Morgunblaðið - 02.11.2005, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Þuríður Jóns-dóttir fæddist í
Grafardal í Hval-
fjarðarstrandar-
hreppi 31. janúar
1933. Hún lést á
Landspítalanum
miðvikudaginn 26.
október síðastlið-
inn. Foreldrar Þur-
íðar voru Jón Böðv-
arsson, bóndi í
Grafardal, f. 5. júní
1901, d. 15. janúar
1963, og Salvör
Brandsdóttir, f. á
Fróðastöðum í Hvítársíðu 22.
febrúar 1905, d. 14 apríl 1951.
Systkini Þuríðar eru: Brandur,
fyrrverandi bóndi á Katanesi á
Hvalfjarðarströnd, f. 13. október
1938, kvæntur Guðfinnu Sveins-
dóttur, f. á Svarfhóli í Svínadal
22. desember 1944, þau eiga fjög-
ur börn; Kristín, f. í Grafardal 1.
desember 1939, gift Heiðari
Kristjánssyni, f. á Hæli í Torfa-
lækjarhreppi 26. janúar 1939, þau
eiga fjögur börn; Böðvar vél-
stjóri, Grafardal, f. 20. júní 1942,
hann Þorvaldur, f. 22. október
1987, og Ingibjörg Andrea, f. 2.
október 1993; Daníel, f. 4. júlí
1969. Þá tóku Þuríður og Sig-
urbjörn fósturbarn, Ingibjörgu
Rannveigu Ingólfsdóttur, f. 25.
júlí 1966, og var hún til heimilis
hjá þeim frá átta ára aldri og
fram til fjórtan ára aldurs.
Þuríður er gagnfræðingur frá
Gagnfræðaskóla Akraness 1953.
Hún lauk námi frá Hjúkrunar-
skóla Íslands í mars 1961. Þur-
íður var hjúkrunarfræðingur á
Borgarspítalanum í Reykjavík 1.
apríl 1961 til 30. maí 1962, á
Reykjalundi 1. júní 1962 til 1.
september 1963, og á Flókadeild
Kleppspítala 1. september 1963 til
1. júní 1964, auk þess um árabil á
ellideildinni í Hafnarbúðum og á
Nýrnadeild Landspítalans í nokk-
ur ár. Frá haustinu 1989 og allt
til starfsloka árið 2000, þegar hún
fór á eftirlaun, var Þuríður hjúkr-
unarfræðingur í Heilsugæslustöð
Kópavogs. Hún var skólahjúkrun-
arfræðingur í Þinghólsskóla,
Kársnesskóla og Kópavogsskóla.
Jafnframt starfaði hún á heilsu-
gæslustöðinni í Fannborg. Þar
lauk hún starfsferli sínum og fór
á eftirlaun árið 2000.
Þuríður verður jarðsungin frá
Áskirkju í Reykjavík í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.
kvæntur Ólafíu Sig-
urðardóttur kenn-
ara, f. 27 október
1935.
Í Grafardal bjó í
tvíbýli með Jóni
Böðvarssyni bróðir
hans Þorsteinn, f. 9.
júní 1902, d. í Vatns-
horni í Skorradal 23.
júní 1977, kvæntur
Jónasínu Bjarnadótt-
ur frá Lambadal í
Dýrafirði, f. 11. sept-
ember 1908, d. 26.
febrúar 2004. Börn
þeirra sem ólust þar upp eru
Kristján, f. 20. október 1933,
Böðvar, f. 8 september 1936,
Bjarni Sigfús, f. í Grafardal 26.
ágúst 1940 og Sigríður, f. í Graf-
ardal 10. október 1943.
Hinn 3. ágúst 1963 giftist
Þuríður Sigurbirni Þorvaldssyni
húsasmið frá Sveinseyri í Dýra-
friði, d. 10. nóvember 1995. Börn
Þuríðar og Sigurbjörns eru: Mar-
grét, f. 16. ágúst 1964, var í sam-
búð með Bergþóri Val Þórissyni
frá Blönduósi, börn þeirra eru Jó-
dagskvöldið 20. október að samvist-
ir okkar móður minnar væru að
fella laufin eins og trén í garðinum.
Við höfðum búið tvö síðan faðir
minn féll frá fyrir krabbameini 10.
nóvember 1995. Þá ellefu mánaða
baráttu háðum við saman. Það var
erfitt tímabil og sáraukafullt, nokk-
uð sem setti mark sitt á Þuríði móð-
ur mína. Og mig sjálfan. Öll sú bar-
átta situr föst í minningunni. Það er
svo einkennilegt til þess að hugsa
að svo nærri tíu árum síðar fylgi
hún föður mínum á brott, hann á
kaldri nóvembernótt en hún á
björtum en köldum morgni 26.
október sl. eftir skamma sjúkralegu
á Landspítalanum.
Eitt sterkasta skapgerðarein-
kenni Þuríðar, móður minnar, var
þrautseigja, seigla og hæfileiki til
skynja hvenær sækja skyldi og hve-
nær slegið af. Hún var sem mann-
eskja baráttuglöð, hörð af sér en
samt svo full af þörf fyrir að að-
stoða aðra. Þessi hæfileiki Þuríðar
naut sín vel í hjúkrunarstarfinu, en
lífsstarf hennar var hjúkrunar-
fræði. Hún starfaði á Heilsugæslu-
stöð Kópavogs frá 1989 til ársins
2000 er hún lét af störfum fyrir ald-
urs sakir. Meðfram störfum sínum
á Heilsugæslustöðinni var hún
skólahjúkrunarfræðingur í Kárs-
nesskóla og Kópavogsskóla. Þau
voru ófá vandamálin sem hún sinnti
hjá þeim ungu skjólstæðingum sín-
um. Síðan 1989 bjuggum við hérna
á Kársnesbraut 135 og síðustu tíu
árin héldum við tvö heimili eftir að
faðir minn Sigurbjörn dó í nóvem-
ber 1995. Þuríður var hreinskilin og
sagði sína meiningu og var órög að
fara í slóðir sem aðrir hikuðu við
eða treystu sér ekki.
Þetta síðasta ár okkar saman árið
2005 var á margan hátt sérstakt.
Þuríður hafði alla tíð verið heilsu-
hraust ef frá er skilinn hár blóð-
þrýstingur sem hrjáði hana lengi. Á
þessu ári hafði hún farið að tapa
mikið sjón og ég get ekki annað en
dáðst að æðruleysi hennar og ein-
stöku baráttuþreki sem þar kom í
ljós. Hún var ótrúlega hress og lét
þessa erfiðleika ekki beygja sig.
Fundvís á jákvæðu hliðarnar og
ekki að velta sér um of upp úr að-
steðjandi vanda. Engin manneskja
var mér eins náin og Þuríður móðir
mín. Ekki bara það að við byggjum
saman öll þessi ár og stæðum sam-
an í gegnum þykkt og þunnt, heldur
að það var alltaf hægt að ræða mál-
in og leysa þau, ef einhver ágrein-
ingur kom upp þá var hann ræddur
og leystur.
Þegar svo rétt upp um miðnætti
fimmtudagskvöldið 20. október sl.
hún varð mikið veik og fékk alvar-
legt hjartaáfall, þá var ég hjá henni.
Þó að þær stundir væru erfiðar og
endurlífgunartilraunir mínar bæru
ekki árangur, þá er ég sáttur við að
hafa fengið tækifæri til þess að
Það haustaði snemma í ár. Kaldir
vindar og stríð veður. En margir
bjartir og fagrir dagar féllu okkur
líka í skaut. Núna er komið undir
vetur og við sjáum aðeins fram á
óvissan vetur. Ekkert okkar veit
hvað sá vetur kann að færa í fangi
sér til okkar. Það er eins með lífið
sjálft að við vitum aldrei hvað næsti
dagur kann að bera í skauti sér, við
vöknum að morgni og höldum hvert
okkar leið inn í dögunina. Ekkert
okkar veit hversu langt á veg hver
er kominn og hversu langt í viðbót
haldið mun verða. Það eru örlögin
sem grípa í tauma, beygja okkur af
leið og það eina sem við öll getum
verið viss um er að alveg eins og við
komum í þennan heim, þá munum
við yfirgefa hann að endingu.
Ekki hefði mig rennt í grun um
það eitt fallegt miðvikudagskvöld í
september sl. þegar við mamma ók-
um vestur á land, til stuttrar dvalar
á Brekku í Dölum, að það yrði okk-
ar síðasta ferð saman, þar sem við
ókum vestur, kvöldsólin féll á falin
stráin og gulnað landið. Við hlust-
uðum á það í útvarpinu að Davíð
Oddsson væri að hætta í stjórn-
málum og okkur varð að orði að
þetta væru straumhvörf í íslenskum
stjórnmálum. Hvorugt okkar grun-
aði að það væru framundan innan
skamms tíma vatnaskil í lífi okkar
beggja. Þannig er það með lífið,
okkur er aðeins gefinn skammur
tími. Kannski er það líka gott að
vita ekki hvað morgundagurinn ber
í skauti sér en engu að síður mætt-
um við öll leiða hugann að því að
hver dagur kann að vera tækifæri,
tækifæri til að njóta, nota og koma
því í verk sem stundum er álitið að
megi bíða til morguns.
Því síður grunaði mig fimmtu-
reyna að bjarga henni eins og hún
hjálpaði mér á erfiðu tímabili í lífi
mínu fyrir nokkrum árum. Það var
allt reynt sem hægt var en þegar á
endapunktinn er komið verður ei
snúið við.
Ég vil að lokum þakka öllum sem
komu okkur til aðstoðar þetta erf-
iða kvöld, lögreglumönnum í Kópa-
vogi, sjúkraflutningamönnum og
ekki síst starfsfólkinu á gjörgæslu-
deildinni á Landspítalanum og
starfsfólki hjartadeildarinar þar
sem hún lést. Læknar, hjúkrunar-
fræðingar og allir aðrir, guð blessi
ykkur öll fyrir hlýjan hug og mik-
inn vilja til að hjálpa.
Það er á svona stundum sem við
finnum hvar góðir og hjálpsamir
ættingjar eru ómetanlegir. Ég
þakka ykkur öllum og guð blessi
ykkur. Ég vil að endingu vitna í
ljóðið Sálarskipið sem skáldið
Hjálmar Jónsson frá Bólu orti. Í
sínu mikla andstreymi og þreng-
ingum hafði hann það hugfast að
við megum aldrei gefast upp, ekki
missa kjarkinn þó á móti blási. Guð
blessi minningu þína, elsku
mamma.
Sýnist mér fyrir handan haf
hátignarskær og fagur
brotnuðum sorgar öldum af
upp renna vonar dagur.
Daníel Sigurbjörnsson.
Þegar sundur liggur leið,
lítið mundi saka,
gleðja lund og líta um skeið
litla stund til baka.
Þessa vísu bjó Jón í Grafardal til,
þegar Þura dóttir hans flutti að
heiman í skóla. Nú hefur Þura flutt
á ný og það yfir móðuna miklu.
Margar hlýlegar greinar skrifaði
hún um sitt fólk. Nú er komið að
okkur að minnast hennar. (Og líta
litla stund til baka). Þá vefst manni
tunga um tönn. Í rúmlega 40 ár höf-
um við tilheyrt sömu fjölskyldu. Ég
var heimagangur hjá henni vetur-
inn 1964–65. Þá var hún nýbyrjuð
að búa með manni sínum Sigurbirni
og Magga var pínulítil með krull-
urnar sínar í allar áttir. Alltaf var
mér tekið með hlýju og spurt hvort
ég væri svöng. Þegar við bróðir
hennar fórum að búa í Katanesi
vorið 1965 vann Sigurbjörn við
smíðar um helgar og í fríum hjá
okkur. Þá komu þær mæðgur oftast
með og seinna Daníel líka. Frá
þessum árum streyma fram margar
góðar og ljúfar minningar. Einnig
voru þau alltaf hjá okkur um ára-
mót. Seinna leigði Magga og fjöl-
skylda sér griðastað inni á bökkum
í Katanesi og þær mæðgur voru
með hesta hjá okkur á sumrin. Fjöl-
skyldurnar hafa því verið saman í
leik og starfi um langt árabil. Mér
finnst ég eiga í hennar börnum og
hún í mínum. Þura var útivistar-
kona og naut þess að ganga inn með
sjó og horfa á fjallahringinn.
Gönguferðir voru hennar líf og
yndi. Hún hafði miklar mætur á
fæðingarstað sínum Grafardal og
einnig á fram–Skorradal, þar sem
hún gekk í barnaskóla og átti sína
vini.
Þura missti móður sín ung stúlka
og það setti mark sitt á hana. Hún
breiddi verndarvængi sína yfir
systkini sín þrjú sem yngri voru og
tók á sig ábyrgð þeirra vegna.
Frændsystkini hennar í Grafardal
og fjölskyldur þeirra nutu einnig
umhyggju hennar.
Í nokkur ár var hún á sumrin
með börn sín í Vatnshorni í Skorra-
dal. Þar var oft gestkvæmt og
fannst mér oft töfrum líkast að
koma til hennar þar. Langt var í að-
drætti og hún Þura keyrði ekki bíl.
Samt var alltaf nóg til. Silungurinn
úr vatninu var eldaður á marga
vegu og og dáðist ég oft að hug-
kvæmni hennar til að bjarga sér.
Þura var sérstaklega dugleg að
fylgjast með sínu fólki, hringdi
reglulega ef of langt leið á milli.
(Nú þurfum við að taka upp hennar
merki.) Hún var með spjald uppi á
vegg, þar voru símanúmer allra
sem hún hringdi reglulega í.
Fyrir um það bil ári missti hún
sjón og hafði einungis jaðarsjón eft-
ir það. Hún gafst samt ekki upp en
fékk Daníel son sinn til að stækka
letrið á spjaldinu, svo hún gæti
samt hringt í sitt fólk. Það var nátt-
úruunnanda eins og Þuru þung
raun að missa sjónina og leitaði hún
ýmissa ráða til að komast leiðar
sinnar. Hún fékk konu frá Sjón-
stöðinni heim til að leiðbeina sér
með hjálpartæki vegna blindunnar.
Þura var mjög ánægð með aðkomu
hennar að sínum málum. Skulu hér
færðar þakkir fyrir það.
Tveimur vikum fyrir andlátið
hringdi hún í mig og sagði frá því
að henni fyndist hún hafa gagn af
gömlum kíki frá Grafardal, þegar
hún sat í bíl eða fór út að ganga. Að
samtali loknu sagði ég við bróður
hennar að mig langaði til að athuga
hvort ekki væri til betri kíkir en sá
gamli til þess að gefa henni. Til
þess gafst ekki tími. Ég ætla í stað-
inn að leggja inn hjá Blindrafélag-
inu í minningu hennar. Starf þess
er ómetanlegt þeim sem sjónskertir
eru..
Ég trúi því, að hún Þura horfi
niður til okkar og haldi verndar-
hendi yfir okkur eins og hún hefur
alltaf gert.
Blessuð sé minning mætrar konu.
Guðfinna.
Hesturinn minn brúni,
stígðu hægt og létt
yfir þessa gleymdu
og grýttu troðninga.
Nú geng ég einn í hug mínum
grasi vaxinn slóða. –
Hesturinn minn brúni,
stígðu hægt vegna þess.
(Guðmundur Böðvarsson.)
Tengslin við frændsystkini á
bernskuárunum eru oft dálítið sér-
stök, eins og vörður í huganum sem
ekki fennir yfir. Gildir þá einu hvort
sambandið er mikið eða lítið síðar á
ævinni.
Þegar ég var að alast upp í Hvít-
ársíðunni, fannst mér stundum að
bærinn Grafardalur í Skorradal þar
sem Salvör Brandsdóttir móður-
systir mín bjó, væri afskekktasti
staður á jörðunni, svo sjaldan sáum
við frændsystkini okkar, sem þar
voru að alast upp. Þá var enn
ferðast mikið á hestum og bílar
ekki í hvers manns eigu. Þó hefur
Þuríður einhverntíma á þessum ár-
um sent mér bókina Rauðgrana,
sem var ein magnaðasta barnabók
þeirra tíma. Á ég þessa bók frá
henni áritaða, þótt einhver henni
eldri hafi haldið á pennanum.
Grafardalsbörnin voru þó dug-
legri að rækta frændsemina en við,
og minnist ég þess að þau komu eitt
sinn, ásamt frændsystkinum sínum,
þeysandi á hestum sínum inn Hvít-
ársíðu og komu við á Sámsstöðum.
Síðan var farið að Kirkjubóli þar
sem frændi þeirra, skáldið Guð-
mundur Böðvarsson bjó. Ég man
þá eftir Þuríði sem glaðlegri stúlku,
með sítt ljóst hár, dálítið forvitinni
um lífið og tilveruna eins og hún
var æ síðan.
Hún þurfti snemma að axla sínar
byrðar, því móðir hennar dó þegar
hún var átján ára, yngri systir
hennar Kristín ellefu ára og Böðvar
átta ára. Man ég seinna, að þegar
yngri systkinin dvöldu hjá okkur
um tíma, komu þau með föt sem
stóra systir hafði saumað á þau eft-
ir að móðir þeirra dó.
Því Þuríði var margt til lista lagt.
Hún var góður teiknari, vel ritfær
og hafði skemmtilega frásagnar-
gáfu. Kannski blundaði alltaf í
henni listamaðurinn. Það var þó
móðurhlutverkið og hjúkrunar-
starfið, sem hún lagði alla sína
krafta í. Þeir hafa örugglega ekki
verið sviknir sjúklingarnir sem hún
annaðist, og heyrt hef ég að börn-
um hafi þótt sérstaklega gott að
leita til hennar, þegar hún starfaði
sem skólahjúkrunarkona. Börnin
hennar og barnabörnin voru gim-
steinarnir hennar.
Þuríður hafði yndi af hesta-
mennsku og garðrækt. Þegar ég
ásamt systur minni og mági hitti
hana í fallega garðinum hennar síð-
astliðið sumar, var hún næstum
orðin blind. Hafði fengið skemmd í
augnbotna á skömmum tíma. Hún
tók þessu af æðruleysi, ákveðin í að
gefast ekki upp. Hún gat þess þó,
að hún saknaði þess sérstaklega að
geta ekki séð andlit Jóhanns Þor-
valdar og vina hans, þegar þeir
voru við tónlistaræfingar í bílskúrn-
um hennar. Daníel sonur hennar
var henni einstök hjálparhella, en
þau héldu heimili saman.
Þegar ég talaði við hana í síma
skömmu áður en hún dó, hafði Mar-
grét dóttir hennar hjálpað henni á
hestbak og teymt undir henni. Það
fannst henni yndisleg upplifun.
Þegar talið barst að eilífðarmál-
unum greindi okkur ekki á. Þess
vegna segi ég: Góða heimferð
frænka, finnumst seinna. Við systk-
inin frá Sámsstöðum þökkum þér
samfylgdina.
Þuríður Guðmundsdóttir.
Ég hafði ekki hugmynd um að
tími minn og ömmu minnar, Þur-
íðar Jónsdóttur, væri ekki enda-
laus. Ég veit þó að hann var ómet-
anlegur.
Tíminn; það sem ég man og mun
ekki gleyma: Rigning og leikur í
pollagallanum undir þakrennunni.
Gönguferðir í kringum lygna höfn-
ina. Grafardalur, að vetri og um
sumar. Fyrirhugaðar sundferðir í
köldum sjónum í Hvalfirði, við
Katanes. Berjatínsla við Vatnshorn.
Jólin í Kópavogi. Yndislegar skötu-
veislur. Óteljandi skipti hjá þér og
Daníel. Leikur í sólinni. Ómetanleg-
ur stuðningur við allt sem ég tók
mér fyrir hendur.
Svo margt sem ég vildi segja en
ég finn ekki réttu orðin. Ég mun
ætíð minnast þín; í gegnum lífið og í
gegnum tónana. Ég vildi óska þess
að allir veittu sínum nánustu þá ást-
úð og hlýju sem þú, amma mín,
veittir mér.
Jóhann Þorvaldur
Bergþórsson.
Það var á fallegum vetrardegi
sem Þura frænka kvaddi þetta jarð-
neska líf eftir stutta dvöl á spítala.
Geislar morgunsólar gylltu sjón-
deildarhringinn, veður var kyrrt og
stillt. Þegar ég kom út þennan dag
var mér virðing og þökk efst í huga.
Þökk fyrir góðar stundir í
bernsku, það var alltaf tilhlökkun
þegar að Þura og fjölskylda komu í
heimsókn og gistu í Katanesi.
Þau voru ófá áramótin sem fjöl-
skyldurnar áttu saman, ekki var
alltaf gott ferðaveður þegar þau
komu með Akraborginni eða rút-
unni að sunnan.
Einnig komu upp í hugann dagar
í Vatnshorni í Skorradal, þegar við
fórum þangað í heimsókn vorum við
sótt yfir vatnið á árabát, boðið var
upp á nýjan silung, skyr og ber.
Þá voru ekki nútíma tæki og
tækni til staðar eins og í dag. Börn-
ÞURÍÐUR
JÓNSDÓTTIR