Morgunblaðið - 02.11.2005, Side 37

Morgunblaðið - 02.11.2005, Side 37
in lærðu að bjarga sér án þess hátt- ar hluta. Þura dvaldi með fjölskyldu sinni í Skorradalnum yfir sumartímann í kyrrð, umvafin náttúrunni sem hún unni og bar svo mikla virðingu fyr- ir. Ég vil þakka samveru og símtöl í seinni tíð. Þuru var alltaf mjög um- hugað um velferð og heilsu allra í kringum hana. Enda var hjúkrun hennar ævistarf. Hún var dugleg að deila með okkur sem yngri erum bernsku- minningum sínum frá Grafardal. Í þessum samtölum var lífið og til- veran rædd hispurslaust á hreinni íslensku eins og henni einni var lag- ið. Ég bið góðan Guð að gæta Þuru, barna hennar, barnabarna og ann- arra aðstandenda. Ég votta þeim samúð mína. Minning um sérstaka konu mun lifa. Stýr mínu fari heilu heim í höfn á friðarlandi, þar mig í þinni gæslu geym ó, Guð, minn allsvaldandi. (V. Briem.) Salvör Lilja. ,,Stefán, já!!! er þetta Stefán, og er hann ekki drengurinn sem þú segir að syngi alltaf í sturtu í leik- fimi?“ Einhvern veginn svona hófust kynni mín af Þuríði Jónsdóttur sem var mamma Daníels vinar míns og skólafélaga úr Landakotsskóla. Ég byrjaði sjö ára í Landakotsskóla og kynntist þá Daníel Sigurbjörnssyni, erum við búnir að vera vinir síðan; í gegnum þykkt og þunnt, súrt og sætt. Ég var tíður gestur á þessu fallega heimili enda stutt á milli, alla vega til að byrja með og ég kynntist öllum fjölskyldumeðlimum mjög vel enda samheldin og náin fjölskylda. Ég og Sigurbjörn áttum það til að týna okkur í umræðu um djass, smíðar og arkitektúr, svo eitthvað sé nefnt, ég og Þuríður fór- um saman upp í Vatnshorn í göngu- túra, á músaveiðar og í húsavið- gerðir og Margrét hjálpaði mér að taka fyrstu sporin á slaghörpuna sem er og verður alltaf mitt uppá- halds leikfang. Þuríður var lítið fyrir prjál og annað veraldlegt glingur og lífs- gæðakapphlaupið hafði mjög lítil áhrif á hana. Hún hafði aftur á móti mun meiri hug á því að hugsa um heilsu sína og sinna. Aflaði sér menntunar á því sviði og var alltaf opin fyrir læknisfræðilegum nýj- ungum sem hún taldi að gætu haft jákvæða virkni og þá sérstaklega ef þær voru af náttúrulegum toga. Voru jurtir sennilega í mestu uppá- haldi hjá henni og var hún oft að lesa sér til um hvaða eiginleika hver jurt bjó yfir, átti það til að reyna það svo á sjálfri sér hvort satt væri. Annað aðaláhugamál hennar var útivera, að njóta þess sem náttúran og umhverfið hafði upp á að bjóða. Hún tók sér sumarfrí snemma á vorin til að njóta þess tíma þegar náttúran tók að lifna við af vetr- ardvalanum og tíður gestur var hún í sveitum Borgarfjarðar. Langir göngutúrar, ferðalög með Útivist og síðast en ekki síst dvöl á kyrr- látum stað fjarri ys og þys borg- arinnar. Frá einum slíkum stað á ég margar kærar minningar en það er Vatnshorn í Skorradal. Þangað var farið að vetri til og þangað var farið að sumri til. Þar var ekkert raf- magn og rennandi vatn bara í eld- húskrananum sem tekið var inn um garðslöngu úr bæjarlæknum. Þuríður hafði skap, hún hafði skoðun og síðast en ekki síst húmor fyrir sjálfri sér. Hún átti auðvelt með að sjá hlutina út frá ólíkum vinklum tilverunnar og reyndi eftir föngum að taka þátt í þessu sam- félagi sem við lifum í en sat ekki bara hjá áhugalaus. Hún var mann- vinur sem bar virðingu fyrir lífinu og taldi sig ásamt öllum öðrum jafngilda til þess að mega lifa lífinu lifandi. Náttúrubarnið, náttúruunnand- inn og vinkona mín Þuríður Jóns- dóttir frá Grafardal er látin. Stefán Ólafsson. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2005 37 MINNINGAR ✝ Guðbjörg M.Franklínsdóttir fæddist í Litla- Fjarðarhorni í Kollafirði í Stranda- sýslu 19. október 1912. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar fimmtudaginn 20. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Franklín Þórð- arson,bóndi í Litla- Fjarðarhorni, og kona hans Andrea Jónsdóttir húsfreyja. Guðbjörg var eitt þrettán barna þeirra hjóna, og eru nú sjö þeirra á lífi. Hún ólst upp í Litla-Fjarðarhorni og dvaldist þar fram undir tvítugt, en réð sig þá til ráðskonustarfa í Reykjavík. Árið 1931 fer hún til Siglufjarðar þar sem hún kynnist manni sínum, Guðmundi Konráð Einarssyni, f. á Siglufirði 15. júní 1909, d. 20. jan- úar 2002, sem lengi var starfsmað- ur Síldarverksmiðja ríkisins þar. Guðbjörg og Guðmundur eignuð- ust sjö börn. Þau eru; Einar, f. 30. sept. 1933, kvæntur Sól- veigu Kristinsdóttur, þau eiga fjögur börn, Helga, f. 18. mars 1937, gift Haraldi Árnasyni, þau eiga tvö börn, Maron, f. 13. okt. 1940, d. 13.11. 2004, hann á tvö börn, Guðrún, f. 9. nóv. 1941, gift Þráni Oddssyni, þau eiga fjögur börn, Bene- dikt, f. 2. nóv. 1942, hann á tvö börn, Sigurður, f. 26. nóv. 1949 og Inga, f. 28. júlí 1952, í sambúð með Bjarna R. Harðarsyni, hún á tvö börn. Auk þess að sinna heimilisstörf- um tók Guðbjörg þátt í síldaræv- intýrinu á Siglufirði eins og al- gengt var að húsmæður gerðu á fyrri hluta síðustu aldar, meðan síldin veiddist fyrir Norðurlandi. Útför Guðbjargar verður gerð frá Siglufjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Guðbjörg fæddist á Litla-Fjarðar- horni á Ströndum 19. október 1912, sjötta í röð þrettán systkina. Guðbjörg vann öll almenn sveitastörf á æskustöðvunum að Litla-Fjarðarhorni. Eftir að hún kynntist eiginmanni sínum Guð- mundi Einarssyni vélstjóra á Siglufirði vann hún flest þau störf sem til féllu í sjávarplássum eins og í Siglufirði, þ.e. við síldarsöltun og hvers konar fiskvinnslu. Þegar Guðmundur tók að sér uppsetningu á verksmiðjum bæði á Vestfjörðum og Austjörðum fylgdi Guðbjörg hon- um og hafði umsjón með rekstri mötuneyta á stöðunum við góðan orðstír. Guðbjörg tók þátt í baráttu fyrir betri kjörum verkafólks í Siglufirði á árum áður og var í stjórn verkalýðs- félagsins á staðnum. Guðbjörg og Guðmundur eignuð- ust sjö börn og lifa sex þeirra móður sína en Guðmundur lést 2002. Guð- björg var mikill öðlingur og ljúf og hlý persóna sem ég hefði viljað kynn- ast miklu fyrr á ævinni Þær stundir sem við sátum og spjölluðum um liðna tíð líða mér seint úr minni og þegar hún dró upp myndir úr minn- ingunum frá barnæsku sinni á Ströndum varð mér ljóst hvílíkt hyl- dýpi er á milli þeirra aðstæðna sem voru á þessum tímum og eru í dag en henni var alltaf jafnhlýtt til æsku- stöðvanna. Alltaf var ég jafnundrandi á hví- líkt minni Guðbjörg hafði og ég margsannfærðist um að það var oft- ast jafngott að fletta upp í hennar minni sem í hvers konar ritum um viðkomandi menn eða málefni. Ættfræðiáhugi var mikill hjá Guð- björgu, ættræknin mikil og hún fylgdist eins náið með ættingjunum og hún hafði möguleika á. Hún var mikill lestrarhestur sem hafði yndi af góðum bókum og var mjög víðlesin og fjölfróð. Guðbjörg hafði mikið yndi af alls konar hann- yrðum og lék það allt í höndum henn- ar, hún var mikil félagsvera og var einn af stofnfélögum Félags eldri borgara í Siglufirði. Nú á kveðjustund er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast svo yndislegri persónu sem hún var. Blessuð sé minning Guðbjargar M. Franklínsdóttur. Bjarni Rúnar Harðarson. Nú kveð ég þig, elsku amma. Amma, þú sem alltaf varst svo kát og hress. Amma þú varst svo ung í anda þó að aldurinn færðist yfir. Nú ertu horfin okkur um stund, en minningarnar ljúfar lofa góðan end- urfund. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Guðrún Maronsdóttir. Ég var ekki hár í loftinu þegar ég fór að venja komur mínar á Suður- götu 12 til Buggu og Munda til að leika við frændsystkini mín og þiggja eitthvað í gogginn í leiðinni. Ekki fúlsaði ég við neinu af því sem á borð var borið og einhverra hluta vegna bragðaðist allur matur þar vel sem hún lagði fyrir mann og meira að segja það sem ég ekki vildi í öðrum húsum borðaði ég með bestu lyst hjá henni. Oftar en ekki sátum við krakkarn- ir með námsbækurnar á eldhúsborð- inu á Suðurgötunni og lærðum fyrir morgundaginn og Bugga hélt okkur við efnið og hjálpaði til við skilning- inn. Fyrir kom ef ekki voru alveg klár svör við gátum dagsins að hún sló á þráðinn til Guðbrands kennara til að sannreyna hlutina svo við fær- um með réttu lausnirnar í skólann. Það hefur verið fastur liður í heim- sóknum mínum til Siglufjarðar að líta inn til Buggu til að rifja upp liðna tíð og þiggja hjá henni einhvern við- urgjörning í leiðinni. Ekki var nú verra að reka inn nefið á sunnudegi eða á öðrum tyllidögum því þá voru gjarnan landsins bestu pönnukökur á borðum og sulta og þeyttur rjómi í ísskápnum. Þá var nú hátíð. Ég veit hvar hún skildi eftir pönnuna og galdurinn við baksturinn og ég hlakka til að koma norður. Alla tíð var Bugga eitthvað að sýsla með garn og prjóna en hand- verkið hennar var alveg framúrskar- andi. Síðast þegar við hittumst núna síðla sumars þá var hún að sýna mér hvað hún var með á prjónunum. Og svo var sérrí í skápnum. Það er sennilega það eina sem ég hef ekki þegið af henni á lífsleiðinni. Hver sem undir þaki þínu þáði gisting eitthvert sinn, ævilangt á sinni sínu signet andans ber og mínu. Svo er styrkur þanki þinn. (Steinn Steinarr.) Að leiðarlokum vil ég þakka fyrir öll faðmlögin og vangastrokurnar frá fyrstu tíð til hinstu stundar. Ég þyk- ist vita að Mundi bíður eftir henni og vonandi er hann með pennann góða. Börnum hennar, fjölskyldum þeirra og afkomendum sendi ég hugheilar samúðarkveðjur frá okkur bræðrum og fjölskyldum okkar. Guðmundur J. Albertsson. Elsku amma. Margar minningar um þig á ég úr barnæsku, enda kenndir þú mér að lesa, skrifa, reikna og seinna að þylja utan að skólaljóðin sem mér þótti hvorki gaman né auðvelt. Þú kenndir mér að tefla og spila, og hafðir síst minna gaman af en ég sem lítill snáði. Þú komst mér í sund, sást til að ég fengi skíði og hvattir mig frekar en lattir til fótboltaiðkunar þó ekki kæmi ég alltaf á réttum tíma í mat. Minning- arnar eru margar frá æskudögunum á Siglufirði. Þú fæddir mig eins og fleiri, oft af litlum efnum en af þeim mun meiri alúð; kleinurnar og tíglarnir verða mér ávallt minnisstæðir ekki síður en súra slátrið og hafragrauturinn. Þú klæddir mig eins og reyndar mun fleiri, mjög ríkmannlega; allar hand- prjónuðu peysurnar, sokkarnir, húf- urnar og vettlingarnir gleymast ekki. Skjólið sem þú veittir, fellur hvorki mér né öðrum úr minni; fæst- ir hafa jú búið í „höll“. Ævi þín eins og fleiri sem fæddust snemma á síðustu öld hefur örugg- lega ekki alltaf verið auðveld. Að eignast svo mörg börn er út af fyrir sig afrek og ekki síður að koma þeim á legg þegar hugtök eins og „sam- félagslegur stuðningur“ hefur tæp- ast verið til. Þú talaðir alltaf eins og þín stærstu auðæfi og eftirlaun væru börnin, barnabörnin og barnabarna- börnin. Að því búum við öll. Frístundir áttir þú ekki margar og ferðalög til útlanda tæpast efst í huga. Þegar stund gafst á milli stríða var tekið slátur, sultað, bakað eða prjónað. Prjónaframleiðsla og sala ykkar systra er bara lítið dæmi um sjálfsbjargarviðleitnina og dugnað- inn. Iðjusemin og ósérhlífnin verður okkur ætíð fyrirmynd. Að gera ekki meir úr vandamálum eða þrautum en efni standa til er vægt til orða tekið þegar reynt er að lýsa æðruleysi sem ávallt einkenndi þig. Sá þig varla bregða skapi eða lýsa þjáningum, lést frekar eins og ekkert væri að eða hentir að því grín. Ávallt bjartsýn og létt í skapi rétt eins og lífið væri bara skemmtilegt bingó. Guðbjörn. GUÐBJÖRG MAGNEA FRANKLÍNSDÓTTIR Strax og ég hitti Lars á okkar fyrsta ári í Kennaraháskólanum sýndist mér einsýnt að þetta væri Íslend- ingur, sem af einhverjum ástæðum hefði fengið danskt nafn í vöggu- gjöf, enda rödd og rómur með þeim hætti að vel hefði sómt sér við hlið Jóns Múla á gömlu Guf- unni, þegar kröfur voru gerðar um kórrétt tal- og málsnið. Fljótlega kom þó í ljós að drengurinn var hreinræktaður Dani sem hafði komið til að gerast Íslendingur tíu mánuðum fyrr þegar hann fluttist hingað með gæfuna í farteskinu, nefnilega eiginkonuna Gæflaugu. Árin okkar þrjú í KHÍ var Lars mjög virkur í félagslífinu og vald- ist til forystu á ýmsum vettvangi LARS HÖJLUND ANDERSEN ✝ Lars HöjlundAndersen, kenn- ari, löggiltur skjala- þýðandi og dóm- túlkur, fæddist í Árósum í Danmörku 16. júlí 1952. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 26. októ- ber síðastliðinn og var útför hans gerð frá Akraneskirkju 1. nóvember. og er mér efst í huga löng og ströng deila við skóla- og mennta- yfirvöld vorið 1975, sem lauk með próf- verkfalli áður en lausn fannst. Skóla- og þjóð- málaumræðan var mikil á þessum árum í KHÍ og skiptar skoðanir eins og allt- af, en Lars kom iðu- lega með nýja sýn á mál og á síðasta ári okkar í skólanum var frískólahugmyndin, ættuð m.a. frá Bandaríkjunum og Danmörku, of- arlega á baugi og fór svo, að eftir útskrift 1976 tókum við Lars og Gæfa jörðina Sogn í Ölfusi ásamt 540 fm húsi á leigu til að stofna unglingaheimili. Eftir að Vil- hjálmur Hjálmarsson, þáverandi menntamálaráðherra, og Birgir Thorlacius ráðuneytisstjóri höfðu komið í heimsókn til að kanna að- stæður og okkur, bjuggum við svo saman á Sogni ásamt nokkrum krökkum, sem flestir höfðu verið á Unglingaheimili ríkisins í Kópa- vogi. Við ýmsa byrjunarerfiðleika og aðra erfiðleika var að etja, en Lars leit á slíkt til að sigrast á og með stefnufestu, lipurð og per- sónutöfrum hans tókst að vinna marga sigra og veit ég að ófáir fyrrverandi unglingar eiga honum margt að þakka frá þessum tíma. Hvort sem Lars var að kenna krökkunum að baka, leysa stærð- fræðiþrautir eða að smíða, tókst honum flest bæði lystilega og listi- lega. Þá var hann sífellt með opinn huga við að bæta og breyta, s.s. til að lækka rekstrarkostnað og feng- um við t.d. eitt sinn lánaða vind- hraðamæla hjá Veðurstofunni til að kanna hvort raunhæft væri að lækka rafmagnsreikningana með vindorku. Þetta varði rúmt ár, þegar und- irritaður hvarf á braut, en Gæfa og Lars héldu áfram um sinn þar til þessari tilraun lauk og þau héldu til annarra starfa því þótt hugsjónin lifði þá framfleytti hún ekki fjölskyldu, ekki þá frekar en nú. Fyrir mig voru það mikil for- réttindi að kynnast snillingnum og hugsjónamanninum Lars Höjlund Andersen og að eiga hann að vini og samverkamanni um hríð. Inni- legustu samúðarkveðjur sendi ég Gæfu og fjölskyldunni. Stefán Böðvarsson. Frábær vinur og vinnufélagi hefur nú kvatt. Ég á margar góðar minningar um Lars sem rifjast nú upp fyrir mér. Við unnum mikið saman bæði hér heima og erlendis. Samstarf okkar gekk vel og við urðum miklir vinir. Lars var alltaf tilbúinn að hjálpa í einu og öllu. Það lýsir því kannski best að einu sinni þegar ég komst ekki sjálfur yfir að lesa bók, þá las hann hana fyrir mig og hljóðritaði svo ég gæti hlustað á hana. Hann fór sínar eigin leiðir, ákveðinn og glaður í bragði enda alltaf stutt í léttleikann. Mér þykir vænt um nýlega heimsókn okkar fjölskyldunnar upp á Skaga þar sem sex vikna sonur minn sat í fanginu á Lars og gaf honum sitt fyrsta bros. Það eru forréttindi að hafa feng- ið að kynnast manni eins og Lars. Elsku Gæfa, Björn og Nína, ég sendi ykkur og fjölskyldum ykkar, mínar innilegustu samúðarkveðjur í ykkar sorg. Kristján Kristjánsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.