Morgunblaðið - 02.11.2005, Síða 38

Morgunblaðið - 02.11.2005, Síða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Árni HinrikJónsson fæddist í Keflavík 19. nóv- ember 1909. Hann lést á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja 22. október síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Björg M. Magnúsdóttir, f. 6. október 1875 í Vestmannaeyjum, d. 1949, og Jón Bergsteinsson, f. 1876 í Keflavík. Hann fórst af mót- orbáti á Borgarfirði eystri 11. september 1911. Nokkrum árum síðar var Árna komið í fóstur hjá Jórunni Jónsdóttur og Helga Ás- björnssyni í Innri- Njarðvík. Þau gengu honum í foreldrastað. Systkini Árna voru Annelíus og Jóna Björg. Eiginkona Árna var Eðalrein Magdalena Ólafsdóttir, f. á Hell- issandi 1914, d. 1999. Foreldrar hennar voru Björg Guðmunds- dóttir, f. á Hellis- sandi 1890, d. 1985 og Ólafur Jóhann- esson, f. á Malarrifi 1889, d. 1955. Börn Magdalenu og Árna eru: Ólafur Kristófer, eigin- kona Käte Árnason, Jórunn Helga, eig- inmaður Birgir D. Sveinsson, Auður Jóna, eiginmaður Sæmundur Hinriks- son, og Ingveldur Jóhanna. Afkom- endur eru 51. Árni lauk vélstjóraprófi 1934. Hann var vélstjóri á mótorbátum og starfaði síðan um tíma í Drátt- arbraut Keflavíkur. Lengstan hluta starfsævinnar vann Árni hjá Olíusamlagi Keflavíkur og einnig í 25 ár hjá Slökkviliði Keflavíkur. Útför Árna Hinriks fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Í dag kveð ég hann afa minn hinstu kveðju en hann kvaddi þenn- an heim laugardaginn 22. okt., tæp- lega 96 ára gamall. Auðvitað vissi ég að það kæmi að þessu einn daginn en einhvern veginn var ég samt ekki undir það búin og kannski að mér hafi þótt það sjálfsagt að afi yrði bara alltaf til. Þó svo að hans ævi hafi verið á enda runnin er sorgin og söknuðurinn yfir brottför hans engu minni. Ótalmargar myndir koma upp í huga minn þeg- ar ég hugsa til þess er ég var lítil stelpa sem kom til ömmu og afa í heimsókn. Ég og afi í vinnunni í ol- íusamlaginu, röltandi á milli bátanna á bryggjunni, rabbandi við kallana og jafnvel að fá eina ýsu eða tvær í soðið. Við afi að drekka kvöldkaffið sem samanstóð af jóla- kökusneið og heitu kakómalti sem amma hafði útbúið handa okkur á meðan við horfðum á seinni frétt- irnar. Við að brasa í bílskúrnum þar sem allt var auðvitað heilagt og engu mátti hrófla við. Á sumrin fór ég svo með ömmu og afa í ferðalag og þá var dvalið í hjólhýsi austur á Laugarvatni eða í Húsafelli, við keyrðum um allt og þau fóru með mig á markverða staði sem í dag tengjast minningu um þau. Eftir að ég varð fullorðin kynntist ég afa mínum á annan hátt og hafði gaman af því að vera með honum, hann vissi svo margt og hafði upp- lifað svo margt á sinni ævi. Afi var mjög ern og ótrúlega inni í öllu sem var að gerast í heiminum, hann átti farsíma og kunni bara ágætlega á hann þó svo að stundum fengi maður hringingar svona út í bláinn. Ekki eru heldur mörg ár síð- an hann settist á skólabekk og lærði á tölvu og sendi fjölskyldunni tölvu- póst. Hann keyrði sjálfur sinn bíl þangað til fyrir ári síðan, þegar sjóninni hrakaði svo ört að hann varð að leggja skírteininu. Hann var mikill bílakarl og þegar maðurinn minn fékk nýjan flutningabíl til um- ráða fyrir ári síðan þá var haldið beint á Hlévang og gamla boðið á rúntinn. Hann lét sig ekki muna um að vippa sér upp í trukkinn með stafinn sinn, og hafði gaman af, hann spurði mikið og skoðaði grip- inn hátt og lágt, fannst þetta hinn „mesti eðalvagn“ eins og hann orð- aði það. Eitt af því skemmtilega sem ég erfði frá afa mínum var skódella, hann átti ógrynni af skóm og alltaf þegar við hittumst þá tók hann eftir því hvernig skóm maður var í. Hann sagði mér það að áður fyrr hefði hann oft keypt sér skó og jafnvel laumað þeim í hrúguna svo amma tæki ekkert eftir því. Svo hlakkaði í honum við tilhugsunina um að geta gabbað ömmu. Við sátum oft og röbbuðum saman um lífið og til- veruna og afi sýndi alltaf áhuga á öllu því sem ég tók mér fyrir hend- ur í það og það skiptið. Hann spurði alltaf um stelpurnar mínar og hann átti alltaf eitthvað í skápnum sínum þegar sú yngsta kom með til að hitta hann. Alla sína afkomendur þekkti hann með nafni þó að þeir hafi verið eitthvað um það bil 70 og hann var svo stoltur af því að hann sagði hverjum sem heyra vildi hvað ættin hans væri stór. Það var hans líf og yndi að hitta fjölskylduna og umgangast hana og hann lét sig ekki vanta þegar eitthvað var á döf- inni en þegar hann var orðinn þreyttur á hamaganginum, sem oft er þegar stór fjölskylda hittist, þá dreif hann sig bara heim. Svona var hann. Amma dó fyrir rúmlega sex árum síðan og afi hefur verið hálfeinmana síðan, enda þau búin að vera saman í 60 ár og ég held að hann hafi verið tilbúinn að mæta skapara sínum þegar kallið kom. Hann tók þetta með trompi á seinustu metrunum og fór til fundar við ömmu með nagla í mjöðminni. Ég er sannfærð um það að amma beið eftir honum og tók á móti honum og þau haldast hönd í hönd og dansa saman. Að lokum: Elsku afi, þakka þér fyrir allt sem þú hefur verið mér og minni fjölskyldu. Þín er sárt saknað og Auður mín litla grét mikið þegar hún vissi að þú værir farinn til Guðs. Hún teiknaði svo fína mynd af þér síðasta daginn sem þú lifðir og teikningin sýnir þig brosandi og glaðan eftir matinn, og eftir matinn kvaddir þú. Elsku afi, þín minning lifir og ég rifja upp allar skemmtilegu stund- irnar sem við áttum saman, hvað þú varst alltaf tilbúinn að segja okkur frá því þegar þú varst ungur og hvernig hlutirnir voru þá. Ég er þakklát fyrir það að hafa fengið að hafa þig í mínu lífi svo lengi sem raun varð og fyrir að stelpurnar mínar fengu að kynnast þér. Með kveðju og söknuði. Þín Magdalena. ÁRNI HINRIK JÓNSSON Elsku Máni. Í dag er 2. nóvember og værir þú nú orðinn 17 ára gamall. Þegar ég horfi út um gluggann finnst mér alltaf eins og ég eigi eftir að sjá þig keyra fram hjá húsinu MÁNI MAGNÚSSON ✝ Máni Magnússonfæddist í Reykja- vík 2. nóvember 1988. Hann lést 7. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hjallakirkju 12. ágúst. mínu á hjólinu þínu. Þetta er það erfiðasta og sorglegasta sem ég hef lent í á ævinni. Að missa vin sinn eða ein- hvern náinn er eitthvað sem ég hélt að ég myndi ekki þurfa að upplifa svona ung. Ég hugsa til þín á hverjum degi og ég sakna þín svo rosa- lega mikið og mér datt ekki í hug að þú, Máni, myndir þurfa að kveðja þennan heim svona skyndilega. Þetta er svo óraunverulegt. Þú varst svo góður vinur, hjálpaðir manni alltaf þegar mann vantaði hjálp og komst manni alltaf til að hlæja með þínum smitandi hlátri og þinni stríðni, þú varst algjör prakk- ari. Einhvern daginn mun ég aftur mæta þínu bjarta brosi. Hver getur siglt þó að blási ei byr, bát sínum róið án ára? Hver getur kvatt sinn kærasta vin, kvatt hann án sárustu tára? Ég get siglt þó að blási ei byr, bát mínum róið án ára. En ekki kvatt minn kærasta vin, kvatt hann án sárustu tára. (Þýð. Hulda Run. frá Hlíð.) Þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu. Þín vinkona, Fríða Dögg. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Skilafrestur Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Minningar- greinar Elskulegur bróðir okkar, PÁLL ÞORVARÐSSON frá Dalshöfða, Fljótshverfi, Holtsgötu 29, Njarðvík, lést á Garðvangi miðvikudaginn 26. október sl. Jarðarförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju föstudaginn 4. nóvember nk. kl. 14.00. Ragnhildur Þorvarðsdóttir, Rannveig Þorvarðsdóttir. Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, GUÐBJÖRG JÓNSDÓTTIR, áður til heimilis á Nýlendugötu 15a, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund föstu- daginn 28. október. Jarðsett verður frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 3. nóvember kl. 13.00. Jón H. Þórarinsson, Marilou Suson, Guðlaug Kristófersdóttir, Jónína S. Kristófersdóttir, Kjartan L. Pálsson, Ingólfur Kristófersson, Hildur Guðmundsdóttir, barnabörn, langömmubörn og langalangömmubörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓSKAR KRISTJÁNSSON útgerðarmaður frá Súgandafirði, lést á Landspítalanum við Hringbraut laugardag- inn 29. október. Hann verður jarðsunginn frá Seltjarnarneskirkju föstudaginn 4. nóvember kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Suðureyrarkirkju og MS-félagið. Aðalheiður Friðbertsdóttir, Erlingur Óskarsson, Rósa Hrafnsdóttir, Sigríður Óskarsdóttir, Hjörleifur M. Jónsson, Kristján A. Óskarsson, Þórdís Zoëga, Aðalheiður Ósk Óskarsdóttir, Benedikt Jónsson, afa- og langafabörn. Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRA BIRNA BRYNJÓLFSDÓTTIR, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði sunnudaginn 30. október. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 4. nóvember kl. 13.00. Magnús Gústafsson, Edda Birna Gústafsson, Birna Magnúsdóttir, Björn Magnússon, Dagbjört Ósk Steindórsdóttir, Einar Magnússon, Áslaug Jónsdóttir, Jórunn María Magnúsdóttir, Haukur Bragason, Baldur Dan Alfreðsson, Þórir Dan Viðarsson, Jóhanna Stella Baldvinsdóttir og barnabarnabörn. Móðir okkar og tengdamóðir, KRISTÍN JÓNSDÓTTIR, lést á Heilbrigðisstofnun Austurlands, Egilsstöð- um, þriðjudaginn 25. október. Bálför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Starfsfólki Heilbrigðisstofnunarinnar eru færðar sérstakar þakkir fyrir umhyggju og hlýju. Fyrir hönd barnabarna og annarra skyldmenna, Ófeigur Gestsson, Svanborg Þórdís Frostadóttir, Sverrir Gestsson, Ásta María Hjaltadóttir. Eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir, KÁRI PÁLL FRIÐRIKSSON pípulagningameistari, Blásölum 20, Kópavogi áður Dalseli 8, Reykjavík, lést mánudaginn 31. október. Jarðsett verður frá Seljakirkju mánudaginn 7. nóvember kl. 15:00. Sigrún Guðdís Halldórsdóttir, Áslaug Lilja Káradóttir, Albert Ingi Ingimundarson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.