Morgunblaðið - 02.11.2005, Page 40
40 MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Gylfi Jónssonfæddist í
Reykjavík 13. júlí
1941. Hann lést á
Landspítala – há-
skólasjúkrahúsi í
Fossvogi 21. októ-
ber síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Svanlaug Kristjáns-
dóttir frá Álfsnesi, f.
16. desember 1898,
d. 30. júní 1966, og
Jón Þorbjörnsson,
útgerðarmaður í
Reykjavík, f. 23. júní
1909, d. 1. maí 1981. Systkini Gylfa
eru Hulda, f. 1937, og Dagmar, f.
1942. Maki Huldu er Þráinn Þor-
steinsson, börn þeirra eru Fjalar,
Svanlaug, maki Árni Sólonsson
eiga þau tvö börn, og Berglind,
maki Jón Emil Magnússon, eiga
þau tvö börn.
Hinn 7. ágúst 1996 kvæntist
Gylfi Sigurlaugu Einarsdóttur, f.
21. ágúst 1946. Foreldrar hennar
eru Guðlaug Sigurjónsdóttir, f.
11.8. 1921, og Einar J. Gíslason, f.
11.9. 1918. Systkini Sigurlaugar
eru Ólöf, maki Bogi Þórðarson,
þau eiga tvö börn og þrjú barna-
börn, Erna, maki Bergþór Einars-
son, þau eiga tvö
börn og þrjú barna-
börn, Einar Örn,
maki Hulda Har-
aldsdóttir, þau eiga
þrjú börn og tvö
barnabörn, Hrefna
látin, hún átti einn
son.
Gylfi ólst upp í
Reykjavík, fyrst á
Framnesveginum
og síðan í Austur-
bænum þar til hann
og Sigurlaug hófu
sambúð á Ásvegi 16,
hjá foreldrum Sigurlaugar, og síð-
an í eigin húsnæði í Fannafold 116.
Gylfi gekk í Melaskólann og síð-
an í Austurbæjarskólann. Þaðan lá
leiðin í Iðnskólann í Reykjavík þar
sem hann stundaði nám í vélvirkj-
un á námssamningi hjá vélsmiðju
Kristjáns Gíslasonar. Hann starf-
aði þar í nokkur ár en fór síðan að
starfa hjá Varnarliðinu á Kefla-
víkurvelli þar sem hann starfaði
um árabil. Síðan í bandaríska
sendiráðinu og síðustu árin hjá
Marel.
Útför Gylfa verður gerð frá
Grafarvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.
Hver óttast er lífið við æskunni hlær
sem ærslast um sólríka vegi,
og kærleikur útrás í kætinni fær,
sé komið að skilnaðardegi.
Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm
er verður að hlíta þeim lögum
að beygja sig undir þann allsherjardóm
sem ævina telur í dögum.
Við áttum hér saman svo indæla stund
sem aldrei mér hverfur úr minni.
Og nú ertu genginn á guðanna fund
það geislar af minningu þinni.
(Friðrik Steingr.)
Takk fyrir allt, Gylfi minn.
Þín
Sigurlaug (Silla).
Kæri vinur, mágur og svili. Við vilj-
um þakka þér samfylgdina með fáein-
um orðum.
Þið Sigurlaug byrjuðuð búskap á
Ásveginum í fjölskylduhúsinu á eftir
okkur. Nokkrum árum síðar keyptuð
þið húsið í Fannafoldinni tilbúið undir
tréverk. Þar vannst þú hörðum hönd-
um af eljusemi og natni við að gera
húsið íbúðarhæft. Við skynjuðum
fljótlega að ykkur liði vel þar, því þið
voruð mjög heimakær.
Nákvæmni þín kom ekki síður í ljós
í umgengni við bíla. Enda lagðir þú
mikla vinnu í að halda bílunum ykkar
beggja vel við. Við sögðum stundum
að það væri hugsað um þá eins og
ungabörn. Þið ferðuðust mikið innan-
lands og utan. Hér fyrr á árum voruð
þið miklir tjaldbúar á ykkar ferðalög-
um um landið en seinni árin sagðist
þú vera búinn með þinn skammt og
þið völduð í staðinn góð hótel eða
íbúðir. Á sextugsafmæli þínu fóruð
þið til Ítalíu og heilluðust af landi og
þjóð. Í undirbúningi var skipulagning
fleiri ferða á þær slóðir. Í fyrra þegar
við héldum upp á afmæli á Flórída
voruð þið með okkur ásamt Ernu
systur Sigurlaugar og Bergþóri
manni hennar sem heimsóttu okkur
frá Kanada og áttum við þar
skemmtilega viku saman. Líka er
gott að minnast góðrar stundar hjá
Einari Þór og Jönu þegar þau bjuggu
á Dalvík og ferðar okkar til Flateyjar.
Margs er að minnast en ekki óraði
okkur fyrir að síðasta ferðin yrði í
sumar til Akureyrar þar sem við nut-
um gestrisni ykkar hjóna.
Við viljum þakka þér fyrir allt sem
þú gerðir fyrir okkur á vinnustað Sig-
urlaugar, það er okkur ómetanlegt.
Nú er komið að lokum. Hafðu
bestu þakkir fyrir að vera góður eig-
inmaður og traustur vinur okkar allra
í fjölskyldunni.
Við viljum fyrir hönd Sigurlaugar
senda þakkir til starfsfólks Marels
fyrir einstakan stuðning og einnig
þakkir til starfsfólks bráðamóttöku,
gjörgæslu og taugalækningadeild B2
Landspítala Háskólasjúkrahúss í
Fossvogi.
Ólöf og Bogi.
Mig langar að skrifa nokkur orð
um mág minn Gylfa sem nú er fallinn
frá í blóma lífsins. Við getum spurt af
hverju, en fáum engin svör. Enginn
veit sína ævi fyrr en öll er. Ég sem
var að spyrja ykkur hvort þið kæmuð
ekki í heimsókn bráðum. Þið sögðuð
kannski seinna. Það var ætíð gaman
að koma til ykkar. Alltaf tekið vel á
móti okkur. Ég gleymi ekki þegar við
komum um síðustu jól og borðuðum
allar fiskibollurnar, þær voru svo
góðar. Elsku systir, ég vildi að ég
væri komin til að taka utan um þig og
vera hjá þér á þessari erfiðu stund.
Beggi, Gulla, Árni og fjölskyldur hér í
Kanada senda þér innilegustu sam-
úðar kveðjur. Guð veri með þér, Silla
mín.
Kær kveðja.
Erna.
Trúfasta, hreina sæla sál
svifin til lífsins stranda
orð Guðs var hér þitt hjartans mál
í hverri neyð og vanda.
Svali nú ljúfust lífsins orð
á lifandi manna sælustorð
um eilífð þínum anda.
(M. Joch.)
Þessi orð skáldsins koma í huga
minn er ég minnist mágs míns og
góðs vinar, Gylfa Jónssonar, sem lést
21. október sl. eftir skamma sjúk-
dómslegu. Samleið okkar Gylfa er
orðin löng. Hún spannar alls 48 ár,
eða frá þeim tíma er ég fór að venja
komur mínar á heimili foreldra hans í
Reykjavík.
Ástæðan fyrir þessum heimsókn-
um var sú, að ég hafði orðið ástfang-
inn af systur hans, henni Huldu
minni. Okkur Gylfa varð fljótt vel til
vina. Á skömmum tíma varð ég þess
áskynja að þessi piltur var ljúfur og
góður. Hann var hógvær og af hjarta
lítillátur. Það bar aldrei skugga á vin-
skap okkar í öll þessi ár.
Gylfi var fæddur og alinn upp í
Reykjavík. Í borginni við Sundin
liggja spor bernsku hans, sem og
systkina. Hann minntist alltaf þess-
ara ára af gleði, enda ólst hann upp
ásamt systkinum sínum við mikið ást-
ríki í faðmi yndislegra foreldra.
Gylfi var barnlaus, en hins vegar
var hann sérstaklega barngóður mað-
ur og reyndist börnum okkar Huldu
afar vel. Hann var mjög örlátur í
þeirra garð. Og fyrir það erum við
þakklát.
Gylfi var hamhleypa til allra verka.
Hann var samviskusamur og eftir-
sóttur til vinnu. Hann lærði vélsmíði,
enda hafði hann frá unga aldri haft
mikinn áhuga á öllu er tengdist vélum
og tækni. Hann var vel gefinn maður
og átti því gott með að læra.
Gylfi var alveg sérlega lánsamur er
hann kynntist eftirlifandi eiginkonu
sinni Sigurlaugu Einarsdóttur árið
1970.
Þau voru hamingjusöm allan þann
tíma sem þau áttu saman og reyndust
hvort öðru afar vel.
Við Hulda og börnin viljum fá að
senda þér, kæra Silla, okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur og biðjum al-
góðan Guð að veita þér styrk og
huggun í sorg þinni og söknuði.
Að leiðarlokum viljum við taka
undir með skáldinu er það segir:
Fagna þú, sál mín. Lít þú víðlend veldi
vona og drauma; er þrýtur rökkurstíginn.
Sjá hina helgu glóð af arineldi
eilífa kærleikans á bak við skýin.
Fagna þú, sál mín, dauðans kyrra kveldi,
kemur upp fegri sól, er þessi er hnigin.
(J. J. Smári.)
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Þráinn Þorsteinsson, Mosfellsbæ.
Á einni svipstundu getur allt
breyst. Það fundum við best þegar
Gylfi svo óvænt varð alvarlega veik-
ur. Við fráfall hans rifjast upp ýmsar
minningar. Minningar um snaggara-
legan mann sem var vandvirkur og
einstaklega prúður. Gylfi og Silla
voru mjög samrýnd, og hófu sinn bú-
skap í kjallaranum á Ásveginum.
Seinna byggðu þau raðhús í Fanna-
fold 116 og hafa búið þar síðustu 17
árin. Þar hefur alltaf verið gott að
koma og gestrisnin mikil. Gylfi var
hjálpsamur ef þurfti að kíkja á bil-
aðan bíl eða líta á eitthvað sem þurfti
að laga. Þá hafði hann oft góðar
lausnir. Gylfi og Silla ferðuðust bæði
innan lands og utan og oft dvöldu þau
í orlofshúsum. Gaman var að koma til
þeirra á síðasta ári í Brekkuskóg þar
sem fjölskyldur þeirra voru saman
komnar í afmæli. Þar nutu allir sín og
ekki síst Kristófer og vinur hans því
Gylfi var barngóður og passaði upp á
að þeir hefðu nóg að gera í heita pott-
inum. Minnisstæðar eru samveru-
stundir Ásvegsfjölskyldunnar þar
sem Gylfi sá um að við nytum góðrar
tónlistar og hann naut sín sjálfur sem
plötusnúður.
Elsku Silla, þú hefur misst mikið
en vonandi gefa fallegar minningar
þér styrk til að halda áfram. Blessuð
sé minning Gylfa.
Hulda og Einar Örn.
Það er margt sem kemur upp í
hugann þegar við systkinin minn-
umst Gylfa hennar Sillu. Við eldri
systkinin munum vel eftir þegar þau
Silla og Gylfi bjuggu í kjallaranum
hjá ömmu og afa á Ásvegi. Seinna
fluttu þau í Grafarvoginn. Það var
alltaf svo gaman að heimsækja þau
bæði í kjallarann og í Fannafoldina.
Við vorum varla komin inn fyrir dyrn-
ar þegar þau byrjuðu að dekra við
okkur og bjóða upp á gos og sætindi. Í
Fannafoldinni fannst okkur sérstak-
lega gaman að fara í tækin hans Gylfa
uppi á lofti. Gylfi sá alltaf til þess að
manni leiddist aldrei. Hann hjálpaði
Hauki oft að gera við bílana hans og
mótorhjól. Við erum mjög þakklát
fyrir að hafa kynnst Gylfa.
Elsku Silla frænka, megi guð vera
með þér og styrkja þig á þessum erf-
iða tíma.
Svana, Haukur og Hrafnhildur.
Hver minning er dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibj. Sig.)
Elsku Silla. Okkar innilegustu
samúðarkveðjur. Guð veiti þér styrk í
sorginni.
Fjalar, Svanlaug Ida, Árni
Valur, Berglind, Jón Emil, Sólon
Kristinn, Halla Berglind, Hulda
Bryndís og Hilmar.
GYLFI
JÓNSSON
Okkar innilegustu þakkir færum við öllum þeim
fjölmörgu, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför okkar ástkæra föður, tengdaföður,
afa og langafa,
GUNNBJÖRNS JÓNSSONAR,
Hraunvangi 7,
Hrafnistu,
Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hrafnistu, elskulegu starfsfólki
B2 Hrafnistu, starfsfólki B2 Landspítala Fossvogi, MND-teymi, MND-fé-
laginu og sr. Sigríði Kristínu Helgadóttur fyrir þann stuðning sem þau
sýndu honum í veikindum hans.
Guð blessi ykkur öll.
Kristín Gróa Gunnbjörnsdóttir, Ingimar Kristjánsson,
Sigfús Brynjar Gunnbjörnsson, Anna Björk Brandsdóttir,
Jón Valdimar Gunnbjörnsson, Ragna Jóna Helgadóttir,
Sólbjörg Gunnbjörnsdóttir, Rósinkar Snævar Ólafsson,
Kristbjörg Gunnbjörnsdóttir, Heimir Lárus Hjartarson,
Guðjón Heiðar Gunnbjörnsson, Elínborg Sigvaldadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát elskulegrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
SOLVEIGAR JÓNSDÓTTUR
frá Hofi á Höfðaströnd,
Sléttuvegi 15,
Reykjavík.
Ásdís Ásbergsdóttir,
Jón Ásbergsson, María Dagsdóttir,
Sigurður Pálmi Ásbergsson
og aðrir aðstandendur.
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar
móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
SIGRÚNAR ÁGÚSTSDÓTTUR
frá Mjölni,
Vestmannaeyjum.
Hjartans þakkir færum við starfsfólki á hjúkrun-
arheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi fyrir góða
umönnun og hlýju.
Guð blessi ykkur öll.
Ingólfur Þórarinsson, Marta Sigurjónsdóttir,
Einar Þórarinsson, Sólveig Þorleifsdóttir,
Guðrún Þórarinsdóttir, Gísli B. Lárusson,
Ágúst Þórarinsson, Guðrún Ingibergsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur sonur minn, bróðir okkar, mágur,
frændi og vinur,
ÞORKELL STEINSSON
(Gulli),
Hafnarstræti 16,
Akureyri,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri sunnu-
daginn 30. október.
Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 8. nóvember
kl. 13.30.
Steinn Steinsson, Bryndís Guðmundsdóttir,
Þorsteinn Steinsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir,
Finna Birna Steinsson, Baldur Hafstað,
Friðrik Steinsson,
frændsystkini
og starfsfólk og íbúar í Hafnarstræti 16.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og
afi,
GUNNAR SIGURGEIRSSON,
Austurvegi 5,
Grindavík,
verður jarðsunginn frá Grindavíkurkirkju föstu-
daginn 4. nóvember kl. 13.00.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Orgel-
sjóð Grindavíkurkirkju.
Sigurrós Benediktsdóttir,
Hildur Gunnarsdóttir, Ragnar Ragnarsson,
Sigurrós Ragnarsdóttir,
Gunnar Ólafur Ragnarsson.