Morgunblaðið - 02.11.2005, Qupperneq 52
52 MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Spenntu beltin og undirbúðu þig undir
háspennumynd ársins með
Óskarsverðlaunahafanum Jodie Foster.
M.M.J. / Kvikmyndir.com
Kvikmyndir.is
Roger Ebert
S.V. / MBL
"Fyrirtaks
skemmtun
sem hægt er
að mæla með"
MMJ - kvikmyndir.com
KynLíf.
MoRð.
DulúÐ.
Velkomin í partýið.
Frá hÖfundi LEthal weApon.
DOOM kl. 5.45 og 8 b.i. 16 ára
Cinderella Man kl. 10.10 b.i. 14 ára
Flightplan kl. 5.30 - 8 b.i. 12 ára
Robert Downey Jr. Val Kilmer
OKTÓBERBÍÓFEST
S.V. / MBL
H.J. Mbl.
26. október - 14. nóvember
GlettiLega gÓð og frumLEg
spEnnuGrínmynd með töFf leiKUrum.
Ó.Ö.H / DV
L.I.B. / topp5.is
The Merchant of Venice • Sýnd kl. 5.45 ísl. texti
Grizzly Man • Sýnd kl.5.45 Enskt tal
The Assas. Of R. Nixon • Sýnd kl.6 - 8 ísl. texti
Rize • Sýnd kl. 8 Enskt tal
Corpse Bride • Sýnd kl. 8.30 ísl. texti
Frozen Land • Sýnd kl. 10 Enskur texti
Voces Inocentes • Sýnd kl. 10 Spænskt tal/enskur texti
Drabet (Morðið) • Sýnd kl.10.15 ísl. texti
S.V. Mbl
Nánari upplýsingar um myndir og dagskrá
á www.icelandfi lmfestival.is
P.B.B Mbl
The Merchant
of Venice
D
ikta kom næst á svið og tók sinn
tíma að komast á flug. Sitthvað
var vel gert og þannig var annað
lag sveitarinnar snoturt í einfald-
leika sínum. Lokalag þeirra
Dikta-manna var án söngs og ágætt til síns
brúks, en heldur stefnulaust er á leið.“
Svo skrifaði Árni Matthíasson um framkomu
hljómsveitarinnar Diktu á fyrsta kvöldi Músík-
tilrauna Tónabæjar árið 2000. Hljómsveitin
komst í úrslit það árið en varð þó að sjá á eftir
hinum eftirsóttu verðlaunum til ærslabelgj-
anna í XXX Rottweilerhundum.
Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar;
Dikta sendi frá sér frumburðinn Andartak árið
2002 sem hlaut nokkuð góðar viðtökur gagn-
rýnenda („… fullmótuð sveit, kraftmikil og
frumleg í senn …“ sagði meðal annars í dómi
fyrrnefnds Matthíassonar) og á næstu dögum
kemur önnur plata Diktu, Hunting for
Happiness út hjá Smekkleysu.
Blaðamaður settist niður með meðlimum
Diktu á virðulegri krá hér í borg. Upptökutæk-
inu var stillt á mitt borð og á meðan sumir
kveiktu sér í og aðrir fengu sér að borða, fékk
sá hinn sami og pantaði sér Capuccino, leyni-
lega ástarjátningu frá gengilbeinunni, ritaða í
froðuna. Ekki slæm byrjun á viðtali það.
Rekinn fyrir að reykja
Tilurð hljómsveitarinnar Diktu sem hingað
til hefur verið kennd við Garðabæinn, má rekja
til þess þegar þeir Jón Bjarni Pétursson gít-
arleikari, Jón Þór Sigurðsson trommuleikari og
Skúli Gestsson bassaleikari hófu að spila sam-
an í bílskúr Jóns Bjarna. Í upphafi voru þeir
með söngvara, en stuttu eftir að hljómsveitin
fékk inni í Garðaskóla varð söngvarinn að
ganga plankann eftir að skólayfirvöld komust
að því að hann brúkaði tóbak. Þá gekk söng-
kona til liðs við sveitina en með henni tók Dikta
í fyrsta skipti þátt í Músíktilraunum Tóna-
bæjar, á því herrans ári 1999. Söngkonan sagði
skilið við sveitina skömmu síðar en í hennar
stað kom söngvarinn, gítarleikarinn og Bessa-
staðahrepps-ómaginn, Haukur Heiðar Hauks-
son, óvænt til sögunnar.
Haukur hafði áður verið í hljómsveitinni
Plug í Garðabænum en hún gerðist meðal ann-
ars svo fræg að taka þátt í Rokkstock 1999, í
hverri Brain Police sigraði.
Haukur segist lítið hafa þekkt strákana þeg-
ar þeir voru allir við nám í Garðaskóla en þegar
hann hóf að sækja MH ferðaðist hann iðulega í
sama strætó og Skúli sem þá gekk í Versló;
„Einn morguninn segir hann mér að hljóm-
sveitin hans væri hætt og þá bauð ég honum að
kíkja á æfingu,“ segir Skúli. „Og síðan hefur
hann eiginlega ekki hætt að kíkja.“
Næstum því reknir úr Músíktilraunum
Þeir segjast í upphafi hafa verið mikið í síð-
rokks-pælingum ýmis konar. „Mogwai var
áhrifavaldur og ýmsar aðrar og við vorum mik-
ið að pæla í mismunandi uppbyggingum laga og
þar fram eftir götunum,“ segir Haukur. „Það
má jafnvel segja að við séum svolitlir geðklofar
þegar það kemur að tónlist því að stefnurnar
koma mjög víða að og lögin hljóma mismunandi
eftir því.“
Eins og áður sagði gerði Dikta aðra atlögu að
Músíktilraunum Tónabæjar árið 2000 en sú at-
laga virtist í upphafi ekki ætla að verða beysin.
„Það var næstum því búið að reka okkur úr
þeirri keppni,“ segir Haukur og ljóst að sú upp-
lifun fær hárin enn til að rísa. „Við spiluðum á
fyrsta kvöldinu lag sem ég hafði áður tekið með
Plug á Rokkstokk og kom því út á geisladiski
og myndbandi en reglur Músíktilrauna segja til
um að lögin sem þar eru spiluð, megi ekki hafa
komið út áður á plötu. Við gerðum okkur ekk-
ert grein fyrir þessu en af einhverjum óskiljan-
legum ástæðum þekkti Árni Matthíasson lagið
og lengi vissum við ekki hvort við fengjum að
halda áfram.“
Segjast þeir hafa skriðið upp á Morgunblað
með afsökunarbréf og eftir nokkurt skraf hafi
þeir að lokum fengið að halda áfram með því
skilyrði að þeir spiluðu annað lag á úrslita-
kvöldinu.
„Það lag hét Taminora og komst meðal ann-
ars á toppinn á X-inu, þannig má segja að þetta
hafi verið lán í óláni.“
Ace úr Skunk Anansie
Þeir viðurkenna að það hafi verið sárt að
vinna ekki Músíktilraunir en segja þó að þeir
hefðu hvort eð er ekki átt sigurinn skilið. „Við
vorum ekki góðir á úrslitakvöldinu, samanborið
við undanúrslitakvöldið. Þetta var í annað
skipti sem við komum fram og kannski ekki við
öðru að búast.“
Eftir Músíktilraunir sneri Dikta aftur inn í
bílskúrinn og nærri tveimur árum síðar, um jól-
in 2002, leit frumburðurinn, Andartak, dagsins
ljós. Sú plata kom út í 600 eintökum og gekk
ágætlega, seldist upp í kostnað, eins og þeir
segja, og hlaut fína dóma víðast hvar.
Það var svo stuttu fyrir Airwaves hátíðina
2004 sem Dikta sendi fyrrverandi gítarleikara
Skunk Anansie, Ace, tölvupóst með boði um að
heyra þá spila á hátíðinni. Ace sem var staddur
hér á landi á vegum Kerrang! tímaritsins, sá
hins vegar ekki póstinn fyrr en hann sneri aftur
til Englands en bauðst þó til að hlusta á prufu-
tökur sem hljómsveitin sendi um hæl. Stutt er
frá því að segja að Ace heillaðist af hljómi sveit-
arinnar og bauðst í framhaldinu til að koma aft-
ur til landsins og stjórna upptökum á plötunni
sem nú er að koma út.
„Ace kom með ýmsar ábendingar hvað varð-
aði uppbyggingar á lögunum, segir Skúli. „Við
vorum nokkuð efins um áhrif þess að fá hann
hingað en hið gagnstæða kom á daginn. Fyrstu
dagana vorum við bara í æfingahúsnæðinu að
spila og þá kom hann með margar ábendingar
og athugasemdir um hvað mætti betur fara og
svo eftir að við vorum komnir inn í hljóðverið
hjálpaði hann okkur mikið með hljóðheiminn
allan. Þessi plata hefði orðið allt öðruvísi og
mun slakari hefði Ace ekki komið að henni. Að
Hrannari Ingimarssyni upptökumanni og
hljóðblandara ólöstuðum. „Hrannar var sá eini
sem við vildum vinna með og það var okkur
mikill léttir þegar hann féllst á verkið.“
Efnahvörf í heila
Við þeirri sígildu spurningu um hvernig lögin
verði til segja þeir að það sé allur gangur á því.
Sum lögin verði til á æfingum þar sem öll
hljómsveitin leggi jafnt til þeirra en önnur fæð-
ist á persónulegri nótum, í ranni hvers og eins.
„Í seinni tíð höfum við lært að taka æfing-
arnar okkar upp því að það hefur gerst að við
höfum gleymt lögunum jafnóðum,“ segir Skúli.
„Ég lenti í því um daginn að hlusta á tveggja
mánaða gamla upptöku af lagi sem mér til mik-
illar undrunar reyndist mjög gott. Á næstu æf-
ingu á eftir urðum við að „pikka“ lagið upp og
svo fór á endanum að þetta lag komst á plöt-
una.
„Þeir eru líklega ófáir gullmolarnir sem við
höfum samið en gleymt jafnóðum,“ bætir
Haukur við og kímir. Og það er hann sem sem-
ur textana. „Já, það hefur einhvern veginn fall-
ið í minn hlut. Textarnir á Andartaki voru á ís-
lensku en nú eru þeir á ensku. Við ákváðum það
bara að … nei, þetta gerðist bara, er það ekki?“
Hinir samsinna því að svona hafi þetta bara
æxlast, ekki síður fyrir sakir þær, að áður en
textarnir eru samdir, sé einhvers konar hálf-
enska rauluð yfir lögin. Haukur kaupir þessa
útskýringu og heldur áfram að útskýra yrk-
isefnið „Textarnir mínir hafa yfirleitt verið svo-
lítið myrkir en undanfarið hafa þeir orðið póli-
tískari. Ég veit í raun ekki hvað gerðist.
Einhver efnahvörf urðu í heilanum og núna er
ég einhverra hluta vegna bæði að yrkja um það
sem er að gerast í samfélaginu í dag og hvert
samfélagið er að stefna, þá í sambandi við per-
sónufrelsi og aukið eftirlit með borgurunum,“
og vísar Haukur þar í lag á nýju plötunni sem
kallast „My Other Big Brother“.
Gabríela, iTunes og myndband
Það er augljóst á þeim Diktu-mönnum að eft-
irvæntingin eftir plötunni er mikil. Einhverjir
tækniörðugleikar urðu þó í framleiðslunni á
dögunum og nú segjast þeir bara bíða þess að
platan festist um ókomna tíð í tollinum …! Þeir
eru þó vissir um að plötuumslagið sé gott, enda
hannað af ekki ómerkari listamanni en Gabr-
íelu Friðriksdóttur. Þegar er fyrsta smáskífa
lagsins „Someone, Somewhere“, byrjuð að
hljóma á hinum ýmsu útvarpsstöðvum en
myndbandið við það lag er á leiðinni og næst
hyggjast þeir sleppa laginu „Breaking the
Waves“ í loftið, „sem upphaflega átti að vera
fyrsta smáskífulag,“ bæta þeir við. Dikta hefur
nýlega gert þriggja platna samning við Smekk-
leysu sem þeir binda nokkrar vonir við en fyr-
irtækið hefur meðal annars komið plötunni inn
á iTunes sem þykir nokkuð gott. Þegar þeir eru
spurðir hvort þeir hyggist ekki leita út fyrir
okkar heimamarkaðinn í framhaldinu, segja
þeir að það sé að sjálfsögðu stefnan. „Ace sagð-
ist ætla að dreifa plötunni til málsmetandi
manna ytra en hann sagðist um leið ekki geta
gert miklu meira en að sjá til þess að fólkið
hlustaði á plötuna. Við ætlum okkur að spila
mikið hérna heima á næstunni, fara út á land og
kynna plötuna og tónlistina fyrir sem flesta. En
auðvitað langar okkur út að spila.“
Það liggur þá beinast við í lokin að blaðamað-
ur óski eftir útskýringu á nafni plötunnar,
Hunting for Happiness. „Þetta er tekið úr eina
textanum sem ég samdi ekki og kallast „This
Song Will Save the World“ eftir hann Skúla.“
Og Skúli tekur við. „Já, pælingin er eiginlega
fengin að láni frá grínaranum Eddie Izzard og
fjallar um veiðiréttinn á hamingjunni og er
einskonar ádeila á Bandaríkjamenn sem eru í
sífelldri leit að hamingjunni en skjóta hana svo
um leið og hún birtist.“
Tónlist | Hljómsveitin Dikta sendir frá sér plötuna Hunting for Happiness
Um hamingjuna og Stóra bróður
Morgunblaðið/Kristinn
Hljómsveitin Dikta á ónefndum stað í grennd við ónefnda krá.
Eftir Höskuld Ólafsson
hoskuldur@mbl.is
www.dikta.net