Morgunblaðið - 02.11.2005, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 02.11.2005, Qupperneq 50
50 MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Ný Íslensk heimildarmynd sem hefur farið sigurför um heiminn Sýnd kl. 8 og 10 B.i. 16 ára ENGINN SLEPPUR LIFANDI Hörku hasarmynd byggð á einum vinsælasta og hrottalegast tölvuleik allra tíma! Sýnd kl. 4, 6 og 10.30 B.i. 16 ára FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA 450 kr. Sýnd kl. 3.50Sýnd kl. 10 Sýnd kl. 4, 6 og 8 Africa United “Fótfrá gamanmynd” Variety  S.V. Mbl. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20 DREW BARRYMORE JIMMY FALLON "Fyrirtaks skemmtun sem hægt er að mæla með" MMJ - kvikmyndir.com Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 Sýnd kl. 5, 8 og 10.45 kl. 5, 8 og 10.45 SÁ BESTI Í BRANSANUM ER MÆTTUR AFTUR!  S.V. / MBL  TOPP5.is „Meistarastykki“ H.E. Málið  Ó.H.T. Rás 2 (Besti leik- stjóri, Besta heimildarmynd, Besta handrit) Tilnefnd til þriggja Edduverðlauna Africa United (Besti leikstjóri, Besta heimildarmynd, Besta handrit) Tilnefnd til þriggja Edduverðlauna Sýnd kl. 6  S.V. Mbl.  TOPP5.is  Ó.H.T. Rás 2 Sími 564 0000 Miðasala opnar kl. 15.30i l r l. .  S.k. Dv ÞAÐ er furðulegt hvað maður veit um marga lækna sem eru kirfilega á valdi tónlistargyðjunnar, svo kirfi- lega reyndar að þeir þurfa að gefa út plötur reglulega og troða upp. Lýður Árnason á Flateyri rekur Gögl, Haukur Heiðar dælir út létt- hlustunartónlist og leikur undir hjá Ómari Ragnarssyni og Páll Torfi Önundarson, „Dr. Blood“, gælir við suðræna hljóma í lagasmíðum og á plötum sínum. Öll met slær þó heimilislækn- irinn Hlynur Þorsteinsson sem er nú búinn að gefa út sex plötur á almenn- um markaði á undanförnum þremur árum með tveimur hljómsveitum, Sigurbog- anum og Pósthúsinu í Tuva. Hann er þá í þriðju sveitinni, Dúskum, en plötur hennar hafa einungis ratað til vina og vandamanna í gjafaformi. Undirritaður er kominn á þá skoðun að Hlynur þessi sé snill- ingur á tónlistarsviðinu – lög hans eru engu lík, einkar frumleg og skemmtileg og textagerðin lýtur þá svipuðum lögmálum. Líklega var það þó rétt hjá Hlyni að gerast læknir að fullu starfi og hafa tónlist- ina til hliðar, eins og hann upplýsir í viðtali við Tímarit Morgunblaðsins í byrjun síðasta mánaðar. Tónlist Hlyns hefði líkast til aldrei brauð- fætt hann betur en læknislistin, svo snúin og furðuleg sem hún er. Það er því mikil gæfa að Hlynur hafi ákveðið að leyfa fleirum að njóta þessa áhugamáls síns því að þetta er efni sem krefst þess að vera gefið út, slíkur er gæðastaðallinn. Í Sigurboganum eru ásamt Hlyni guðfræðingurinn Gunnar Stein- grímsson og sálfræðiprófessorinn Sigurður J. Grétarsson. Fulltrúar andans, sálar og líkama saman í tríói! Lög Hlyns eru í sama stíl og þau sem heyra má á plötum Póst- hússins; óskilgreinanlegt popprokk með undarlegum takt- og hljóma- skiptingum, leitt af sérstæðri rödd Hlyns sem eins og hljómagangurinn fer sína eigin áður ókönnuðu leið. Segja má því að lög Sigurðar sál- fræðings komi plötunni eilítið niður á jörðina. „Dægurlagasöngvari semur við nútímann í draumi“ er nokkuð Megasarlegt en best er þó opnunarlagið, „Maður með mönn- um“, með skemmtilegum básúnu- blæstri og stórgóðu viðlagi. Lög Hlyns hafa öll sem eitt eitthvað við sig og textar og lagatitlar ná sem fyrr súrrelískum himnahæðum. Eitt lagið kallast t.d. „Kynferðisleg áreitni og hundurinn í næsta húsi“ og í „Abstrakt“ segir: „Þó menn- irnir svelti er lúsiðinn, máttugur maurinn/meðvitundarlaus um þroskann, sem felst í að þjást“. Textar er iðulega langir og Hlynur talsyngur þá, sumir eru æði lyklaðir en í öðrum má finna glettna sam- félagsrýni. Eitt besta lagið er „Hrekkjusvín“, skrýtin og myrk smíð, og það á „Pósthúss“- mælikvarða. Í lögum eins og „Rekt- or“ (sem eitt sinn var lítill lektor) og „Abstrakt“ er Hlynur hins vegar tekinn að fullkomna „Pósthúss“- stílinn, sem erfitt er að lýsa í orðum. Heyrn er sögu ríkari. Gullhamrar er vel heppnuð plata frá Hlyni og félögum, sem sigla sinn sjó og skeyta lítt um viðteknar venj- ur og hefðir í Popplandi. Og ansi er það hressandi. Menn með mönnum TÓNLISTÍslenskar plötur Gullhamrar er önnur plata Sigurbogans. Sveitina skipa þeir Gunnar E. Stein- grímsson (trommur, ásláttur), Sigurður J. Grétarsson (gítarar, bassar, söngur, bakraddir)og Hlynur Þorsteinsson (gít- arar, bassar, banjó, mandólín, söngur, bakraddir). Hlynur á hér tíu lög en Sig- urður þrjú. Þeim til aðstoðar voru þeir Þorbjörn Sigurðsson (bassi, orgel, bak- raddir) og Helgi Hrafn Jónsson (bás- úna). Gunnar K. Steinarsson tók upp og hljóðblandaði. Hlynur Þorsteinsson (HÞ) gefur út. Sigurboginn - Gullhamrar  Arnar Eggert Thoroddsen GUÐJÓN Rúdolf stundar jöfnum höndum myndlist, tónlist og garð- yrkju, en hann hefur starfað sem garðyrkjumaður á Jótlandi und- anfarin ár. Hann var á sínum tíma nafntogaður sem trúbadorinn Guð- jón bakviðtjöldin og var einn fé- laga í listasamsteypunni Hring- borði dauðans. Hann vakti þó fyrst þjóðarathygli með laginu „Húf- unni“ sumarið 2003, en það var á fyrstu sólóskífu hans, Minimania. Nú kemur út önnur plata Guðjóns Rúdolfs, Þjóðsöngur. Guðjón segir að hann sé að nokkru leyti að horfa til baka á disknum, velta fyrir sér gömlum ástum og minningum, „einlæg plata miðaldra manns“, segir hann kíminn. „Ég er búinn að eiga dásamlegt líf og á plötunni er ekk- ert uppgjör eða drama, en ég hef alla tíð verið hrifnæmur og oft skotinn.“ Platan var tekin upp í skorpum og hófust upptökur fyrir um ári, í nóvember sl., en lauk svo að mestu leyti í apríl sl., en Guðjón vann hana með Þorkeli Atlasyni, líkt og síðustu plötu. „Ég set niður á blað eða band hugmyndir og sendi til Þorkels og hann bjargar mér,“ segir hann og kímir. Eins og getið er kom Minimania út fyrir tveimur árum, en á henni var eins konar gestaþraut, ef svo má segja, því hún var samin í anda kvinthrings með þeirri þraut að allir hljómar hringsins voru til- greindir á umslagi utan einn og hlustanda látið eftir að finna þann sem vantaði. Á Þjóðsöngnum er ekki nein slík þraut nema að því leyti að mannkindin er lykillinn. Lagið „Húfan“ gerði allt vitlaust sumarið 2003 eins og getið er, var vinsælasta lag sumarsins – nokkuð sem kom Guðjóni algerlega í opna skjöldu að því hann segir. „Við átt- um alls ekki von á öðru eins, vor- um bara að gefa út disk sem ætl- aður var vinum og vandamönnum, létum ekki framleiða af honum nema 500 eintök. Svo þegar lætin byrjuðu útaf húfuskrattanum trúð- um við í fyrstu ekki að þetta væri að gerast en urðum svo að drífa í að framleiða meira, 500 eintök í viðbót, og svo aftur 500,“ segir hann, en gera má því skóna að mun meira hefði selst af plötunni ef hún hefði verið fáanleg þegar mest gekk á. „Síðan þurfti ég að taka frí í vinnunni og drífa mig heim til að halda tónleika, kallaði saman í hljómsveit á þremur dögum og spilaði víða,“ segir hann og verður hugsi um stund. „Þetta var gaman en ég vona að það verði ekki allt vitlaust aftur núna.“ Guðjón segist ekki líta á sig sem poppara, þó vissulega sé hann tón- listarmaður. „Ég er svo heppinn að vera í vinnu þar sem ég þarf ekki að nota heilann mikið og er því að semja lög og texta allan daginn, sit á traktornum og syng hástöfum með. Ég er alltaf að semja og það eykst með árunum, þetta er enda- laus kvöl,“ segir hann og hlær við. Tónlist | Fjöllistamaðurinn Guðjón Rúdolf sendir frá sér Þjóðsöng Morgunblaðið/Þorkell Guðjón Rúdolf, sem er búinn að finna húfuna sína, semur lög og texta allan daginn á traktornum. Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is Einlæg plata miðaldra manns

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.