Morgunblaðið - 02.11.2005, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 02.11.2005, Qupperneq 47
haldið á Broadway 2. nóvember. Vikan sjálf er full af atburðum, í hádegishléum verður söngur og dans og einnig er boðið upp á skemmtun á kvöldin. Fréttir FSS – félag STK stúdenta | Næsti GayDay FSS er 3. nóv. kl. 20. FSS og ungliðahópur samtakanna ’78 ætla að vera með kvöld- verð í félagsheimili FSS, Hinu húsinu. Nán- ari uppl. á www.gaystudent.is. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur | Matar- og fataúthlutun kl. 14–17. Sími 551 4349, netfang maedur@simnet.is. Fundir Krabbameinsfélagið | Góðir hálsar, stuðn- ingshópur um krabbamein í blöðruháls- kirtli, verða með rabbfund, í húsi Krabba- meinsfélagsins að Skógarhlíð 8 í Reykjavík, í dag, kl. 17. Gestir fundarins verða Davíð Ingason og Hrönn Harð- ardóttir frá lyfjafyrirtækinu AstraZenica. Vestfirðingafélagið í Reykjavík | Aðal- fundur félagsins verður 6. nóvember kl. 14– 16, í Kvennaskólanum að Fríkirkjuvegi 9. Venjuleg aðalfundarstörf. Emil Hjartarson segir sögur að vestan. Allir Vestfirðingar og gestir þeirra velkomnir. Fyrirlestrar Félag íslenskra fræða | Rannsóknarkvöld í húsi Sögufélagsins, Fischersundi 3, kl. 20. Erindi heldur Sigurður Gylfi Magnússon: Sjálfsbókmenntir á Íslandi. Í erindinu verð- ur rætt um samhengi íslenskra sjálfs- bókmennta og hvernig fræðimenn hafa nýtt slík ritverk í rannsóknum sínum. Gigtarfélag Íslands | Áhugahópur GÍ um vefjagigt heldur fræðslufund 3. nóv., kl. 19.30 í húsnæði GÍ, Ármúla 5, 2. hæð. Sól- veig Hlöðversdóttir og Hulda Jeppesen, sjúkraþjálfarar á Gigtarlækningastöð GÍ, fræða um hvernig best sé að koma sér af stað í þjálfun og ekki gefast upp. Kennaraháskóli Íslands | Hanna Óladóttir, aðjúnkt í íslensku við KHÍ, heldur fyr- irlestur í Bratta, Kennaraháskóla Íslands, kl. 16.15. Fyrirlesturinn ber heitið: Tungan á tímum alþjóðavæðingar. Náttúrufræðistofnun Íslands | Hregg- viður Norðdahl, jarðfræðingur við Háskóla Íslands, flytur erindið: Síðjökultími og ísald- arlok á Íslandi; Erindið er kl. 12.15, í sal Möguleikhússins á Hlemmi. Nánari uppl. á www.ni.is. Oddi – Félagsvísindahús HÍ | Á vegum Fé- lags þjóðfræðinga á Íslandi og mannfræði- og þjóðfræðiskorar mun dr. Ezekiel Alembi frá Kenyatta University, Nairobi, Kenya, halda fyrirlestur í Árnagarði, stofu 201, kl. 17.15. Fyrirlesturinn heitir: „African theatre past and present (with an emphasis on Kenyan theatre today). Málstofur Viðskipta- og hagfræðideild HÍ | Þorvald- ur Gylfason, prófessor í viðskipta- og hag- fræðideild, heldur fyrirlestur um „Indland og Kína“ í málstofu Hagfræðistofnunar og Viðskiptafræðistofnunar kl. 12.20 í Odda stofu 101. Nánari uppl. um málstofuna á www.vidskipti.hi.is. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2005 47 DAGBÓK Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Félagsstarf Árskógar 4 | Bað kl. 8–16. Handa- vinna kl. 9–16.30. Smíði/útskurður kl. 9–16.30. Heilsugæsla kl. 9.30–11.30. Spil kl. 13.30. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, hárgreiðsla, böðun, glerlist, spiladagur, fótaaðgerð. Dalbraut 18–20 | Tungbrjótar verða gestir í síðdegiskaffinu á fimmtudag kl. 15. FEBÁ, Álftanesi | Haukshús, mið- vikudagur kl. 13–16. Grétudagur. Postulínsmálun. Spilað, teflt, spjallað. Gróukaffi. Auður og Lindi annast akstur, sími 565 0952. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrifstofan er opin í dag kl. 10–11.30. Viðtalstími í Gjábakka kl. 15–16. Fé- lagsvist spiluð í Gjábakka í dag kl. 13. Félag eldri borgara, Reykjavík | Söngfélag FEB, kóræfing kl. 17. Árshátíð FEB verður haldin 4. nóv. nk. í Akogessalnum, Sóltúni 3, fjöl- breytt dagskrá: Veislustjóri Árni Norðfjörð, hátíðarræðu flytur Guðrún Ásmundsdóttir, danssýning, söngur, gamanmál o.fl. Skráning og uppl. á skrifstofu FEB, s. 588 2111. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Les- hópur FEBK Gullsmára. Brennu–Njáls saga. Eldri borgarar lesa saman Brennu-Njálssögu í félagsheimilinu Gullsmára 13, Kópavogi, alla miðviku- daga kl. 15.45. Stjórnandi og leiðbein- andi Arngrímur Ísberg. Ókeypis að- gangur. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Kvennaleikfimi kl. 9.15, 10.05 og 11, bútasaumshópur kl. 13 í Kirkjuhvoli. Brids spilað í Garðabergi kl. 13. María Gottfreðsdóttir augnlæknir verður með erindi um gláku kl. 16 í Garða- bergi á vegum FEBG. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar. Kl. 9.30 sund og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug. Kl. 10.30 gamlir leikir og dansar. Frá há- degi spilasalur opinn. Kl. 14 kynning á nýju leiðakerfi Strætó. Kl. 14.30 kór- æfing. Allar uppl. á staðnum og í síma 575 7720. Félagsstarfið Langahlíð 3 | Hjúkr- unarfræðingur frá heilsugæslunni, leikfimi kl. 11, námskeið í postulíns- málun, almenn handmennt, kaffiveit- ingar. Furugerði 1 | Í dag kl. 9 aðstoð við böðun, bókband. Kl. 13 leikfimi og kl. 14 verður sala á gjafavöru. Kaffiveit- ingar kl. 15. Hraunbær 105 | Kl. 9 útskurður, postulínsmálun, kaffi, spjall, dag- blöðin. Kl. 9 fótaaðgerð og hár- greiðsla. Kl. 11 banki. Kl. 12 hádeg- ismatur. Kl. 13 brids. Kl. 15 kaffi. Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9. Línudans kl. 11. Saumar kl. 13. Gler- skurður kl. 13. Pílukast kl. 13.30. Gafl- arakórinn kl. 16.30. Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnustofa kl. 9–16 hjá Sigrúnu, mósaik, ull- arþæfing og íkonagerð. Jóga kl. 9–12. Samverustund kl. 10.30–11.30. Böðun fyrir hádegi. Fótaaðgerðir 588 2320. Hársnyrting 517 3005. Hæðargarður 31 | Björgvin Þ. Valdi- marsson tónlistarmaður kemur í heimsókn í hádeginu á föstudag. Skráning hafin á leiksýninguna Hall- dór í Hollywood 24. nóv. Fastir liðir. Uppl. í síma 568 3132. Korpúlfar, Grafarvogi | Á morgun fimmtudag er Pútt á Korpúlfsstöðum kl. 10. Kvenfélagið Hrönn | Jólapakka- fundur fimmtudaginn 3. nóv. kl. 20 í Borgartúni 22, 3. hæð. Sjáumst sem flestar. Stjórnin. Norðurbrún 1 | Kl. 9–16.30 opin vinnustofa, kl. 10.45 bankaþjónusta fyrsta miðvikudag í mánuði, kl. 14 fé- lagsvist, kaffi, verðlaun. Kl. 9 smíði, opin fótaagerðastofa. Sími 568 3838. Sjálfsbjörg, félag fatlaðra á höf- uðborgarsvæðinu | Félagsheimilið, Hátúni 12. Félagsvist í kvöld kl. 19. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9.15–16 mynd- mennt. Kl. 10–12 sund (Hrafn- istulaug). Kl. 11.45–12.45 hádeg- isverður. Kl. 12.15–14 verslunarferð í Bónus Holtagörðum. Kl. 13–14 Spurt og spjallað. Kl. 13–16 tréskurður. Kl. 14.30–15.45 kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 9–12.30, handmennt almenn kl. 9.30– 16.30, hárgreiðsla kl. 9, morgunstund kl. 10, fótaaðgerðir kl. 10, bókband kl. 10–13, verslunarferð kl. 12.30. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Mömmumorgunn kl. 9.30–11.30. Kirkjuprakkarar kl. 15.30 TTT–starf kl. 17. ÆFAK (yngri deild) kl. 20. Árbæjarkirkja | Kirkjustarf með tíu til tólf ára börnum kl. 16 í Selásskóla. Söngur, helgistund, sögur og leikir. Áskirkja | Safnaðarfélag Áspresta- kalls verður með félagsvist í safn- aðarheimili kirkjunnar kl. 20. Sam- verustund, hreyfing og bæn í safnaðarheimili II, kl. 11–12. Bessastaðasókn | Dagur kirkjunnar í Haukshúsum. Foreldramorgnar eru frá kl. 10–12. Opið hús eldri borgara er frá kl. 13–16. Breiðholtskirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Tónlist, hugvekja, fyrirbænir. Máls- verður í safnaðarheimili eftir stund- ina. Kirkjuprakkarar (7–9 ára) kl. 16. TTT (10–12 ára) kl. 17. Æskulýðsfélag KFUM&K og kirkjunnar kl. 20. Dómkirkjan | Bænastund í Dómkirkj- unni kl. 12.10–12.30. Hádegisverður á kirkjuloftinu á eftir. Bænarefnum veitt móttaka í síma 520 9700. Garðasókn | Foreldramorgnar hvern miðvikudag kl. 10 til 12.30. Fyrirlestur mánaðarlega. Gott tækifæri fyrir mömmur og börn að hittast og kynn- ast. Alltaf heitt á könnuni. Grafarvogskirkja | Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Altarisganga og fyr- irbænir. Boðið er upp á léttan hádeg- isverð á vægu verði að lokinni stund- inni. Prestar safnaðarins þjóna fyrir altari, orgelleikari Hörður Bragason. Allir velkomnir. TTT fyrir börn 10–12 ára á miðvikudögum í Rimaskóla kl. 17.30–18.30. Grensáskirkja | Samverur eldri borg- ara í Grensáskirkju kl. 14. Boðið er upp á Biblíulestur og veitingar. Kven- félagið í kirkjunni heldur utan um samverurnar. Háteigskirkja | Starf eldri borgara. Fyrirbænastund kl. 11. Súpa kl. 12. Brids kl. 13. Alla fimmtudaga kl. 10 í Setrinu. Stund í kirkjunni kl. 10.30 Fræðsla og kaffi kl. 11. Góð samvera fyrir foreldra ungra barna. Hjallakirkja | Fjölskyldumorgnar kl. 10–12 í Hjallakirkju. 10–12 ára krakkar hittast í Hjallakirkju kl. 16.30–17.30. Hjálpræðisherinn á Akureyri | Í dag kl. 12 bæn. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Fjöl- skyldusamveran hefst kl. 18 með léttri máltíð á vægu verði. Kl. 19 er Biblíulestur fyrir alla fjölskylduna. Ás- mundur Magnússon talar til okkar miðvikud. 2. nóv. Barna/skátastarf fyrir 5–17 ára. Allir velkomnir. ATH! kl. 17.30 er unglingafræðsla fyrir börn fædd 1992. Keflavíkurkirkja | Kirkjan opnuð kl. 12. Kyrrðarstund í Kapellu vonarinnar kl. 12. Samverustund í Kirkjulundi kl. 12.25. Súpa, salat og brauð á vægu verði, allir aldurshópar. Umsjón sr. Sigfús Baldvin Ingvason. Æfing Barnakórs Keflavíkurkirkju kl. 16–17 og Kórs Keflavíkurkirkju kl. 19–22.30. Stjórnandi Hákon Leifsson. Kristniboðssalurinn | Samkoma í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58–60, miðvikudag 2. nóv. kl. 20. „Sæll er sá sem þú útvelur“. Margrét Hróbjartsdóttir talar. Laufey Geir- laugsdóttir syngur. „Móðir Armen- anna–Karen Jeppe“, Anna Sig- urkarlsdóttir segir frá. Kaffi. Laugarneskirkja | Kl. 10 Mömmu- morgunn. Kl. 10.30 Gönguhópurinn Sólarmegin. Kl. 14.10–15.30 Kirkju- prakkarar (1.–4. bekkur). Kl. 16.15 TTT (5.–7. bekkur). Kl. 17 Adrenalín gegn rasisma. Laugalækjarskóla. (Mið- borgarstarf kirkjunnar o.fl.) Kl. 19.30 Fermingartími. Kl. 20.30 Unglinga- kvöld. (8. bekkur). Neskirkja | Foreldramorgnar kl. 10. Kaffi og spjall. Fyrirbænamessa kl. 12.15. Prestur sr. Kjartan Jónsson. Opið hús kl. 15. Guðrún Guðlaugs- dóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu, lítur inn. Einnig mun Ágerður Júníus- dóttir, óperusöngkona, dóttir hennar, syngja nokkur lög. Kaffiveitingar á Torginu. Selfosskirkja | Pabba- og mömmu- morgunn í Safnaðarheimilinu kl. 11. Opið hús, spjall og hressing. Gallerí Sævars Karls Sýning Guðrúnar Nielsen á Te- húsi og teikningum hefur verið framlengd til 17. nóvember. Norræna húsið Sýningin Föðurmorð og nornatími hefur verið framlengd til 13. nóv- ember. Sýningar framlengdar NÚ stendur yfir sýning þriggja grundfirskra listakvenna í Sjálf- stæðishúsinu í Grundarfirði. Ann- ars vegar sýnir Hrafnhildur Jóna tölvugrafíska myndlist á glærusýn- ingu og hins vegar Kristín og Dag- björt Lína, eigendur Gallerís Tínu í Grundarfirði, sem sýna leir- skúlptúra og veggmyndir og gler- myndir og nytjalist. Þetta er 4. sýn- ing Hrafnhildar Jónu, en áður hefur hún sýnt olíu og akrýlmyndir, bæði í Grundarfirði og á Húsavík. Að þessu sinni er hún með tölvu- gerða myndlist sem áhorfendur geta skoðað á glærusýningu, valið sér myndir og fengið prentaðar eft- ir óskum hvers og eins, á pappír, tau eða striga, einnig er hægt að velja stærð á verkunum. Efnistök eru fengin úr hugarfylgsnum lista- mannsins sem skapar ímyndaðan sýndarveruleika í bland við ljós- myndir. Kristín og Dagbjört Lína reka Gallerí Tínu allt árið um kring, en á sýningunni eru ný gler- og leirverk ásamt glernytjalist. Þær hafa nýverið hafið framleiðslu á matarstellum ásamt margs konar fylgihlutum og þar getur við- skiptavinurinn komið inn í fram- leiðsluna og komið með sínar óskir um áferð, liti og stærð. Sýningin er haldin í tilefni Rökkurdaga, 3ja vikna menningarhátíðar Grund- firðinga, sem haldin er í annað sinn á haustdögum. Til að fræðast meira um listakonurnar og sjá verk þeirra hefur verið opnuð heimasíða á slóð- inni www.vdsl.is/theyr undir myndlist. Þrjár konur sýna í Grundarfirði MÖGULEIKHÚSIÐ og Kómedíu- leikhúsið á Ísafirði hafa gengið til samstarfs um sýningar á ein- leiknum Gísli Súrsson í skól- um á höfuðborg- arsvæðinu og á Norðurlandi. Kómedíuleik- húsið frumsýndi verkið á Þing- eyri í febrúar og hafa nú þegar verið sýndar 60 sýningar víðs- vegar um landið. Þessa dagana er boðið upp á sýningar í skólum á höfuðborg- arsvæðinu, en sýnt var á Norður- landi í byrjun október. Gísli Súrs- son mun síðan aftur heimsækja höfuðborgarsvæðið, í samvinnu við Möguleikhúsið, 13. til 24. mars. Leikurinn byggist á einni af þekktustu Íslendingasögunum, Gísla sögu Súrssonar, sem mikið hefur verið notuð til kennslu í skólum landsins. Leikurinn segir af örlögum Gísla Súrssonar og fjölskyldu hans sem taka land í Haukadal í Dýrafirði. Gengur þeim allt í haginn í fyrstu og verða brátt hinir mestu höfð- ingjar. En skjótt skipast veður í lofti og brátt er farið að fella mann og annan. Þetta endar loks með því að Gísli er útlægur ger. Það er Elfar Logi Hannesson sem flytur einleikinn, en leikstjóri er Jón Stefán Kristjánsson. Þeir félagar unnu einnig leikgerðina í sameiningu. Leikmynd er eftir Jón Stefán Kristjánsson, leikmuni gerði Marsibil G. Kristjánsdóttir og búningahöfundur er Alda Sig- urðardóttir. Gísli Súrsson gengur til samstarfs við Möguleikhúsið Elfar Logi Hannesson Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is FÉLAG húsgagna- og innanhús- arkitekta (FHI) fagnar hálfrar aldar afmæli sínu um þessar mundir, en í tilefni 50 ára afmæl- isins var efnt til bæði sjónþings og sýningar á verkum Þórdísar Zoëga í Menningarmiðstöðinni Gerðu- bergi. Það er vel við hæfi að velja hönnuð á borð við Þórdísi sem n.k. táknbera samtakanna enda á hún að baki langan feril, er þekkt fyrir fágaða og vandaða hönnun, og spannar aukinheldur nokkuð breitt svið á hönnunarvettvanginum. Sýningin í Gerðubergi sýnir líka vel hve breitt svið hönnun Þórdís- ar nær yfir og hve víða hún hefur komið við – barnaleiktæki, stólar, borð, eldhúsinnréttingar, Spari- sjóður Mýrarsýslu, innréttingar í húsakynnum Íslenskrar erfða- greiningar, húsbúnaður í Höfða og afgreiðsluborð í málningarverslun og tryggingafyrirtæki eru meðal þeirra fjölbreyttu verkefna sem hún hefur tekist á við. Og hvert verkefni ber þess merki að hönn- uðurinn vinni með umhverfi og að- stæður á hverjum stað. Skemmtilega grófur rekaviður nýtur sín þannig vel í barna- leiktækjunum, ekki síður en fág- aður viður í innréttingum Ís- lenskrar erfðagreiningar. Og viðurinn setur víða svip sinn á hönnun Þórdísar, sem verðlaunuð var fyrir húsgögnin í Höfða (1997) auk þess að hljóta aðalverðlaun Hönnunardags sama ár. Sófinn Mosi, eftir Þórdísi, er ekki síður vel þekktur enda naut hann umtalsverðra vinsælda á Expo sýningunni í Þýskalandi árið 2000 sem hann var sérstaklega hannaður fyrir. Og þar koma sterklega fram bogadregnu lín- urnar, sem svo gjarnan einkenna hönnun Þórdísar, og kallast ekki síður á við mýkt íslensku mosa- breiðunnar sem sófinn dregur nafn sitt af. Mosa í fullri stærð er þó ekki að finna í Gerðubergi, en smágert líkan og veggspjald með hugmyndum og vinnuferli gera sitt til að segja söguna sem að baki liggur og raunar hefði verið verið vel til fundið að bjóða upp á svip- aða söguskýringu með fleiri verk- um. Sýningin er Gerðubergi bygg- ist nefnilega full mikið á ljósmyndum, þó þar sé annars unnið ágætlega með það takmark- aða rými sem til boða stendur. Húsakynnin verða hins vegar aldr- ei nógu rúmgóð til að hýsa það mikla magn muna sem gaman hefði verið að sjá á sýningu sem þessari. Sú staða á raunar einnig við um hið Íslenska hönnunarsafn og löngu komin tími til að brag- arbót verði gerð í þeim málum og hönnun, íslenskri sem erlendri fundin húsakynni við hæfi. Ljós- myndin ein og sér dugar nefnilega skammt eigi að gera hönnun ít- arleg skil. Texti, jafnvel teikningar og svo að sjálfsögðu munirnir sjálfir verða að hafa þar rými til að njóta sín. Hönnun og híbýli Morgunblaðið/Sverrir Smágerð líkön af hönnun Þórdísar Zoëga í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. MYNDLIST Menningarmiðstöðin Gerðubergi Sýningin stendur til 15. nóvember. Opið er mán-þrið frá kl. 11-17, mið. kl. 11-21, fim-föst. kl. 11-17 og kl. 13-16 um helgar. Þórdís Zoëga Anna Sigríður Einarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.