Morgunblaðið - 02.11.2005, Síða 31

Morgunblaðið - 02.11.2005, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2005 31 UMRÆÐAN Í ÍSLENSKUM lögum eru ákvæði um að það sé ólöglegt að auglýsa áfengi í ljós- vakamiðlum og á prenti. Þessu banni er ekki sinnt. Íslensk stjórnvöld líta fram hjá auknum fjölda áfengisauglýsinga. Fyrir liggur frum- varp um að leyfa 18 ára og eldri að kaupa áfengi og umræðan um sölu áfengis í stórmörkuðum er há- værari en áður. Allar rannsóknir sýna að þegar slakað er á taumum hvað varðar auglýsingar, aldurstakmörk og að- gengi að áfengi, þá eykst neysla þess tímabundið eða til frambúðar. Við þessar aðstæður þarf að styrkja forvarnir og styrkja stoðir grasrótarstarfsemi í því sambandi. Að þessum málum er best hlúð í þeirri nærþjónustu sem fólk býr við og þekkir, sveitarstjórnarstig- inu. Sveitarstjórnarstigið sinnir mikilvægri grasrótarstarfsemi í formi tengsla og trausts við ungt fólk. Það er m.a. gert í gegnum grunnskólann, félagsmiðstöðv- arnar og íþróttahreyfinguna. Fé- lagslegum úrræðum, fræðslu og forvörnum er best sinnt af þeim sem eiga auðveldast með að ná til þess aldurshóps sem mest þarf á styrk- ingu að halda. Þó er misbrestur á, því skil- virk og markviss gras- rótarstarfsemi er ekki ókeypis, ef vanda skal til verka. Ef æskulýðs- lögin eru skoðuð til hlítar kemur í ljós að sú lagasetning er ekki í neinum takti við nú- tímann. Samstarf lykillinn að árangri Rannsóknir sýna að skilvirkasta forvörnin er virk fræðsla, aukin áhersla á fjölskylduna og íþrótta- og æskulýðsstarf. Það er mik- ilvægt að íslensk stjórnvöld beri virðingu fyrir þessu mikilvæga starfi og taki þátt í því fjárhags- lega með sveitarfélögunum að sinna því af myndugleika. Einnig sýna rannsóknir að samstarf stofn- ana sem að málum koma skilar einnig miklum árangri. Samstarf lögreglu, félagsþjónustu, skóla og fleiri sem koma að málum ungs fólks er áhrifamikil leið til að koma í veg fyrir óæskilega hegð- un. En úrræðin verða að vera til staðar til að árangur náist og þau eru ekki nægilega mörg hjá sveit- arfélögunum, þó ekki vanti viljann. Meðferðarúrræði hafa verið á ábyrgð ríkisins hingað til en reynslan og rannsóknir sýna að best sé að sinna þessum málum á heimavelli unga fólksins, í þess umhverfi, í nánu samstarfi við fjöl- skyldu einstaklinganna. Væri þessum málaflokki ekki best borg- ið á sveitarstjórnarstiginu? Því hvet ég stjórnvöld til að setja þenna málaflokk í forgang og spyrna á móti neysluverðbólgu áfengis sem leiðir til annarra fíkni- efna og vinna markvisst með sveit- arfélögum landsins að framgangi þessara mála. Sveitarfélögin best í forvörnum Eftir Margréti Gauju Magnúsdóttur Margrét Gauja Magnúsdóttir ’Við þessar aðstæðurþarf að styrkja for- varnir og styrkja stoðir grasrótarstarfsemi í því sambandi.‘ Höfundur er kennari og verkefna- stjóri og frambjóðandi í prófkjöri Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Prófkjör Hafnarfjörður NOKKUR umræða hefur spunn- ist að undanförnu um kynbundinn launamun og hvort hann geti talist eðlilegur og æskilegur. Þótt nið- urstöður launakannana séu mismun- andi, sýna þær nær undantekningalaust fram á kynbundinn launamun. Í könn- unum af þessu tagi er talað um „óleiðréttan“ og „leiðréttan launa- mun“ (e. unadjusted og adjusted wage gap). Á Íslandi hafa hugtökin „skýrður“ og „óút- skýrður“ launamunur einnig verið notuð. Í umræðu um launa- muninn hefur því tals- vert verið fjallað um forsendur og að- ferðafræði kannana, hvernig er mælt, með hvaða aðferðum og hvernig beri að túlka (Lilja Mósesdóttir 2003, Þorgerður Ein- arsdóttir og Kristjana Stella Blöndal 2004). Oft er byrjað á að rýna í heildarmyndina (óleiðréttan launamun) og skoða muninn á at- vinnutekjum karla og kvenna en það eru tekjur samkvæmt skattframtali. Sam- kvæmt gögnum Hag- stofu Íslands var þetta hlutfall 63% árið 2004 (Hagstofa Ís- lands, 2005). Þessar tölur sýna ein- földustu nálgunina og í þeim er ekki tekið tillit til vinnutíma, né heldur að konur og karlar sinna ólíkum störf- um. Kosturinn við að skoða atvinnu- tekjur er að þær sýna mismunandi vinnuframlag kynjanna í launaðri og ólaunaðri vinnu í samfélaginu. Kon- ur vinna mikla ólaunaða vinnu inni á heimilum landsins sem allt þjóðfé- lagið nýtur góðs af en hvergi kemur fram í þjóðhagsreikningum og telst þeim aldrei til tekna. Atvinnutekj- urnar sýna því hvað konur og karlar bera úr býtum launalega fyrir vinnu- framlag sitt í þjóðfélaginu. Í könnunum á kynbundnum launamun er þó almennt leitast við að leiðrétta launamuninn með tilliti til málefnalegra þátta, svo sem vinnutíma, menntunar eða starfs, aldurs eða starfsaldurs. Flestir sam- þykkja að eðlilegt sé að greidd séu mismunandi há laun eftir eðli starfa, menntun starfsmanna og starfsaldri. Hugmyndin að baki er sú að sá sem hefur menntun eða þjálfun til starfs skili meiru en sá sem ekki hefur það (Oaxaca 1973). Einfald- asta leiðréttingin á launamun karla og kvenna er að taka tillit til vinnutíma. Sá mæli- kvarði hefur verið kall- aður „launabil kynjanna“ (e. gender pay gap), sem er með- altímakaup eftir kyni (þ.e. öll laun deilt með fjölda vinnustunda). Þessi viðmiðun er mik- ið notuð í alþjóðlegum samanburði og talan gefur til kynna hve mikið konur vantar upp á til að hafa sömu laun og karlar. Tölum um meðaltímakaup karla og kvenna er ekki safn- að reglulega á Íslandi, eins og gert er í mörg- um öðrum löndum, en tölur fyrir árið 2000 sýna að konur vantar 24% upp á að hafa sömu laun og karlar í opinbera geiranum en 27% á almennum markaði (Barth, Røed og Torp 2002). Það liggur í augum uppi að erfitt er að bera saman kannanir sem ekki eru sambærilegar. Eitt af því sem skiptir máli er hvort laun karla eru notuð sem viðmið eða laun kvenna. Ef laun kvenna eru viðmið- unarpunkturinn mælist launamun- urinn meiri en þegar laun karla eru það. Þá skipta skýribreytur grund- vallarmáli. Almennt gildir að því fleiri skýribreytur sem teknar eru inn í reiknilíkön launakannana, því meira má skýra af launamun kynjanna. Vitað er að margir þættir hafa áhrif á laun án þess að geta tal- ist málefnalegar skýribreytur. Þannig hafa hjúskaparstaða og barneignir tilhneigingu til að hækka laun karla en neikvæð eða engin áhrif á laun kvenna. Fræðimenn hafa gagnrýnt að þessar breytur séu notaðar sem skýribreytur og að líta beri á þennan mun sem mismunun í launasetningu. Þá hefur verið gagn- rýnt að nota málaflokka eða starfs- svið sem skýribreytu því vitað er að kvennastörf eru verr metin til launa en karlastörf. Það er merki um kerf- islæga mismunun og gildismat á störfum, öðru kyninu í óhag. Með því að taka slíka breytu sem mál- efnalega skýribreytu inn í reikni- líkan er horft fram hjá samfélags- legri kynjun og fyrri mismunun. Í raun er verið að skýra kynbundinn launamun í burtu með þáttum sem orsaka hann. Færð hafa verið fyrir því margvísleg rök að of langt hafi verið gengið í leit að skýribreytum (Grimshaw and Rubery 2002, Þor- gerður Einarsdóttir og Kristjana Stella Blöndal 2004). Mjög fáar kannanir hafa verið gerðar á Íslandi sem ná yfir allan vinnumarkaðinn og ná flestar aðeins yfir afmarkaða hluta, svo sem ein- stök stéttarfélög eða heildarsamtök launafólks, sveitarfélög eða vinnu- staði. Nýjasta könnunin á almennum markaði er launakönnun Versl- unarmannafélags Reykjavíkur frá 2004 sem sýndi að karlar hafa 14% hærri laun þegar búið er að taka til- lit til vinnutíma, aldurs, starfsaldurs, stéttar og menntunar (www.vr.is). Launakönnun sem gerð var meðal starfsmanna í opinberri þjónustu (BHM, BSRB, KÍ) árið 2004, sýndi að meðal fólks í fullu starfi voru karl- ar í sambærilegum starfsstéttum og konur, á sambærilegum aldri, með samsvarandi menntun og vinnutíma með að jafnaði 17% hærri heild- arlaun en konur (Heiður Hrund Jónsdóttir og Kristjana Stella Blön- dal 2004, bls. 15). Þessar kannanir eru ekki að öllu leyti sambærilegar en gefa góðar vísbendingar um á hvaða bili hinn svokallaði leiðrétti launamunur kynjanna er á Íslandi. Fullyrðingar um að launamunur kynjanna sé eðlilegur eða æskilegur hljóta að byggja á hæpnum for- sendum eða vanþekkingu á þessu fræðasviði. Þorgerður Einarsdóttir fjallar um launa- og jafnréttismál Þorgerður Einarsdóttir ’Fullyrðingarum að launa- munur kynjanna sé eðlilegur eða æskilegur hljóta að byggjast á hæpnum for- sendum eða vanþekkingu á þessu fræða- sviði.‘ Höfundur er dósent í kynjafræði við Háskóla Íslands. Hvað er kynbundinn launamunur? GUNNARSBRAUT - SÉRHÆÐ Falleg 106 fm neðri sérhæð í þríbýli (miðhæð) auk 25 fm bílskúrs (samtals 131 fm) á einum besta staðnum í Norðurmýrinni í Reykjavík. Íbúðin skiptist í anddyri, hol, tvö góð her- bergi, eldhús með borðkrók, rúm- góða og bjarta stofu og flísalagt bað- herbergi. Flísalagðar suðursvalir. Parket og flísar á gólfum. Góð eign á mjög eftirsóttum stað. LAUS TIL AFHENDINGAR Í DESEMBER. V. 24,9 m. 3422 BIRKIGRUND - KÓPAVOGI Vorum að fá í einkasölu þetta fal- lega 199 fm einbýlishús, sem er staðsett innarlega í rólegum og gróðursælum botnlanga. Húsið er mjög mikið standsett, bæði að utan sem innan, á smekklegan hátt. M.a. þak, gluggar, allar innréttingar, hurðir o.fl. endurnýjað. 5 svefnherbergi eru í húsinu og stórar stofur ásamt tveimur endurnýjuðum baðherbergjum og nýlegu eldhúsi. Mjög plássgott bíla- stæði er við húsið og er garðurinn mjög vel hirtur. V. 49,9 m. 3458 ÞVERÁRSEL - MEÐ AUKAÍBÚÐ Vorum að fá í einkasölu þetta glæsilega einbýli, sem er 283 fm ásamt ca 80 fm rými á neðri hæð. Innbyggður 42 fm tvöfaldur bílskúr með geymslurisi. Efri hæðin skiptist í tvær stofur m/arni, gott eldhús m/eikarinnr., rúmgott baðherbergi og þrjú herbergi. Parketlagður stigi niður á neðri hæðina, sem skiptist í tvö herbergi, þvottahús og 40 fm parketlagt rými ásamt standsettu baðherbergi. Auk þess er sér rúmgóð 2ja herbergja íbúð með sérinngangi. (Gefur góðar út- leigutekjur). Fallegur garður með sólpalli. V. 59,2 m. 3462 HOFGARÐAR - SELTJARNARNESI Vorum að fá í sölu þetta reisulega 226 fm einbýlishús á einum besta staðnum við Hofgarðana. Húsið er nánast allt á einni hæð og er mjög vel skipulagt. Bílskúrinn er innbyggður tvöfaldur 50 fm. Húsið skiptist í fjögur herbergi, aðalstofu, borðstofu, sjón- varpsstofu, gestawc., aðalbaðher- bergi, nýlegt eldhús, þvottahús og óinnréttaðan kjallara ca 60 fm. Garðurinn er mjög fallegur með stórum sólpalli með skjólgirðingum, hiti í stéttum. MJÖG FALLEGT ÚTSÝNI YFIR SUNDIN BLÁ OG FJÖLLIN HÁ. 3477 RAUÐALÆKUR Vorum að fá í sölu mjög vel skipu- lagða og bjarta 4ra herbergja jarð- hæð í þessu húsi. Íbúðin er 74 fm og er mjög mikið endurnýjuð. M.a. er búið að endurnýja þak, húsið ný- málað utan, rafmagn, gler, skolp, dren o.fl. Íbúðin skiptist í tvö barna- herbergi, hol, rúmgott eldhús, stofu, nýstandsett baðherbergi og hjóna- herbergi. Frábær staðsetning. Verð 17,8 millj. 3478 SEILUGRANDI - STÆÐI Í BÍLAGEYMSLU Vorum að fá í sölu fallega 113 fm 5 herb. íbúð á 2. hæð með sérinn- gang af svölum ásamt 31 fm stæði í bílageymslu. Íbúðin skiptist í and- dyri, hol, opið eldhús með borð- krók, þrjú barnaherbergi með skáp- um, hjónaherbergi með skápum, baðherbergi með tengi fyrir þvottavél og þurrkara og stóra stofu með útgang á suðursvalir. Nýtt rauðeikarparket á allri íbúðinni. Eign á vinsælum stað. Stutt í skóla og leikskóla. V. 27,5 m. 3481 LAUGALÆKUR - ENDARAÐHÚS Vorum að fá í sölu 215 fm endarað- hús, sem skiptist í kjallara og tvær hæðir, ásamt 38 fm bílskúr, eða samtals 253 fm. Á 1. hæð er for- stofa, gestasnyrting, eldhús með borðkrók, borðstofa og stofa með útgang á suðursvalir. Á efri hæð eru tvö barnaherbergi með skápum, hjónaherbergi með skápum, þvotta- hús og baðherbergi flísalagt í hólf og gólf. Í kjallara er stórt sjónvarpsherbergi með geymslu innaf. Einnig er í kjallara sér 2ja herbergja íbúð með sérinngang. Búið er að skipta um stóran hluta af gólfefnum og setja gegnheilt eikarparket. Eign sem býður uppá mikla möguleika. 3483 NÆFURÁS - ENDARAÐHÚS Vorum að fá í sölu mjög fallegt 252 fm endaraðhús, sem er tvær hæðir og ris, ásamt innbyggðum bílskúr. Á 1. hæð er anddyri, eldhús með fallegri viðarinnréttingu og granít í borðplötum, stór stofa og borðstofa með útgang á hellulagða vestur- verönd. Á 2. hæð eru fjögur rúmgóð herbergi, þvottahús með innréttingu og baðherbergi flísalagt í hólf og gólf með hvítri innréttingu. Úr holi á 2. hæð er gengið út á vestursvalir með frábæru útsýni yfir alla borgina. Í risi er óinnréttað 37 fm rými. Einstaklega snyrtileg og vel við- haldin eign á vinsælum stað. V. 45,8 m. 3486 SÍMI 5 900 800 Ólafur B. Blöndal löggiltur fasteignasali

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.