Morgunblaðið - 02.11.2005, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 02.11.2005, Qupperneq 51
Sjáið Wallace & Gromit í sinni fyrstu bíómynd. ENGINN SLEPPUR LIFANDI FARÐU TIL HELVÍTIS! Hörku hasarmynd byggð á einum vinsælasta og hrottalegast tölvuleik allra tíma! Sýnd kl. 8 og 10 B.i. 16 ára Sýnd kl. 6 Africa United “Fótfrá gamanmynd” Variety  S.V. Mbl. My Summer Of Love • Sýnd kl. 6 enskt tal Kung Fu Hustle • Sýnd kl 6 enskur texti Adams æbler • Sýnd kl. 8 danskt tal Pusher III • Sýnd kl. 8 Danskt tal Ringers: Lord of the fans • Sýnd kl 10 enskt tal The Aristocrats • Sýnd kl. 10 enskt tal OKTÓBERBÍÓFEST | 26. október - 14. nóvember Miðasala opnar kl. 17.00 Sími 551 9000 Sýnd kl. 6, 8 og 10 B.i. 16 ára "FLOTTASTA HROLLVEKJA ÁRSINS" KÓNGURINN OG FÍFLIÐ / X-FM  EMPIRE MAGAZINE. UK Sýnd kl. 8 og 10 B.i. 16 ára Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30  VJV Topp5.is  Kóngurinn og Fíflið, XFM Tom Stall lifði fullkomnu lífi... þangað til hann varð að hetju. Frá leikstjóranum David Cronenberg kemur ein athyglisverðasta mynd ársins. Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.40  TOPP5.is „Meistarastykki“ H.E. Málið  Ó.H.T. Rás 2  H.J. Mbl. Sýnd kl. 6 Ísl. tal (Besti leikstjóri, Besta heimildarmynd, Besta handrit) Tilnefnd til þriggja Edduverðlauna 400 kr. í bíó!* * Gildir á allar sýningar merktar með rauðu ATH! Á undan myndinn er stuttmyndin “Madagascar Mörgæsirnar halda í jólaleiðagur sýnd. 553 2075Bara lúxus ☎  H.J. Mbl.  Ó.Ö.H. DV Nánari upplýsingar um myndir og dagskrá á www.icelandfilmfestival.is MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2005 51 ÝMISLEGT grunsamlegt er á seyði, bæði ofanjarðar, í borg sem gæti verið ættuð úr bókmenntum Dickens (reyndar margar persón- anna líka), og ekki síður í undir- heimum kirkjugarðsins. Líkbrúð- urin er talsvert frábrugðin öðrum teiknimyndum, enda höfundurinn Tim Burton sjálfur, ósvikinn snill- ingur sem forðast jafnan troðnar slóðir. Oftast myrkur og drunga- legur, að þessu sinni bráðfyndinn og þó að söguþráðurinn sé dálítið draugalegur er myndin fyrst og síðast létt og óvenjulegt fjöl- skyldugrín með röddum val- inkunnra leikara sem eru sem smurðar á fígúrurnar. Í ofanálag fáum við nokkur snyrtileg söngva- og dansatriði til að auka á fjölbreytnina. Aðalpersónan, Viktor (Depp), er að fara að gifta sig. Sú útvalda er Viktoria (Watson), dóttir að- alshjóna sem í raun eru ósvikinn rumpulýður, gjörsamlega að fara á kúpuna. Foreldrar brúðgumans eru á hinn bóginn nýríkt rakk- arapakk og það eru einmitt auð- æfin sem foreldrar Viktoríu sjá við ráðahaginn. Hjónaefnin eru vænstu manneskjur og sátt hvort með annað. Æfingarnar daginn fyrir brúkaupið ganga aftur á móti brösuglega. Viktor á í vand- ræðum með að muna hvað hann á að segja við prestinn, sem að lok- um brestur þolinmæðina og skip- ar Viktori að hunskast út og æfa sig. Það er komið fram á kvöld, Viktor gerir sitt besta, les textann og dregur giftingarhringinn upp á kræklu sem stendur upp úr jörð- inni, sem kemur í ljós að er kirkjugarður og allt stefnir hrað- byri til heljar. Rétt að stoppa á þeim tímapunkti og leyfa les- endum að njóta framhaldsins. Burton er í essinu sínu og hefur gaman af að leika sér að kring- umstæðunum, jarðríki og undir- heimum. Hann kann greinilega mun betur við sig í neðra, þar rík- ir litadýrðin, glaumurinn og gleðin. Mannfólkið, utan hjóna- efnin, er mestu vandræðagripir og endurspegla flest það versta í fari okkar. Gráðugt, forhert, fullt af afbrýði, illsku og öfund. Ef menn vilja leita að dýpri merkingu í ljúfu og rómantísku ævintýrinu, má finna svipaðan ádeilubrodd í Líkbrúðinni og í ná- myndum Romeros. Ég mæli með því að gestir njóti hennar sem frumlegrar og vandaðrar afþrey- ingar. Teiknivinnan, þar sem beitt er „stop motion“-tækni (líkt og í Nightmare Before Christmas), er eitt af vörumerkjum Burtons og árangurinn er afraksturinn sann- arlega öðruvísi. Danny Elfman er óbrigðull sem fyrr í að skapa rétta andrúmsloftið með tónum og mel- ódíurnar hans eru grípandi. Sögu- þráðurinn hefði gjarnan mátt vera ferskari, engu að síður slag- ar Líkbrúðurin hátt upp í hina eft- irminnilegu Martröð fyrir jólin. Viktor og Viktoría KVIKMYNDIR Háskólabíó: Októberbíófest Teiknimynd. Leikstjórar: Tim Burton og Mike Johnson. Aðalleikendur: Johnny Depp, Helena Bonham Carter, Emily Watson, Albert Finney. 76 mín. Bretland. 2005. Líkbrúðurin (Tim Burton’s Corpse Bride)  Sæbjörn Valdimarsson „Ef menn vilja leita að dýpri merkingu í ljúfu og rómatísku ævintýr- inu, má finna svipaðan ádeilubrodd [...] í námyndum Romeros,“ segir í dómi. KOSS og hvellur (Kiss Kiss, Bang Bang) er leikstjórnarfrumraun Shane Black, hins gamalreynda handritshöfundar Lethal Weapon myndanna og fleiri hasarsmella sem fjalla um illsamræmanlega félaga sem glíma við glæpona. Hér bregður hann á leik, vinnur með „fé- lagamyndina“ sem hann átti svo sterkan þátt í að gera vinsæla, en sækir um leið í hefðabrunn kvik- mynda- og bókmenntasögunnar og leikur sér með myndræn og frásagn- arleg þemu rökkurmyndanna (film noir) og reyfarabókmennta. Sam- suðan er galsakennd og sjálfsvísandi, þ.e.a.s. við höfum þar sögumann sem vísar stöðugt til eigin frásagnar og af- hjúpar hana þar með sem tilbúning eða hreina sagnasmíð. Sögumaðurinn gengur reyndar svo langt að „frysta“ filmuna þegar hann þarf að hugsa sig um, jafnvel spóla til baka um nokkra myndramma þannig að skilin blasa við. Þessi tegund af kvikmyndagerð hefur reyndar verið orðuð við póst- módernisma og er langt frá því að vera ný af nálinni á því herrans ári 2005. En Shane Black nálgast verk- efnið með nægilega stórum skammti af húmor og hæfileikum til þess að láta herlegheitin ganga upp. Söguþráður myndarinnar er að mörgu leyti aukaatriði, en þar fylgj- umst við með smákrimmanum Harry Lockhart (Robert Downey Jr.) og einkaspæjaranum „Gay“Perry (Val Kilmer) þar sem þeir elta vísbend- ingar sem leiðir þá inn í dularfulla ráðgátu og út úr henni aftur. Við sögu kemur vitanlega fagurt og dularfullt kvendi, Harmony að nafni (Michelle Monaghan), sem reynist vera æsku- ást Harrys. Grófteiknuð ráðgátan verður þó aðeins rammi utan um galsafengin gamanatriði og stílfærð- ar senur, þar sem aðalleikurum er gefinn laus taumurinn í útfærslu per- sónanna. Þeir Robert Downey Jr. og Val Kilmer fara þar á kostum, Dow- ney Jr. sem lífsþreyttur en sympa- tískur smákrimmi, en Kilmer sem út- smoginn spæjari sem er svíkur þó ekki vini sína. Á heildina litið er myndin þó full hraðsoðin en virkar vel sem fersk og skemmtileg tilbreyt- ing. Galsakenndur reyfari KVIKMYNDIR Sambíóin Leikstjórn: Shane Black. Aðalhlutverk: Robert Downey Jr., Val Kilmer, Michelle Monaghan. Bandaríkin, 103 mín. Koss og hvellur (Kiss Kiss, Bang Bang)  Heiða Jóhannsdóttir „Grófteiknuð ráðgátan verður þó aðeins rammi utan um galsafengin gam- anatriði og stílfærðar senur ...“ segir í dómi. TÍMAMÓTAMYNDIN The Full Monty – Með fullri reisn (’97), fjallaði um ósköp venjulega karlmenn, flesta úr verkamannastétt en atvinnulausa með sært stolt og sjálfsímynd. Þeir vildu vinna í málunum til að geta aft- ur borið höfuðið hátt, taka að sér nán- ast hvað sem var sem fært gæti þeim aftur virðinguna. Myndin hitti á rétt- an tón, varð feikivinsæl og fyrr en varði skiptu eftirlíkingarnar tugum. On a Clear Day (‘05) er enn ein slíkra, að þessu sinni eru það launa- menn í Glasgow sem taka á honum stóra sínum þegar erfiðleikar steðja að. Myndin er þó einkum um einn þeirra, Frank (Mullan), sem missir vinnuna þegar nýir og hrokafullir eig- endur taka við slippstöðinni þar sem hann hefur alið allan sinn starfsaldur. Fjölskyldulífið er einnig í molum, hjónin misstu annan son sinn ungan og hefur Frank haldið hinum í fjar- lægð allar götur síðan og óviðunandi samband ríkir á milli feðganna. Kona hans (Blethyn), er önnum kafin á bak við tjöldin að öðlast ökuréttindi á strætisvagn. Í þrengingunum þróast sú hug- mynd með Mullan, sem er vel á sig kominn og sundmaður góður, að þreyta sund yfir Ermarsundið. Bæði til að sanna hvað hann getur og yf- irvinna það hugarvíl sem hófst við sonarmissinn og hefur truflað líf hans á flestan hátt síðan. Hann fær fjóra samstarfsmenn og kunningja til að aðstoða sig við undirbúninginn og verður eldmóðurinn í Mullan til þess að þeir fara að gera eitthvað í eigin málum. Það þarf ekki að fjölyrða um hvernig myndin endar og hún á vissu- lega tilfinningaleg augnablik og upp- lífgandi og er alls ekki slæm skemmt- un þrátt fyrir að vera lítið meira en fyrirsjáanleg formúlumynd. Það sem bjargar On a Clear Day frá því að fljóta ekki eins og karfi upp á yf- irborðið, er þéttur leikhópurinn, skip- aður að mestu leyti lítt þekktum Skotum. Mullan og þeir sem leika vængbrotna félaga hans, að Blethyn að sjálfsögðu meðtalinni, vinna allt að því afrek að vekja áhuga áhorfandans á umfjöllunarefninu og vinahópnum og fá hann til að fylgjast, tiltölulega sáttan með gangi gömlu klisjunnar. Synt gegn vandanum KVIKMYNDIR Regnboginn: Októberbíófest Leikstjóri: Gaby Dellal. Aðalleikendur: Peter Mullan, Brenda Blethyn, Jamie Si- ves, Billy Boyd, Benedict Wong. 98 mín. Bretland. 2005. On a Clear Day  „Það sem forðar [myndinni ] frá því að fljóta eins og karfi upp á yfirborðið, er þéttur leikhópurinn, ... “ segir í dómi. Sæbjörn Valdimarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.