum. Það sýnir stefnuleysi R-listans í hnotskurn að hann kynnir áform um gjaldfrjálsan leikskóla á sama tíma og fólk fæst þar ekki til starfa vegna lágra launa, börnin bíða eftir að komast þar inn og fjöldi foreldra barna yfir átján mánaða aldri á í erfiðleikum með að komast aftur til náms og starfa vegna skorts á dag- vistunarúrræðum. Lækkun dagvist- unargjalda er æskilegt markmið, en það er augljóslega ekki tímabært að tala um gjaldfrjálsan leikskóla við núverandi ástand. Leikskólapláss við 18 mánaða aldur Eitt brýnasta verk- efnið í bráð er vita- skuld að bæta kjör leikskólakennara, svo starfsemi leikskólanna sé ekki stefnt í voða vegna manneklu. Yfir 90% barna á aldrinum tveggja til fimm ára sækja leikskóla og það skiptir foreldra í borg- inni öllu máli að þar starfi hæft og vel menntað fólk, af báð- um kynjum. Kjörin verða að vera sam- keppnishæf til að nú- verandi leikskólakenn- arar haldist í starfi og til að hvetja fleiri til að leggja fyrir sig leik- skólakennaranám. Leikskólakennarar vinna mikilsvert starf og það þarf að meta í launum. Jafnframt þarf að tryggja að öll börn eigi kost á leik- skólaplássi ekki síðar en við átján mánaða aldur. Leikskólarnir gegna bæði mikilvægu hlutverki í þroska barna og eru nauðsynleg stoð fyrir foreldra sem þurfa að snúa aftur til fyrri starfa. Það er því ólíðandi að börn komist ekki inn á leikskóla fyrr en við tveggja og hálfs árs aldur, eins og ófá dæmi eru um. Leikskólastigið á að njóta við- urkenningar sem fyrsta stigið í skólakerfinu og öll börn þurfa að eiga þar jafnan aðgang. Að því sögðu má undirstrika mikilvægi þess að hver leikskóli hafi frelsi til að haga starfi sínu eftir því sem stjórnendur hans telja æskilegast, enda hafa þeir fagmenntun til að vega það og meta. Ennfremur þarf að tryggja sveigjanleika við töku sumarleyfis, en núgildandi reglur um fjögurra vikna samfellt leyfi leikskólabarna á ákveðnum tíma sumars eru til mikils óhagræðis fyr- ir margar fjölskyldur, ekki síst ein- stæða foreldra. Aukinn fjölbreytni og sveigjanleiki Til framtíðar þarf einnig að marka þá stefnu að foreldrar hafi meira val um dagvistun en nú er. Borgin á að fagna einkarekstri í leikskólakerfinu, í stað þess að þrengja að honum eins og R-listinn hefur gert. Einkareknir leikskólar auka fjölbreytni og geta létt álagi af borgarrekna kerfinu. Það er eðlilegt að foreldrar sem kjósa að senda barn sitt á einkarekna leikskóla njóti sömu niðurgreiðslu af hálfu borgarinnar og foreldrar barna á borgarreknum leikskólum, enda uppfylli þeir settar kröfur. Ólíkar lausnir henta ólíkum börnum og fjölskyldum. Samfélagið græðir á því að boðið sé upp á sem fjölbreytt- astar lausnir í dagvistunarmálum. Það er kominn tími á skýra hugs- un í leikskólamálum í Reykjavík. Það er kominn tími til að Sjálfstæð- isflokkurinn taki við. Yngstu nemendur Reykjavíkurborgar Eftir Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur ’Það er því ólíðandi að börn komist ekki inn á leikskóla fyrr en við tveggja og hálfs árs ald- ur, eins og ófá dæmi eru um.‘ Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Höfundur gefur kost á sér í 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Prófkjör Reykjavík ÉG ER ungur maður sem varð fyr- ir alvarlegu vinnuslysi fyrir fjórum árum, síðan þá kemst ég ekki leiðar minnar öðruvísi en að nota hjólastól og/eða bíl. Í glettni minni hef ég framkvæmt hávísindalega rannsókn, ég spyr fólk: „Finnst þér sjálfsagt að fatlaðir fái að nota sín sérréttindi óáreittir?“ Með tilvísun til bílastæða og salern- isaðstæðna sérmerktra fyrir fatlaða. Ég hef hitt tvær manneskjur sem sögðu: „Ég myndi kannski skjótast ef það væri fullt af lausum fatlaðrastæðum“. Ég er ekki með nákvæma tölu á hversu úrtakið var stórt, en mér fannst boðskapurinn vera ofar tölfræðinni, en ég man það greinilega að það voru bara tveir sem svöruðu á þennan hátt, en aðrir sögðu: „Það er svo sjálfsagt.“ Má gera betur Í miðbæ Reykjavíkur eru um 5 stæði merkt fyrir fatlaða, svo það er betra að við fatlaðir skipuleggjum okkur vel í bæjarferðum og skiptum á milli okkar stóratburðum, en það gerum við í fullkominni sátt, trúðu því! Við förum ekkert mikið út hvort sem er. Spítalar og sjúkrastofnanir eru því miður staðir sem við þurfum oft að nota og ekki ætla ég að fara að kvarta í þér kæri borgari fyrir að nota stæðið mitt þar, þér dytti það ekki í hug þú veist að ég nota stæðin þar af miklum móð nema það sé verið að losa vörur „…ha, losa vörur, hvað meinar þú?“. Hvar á að losa annars staðar? Já, ég varð fyrir hreint skrítinni reynslu er ég þurfti nauðsynlega á þjónustu sjúkrahúss að halda. Þegar ég kem akandi að sjúkrahúsinu og ætla að leggja í bílastæði ætlað fötl- uðum þá er vöruflutningabíll í stæð- inu. Í bræði minni segi ég bílstjór- anum að hunskast í burt, en hann bara hló og benti mér bara að leggja í bílastæðið við hliðina á sér, þar sá ég að ég hafði hálft stæði og hálfa rusla- geymslu til afnota. Ég fer útúr bíln- um, og eins og ég er, hoppa uppá nef mér, sem ég kannski hefði betur látið ógert, slík varð fyrirlitningin yfir því að láta eitthvert fatlafól segja háttvirtum vöru- bílstjóra að hunskast í burt. Hann stoppaði ekki einu sinni til að hlusta er ég reyndi að ná tali af honum. Ég viðurkenni að ég reidd- ist og gerði hlut sem ég sá mikið eftir. Ég sló í bringuna á honum til að ná athygli hans, en hann sem var nið- ursokkinn við vinnu sína og honum var greinilega brugðið. Ég vil biðja hann afsökunar hér og nú á því að hafa gert það, ef hann les þetta. En það sem hann sagði mér sjokkeraði mig meira. „Hvar á ég að losa annarsstaðar?“ og „Það losa allir hér ef það er ekki pláss annars stað- ar“. Ekkert sjálfsagðara Ég fór inná kontórinn hjá vaktinni, þar tók Ingi við mér og honum fannst bara ekkert sjálfsagðara en að þessi stæði væru í notkun, hvort heldur það væri fyrir fatlaða eða vörubíl- stjóra. Jæja, ekki gat ég breytt skoð- un Inga, honum þótti ég helst til heit- ur í þessum málum og nennti ekki að hlusta á þetta nöldur í fatlingnum, ætli þeir séu ekki orðnir nokkrir sem nöldra yfir þessu þarna þar sem þeir hafa nú bara þrjú góð stæði á þessum stóra spítala. Hvar liggur ábyrgðin? Ég hringdi í spítalann til að kvarta og láta laga þetta, því „mér finnst það svo sjálfsagt“ , símastúlkan var ekki viss og velti fyrir sér hvert hún ætti að senda símtalið, þá fékk ég Sigurð á hinum enda línunnar, en hann er ör- yggisvörður á spítalanum. Hann var ekkert nema kurteisin en viljinn var lítill, það þyrfti að bera þetta undir verkfræðiskrifstofuna sem sá um stæðin og hönnun þeirra. Enn var ég ekki sáttur og bað greyið að redda þessu á meðan ég talaði við spít- alastjórnina og sjá til þess að vörur væru losaðar annarsstaðar en í fatl- aðastæðunum. En þá var það ekki hans verk sem öryggisvörður heldur að henda fólki út af spítalanum og halda röð og reglu þar inni fyrir. En mér finnst þetta flokkast undir það, þar sem þarna var verið að brjóta lög á lóð spítalans. Síðan er annað mál að það er engin refsing fyrir að brjóta þessi lög og þess vegna finnst honum þetta ekki varða sig. En ef við þrengjum þetta niður þá snýst þetta um fordæmi og skrýtinn hugs- unarhátt. Væri nokkuð mál að gera betur? Ef það er einhver sem ætti að fylgja lögum þá er það ríkið. Að mínu áliti eru ríkisbyggingar einna verst búnar fyrir fatlaða af öllum stöðum sem ég sæki og þetta gerir mig leið- an, að ríkisstofnanir eins og spítalinn við Hringbraut vilji taka uppá því að sýna þetta fordæmi. Þó svo að bíla- stæði fatlaðra séu ekki öll í notkun, þá þurfum við víst meira pláss til að fara út og inn í bílana okkar og ekki eru allir svona framhleypnir eins og ég að reka þrjótana í burtu. En ég vil spyrja þig lesandi góður og vona að þú geymir með þér: „Finnst þér sjálf- sagt að fatlaðir fái að nota sín sérrétt- indi óáreittir?“ Sjálfsagt, segja flestir Danival Þórarinsson fjallar um bílastæði fyrir fatlaða ’Í miðbæ Reykjavíkureru um fimm stæði merkt fyrir fatlaða …‘ Danival Þórarinsson Höfundur er fatlaður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.