Morgunblaðið - 07.11.2005, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2005 7
FRÉTTIR
Harpa Sjöfn
heitir nú Flügger litir
Endurbættar verslanir • Gott vöruval • Tilboð • Skemmtileg getraun
Málning og
málarameistari!
Þú getur unnið málningu og
meistara til að mála fyrir þig
að upphæð 200.000 krónur.
10
3
5
5
5
4
3
/0
5
Reykjavík:
Stórhöfða 44
Sími 567 4400
Reykjavík:
Skeifunni 4
Sími 568 7878
Reykjavík:
Snorrabraut 56
Sími 561 6132
Kópavogur:
Bæjarlind 6
Sími 544 4411
Hafnarfjörður:
Dalshrauni 13
Sími 544 4414
Borgarnes:
Sólbakka 8
Sími 430 5620
Akureyri:
Austursíðu 2
Sími 461 3100
Hvolsvöllur:
Hlíðarvegi 2-4
Sími 487 8413
Selfossi:
Austurvegi 69
Sími 482 3767
Keflavík:
Hafnargötu 90
Sími 421 4790
www.flugger.is
ANNA Þóra Bragadóttir studdi ný-
lega Krabbameinsfélag Íslands
þegar hún afþakkaði afmælisgjafir
en óskaði þess í stað að þeir fjár-
munir sem annars hefðu farið í
gjafir rynnu til Krabbameinsfélags-
ins. Vill hún að þetta framlag verði
notað til rannsókna á brjósta-
krabbameini og vonar að sem flest-
ir feti í fótspor hennar.
Sérstakir söfnunarkassar
Í tilkynningu frá Krabbameins-
félaginu segir að það færist sífellt í
vöxt að þeir sem eiga stórafmæli
hafi samband við félagið þegar af-
mælið nálgast og tilkynni að þeir
óski eftir því að vinir og vanda-
menn láti fé af hendi rakna til fé-
lagsins í stað þess að keyptar séu
gjafir. Undanfarna mánuði hafi
slíkar gjafir numið á þriðja hundr-
að þúsund krónum. Þá segir að
vegna þess að félagið sé rekið að
miklu leyti fyrir velvild almennings
skipti framlag hvers og eins miklu
máli.
Félagið hefur látið gera sérstaka
söfnunarkassa sem hægt er að hafa
í afmælisveislunum til að safna í
peningagjöfunum til Krabbameins-
félagsins. Nánari upplýsingar um
kassana er hægt að fá hjá skrifstofu
félagsins í síma 540-1900.
Margir vilja láta Krabbameinsfélag Íslands njóta gjafa á stórafmælum, líkt
og Anna Þóra Bragadóttir gerði nýlega, skv. upplýsingum félagsins. Með
henni á myndinni eru dætur hennar, Eygló Lilja og Sóley Lind.
Afþakkaði gjafir og styrkti
rannsóknir á krabbameini
ÖLL tilboð í byggingu heilsugæslu-
stöðvar á Skagaströnd reyndust yfir
kostnaðaráætlun. Tilboðin eru nú til
yfirferðar hjá Framkvæmdasýslu
ríkisins.
Heilsugæslustöðin verður 250 fer-
metrar að stærð með 17 m² tengi-
gangi sem tengir hana dvalarheimili
aldraðra á sömu lóð, að því er fram
kemur í Húnahorninu, fréttavef
Húnvetninga. Í útboðinu var miðað
við að húsið yrði fokhelt um áramót
og að fullu byggt um miðjan maí á
næsta ári.
Trésmiðja Helga Gunnarssonar
ehf. var með lægsta tilboðið sem
hljóðaði upp á tæplega 51,5 milljónir
kr., eða 110,7% af kostnaðaráætlun.
Trésmiðjan Stígandi var með svipað
tilboð en tilboð Kráks var nokkru
hærra. Kostnaðaráætlun hljóðar upp
á 46,5 milljónir.
Öll tilboð
yfir kostn-
aðaráætlun
SIGRÍÐUR Jónsdóttir hefur ákveð-
ið að gefa kost á sér til embættis for-
seta Íþrótta- og Ólympíusambands
Íslands á íþróttaþingi ÍSÍ sem haldið
verður næsta vor. Sigríður hefur
verið varaforseti ÍSÍ frá sameiningu
Íþróttasambandsins og Ólympíu-
nefndarinnar árið 1997. Hún sat áð-
ur í stjórn ÍSÍ og var formaður bad-
mintonsambandsins í 7 ár.
Gefur kost á
sér í kjöri
forseta ÍSÍ
FERMINGARBÖRN úr 57 sókn-
um, í öllum landshlutum, munu í
dag safna fé til verkefna Hjálp-
arstarfs kirkjunnar í Afríku með
því að ganga í hús og biðja um
framlög.
Þetta er í sjöunda sinn sem
fermingarbörn safna fyrir Hjálp-
arstarfi kirkjunnar í Afríku. Í
fyrra söfnuðust 5,5 milljónir
króna. Söfnunin er stór liður í fjár-
öflun Hjálparstarfsins og gott
tækifæri til að ná markvisst til
ungmenna með fræðslu um hjálp-
arstarf.
Prestarnir hafa verið að fræða
börnin um þá erfiðleika sem jafn-
aldrar þeirra í fátækum löndum
Afríku eiga við að etja og um ár-
angur af verkefnum Hjálparstarfs
kirkjunnar.
Fermingarbörnin ganga hús úr
húsi í dag milli kl. 17.30 og 21.00.
Fermingar-
börn
ganga í hús
STÆKKUN Listasafnsins á Akur-
eyri var nýlega til umfjöllunar á
fundi stjórnar Fasteigna Akureyrar-
bæjar. Lagt var fram erindi frá
Hannesi Sigurðssyni þar sem hann
óskar eftir niðurstöðum í máli safns-
ins sem fyrst. Menningarmálanefnd
vísaði því til Fasteigna Akureyrar-
bæjar á fundi sínum nýlega að láta
gera þarfagreiningu og kostnaðar-
mat á nauðsynlegum breytingum á
núverandi og fyrirhuguðu húsnæði.
Framkvæmdastjóra var falið að
vinna að undirbúningi verksins og
leggja tillögur fyrir næsta fund.
Ræða stækkun
Listasafns
Akureyrar
♦♦♦
♦♦♦
♦♦♦
Fréttir á SMS