Morgunblaðið - 02.11.2005, Side 32
32 MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ÞAÐ voru kaldar kveðjur, sem
konur fengu frá Snjólfi Ólafssyni í
Morgunblaðinu 26. október síðast-
liðinn þar sem hann
heldur því fram að
kynbundinn launa-
munur sé eðlilegur.
Baráttuhátíð 50.000 ís-
lenskra kvenna tveim-
ur dögum áður sem
fólst m.a. í að mót-
mæla kynbundnum
launamun var því á
misskilningi byggð.
Konur fá eðlileg laun
miðað við eðli sem svo
útskýrir ólíkt starfsval
og áherslur í lífinu.
Slík eðlishyggja hefur
einmitt verið stærsti
þátturinn í að viðhalda
kynjamismunun. Hug-
myndir sem hafa fylgt
okkur frá ómunatíð
eins og að konur
stjórnist meira af til-
finningum en karlar af
skynsemi. Af sama
meiði má nefna þrá-
láta baráttu ýmissa
fræðimanna á 18. og
19. öld að reyna að
sýna fram á að konur
hefðu hlutfallslega
minni heila og þ.a.l. minni getu til
mennta og opinberra starfa. Þess-
ar hugmyndir áttu sinn þátt í að
viðhalda valda- og kynjakerfi sam-
félagsins en settar fram undir
fræðilegum formerkjum og hefur
Snjólfur nú bæst í hóp þessara
metnaðarfullu spekinga og skrifar
undir sem prófessor í viðskipta- og
hagfræðideild HÍ, líklega til að
auka vægi orða sinna.
„Sumir elska að taka þátt í lífs-
gæðakapphlaupinu og aðrir lifa
fyrir að hjálpa öðrum.“ Með þess-
um rökum útskýrir Snjólfur launa-
muninn og augljóst að hann horfir
framhjá öllum þeim konum sem
hafa menntað sig til viðskipta- og
stjórnunarstarfa m.a. í gegnum
viðskipta- og hagfræðideild Há-
skóla Íslands. Ég stórefast um að
þær hafi lagt minna af mörkum og
ætli sér að leggja minna af mörk-
um þegar út í atvinnulífið er komið.
Meðaleinkunn kvenna er að jafnaði
hærri á öllum skólastigum sem
þýðir að þær leggja
hlutfallslega meira á
sig til að ná árangri.
Hin rökin fyrir „eðli-
legum launamun“ er
meiri vilji karla til að
vinna mikið eða eins
og Snjólfur orðar það:
„Þeir sem hafa mjög
háar tekjur vinna að
jafnaði mjög mikið.
Ekki nóg með að þeir
vinni mikið þau árin
sem þeir hafa miklar
tekjur, þeir hafa flest-
ir unnið mikið frá
unga aldri.“ Rann-
sóknir hafa sýnt að
konur vinna síst
minna en karlar og
stelpum eru frekar
fengin ábyrgð-
arhlutverk í æsku,
sérstaklega inn á
heimilunum. Það er
hins vegar ekki eins
víst að stelpunum hafi
boðist jafnvel borguð
vinna úti á vinnumark-
aðnum og drengj-
unum. Rannsóknir á
framhaldsskólanemum hafa ein-
mitt sýnt að 13% þeirra drengja
sem hætta í framhaldsskóla gera
það vegna þess að þeim býðst gott
starf en aðeins 3% stúlkna. Svipaða
kynbundna mismunun er eflaust að
finna hjá þeim nemendum sem
stunda sumarvinnu eða vinnu með-
fram námi.
Vegna slakrar stöðu kvenna í
viðskiptaheiminum er einmitt sér-
lega mikilvægt að rætt sé af ein-
hverri alvöru og þekkingu um
kynjajafnrétti í viðskipta- og hag-
fræðinámi og kynntar séu þær
rannsóknir sem sýna hverjar séu
raunverulegar ástæður fyrir þeirri
kvennaslagsíðu sem þar ríkir. Ef
svörin eru óljós er mikilvægt að
deildin hvetji til frekari rannsókna
á því. Háskóli Íslands hefur frá
1998 kerfisbundið unnið að jafn-
réttismálum og reynt m.a. að vinna
gegn úreltum viðhorfum. Háskól-
inn hefur boðið upp á kynja-
fræðinám frá 1998 og þar hafa
kennarar af flestum fræðasviðum í
hug- og félagsvísindum boðið upp á
námskeið þar sem ýmsar greinar
eru skoðaðar út frá fjölmenningu,
jafnrétti og kynjafræðum. Við-
skipta- og hagfræðideild hefur hins
vegar ekki tekið þátt í þessu og má
spyrja sig hvort deildin hafi ekki
séð ástæðu til þess og ekki ráðið
akademíska starfsmenn með slíka
þekkingu. Það hefði einmitt verið
auðveld leið til að fjölga konum
meðal akademískra starfsmanna
þar sem konur hafa frekar sérhæft
sig á þessum sviðum. Þetta er ekki
síst spurning um ólíka virðingu fyr-
ir viðfangsefnum og þau viðfangs-
efni sem þykja kvenlæg hafa oftar
en ekki minni virðingu.
Annað sem vert er að taka fram
er að konur hafa verið um og yfir
helmingur stúdenta í viðskipta- og
hagfræðideild í 10 ár án þess að
það hafi skilað sér að einhverju
marki í akademískum frama innan
deildarinnar og hlýtur að vera
huggun fyrir þá sem sjá ofsjónum
yfir háu hlutfalli kvennemenda í
háskólum. Engin kona er dósent
eða prófessor í deildinni, engin
kona situr í stjórn Hagfræðistofn-
unar en þrjár konur eru lektorar.
Mér er kunnugt um að konur hafa
verið mun færri í umsækjendahópi
um akademískar stöður en karlar,
en akademískur frami byrjar oft
með tengslum við kennara og þátt-
töku í rannsóknum og fræðistörf-
um á meðan á námi stendur. Slíkt
felur í sér hvatningu til áframhald-
andi náms og að þær finni sig vel-
komnar í fræðaheiminum, m.t.t.
faglegra áherslna og starfsum-
hverfis.
Samkvæmt Snjólfi er ekki von á
því að þetta eigi eftir að breytast
því konur að hans mati finna sig
meira í að hjálpa öðrum en karlar
eru spenntari fyrir lífsgæðakapp-
hlaupinu og ekkert við því að gera.
Nú bið ég í einlægni allt það góða
fólk sem vinnur að jafnréttismálum
við Háskóla Íslands að uppfræða
Snjólf um jafnréttisstefnu skólans
og fá viðskipta- og hagfræðideild
til að taka þessi mál alvarlega og af
röggsemi.
Kaldar kveðjur
til kvenna
Berglind Rós Magnúsdóttir
svarar grein Snjólfs Ólafssonar
’… því konurað hans mati
finna sig meira í
að hjálpa öðrum
en karlar eru
spenntari fyrir
lífsgæðakapp-
hlaupinu …‘
Berglind Rós
Magnúsdóttir
Höfundur er fyrrverandi
jafnréttisfulltrúi Háskóla Íslands.
Eggert B. Ólafsson: Vegagerð-
in hafnar hagstæðasta tilboði í
flugvallarrútuna.
Örn Sigurðsson: Bornir eru
saman fjórir valkostir fyrir nýj-
an innanlandsflugvöll.
Prófkjörsgreinar á mbl.is
www.mbl.is/profkjor
PRÓFKJÖR
Gísli Freyr Valdórsson styður
Kjartan Magnússon í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Leifur Helgason og Viðar Hall-
dórsson styðja Jón Kr. Óskars-
son í prófkjöri Samfylkingarinn-
ar í Hafnarfirði.
Heimir L. Fjeldsted styður
Kjartan Magnússon í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Sturlaugur Þorsteinsson styð-
ur Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson í
prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík.
Hrafnkell A. Jónsson styður
Gísla Martein Baldursson í próf-
kjöri Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík.
Aðsendar greinar á mbl.is
www.mbl.is/greinar
UM NÆSTU helgi fer fram próf-
kjör Samfylkingarinnar í Hafn-
arfirði vegna bæjarstjórnarkosning-
anna í maí á næsta ári og hef ég
ákveðið að gefa kost á mér í 7. til 8.
sæti listans.
Ég hef gegnt for-
mennsku í heilbrigð-
isnefnd á þessu kjör-
tímabili og hef mikinn
áhuga á að gera það
áfram þar sem ég tel
mig hafa mikla og góða
reynslu á því sviði.
Sem dæmi um verkefni
sem unnið hefur verið
að má nefna nýja
reglugerð um hunda-
og kattahald, en með
henni hefur vonandi
náðst sátt um sambýli
gæludýra og mann-
fólks í bæjarfélaginu.
Slysum sem tengjast
lausagöngu hunda hef-
ur fækkað stórlega með virku eft-
irliti, jafnframt því sem meðferð
gæludýra hefur batnað.
Auk þessa má nefna innra eftirlit
fyrirtækja og stofnana, sem hefur
leitt til þess að sýkingar af völdum
matvæla og óþrifnaður í því sam-
bandi heyra nánast sögunni til.
Næstum allir starfsleyfishafar hafa
komið upp slíku eftirliti.
Þessu til viðbótar má nefna, að
umgengni bæjarbúa hefur stórlega
batnað, þó enn megi gera betur.
Félags- og öldrunarmálin
Það er bitur niðurstaða að skort-
ur á úrræðum í öldrunarþjónustu
og húsnæðismálum aldraða skuli
enn vera áhyggjuefni bæjaryf-
irvalda og aðstandenda á árinu 2005
og skammarlegt að
ríkisvaldið skuli snið-
ganga Hafnarfjörð í
fjárveitingum eins og
reynslan hefur sýnt
síðustu áratugi.
Stækkun Sólvangs
hefur verið slegið á
frest, fjárlög eftir fjár-
lög og er það eingöngu
frábæru starfsfólki
fyrir að þakka að fólki
líður vel á Sólvangi.
Auk þess vantar önnur
húsnæðisúrræði fyrir
efnaminni Hafnfirð-
inga og mun ég reyna
mitt besta til að stuðla
að framgangi þeirra
mála. Knýja þarf á ríkisvaldið að
standa við skyldur sínar, en sam-
starf við einkaaðila kemur vel til
greina til að flýta megi framgangi
mála.
Félagsþjónustuna ber að efla til
muna, en í þeim málaflokki hefur
Samfylkingin staðið fyrir stórátaki
á yfirstandandi kjörtímabili. Þó
vantar enn á að verkinu sé lokið,
sérstaklega þar sem ríkið kemur að
málum. Ég tel að reynsla mín af
verkalýðs- og velferðarmálum muni
nýtast vel í þessum málaflokki.
Tómstundir
fjölskyldunnar
Í íþrótta- og tómstundamálum
hefur verið gert stórátak og með til-
komu niðurgreiðslna vegna æfinga-
og þátttökugjalda barna, 10 ára og
yngri, var stórbætt aðkoma minni
félaga og samtaka að öllu félagstarfi
barna. Það er markmið okkar að
gera enn betur á því sviði og mun
ég beita mér fyrir því að nið-
urgreiðslurnar nái til breiðari hóps
en nú er. Þá er það skoðun mín að
hlúa beri enn betur að hafnfirsku
afreksfólki og styrkja það til frekari
afreka.
Forvarnastarf hefur tekið mikl-
um breytingum til bóta eftir að
Samfylkingin komst til valda. Af-
brotum hefur fækkað, fræðsla hefur
aukist til muna og félagslegum úr-
ræðum hefur fjölgað. Með sam-
starfi stofnana bæjarins og lög-
regluyfirvalda hefur náðst góður
árangur á þessu sviði, en betur má
ef duga skal og verðum við sífellt
að vera á verði. Ég mun áfram leit-
ast við að starfa með okkar fólki í
þessum málaflokki.
Ferðamál
Rekstrarfyrirkomulagi ferða-
mála var breytt í upphafi þessa
kjörtímabils, eftir að málaflokk-
urinn hafði verið í fjársvelti á síð-
asta kjörtímabili þegar Sjáfstæð-
isflokkurinn og Framsókn sátu í
meirihluta bæjarstjórnar. Ég er
þeirrar skoðunar að auka beri hlut
þessa málaflokks og að aftur verði
opnuð sérstök upplýsingamiðstöð
ferðamanna auk þess sem starf
ferðamálafulltrúa verði gert sýni-
legra. Þar er enn stór óplægður ak-
ur með miklum möguleikum.
Prófkjörið
Eins og fyrr er getið, sækist ég
eftir 7. eða 8. sæti á lista Samfylk-
ingarinnar í kosningum í maí. Ég
tel að reynsla mín í félagsmálum og
hagsmunamálum launafólks muni
gagnast Hafnfirðingum vel. Ég hef
að leiðarljósi að skapa enn betri
Hafnarfjörð þar sem fjölskyldu-
málin verða í fyrirrúmi. Jafnframt
lýsi ég yfir stuðningi við þá bæj-
arfulltrúa Samfylkingarinnar sem
gefið hafa kost á sér til áframhald-
andi starfa. Þeir hafa skilað frá-
bæru starfi.
Eftir Sigurgeir Ólafsson ’Stækkun Sólvangs hefur verið slegið á
frest, fjárlög eftir fjár-
lög og er það eingöngu
frábæru starfsfólki fyrir
að þakka að fólki líður
vel á Sólvangi.‘
Sigurgeir
Ólafsson
Höfundur er í framboði í prófkjöri
Samfylkingarinnar í Hafnarfirði og
sækist eftir 7. til 8. sæti listans.
Prófkjör Hafnarfjörður
Fjölskyldan í fyrirrúmi
Í BORGINNI okkar Reykjavík
býr fjöldi eldri borgara og til þeirra
ber að taka sérstakt tillit. Eldri
borgarar er breiður hópur og þarfir
hinna eldri afar misjafnar. Sumir
hafa fulla starfsgetu
komnir vel á áttræð-
isaldur og jafnvel yfir
áttrætt á meðan aðrir
hafa misst mikið af
sinni starfsgetu þegar
þeir komast á starfs-
lokaaldur.
Atvinna fyrir
þá eldri
Það er afar jákvætt
að fyrirtæki séu farin
að óska eftir starfs-
kröftum eldri borgara
og ég er viss um að
margir hafa gaman af
því að geta verið áfram
á vinnumarkaði á með-
an heilsa leyfir. Þeir
sem hafa getu og vilja
ættu að fá að starfa eins
lengi og þeir treysta sér
til. Sumir allan daginn
en aðrir styttri vinnu-
dag ef þeir óska þess.
Vilji og geta eiga að ráða hér um.
Það er nú þó þannig að eftir því
sem árin færast yfir því meiri líkur
eru á því að þrek og þor dvíni og
smám saman verði þörf fyrir meiri
aðstoð. Það er einmitt á þeim árum
sem það skiptir svo miklu máli að
samfélagið taki tillit til sérþarfa
þeirra eldri borgara sem á því þurfa
að halda. Sá hópur fer stækkandi í
okkar samfélagi og þess vegna þurf-
um við að huga enn betur að þeim en
áður.
Enga kanta og bekki
með stuttu millibili
Það eru margir eldri borgarar
sem þurfa hjálpartæki til að komast
leiða sinna utan dyra. Það skiptir
miklu máli að auðvelt sé að komast
um og ekki séu kantar
á gönguleiðum. Það
getur líka skipt sköp-
um að hægt sé að tylla
sér á bekk og hvíla sig
með nokkuð reglulegu
millibili. Það eykur
kjark og þor að vita að
hægt sé að hvíla sig
nokkrum sinnum á
leiðinni, þegar tekin er
ákvörðun um að ganga
út í búð eða í sund svo
dæmi sé tekið. Þetta er
nú bara lítið dæmi um
það sem við getum gert
á einfaldan hátt til að
mæta þörfum eldri
borgara betur hér í
borginni okkar.
Samgöngumál
innan borgarinnar
Samgöngumál í
Reykjavík hafa tekið
hverri breytingunni af
annarri og nú er búið að breyta
leiðakerfi strætó. Þar sem áður var
miðað við að ekki þyrfti að ganga
lengra en 400 m að næstu stoppistöð
er nú orðið 700 m. Það auðveldar
ekki eldri borgurum að komast leiða
sinna með strætisvögnunum ef leiðin
að næstu stoppistöð er orðin svo
löng að fólk treystir sér ekki til að
komast þangað.
Það er ekki nóg að tala hátt og
mikið um það á tyllidögum að aldr-
aðir séu verðmætur hópur sem þurfi
að taka tillit til. Það græðir enginn á
því. Hér eru það verkin sem tala. Ef
ég kemst inn í borgarstjórn á næsta
kjörtímabili lofa ég því að verkin
munu tala.
Eldri borgarar
í borginni okkar
Eftir Jórunni Frímannsdóttur
’Ef ég kemstinn í borgar-
stjórn á næsta
kjörtímabili lofa
ég því að verkin
munu tala.‘
Jórunn Frímannsdóttir
Höfundur er varaborgarfulltrúi,
hjúkrunarfræðingur, ritstjóri dokt-
or.is og sækist eftir stuðningi í 4. sæti
á lista sjálfstæðismanna í Reykjavík.
Prófkjör Reykjavík