Morgunblaðið - 02.11.2005, Síða 45

Morgunblaðið - 02.11.2005, Síða 45
Brúðkaup | 20. ágúst sl. voru gefin saman í Selfosskirkju af sr. Gunnari Björnssyni þau Sturla Bergsson og Sveinbjörg Kristjánsdóttir, Löngu- mýri 17, Selfossi. Ljósmynd: Magnús Hlynur Hreiðarsson MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2005 45 DAGBÓK Nýlega var hleypt af stokkunum vef-ritinu Hugsandi á slóðinniwww.hugsandi.is. Í ritstjórnarstefnuvefritsins segir meðal annars: ,,Hugsandi á að vera vettvangur þeirra sem kjósa að deila hugsunum sínum með öðrum, í formi ritaðra greina eða pistla. En ekki síður þeirra sem vilja kynna sér þessar afurðir hugs- ana annarra vegna og meta rök þeirra, skilning og viðhorf.“ Hrafnkell Lárusson er annar tveggja rit- stjóra Hugsandi. ,,Við byrjuðum með vefinn 18. október síð- astliðinn. Við kynnum Hugsandi sem vefrit um fræði og menningu í víðum skilningi. Við erum með þessu vefriti að höfða til yngra fólks, fólks sem er í háskólanámi og þeirra sem nýlega eru búin að ljúka því. Við viljum leita eftir nýjum vinklum í umræðunni,“ segir Hrafnkell. Auk hans er Unnur María Bergsveinsdóttir ritstjóri og ritnefndina skipa auk þeirra þau: Helga Katrín Tryggvadóttir, Ingveldur Geirs- dóttir, Karl Jóhann Jóhannsson, Katla Ísaks- dóttir og Þóra Pétursdóttir. Að baki vefritinu standa hvorki fyrirtæki né stofnun heldur aðeins ofangreindir ein- staklingar sem mynda ritnefndina. ,,Okkur finnst vera þörf fyrir þetta. Á meðan margir vettvangar eru fyrir pólitískar umræð- ur á Netinu þá er mjög lítið af menningar- og fræðasíðum á Netinu. Í fljótu bragði þá held ég að Kistan sé eina síðan. Þau viðbrögð sem ég hef fengið eftir að fórum af stað með Hugs- andi hafa verið mjög jákvæð og eitt af því sem við bjóðum fólki upp á er að það getur sagt sína skoðun á því sem er verið að skrifa,“ segir Hrafnkell. „Í ritstjórnarstefnu Hugsandi segir einnig: Hugsandi er ætlað öllum þeim sem áhuga hafa á fræðum og menningu. Lögð verður sér- stök áhersla á ungt fólk í fræða- og menning- argeiranum og Hugsandi vill auka virkni þess í umræðunni. Skýrt er tekið fram í ritstjórnar- stefnunni að Hugsandi er ekki ætlað að vera vettvangur fyrir flokkspólitíska umræðu.“ Til að byrja með verða tvær fastar birtingar á Hugsandi á viku, á þriðjudögum og fimmtu- dögum, en birtingum verður fjölgað tímabund- ið ef efni og aðstæður gefa tilefni til. Síðar er ætlunin að fjölga föstum birtingum. Ritstjórn Hugsandi ber ekki ábyrgð á skoð- unum og ályktunum greinarhöfunda og þá áskilur ritstjórnin sér rétt til að hafna inn- sendu efni ef höfundar gæta ekki hófs í dómum um menn og málefni eða efni greina fellur utan þess sem ritstjórnin telur vefritið eiga að birta. Vefrit | Hugsandi er vefrit um fræði og menningu í víðum skilningi Að deila hugsunum sínum  Hrafnkell Lárusson er annar tveggja rit- stjóra vefritsins Hugs- andi. Hann lauk BA- prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 2003 og áætlar að ljúka mastersnámi í sagnfræði frá Háskóla Íslands í febrúar. Hrafnkell er 28 ára gamall, einhleypur og barnlaus. Hann hefur stundað ýmis störf á sumrin og var meðal annars blaðamaður á vikublaðinu Austra á Egilsstöðum 1998–1999 en blaðið, sem var málgagn framsóknar- manna, hefur nú verið lagt niður. HM í Portúgal. Norður ♠76 ♥DG3 N/NS ♦G1064 ♣K1054 Vestur Austur ♠-- ♠109854 ♥Á65 ♥109842 ♦ÁKD92 ♦87 ♣D8762 ♣3 Suður ♠ÁKDG32 ♥K7 ♦53 ♣ÁG9 Danirnir Steen Möller og Peter Lund hafa náð góðum árangri saman á undanförnum árum í landsliði eldri spilara. Þeir eru í danska öldungaliðinu á HM í Portúgal og virðast vera í góðu formi. Í spilinu að ofan varð Steen sagnhafi í fjórum spöðum í suður eftir þessa sagnröð: Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 1 spaði 2 grönd * Dobl 3 tíglar Pass 3 hjörtu Pass Pass 4 spaðar Dobl Pass Pass Pass Vestur kemur láglitunum á framfæri við spaðaopnun Möllers og sýnir svo þrílit í hjarta og góða hönd með því að melda þrjú hjörtu við vali makkers. Þessi nákvæma lýsing á spilunum fór ekki framhjá Möllernum. Vestur tók fyrst þrjá slagi á rauðu litina, á ÁK í tígli og hjartaás, en skipti síðan yfir í lauf. Steen setti upp tíuna í borði og átti slaginn. Hann spilaði síð- an eldsnöggt spaðasexu – fjarkinn frá austri og ... tvisturinn heima! Og það dugði í tíu slagi. Átti austur að leggja á? Auðvitað, en það getur hver spilari sett sig í spor austurs og skilið sofandaháttinn – eng- inn býst við svo djúpri svíningu. Möller á hins vegar hrós skilið fyrir kjarkinn. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Brúðkaup | Gefin voru saman í Lága- fellskirkju 20. ágúst sl. þau Magnús Þór Magnússon og Guðlín Steins- dóttir. Prestur var séra Sigurður Jóns- son í Odda. Heimili þeirra er í Mos- fellsbæ. Árnaðheilla dagbók@mbl.is Fordómar gagnvart öryrkjum SÍÐAN skýrsla sem Tryggvi Þór Herbertsson gerði fyrir heilbrigð- isráðuneytið sl. vor, og m.a. fjallar um fjölgun öryrkja, kom út, hefur því miður þróast mjög neikvæð um- ræða um fjölgun öryrkja. Einstaka fjölmiðlar hafa fjallað um þetta á neikvæðan hátt og ekki bætti úr skák þegar Tryggingastofnun rík- isins fékk yfir 30 milljónir til þess að setja upp eftirlitsdeild innan stofnunarinnar til þess að koma nú upp um þá öryrkja sem ynnu svart og svindluðu á kerfinu á einn og annan hátt. Alla daga er talað meira og minna í samfélaginu um þá sem eru að troða sér inn á ör- orkubætur og skemma fyrir þeim sem svo sannarlega eru öryrkjar. Hvernig getur fólkið á götunni met- ið það hvort fólk er öryrki eða ekki? Ég treysti fyllilega þeim læknum Tryggingastofnunar rík- isins sem eru sérfræðingar, hver á sínu sviði, til þess að meta fólk til örorku. Ég var ákaflega hneyksluð sl. sunnudag, 30. október, þegar ég horfði á Silfur Egils. Egill fór þar að tala um mikla fjölgun öryrkja og einn viðmælenda hans, Bjarni Harðarson, lét m.a. þau orð falla að þetta væri aumingjaskapur í fólki. Hann ætti að skammast sín og biðj- ast afsökunar á þessum ummælum sínum. Finnst mér einnig að Egill hefði átt að stoppa hann af. Mörgum öryrkjum líður mjög illa vegna þessarar neikvæðu umræðu sem orðin er og veit ég þess dæmi að fólk hafi lent í áreiti og einelti vegna þessa. Enginn veit ævina sína fyrr en öll er og enginn skyldi dæma aðra því allir hafa rétt til að halda sinni mannlegu reisn. Sigrún Reynisdóttir. Frábært Kastljós ÉG VIL koma á framfæri ánægju minni með nýja Kastljósið. Mér finnst allir umsjónarmennirnir góð- ir og þarna eru saman komnir bestu spyrjendurnir í sama þætt- inum, þau Þórhallur, Kristján, Ey- rún, Jóhanna og Sigmar. Ragnheið- ur á einnig hrós skilið fyrir frammistöðu sína, hún er alltaf að bæta sig, enda með Þórhall sér við hlið. Sem sagt, nýi Kastljósþátt- urinn er frábær og tekur fyrir fjöl- breytt málefni. Ég flakka oft á milli frétta en ég sleppi aldrei Kastljósi. Gangi ykkur vel og ekki sofna á verðinum því ég hef heyrt þetta sama frá svo mörgum öðrum. Ánægður áhorfandi. Taska týndist SVÖRT handtaska með síma og myndavél o.fl. týndist, líklega í leið 16 eða S4, fyrir rúmum 2 vikum síðan. Skilvís finnandi skili töskunni til lögreglunnar eða í skiptistöðina á Hlemmi eða Mjódd. Fundarlaun. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Fréttir á SMS HVERNIG þjónar íslenska menntakerfið atvinnulífinu í tungumálakennslu sinni? Á að hefja tungumálanámið fyrr? Á að kenna önnur mál en þau sem nú er boðið upp á? Á að hætta að kenna svona mörg mál og í stað- inn að leggja ofuráherslu á að kenna eitt (ensku?) vel? Eða á hugsanlega að bjóða upp á enn meira úrval? Á að kenna fög eins og viðskiptafræði á ensku? Á að hefja skipulagða kínversku- kennslu allra barna strax? Á að hætta að leiða nemendur í gegn- um heim bókmennta og láta þá í staðinn lesa erlend viðskipta- tímarit? Hvað þýðir svokallað menningarlæsi í alþjóða við- skiptum? Þessum spurningum og ugg- laust mun fleiri verður velt upp á málþingi um tungumál og at- vinnulífið sem Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur stendur fyrir á fimmtudaginn kl. 11 í Norræna húsinu. Slík málþing eru haldin á hverju misseri en með mismun- andi áherslum. Í þetta sinn er sjónum beint að hinni miklu útrás íslenskra fyrirtækja á undan- förnum mánuðum og árum. Frummælendur eru: Sol Squire, Forstjóri SBC (Sólon Business Consulting) Europe ehf. og ráð- gjafi hjá Skýrr, Hildur Árnadótt- ir, fjármálastjóri Bakkavarar Group, og Sverrir Berg Stein- arsson eigandi Árdegis. Fund- arstjóri er Gauti Kristmannsson, aðjunkt í þýðingarfræði við Há- skóla Íslands. Málþingið er öllum opið og að- gangur ókeypis. Málþing um tungumál og atvinnulífið H im in n o g h af / S ÍA Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis býður út 43.440 nýja stofnfjárhluti. Farið er með útboðið skv. reglum um almennt útboð verðbréfa, þótt núverandi stofnfjáreigendur eigi forgangsrétt til áskriftar að hinum nýju stofnfjárhlutum. Útboðstímabilið er 7.–21. nóvember 2005 og fellur áskrift í eindaga 2. desember 2005. Verð hvers stofnfjárhlutar er 45.497 krónur og er heildarverðmæti útboðsins því 1.976.389.680 krónur. Heildarnafnverð stofnfjár fyrir hækkunina er 1.086.000.000 krónur og verður eftir hækkunina 2.172.000.000 krónur að því gefnu að allt seljist. Nafnverð nýrra stofnfjárbréfa er 1.086.000.000 krónur. Umsjónaraðili útboðsins er Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis og má nálgast útboðslýsingu á heimasíðu sparisjóðsins www.spron.is, og í útibúum hans. Sparisjóðsstjórn Stofnfjárútboð SPRON Traustur kaupandi óskar eftir raðhúsi við Boðahlein. Staðgreiðsla í boði. Nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson, lögg. fasteignasali. RAÐHÚS VIÐ BOÐAHLEIN ÓSKAST Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.