Morgunblaðið - 02.11.2005, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 02.11.2005, Qupperneq 56
ÞAÐ hlýtur að teljast ótvírætt þrekvirki hjá 9 ára strák, Degi Barkarsyni, að bjarga sér á sundi algerlega upp á eigin spýtur þeg- ar hann féll í smábátahöfnina í Keflavík á sunnudag. Hann var að renna sér á stýrissleða í brekku of- an við höfnina en tókst ekki að stöðva sig í einni ferðinni. Kom hann á fleygiferð niður brekkuna og stökk á sleða sínum yfir varn- argarð við höfnina og stakkst á kaf í sjóinn. Hafa verður í huga að sjórinn var ískaldur og hefði full- orðnum manni þótt það næg þrek- raun að missa ekki stjórn á sér vegna kuldans, hvað þá að synda í sjónum og klifra að því loknu upp á bryggjuna. En allt þetta gerði Dagur hjálparlaust. „Ég synti skriðsund en veit ekki hvað þetta var langt,“ segir hann. „Ég var að drepast úr kulda en gat samt hald- ið höfðinu upp úr. Síðan klifraði ég upp stigann og því næst kallaði vinur minn, Vignir, á bróður minn og vin hans.“ Skömmu síðar kom nærstaddur hjálparmaður að og skutlaði sundgarpinum heim þar sem hann fór í heitt bað. Dagur neitar því ekki að hann sé góður sundmaður og segist hafa fengið fínar einkunnir í skólasundi. Hann var í skóm og það auðveldaði honum fótatökin. „Ég var líka í gallabuxum, snjó- buxum, úlpu og ullarpeysu,“ bætir hann við. „Ég vissi hvert ég átti að synda og var alveg með opin aug- un. Ég tók strax sundtökin og það gekk bara vel að synda en þetta gerðist svo hratt að ég hafði eng- an tíma til að hugsa,“ segir Dagur. Þegar Dagur var kominn upp úr sjónum segist hann ekki hafa getað hreyft sig fyrir kulda. Hann svarar því játandi að það hafi ver- ið gott að komast í heitt bað eftir sundið. Endaði þetta afrek því á svipaðan hátt og þegar Grettir Ás- mundarson, mesti sundgarpur Ís- landssögunnar, baðaði sig í Reykjadiski eftir Drangeyjarsund sitt á Skagafirði. Ljósmynd/Hilmar Bragi Dagur Barkarson til hægri með vini sínum Vigni Blæ Sigurðarsyni. „Hafði ekki tíma til að hugsa“ Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. 4.SÆTIÐ www.jorunn.is STÆRRI útgerðir eru í auknum mæli farnar að gera út báta í krókaaflamarks- kerfi. Það kann að hluta til að vera skýr- ingin á því að verð á aflahlutdeild innan kerfisins hefur verið að hækka. Nú eru greiddar um 1.330 krónur fyrir kílóið af óveiddum þorskkvóta í krókaafla- markskerfi og er þá um að ræða kvóta sem seldur er án báts. Fyrir um ári var verðið um 820 krónur og nemur því hækkunin um 38%. Verð á þorskkvóta í aflamarkskerf- inu, stóra kerfinu svokallaða, er að vanda talsvert hærra en í krókaaflamarkskerfi en þó hefur dregið þar saman á undanförnum árum. Nú eru greiddar um 1.775 krónur fyrir kílóið af þorskkvóta í aflamarkskerfi og ber því ennþá talsvert á milli. „Eins og kunnugt er var heimilað að stækka krókaaflamarksbátana í 15 tonn. Stærri útgerðir hafa í auknum mæli verið að seilast í krókaaflamarkskvótann, enda lítið framboð af kvóta í stóra kerfinu. Þá eru þessir öflugu bátar búnir beitningar- vélum og skila í land hráefni sem uppfyllir kröfur sem gerðar eru um ferskleika og að fiskur sé veiddur á króka,“ segir Eggert Sk. Jóhannesson hjá Skipamiðluninni Bát- um og kvóta. Stærri útgerðir sækja í krókakerfið  Krókakvótinn | B1 STRAUMUR-Burðarás Fjárfestinga- banki hf. hefur selt alla eignarhluti sína í Keri hf., 34%, og er félagið sjálft kaupand- inn. Straumur-Burðarás Fjárfestinga- banki hf. hefur jafnframt selt alla eign- arhluti sína í Eglu hf. til félagsins sjálfs og er kaupverðið rúmur 1 milljarður króna. Eftir viðskiptin á Kjalar ehf., félag í að- aleigu Ólafs Ólafssonar, stjórnarfor- manns Samskipa, nærri 87% hlut í Keri. Þá á Ker 68% hlut í Eglu hf. sem er eign- arhaldsfélag um 10,88% hlut í Kaupþings banka hf. Kjalar ehf., félag Ólafs Ólafs- sonar, á nærri 28% hlut í Eglu. Breytingar á eignar- haldi Kers  Straumur-Burðarás | 14 HLUTHAFAFUNDUR FL Group samþykkti í gær að auka hlutafé fé- lagsins um 44 milljarða að markaðs- virði. Þar er meðtalið hlutafé sem afhent verður í skiptum fyrir hluti í Sterling Airlines. Alls mættu fulltrúar 75% hlutafjár á fundinn. Einnig var samþykkt að fækka stjórnarmönnum úr sjö í fimm. Sjálfkjörnir í stjórn FL Group voru Skarphéðinn Berg Steinarsson, Jón Ásgeir Jóhannesson, Magnús Ár- mann, Smári S. Sigurðsson og Þor- steinn M. Jónsson. Til vara Kristinn Bjarnason og Þórður Bogason. Á fundinum gerði Hannes Smárason forstjóri grein fyrir breytingum á skipulagi félagsins, nýjungum í rekstri og framtíðarhorfum. Heildarhlutafé FL Group verður 80 milljarðar króna að markaðsvirði að loknu hlutafjárútboði, eigið fé um 65 milljarðar og gert er ráð fyrir að félagið velti um 100 milljörðum á ári eftir kaupin á Sterling. Heimilt verður að greiða fyrir nýja hluti í FL Group með hlutabréfum í nokkrum tilteknum félögum auk reiðufjár. Núverandi hluthafar hafa þegar skráð sig fyrir 28 milljörðum króna. Gert er ráð fyrir að lykil- starfsmenn fjárfesti fyrir þrjá millj- arða, Kaupþing og Landsbankinn fyrir átta milljarða og sölutryggja þeir til viðbótar fimm milljarða króna útboð sem beint verður að fagfjárfestum. Vilhjálmur Bjarnason, hluthafi og aðjúnkt við HÍ, spurði forstjóra og stjórn FL Group m.a. hvers vegna Sterling hefði ekki verið keypt á öðru og lægra verði og hve mikið bankarnir tækju fyrir að sölu- tryggja hlutafjárútboðið. Enn frem- ur hve stór hluti viðskipta með hlutafé í easyJet í ár og í fyrra hefði verið án þess að Flugleiðir og FL Group hefðu átt hlut að máli. Einnig bað hann endurskoðendur að upp- lýsa hvort þrír milljarðar hefðu ver- ið fluttir af reikningi félagsins í þágu annarra en félagsins sjálfs. Hluthafafundur FL Group var í gær, heildarhlutafé verður 80 milljarðar Morgunblaðið/Sverrir Hlutafé aukið um 44 millj- arða og fækkað í stjórn  Samþykkt að | Miðopna RÁÐANDI hluthafar þýska fyrirtækisins Pickenpack – Hussman & Hahn Seafood, þeir Finnbogi Baldvinsson, forstjóri fé- lagsins, og Samherji, munu eignast 21,25% hlutafjár í Icelandic Group. Í gær var tilkynnt um kaup Icelandic Group á þýska fyrirtækinu, en það er stærsta framleiðslufyrirtæki í Þýskalandi á sviði frystra sjávarafurða. Kaupverðið verður greitt með nýju hlutafé í Icelandic Group. Miðað við markaðsverð Icelandic Group er kaupverð þýska fyrirtækisins um 5,5 milljarðar. Eftir hlutafjáraukn- inguna verður hlutur þeirra Finnboga og Samherja í Icelandic Group því 21,25%. Finnbogi hefur verið ráðinn forstjóri Ice- landic Europe. Eignast 21,25% hluta- fjár í Icelandic Group  Icelandic | 14 ♦♦♦ ♦♦♦ NÝJAR farangursreglur taka gildi í flugi Icelandair milli Bandaríkjanna og Evrópu frá og með 15. nóvember næstkomandi. Farþegar á almennu farrými mega innrita tvær einingar af far- angri. Hvor eining má ekki vera meira en 158 cm að samanlagðri lengd, breidd og hæð og ekki þyngri en 23 kg. Farþegar á Saga Business Class mega taka með tvær einingar (2 stk.) af innrituðum farangri sem vega að hámarki 32 kg hvor um sig og samanlögð lengd, breidd og hæð má ekki vera meira en 158 cm. Að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair, er þessi breyting gerð í hagræðing- arskyni og í takt við breytingar sem evrópsk flugfélög á borð við Luft- hansa og SAS eru að gera. Guðjón sagði að farangursheimild farþega á almennu farrými yrði minnkuð úr 64 kg í 46 kg. Farang- ursheimild farþega á Saga farrými verður óbreytt hvað þyngd varðar, 64 kg. Hann benti á að í Evrópu- flugi megi hver farþegi á almennu farrými taka með sér 20 kg af far- angri. Ekki vegna innkaupa Íslendinga „Sú spurning vaknar hvort þetta sé vegna mikilla innkaupa Íslend- inga í Bandaríkjunum,“ sagði Guð- jón. „Það er alls ekki. Yfirgnæfandi meirihluti farþega okkar í Ameríku- fluginu eru Bandaríkjamenn eða Evrópubúar, aðrir en Íslendingar. Farangur Íslendinga vegur því ekki þungt í flugvélunum. Þessi breyting er gerð almennt til hagræðingar og til að færa reglur okkar í átt til þess sem almennt gildir í Evrópu.“ Guðjón sagði að reglurnar myndu gilda í Ameríkuflugi félagsins yfir Atlantshafið, einu gilti hvar ferðin hæfist í Evrópu eða Bandaríkj- unum. Farangurs- heimildir í Ameríku- flugi þrengdar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.