Morgunblaðið - 02.11.2005, Side 34
34 MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
og virðing er borin fyrir frelsi til at-
hafna.
Verkefnin bíða.
Það er mjög mik-
ilvægt fyrir Reykjavík
að Sjálfstæðisflokk-
urinn beri sigur úr být-
um í vor eftir tólf ára
valdatíð R-listans og
því þarf að velja vel á
framboðslistann. Nýj-
um meirihluta bíða
mörg verkefni. Önnur
sveitarfélög hafa sótt á
og margir borgarbúar
hafa flúið borgina. Út-
gjalda- og skuldaaukn-
ing borgarinnar með
meðfylgjandi aukinni
gjaldheimtu á íbúa hennar, hefur or-
sakað að lífsgæði fjölmargra borg-
arbúa hafa versnað til muna í kjöl-
farið og þessari þróun verður að
snúa við. Það verður einnig að end-
urskoða alla stefnumótun í tengslum
við málefni aldraðra, leikskólanna og
skipulagsmál svo eitthvað sé nefnt.
Veljum reynslumikla einstaklinga
sem hafa þekkingu á borgarmálum.
Í þessi verkefni þarf að velja ein-
staklinga sem hafa víðtæka þekk-
ingu á málefnum borgarinnar. Ein-
staklinga sem tekið hafa þátt í starfi
borgarmálanna og hafa nú tækifæri
til þess að koma á nauðsynlegum
breytingum í krafti meirihlutans.
Ég hvet allt sjálfstæðisfólk til að
athuga vel ásýnd prófkjörslistans,
þegar þeir raða á hann á kjörstað.
Það skiptir máli hverja við veljum,
hvernig til tekst að búa til betri borg.
ÉG VIL hvetja allt
sjálfstæðisfólk til þess
að mæta á kjörstað 4.
og 5. nóvember og
kjósa sína fulltrúa til
þess að leiða lista Sjálf-
stæðisflokksins í kom-
andi borgarstjórn-
arkosningum. Það er
mikilvægt að á lista
Sjálfstæðisflokksins
verði sterkir menn og
konur sem hafa þá
reynslu, dugnað og
kraft sem þarf til þess
að snúa vörn í sókn og gera Reykja-
vík að þeirri fyrirmyndarborg sem
hún ætti að vera. Borg tækifæra, þar
sem hlúð er að öllum einstaklingum
Eftir Kristján Guðmundsson
Kristján Guðmundsson
’Það skiptir máli hverja við veljum,
hvernig til tekst að
búa til betri borg.‘
Höfundur er húsasmiður og
varaborgarfulltrúi sem býður sig
fram í 5. sæti í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Prófkjör Reykjavík
Sjálfstæðismenn,
búum til betri borg
MIKLAR breytingar blasa við í
öldrunarmálum á Íslandi. Þjóðin er
að eldast og halda þarf vel á spilum
til að hlúa sem best að öldruðum íbú-
um þessa lands. Heilbrigðisráðu-
neytið fer nú með málefni er varða
þjónustu við aldraða og ríkið fjár-
magnar rekstur elli- og
hjúkrunarheimila en
breytinga er þörf. Mik-
ilvægt er að færa þessi
mál til félagsmálaráðu-
neytisins sem fer með
málefni sveitarstjórna
og þannig yfir á sveit-
arstjórnarstigið.
Tryggja þarf sveit-
arstjórnum tekjustofna
á móti, líkt og gert var
með rekstur skólanna.
Þannig er málum hátt-
að á öllum Norð-
urlöndum. Þjónusta við
aldraða á að vera nándarþjónusta og
í þess konar breytingu liggja mikil
tækifæri fyrir Reykjavík til að hlúa
betur að öldruðum íbúum borgar-
innar, en jafnframt miklar áskoranir.
Það á að vera forgangsatriði hjá
Reykjavíkurborg að móta heildræna
stefnu í þessum mikilvæga mála-
flokki áður en farið er í viðræður við
ríkið um hvernig staðið skuli að yf-
irfærslu hans til sveitarfélaga. Þjón-
usta við aldraða er félagslegt málefni
frekar en heilbrigðislegt. Reykjavík
á að vera leiðandi í viðræðum við rík-
ið til að búa öldruðum öruggt skjól.
Heimaþjónustan til
hjúkrunar- og elliheimilanna
Samfara þessari breytingu ætti að
gera breytingu á
heimaþjónustu við
eldri borgara. Fjöldi
eldri borgara í Reykja-
vík vill búa á sínu eigin
heimili eins lengi og
hægt er. Þeim á að
hjálpa eins og kostur er
með sem bestri heima-
þjónustu. Heimaþjón-
usta við eldri borgara í
Reykjavík er nú rekin
af velferðarsviði
Reykjavíkur. Verði af
því að sveitarfélögin
taki yfir þennan mála-
flokk felast tækifæri til breytinga og
betrumbóta á heimaþjónustunni í því
að Reykjavíkurborg geri samninga
við elli- og hjúkrunarheimilin í borg-
inni. Heimaþjónusta er nándarþjón-
usta og hjúkrunar- og elliheimilin
eru dreifð um borgina. Samfara
þessari breytingu liggur beint við að
þau taki yfir heimaþjónustu við aldr-
aða. Slík breyting tryggir aukna ná-
lægð þeirra sem þjónustuna veita og
þeirra sem hana þiggja. Hjúkrunar-
og elliheimilin í borginni hafa allt
sem til þarf til að veita sem besta
heimaþjónustu við eldri borgara.
Þar eru eldhús og önnur tæki sem
þörf er fyrir og síðast en ekki síst
frábær mannskapur s.s. læknar,
hjúkrunarfólk og ræstingafólk. Á
hjúkrunar- og elliheimilunum í borg-
inni er allt sem til þarf til að gera
heimaþjónustu við eldri borgara eins
öfluga og mögulegt er og jafnframt
eins nálæga þeim sem hana þurfa
eins og hægt er.
Þjónusta við aldraða
er nándarþjónusta
Eftir Júlíus Vífil Ingvarsson ’Heimaþjónusta ernándarþjónusta og
hjúkrunar- og elliheimil-
in eru dreifð um borgina.
Samfara þessari breyt-
ingu liggur beint við að
þau taki yfir heimaþjón-
ustu við aldraða.‘
Júlíus Vífill Ingvarsson
Höfundur er lögfræðingur og býður
sig fram í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæð-
isflokksins í Reykjavík.
Prófkjör Reykjavík
HELGI Bogason, „sérfræðingur“
á Innkaupa- og rekstrarskrifstofu
Reykjavíkurborgar,
svarar grein minni um
innkaup Reykjavíkur-
borgar í Morgun-
blaðinu 28. október
2005. Með fullyrð-
ingum um vanþekk-
ingu mína á innkaupa-
málum og skilnings-
leysi mitt á tilkomu
laga um opinber inn-
kaup, dæmir Helgi
best sjálfan sig.
Tilkomu gagnrýni og
ábendinga minna á inn-
kaupum Reykjavík-
urborgar, byggi ég á margra ára
starfi sem deildarstjóri/verk-
efnastjóri hjá Reykjavíkurborg, og á
þeim tíma samstarfi við fjölmargar
arkitekta- og verkfræðistofur, verk-
taka og efnissala. Ásamt þátttöku og
aðkomu að mótun innkaupareglna
Reykjavíkurborgar, umsjón með
skoðanakönnun meðal verktaka um
þjónustu fyrrverandi Innkaupastofn-
unar Reykjavíkurborgar, og ekki síst
ábendingar frá ofannefndum aðilum
um innkaupamál. Í
tengslum við þessi störf
gerði undirritaður sér
far um að kynna sér vel
lög og reglur um op-
inber innkaup.
Þar sem Helgi tekur
f.h. Innkaupa- og
rekstrarskrifstofu að
sér að svara grein
minni, má ætla að hann
sé helsti „sérfræðingur“
skrifstofunnar í þessum
efnum. Ef svo er, er
sorglegt til þess að vita,
að vænta megi sam-
bærilegrar afgreiðslu á utanaðkom-
andi ábendingum og gagnrýni, eins
og raun ber vitni hjá nýstofnaðri Inn-
kaupa- og rekstrarskrifstofu Reykja-
víkurborgar.
Í niðurlagi greinar sinnar segist
Helgi leggja „mikla áherslu á vönduð
vinnubrögð“, það að taka við gagn-
rýni og svara henni málefnalega, telst
til vandaðra vinnubragða. Ég hvet
Helga til að viðhafa vönduð vinnu-
brögð, og skora á hann að standa fyr-
ir skoðanakönnun meðal ofannefndra
viðskiptavina skrifstofunnar um inn-
kaupamál borgarinnar og birta síðan
niðurstöður hennar í skorkorti Þjón-
ustu- og rekstrarsviðs Reykjavík-
urborgar, eins og ætlast er til af öll-
um nýstofnuðum sviðum Reykja-
víkurborgar. Embættismenn
borgarinnar verða að átta sig á, að
Reykjavíkurborg er þjónustustofnun,
og að hluti af þeirri þjónustu er m.a.
að viðhafa skoðanakannanir, til að
varpa ljósi á hvaða þjónustustig borg-
in veitir viðskiptavinum sínum.
Innkaupamál
Reykjavíkurborgar
Kristinn J. Gíslason svarar
Helga Bogasyni
Kristinn J. Gíslason
’Reykjavíkurborg erþjónustustofnun og
hluti af þeirri þjónustu
er m.a. að viðhafa skoð-
anakannanir, til að
varpa ljósi á hvaða þjón-
ustustig borgin veitir
viðskiptavinum sínum.‘
Höfundur er verkfræðingur.
Í HINUM fjarlægu kjördæmum
landsins hefðu þingmenn ekki
þurft að kemba hærurnar eftir
annan eins gjörning og þingmenn
kjördæmis Reykjaness fram-
kvæmdu nýlega með styrk til vík-
ingasafns í Reykjanesbæ. Það er
vegna þess að fólk er kosið til að
tryggja hagsmuni þess byggð-
arlags sem það er kosið í, en ekki
til að vinna beinlínis gegn þeim.
Það síðarnefnda er allavega hafið
yfir allan grun. Auðvitað ætti
þetta að vera þannig að þegar
hugað er að hagsmunum hópa eða
byggðarlaga þá sé það gert í krafti
heildarhagsmuna.
Styrking atvinnulífs á
Suðurnesjum er þess
vegna hluti af stærra
samhengi og ber að
fagna undir eðlilegum
kringumstæðum.
Það ber hins vegar
svo við að þessa til-
teknu hugmynd á
annar maður og ann-
ar bær. Með atorku-
semi og hugmynda-
flugi hefur þessi
maður og þessi bær
unnið viðskipta-
hugmynd í anda víkinganna, sem
styrkir heildina. Víkingaþorpið í
Hafnafirði er hluti af því aðdrátt-
arafli sem land víkinganna hefur
og við njótum öll góðs af. Það
sama má segja um Bláa lónið og
aðra frumlega staði. Það er ekki
nokkur vafi á því að önnur og rík-
isstyrkt útfærsla á víkinga-
hugmyndinni mun njóta góðs af 15
ára markaðsstarfi einstaklingsins í
Fjörukránni um allan heim –
kannski einmitt þegar sá sem sáði
getur farið að búast við einhverri
uppskeru.
Menn kunna þá að spyrja hvort
einhver geti bara átt hugmynd og
hvort í landinu ríki ekki frjáls
samkeppni. Viðskipti séu viðskipti
og það þýði ekkert að kvarta und-
an samkeppni. Og þá er upplagt að
snúa sér að viðskiptalega hlut-
anum. Þegar ráðherra mennta-
mála fullyrðir að engar hug-
myndir séu uppi um veitinga-
rekstur eða nokkuð annað sem
flokka megi undir
samkeppni við Vík-
ingaþorpið í Hafnar-
firði, þá er erfitt að
sjá hvernig hægt er
tryggja slíka yfirlýs-
ingu – hugsanlega
með fullyrðingum
ráðamanna í Reykja-
nesbæ um að þeir
hafi ekkert slíkt í
huga. Ráðherrar
koma og fara og það
gera bæjarstjórar
líka. „Nu har vi en
anden situasjon,“
segir danskurinn. Það hefur sýnt
sig að viðskiptalífið er slungið og
margir halda því fram að kaup-
sýslumenn séu komnir langt fram
úr stjórnmálamönnum hvað varð-
ar að nýta sér leikreglur mark-
aðarins. Það getur enginn fullyrt
að 120 milljóna ríkisstyrkur til
uppbyggingar á einum þætti
rekstrar verði ekki einfaldlega
þægilegur stökkpallur yfir í annað
og meira í framtíðinni.
Um leið og við hugum að hags-
munum heildarinnar skulum við
virða framtakssemi einstaklings-
ins. Það er sú frjálshyggja sem ég
er alinn upp við og vona að sé enn
við lýði.
Víkingasveita-
mennska
Haukur Magnússon fjallar
um frjálshyggju ’Um leið og við hugumað hagsmunum heildar-
innar skulum við virða
framtakssemi einstak-
lingsins. Það er sú
frjálshyggja sem ég er
alinn upp við og vona að
sé enn við lýði.‘
Haukur Magnússon
Höfundur er Cand. ocean/MBA og
eigandi Ávaxtabílsins.
SVO örmagna er ríkisstjórnin
orðin að líflegastar umræður eru
nú um hvað taka skuli við af henni.
Ögmundur Jónasson hefur m.a.
skrifað um þetta greinar og kallað
eftir samstarfi við
stjórnarandstöðuna í
öðru orðinu en kallað
okkur í Samfylking-
unni hægrimenn í
hinu.
Þessum skrifum
svaraði ég í liðinni
viku og spurði hvort
VG og Samfylking
gætu sameinast um
einhver framfaraverk-
efni önnur en að draga
úr ójöfnuði, en það
verkefni sameinar
okkur öðrum fremur.
Í Morgunblaðinu í dag, mánu-
dag, kallar Ögmundur það að Sam-
fylkingin tali ekki nógu skýrt.
Hann nefnir hinsvegar ekki til sög-
unnar eitt einasta framfaramál
sem VG og Samfylkingin gætu náð
saman um. Og það er nú bara
kjarni málsins. Því þó eðlilegt sé
að líta fyrst til þess hvort stjórn-
arandstaðan geti myndað starf-
hæfan meirihluta verður slíkt sam-
starf að snúast um eitthvað fleira
en að bæta kjör hinna verst settu.
Þó að það sé mikilvægasta verk-
efnið í dag nægir það
ekki eitt sér. Lykillinn
að velferðarsamfélagi
því sem jafnaðarmenn
á Norðurlöndum
byggðu upp var að
hafa forgöngu um
framfarir í efnahags-
og atvinnumálum sem
urðu undirstöður auk-
innar velferðar. En án
framfara í efnahags-
og atvinnumálum
verður velferð ekki
aukin að neinu gagni.
Þögn Ögmundar um framfara-
málin sem félagar í VG eru tilbúnir
að styðja sýnir hve nauðsynleg um-
ræðan er. Því eigi stjórnarand-
staðan að vera trúverðugur val-
kostur í næstu kosningum er henni
nauðsyn að hafa heildstæða mynd
af framfaraverkefnum á öllum
sviðum þjóðlífsins sem ráðast eigi
í. Annars er engin ástæða til að
fela henni forystuna.
Helgi Hjörvar svarar
Ögmundi Jónassyni ’Þögn Ögmundar umframfaramálin sem
VG er tilbúið að styðja
sýnir hve nauðsynleg
umræðan er.‘
Helgi Hjörvar
Höfundur er alþingsmaður
Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Um hvað,
Ögmundur?