Morgunblaðið - 07.11.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.11.2005, Blaðsíða 16
Spurning: Lesandi á miðjum aldri sem kominn er með útbreidda slit- gigt og er illa haldinn spyr hvað valdi slitgigt, hvernig sjúkdómurinn hagi sér og hvað sé til ráða. Svar: Það er óvenjulegt að fólk á besta aldri verði óvinnufært vegna útbreiddrar slitgigtar. Slitgigt hrjáir aðallega eldra fólk. Ef ellilífeyris- þegar eru skoðaðir eru um 85% með slitgigtarbreytingar sýnilegar við skoðun eða á röntgenmynd en af þeim eru u.þ.b. helmingur með ein- kenni. 30 ára fólk er að mestu laust við gigt, þó eru um 3% með breyt- ingar í mjöðm og um 5–6 % með breytingar í hné. Þessar tölur eiga efalaust eftir að hækka á næstu ár- um með aukinni líkamsþyngd í hin- um vestræna heimi. Í flestum til- vikum er ekki vitað hvað veldur slitgigt. Líklega ráða erfðaþættir í um það bil 50% tilvika en stundum er hún af- leiðing gamalla áverka svo sem slysa, eftirstöðvar sýkinga og þess háttar. Hvað gerist? Við slitgigt skemmist og eyðist lið- brjóskið en fleira kemur þó til sem ekki er farið nánar út í (flókið ferli efnahvata). Sumir liðir eru meira út- settir en aðrir svo sem fingurliðir, mjaðmaliðir, hnjáliðir, háls- og lendaliðir. Oftast taka breytingar langan tíma en stundum skemmist brjóskið hratt og liðurinn (mjöðm, hné) eyðileggst á skömmum tíma. Hversvegna það gerist er ekki vitað. Slitgigt er ein algengasta orsök verkja í liðum. Þar sem við þekkjum ekki aðferðir til þess að koma í veg fyrir slitgigt er markmið meðferðar að minnka verki, auka færni og varð- veita liðbrjósk ef þess er nokkur kostur. Hvaða meðferð er í boði? Lyfjameðferð er algeng og úr mörgum lyfjum er að velja. Í vægari tilvikum er ágætt að nota paraseta- mól. Þetta er langöruggasta lyfið, sem fólk á alls ekki að vanmeta. Stundum eru skammtarnir allt að 6–8 töflur á dag. Mörg gigtarlyf eru til og þarf stundum að prófa sig áfram því virkni er stundum ein- staklingsbundin. Eitt algengasta gigtarlyfið er ibuprofen, en eins og öll svokölluð bólgueyðandi gigtarlyf getur það haft áhrif á slímhúðir í görnum og valdið blæðingum. Stundum gefa læknar því magalyf með. Svonefnd Cox-2 lyf hafa fengið slæmt orð á sig eftir að Vioxx var tekið af markaði en það og skyld lyf reyndust slitgigtarsjúklingum oft vel. Þessi lyf má enn nota í völdum tilvikum. Stundum er sterum sprautað í liði, einkum ef bólga er til staðar. Skiptar skoðanir eru þó um ágæti þess. Ster- ar virka vel á suma sjúklinga en ekki er æskilegt að sprauta oftar en 3–4x á ári . Sterkari verkjalyf geta átt rétt á sér í völdum tilvikum t.d. fyrir svefn í stuttan tíma. Hyaluronik- sýru er líka stundum sprautað í hné. Skoðanir á virkni hennar eru skiptar en hún virðist þó hjálpa sumum. Lið- aktin hefur verið mikið notað en frekari rannsóknir þarf á gagnsemi þess en sumir sjúklingar telja sig hafa gagn af því. Lýsi og omega-3 fitusýrur eru einnig vinsæl en þarfnast líka frekari rannsókna. Mjög mikilvægt er að sjúkling- urinn sé í góðu sambandi við lækninn sinn sem hlustar, upplýsir og leggur línurnar um meðferð með sjúklingn- um. Sums staðar eru sjúklingar með slitgigt í hópstarfi og virðist það gefa góða raun. Sjúkraþjálfun á hér sinn sess eins og oft, þolþjálfun, styrktar- og gönguæf- ingar. Iðjuþjálfun getur líka verið mjög gagnleg. Oft er beitt hitameðferð t.d. í bökstrum 3–4x á dag. Sundiðkun og ferð- iri í heita potta halda oft íslenskum gigt- arsjúklingum gang- andi. Leysigeisla- meðferð er stund- um notuð en þarf trúlega að staðla og skoða betur. Stundum getur verið gott að notast við hækjur eða staf og mik- ilvægt er að vera ı́ góðum skóm. Í sumum tilvikum eru notaðir kælibakstrar (ísbakstrar) en þeir geta dregið úr bólgu, minnkað verki og bætt færni. Nálarstungur geta stundum minnkað verki. Aðgerðir á liðum Ef um allt þrýtur getur þurft að grípa til skurðaðgerða. Stundum er hægt að komast af með minni inn- grip eins og speglanir. Aðgerðir á lið- um í dag eru hins vegar álitlegur kostur þegar liðurinn er ónýtur, enda árangur þeirra oftast mjög góð- ur. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin  HVERJU SVARA LÆKNARNIR? | Björgvin Á. Bjarnason og Kristjana S. Kjartansdóttir læknar Hvað veldur slitgigt? Morgunblaðið/Golli Sundiðkun heldur oft íslenskum gigtarsjúklingum gangandi. (WHO) mæltist til þess að áratug- urinn 2000–2010 yrði helgaður bein- um og liðum. Tilgangurinn er að vekja athygli á gigtarsjúkdómum og afleiðingum þeirra og auka rann- sóknir og skilning og bæta meðferð. Allir sem til þekkja vita að þessir sjúkdómar geta valdið miklum þján- ingum, skert starfsorku og lífsgæði og jafnvel leitt til ótímabærrar ör- orku. Kristjana og Björgvin svara mán- aðarlega fyrirspurnum lesenda á heilsusíðu Morgunblaðsins. Hægt er að senda fyrirspurnir til læknanna á tölvupóstfangið gudbjorg@mbl.is eða hafa samband í síma 5691100. 16 MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF | HEILSA RAUTT EÐAL GINSENG Skerpir athygli - eykur þol Virkar m.a. gegn: Einbeitingarskorti, streitu, þreytu og afkastarýrnun Einnig gott fyrir aldraða! www.ginseng.is S-kóreska ríkið leggur sérstaka rækt við að viðhalda gæðum og orðspori Rauðs eðalginsengs.  Eingöngu eru notaðar sérvaldar 6 ára gamlar rætur í besta gæðaflokki.  Kjörlendi er frátekið fyrir Rautt Ginseng.  Jörðin er hvíld í 10 ár eftir uppskeru til að ná upp fyrri frjósemi. Vinnslan er mun vandasamari en með henni nást eftirfarandi markmið: 1. Meiri virkni. 2. Mun meiri andoxunarefni. 3. Minni líkur á aukaverkunum. 4. Meiri stöðugleiki og mun lengra geymsluþol eða 10 ár samanborið við 3ja ára geymsluþol hvíts ginsengs. HLUTFÖLL kvenlíkamans eru að verða líkari líkama karla vegna lífs- stílsbreytinga. Þetta er meðal nið- urstaðna breskrar rannsóknar sem gerð var á árunum 2001 til 2004 á 5.000 konum og 5.000 körlum á aldr- inum 16–90 ára. Á vef Politiken er greint frá því að breskar konur hafa orðið feitari með árunum og líkamshlutföll þeirra breyst úr því að vera perulaga í eplaform, þ.e. fitan á efri hluta lík- amans hefur aukist en var áður mest á mjöðmunum. Mittismálið hefur aukist en árið 1951 var meðalmitt- ismál breskra kvenna 69,9 cm en nú er það 86,4 cm. Karlarnir hafa líka orðið feitari en líkamshlutföllin ekki breyst eins og hjá konunum. Danski prófessorinn Berit Heitmann segir í samtali við Politiken að breskar kon- ur virðist hafa fitnað hraðar en skandinavískar og telur að þróunin orsakist af verra mataræði, meiri drykkju, minni líkamshreyfingu og streitu. Streita er fitandi Að hennar sögn er fituvefurinn á kviðnum viðkvæmari fyrir breyt- ingum en fituvefur annars staðar á líkamanum. Þegar viðkomandi verð- ur stressaður losnar hormónið kort- ison sem leggur sitt af mörkum til þyngdaraukningar. Og slíkum hormónabreytingum er kviðurinn viðkvæmur fyrir og kviðfita getur aukist. Þess vegna fitnar fólk á kviðnum í tengslum við mikla streitu. Heitmann bendir á að fólk verði feitara þar sem það hreyfi sig minna. Ein skýringin á minni hreyf- ingu er að húsverk krefjist minni hreyfingar en áður þegar t.d. þvegið var í höndunum. Emma Stiles, breskur næringarfræðingur, segir við Politiken að aukin insúlínfram- leiðsla líkamans vegna aukinnar kol- vetnaneyslu leiði til þess að estró- genmagn kvenna minnki og það sé orsökin fyrir breyttum líkams- hlutföllum. Danski næringarfræð- ingurinn Gitte Laup Hansen telur að aukin drykkja sé meðal orsaka, þ.e. að konur byrja fyrr að drekka.  RANNSÓKN Eplalaga vöxtur að leysa perulaga af hólmi? Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.